Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
x>v
5
Fréttir
Niðurstaða héraðsdóms í máli konu sem ákærð var fyrir að svíkja átta karlmenn:
Konan dæmd í fangelsi -
51 milljónar kröfu vísað frá
Akærða fyrir héraðsdómi
Konan var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik meö því aö hafa meö
blekkingum fengiö sjö karlmenn til að lána sér 29,9 miiijónir króna þrátt fyrir
aö henni væri Ijóst aö hún heföi engin tök á aö endurgreiöa þeim.
Þórunn Sigurveig Aðalsteins-
dóttir, 66 ára íbúi í Breiðholti, hef-
ur verið dæmd í tveggja ára fang-
elsi fyrir fjársvik með því að hafa
með blekkingum fengiö sjö karl-
menn til að lána sér 29,9 milljónir
króna þrátt fyrir að henni væri
ljóst að hún hefði engin tök á að
endurgreiða þeim. Konan var fund-
in sek um að hafa notað sér ranga
hugmynd mannanna um greiðslu-
getu hennar og eignir. Þeir vissu
ekki af lánveitingum og skulda-
stöðu Þórunnar til hinna. Þórunn
er dæmd til að greiða 2,1 milljón
króna í skaðabætur til fjögurra
mannanna og helming af 650 þús-
und króna málskostnaði.
Skaðabótakröfum upp á 51,5 millj-
ónir króna var vísað frá dómi. Þar á
meðal var 25,3 milljóna krafa 72 ára
karmanns sem býr i Vesturbæ
Reykjavíkur - áttunda mannsins í
málinu. Þórunn var ekki ákærð fyr-
ir fjársvik i þeim þætti heldur gefið
að sök að hafa „nýtt sér andleg bág-
indi“ mannsins sem var henni háð-
ur meðal annars vegna húshjálpar
sem hún tók að sér fyrir hann.
Henni var gefið að sök að hafa aflað
sér samtals 23,7 milljóna króna sem
endurgjaldi sem hún áskildi sér fyr-
ir að þrífa á heimili mannsins frá
því í september 1996. Dómurinn
komst að þeirri niðurstöðu að ekk-
ert hefði komið fram í vitnisburði
mannsins eða framkomu hans fyrir
dóminum sem gæfi visbendinu um
að hann „ætti við bágindi að
stríða“. Því var Þórunn sýknuð af
þessum hluta sakamálsins.
Sagöi ósatt um hjartveik
eöa nýrnasjúk börn sín
I dóminum kemur fram að Þór-
unn hafi fengið tvo af mönnunum
til að lána sér peninga vegna þess
að börn hennar þjáðust af lífshættu-
legum sjúkdómum. Þannig sagði
hún öldruðum einbúa í Húnavatns-
sýslu, sem lánaði henni á níundu
milljón, að hún ætti tvö böm sem
þjáðust af nýrnasjúkdómi og að hún
hefði greint honum frá dauða þeirra
beggja meðan á fjárveitingum hans
til hennar stóð. Maðurinn sagði fyr-
ir dómi að hann hefði talið sig vera
að lána Þórunni fyrir sjúkrakostn-
aði og síðar útfararkostnaði vegna
þessara barna. Þórunn sagði fyrir
dómi að þetta hefðu verið ósannindi
hjá sér en hún hefði verið að grípa
til örþrifaráða. Þegar hún fékk ann-
an mann til að lána sér sagði hún
honum frá hjartveikri dóttur sem
þyrfti að fara í aðgerð erlendis. Þór-
unn sagði um þetta að hún ætti ekki
hjartveika dóttur en sagan hefði
ekki verið sögð til að fá peninga.
Þórunn segist ekki hafa afgang af
hinum rúmu 50 milljónum króna
sem hún fékk hjá framangreindum
áttmenningum. Peningarnir hafi
farið í „hitt og þetta", skuldir og
viðgerðir.
Stærstum hluta bótakrafnanna
var vísað frá dómi enda höfðu þeir
sem áttu stærstu kröfurnar fallið
frá þeim, að minnsta kosti á vissu
stigi. Þegar Þórunn var spurð að því
hvort hún hefði fengið mennina til
að falla frá kröfunum eftir að saka-
málið fór af stað kvaðst hún ekki
hafa beðið þá um að afturkalla kröf-
urnar en hefði spurt mennina
„hvort þeir vildu gera það“.
Einni ákæru í málinu var vísað
frá dómi en sonur Þórunnar, sem
einnig var ákærður en fyrir minni
sakir, var sýknaður. Ekki liggur
fyrir hvort Þórunn áfrýjar niður-
stöðu héraðsdóms til Hæstaréttar.
-Ótt
Sigríður ekki
í framboð
„Þó ég hafl að sjálfsögðu leyfi til
að vera i flokki og hafa mínar skoð-
anir þá skipti ég mér ekki af sveit-
arstjórnarmálum
og er þar af leið-
andi ekki á leið-
inni í framboð,“
segir Sigríður
Stefánsdóttir,
sviðsstjóri þjón-
ustusviðs hjá Ak-
ureyrarbæ, en
Sigríður sat lengi
i bæjarstjórn Ak-
ureyrar fyrir Al-
þýðubandalagið.
Þær sögur hafa fengið byr undir
báða vængi að undanfórnu að Sig-
ríður sé á leið í bæjarmálapólitíkina
að nýju, ekki sist eftir að hún kom
fram á opinberum fundi Vinstri-
grænna um bæjarmálin á dögunum.
Sigríður segir að hér sé um algjöran
misskilning að ræða. „Ég hef fengið
ótal fyrirspurnir vegna þessa máls
en ég mætti á þennan fund sem
embættismaður bæjarins vegna
þess að eftir því var óskað. Ég út-
skýrði þar þau mál sem upp voru
borin og undir mig heyra og var far-
in af fundinum þegar umræður
hófust þar,“ segir Sigríður. Hún seg-
ist enn vera félagi í Samfylking-
unni.
Til að kynda enn frekar undir
þeim misskilningi að Sigríður sé
gengin til liðs við VG er að alnafna
hennar er formaður Reykjavíkurfé-
lags flokksins og hefur verið tals-
vert í fjölmiðlum að undanförnu
vegna viðræðna VG við R-listann
um framboðsmál. Sigriður á Akur-
eyri segir að þeim nöfnum sé mikið
ruglað saman en ítrekar það að hún
hafi engin afskipti af sveitarstjórn-
armálum, hvorki á einum vettvangi
né öðrum. -gk
Sigríöur
Stefánsdóttir.
Hæstiréttur:
Borgarbyggð
sýknuð
Hæstiréttur staðfesti á föstudag dóm
Héraðsdóms Vesturlands um að Borg-
arbyggð skyldi sýknuð af kröfum Óla
Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi bæj-
arstjóra í Borgar-
byggð, sem var
sagt upp og gert að
rýma skrifstofu
sína fyrirvara-
laust. Óli krafðist
launa til loka
samningstímans
sem var tvö ár auk
sex mánaða en á
það var ekki fall-
ist.
1 dómi Hæstaréttar segir meðal ann-
ars: Sveitarfélagið Borgarbyggð sagði
bæjarstjóranum upp störfum áður en
ráðningartími hans rann út. Óli krafð-
ist launa til loka umsamins tveggja ára
ráðningartíma og í sex mánuði til við-
bótar. Með hliðsjón af sérstöku eðli
starfs bæjarstjóra var talið að umdeilt
ákvæði ráðningarsamnings aðila, um
starfslok Óla fyrir lok ráðningartím-
ans, bæri að skýra á þann veg að í því
fælist gagnkvæm heimild samningsað-
ila til uppsagnar samningsins. Ákvæði
samningsins um rétt Óla til launa „í sex
mánuði frá þeim tírna" var túlkað svo
samkvæmt orðanna hljóðan að þar væri
bæði vísað til loka ráðningartímans og
þess tíma er störfum bæjarstjóra kunni
að ljúka í raun sé það fyrr.
Var Borgarbyggð því sýknuð af
kröfu Óla til frekari launagreiðslna.
Þar sem ekki voru lagaskilyrði til að
fallast á miskabótakröfu Óla var Borg-
arbyggð einnig sýknuð af þeirri kröfú,
enda þótt fallist væri á það með Óla að
Borgarbyggð hefði gengið óþarflega
hart fram við uppsögnina.
DV innti Óla Jón eftir viðbrögðum
hans við dómnum. „Ég er vitaskuld
ósáttur við þann dóm Hæstaréttar að
vegna sérstaks eðlis starfs bæjarstjóra
sé hægt að rifta tímabundnum ráðning-
arsamningi án bóta, en meginreglan er
sú að tímabundnir ráðningarsamningar
eru óuppsegjanlegir. Hæstiréttur stað-
festir aftur á móti þá skoðun mína að
brottvikningin hafi verið óeðlilega
harkaleg," sagði Óli Jón við DV. -DVÓ
Tilboð 960 þús.
MMC Lancer Wagon 1,6
n.skr. 05.97, ek.72 þ. km,
ssk. Verð 850 þús. kr.
Kia Shuma RS 1,5 n.skr.
07.98, ek. 48 þ. km, bsk.
Verð 770 þús. kr.
Suzuki Vitara JLX SE
n.skr. 01.99,
ek. 35 þ. km, ssk.
Verð 1.190 þús. kr.
MMC Lancer GLXi 1,3
n.skr. 09.96, ek.113 þ. km,
ssk.
Verð 650 þús. kr.
Hyundai Accent GLS 1,5
n.skr. 09.00,
ek.12 þ. km, bsk.
Verð 1.160 þús. kr.
Kia Clarus GLX 2,0 n.skr.
10.99, ek. 8 þ. km, bsk.,
álfelgur.
Verð 1.390 þús. kr.
Nissan Almera 1,6 n.§kr.
06.99, ek. 63 þ. km, ssk.
Verð 990 þús. kr.
Nissan Micra GX 1,3
n.skr. 05.99,
ek. 8 þ. km, bsk.
Verð 760 þús. kr.
Notaðir bílar
Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði!
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is
Kia Sportage Classic 2,0 Hyundai Starex 4x4, dísil
n.skr. 09.00, 2,5 n.skr. 06.99,
ek.12 þ. km, bsk. ek. 65 þ. km, bsk.
Iferð 1790 þús. kr. Verð 1.750 þús. kr.
dcjfe
KIA ÍSLAND