Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
Fréttir I>V
Þingmaður vill að fjárlaganefnd skoði ferðir flugmálastjórnarvélar:
Týndir farþegalistar
- samgönguráðherra á met í einkaflugi með TF-FMS
GIsli S. Einarsson hefur óskaö
eftir því við fjárlaganefnd að
nefndin fari fram á loggbók vélar
flugmálastjórnar TF-FMS vegna
notkunar ráöherra og stjórnmála-
manna á henni. Nefndin ræddi
málið á fundi á sínum í gær en
skiptar skoöanir voru innan henn-
ar um það hvort beiðni Gísla væri
nægilega rökstudd. Ákveðið var að
fresta afgreiðslu málsins þar til í
dag. Ólafur Örn Haraldsson, for-
maður nefndarinnar, sagði í sam-
tali við DV að ekki væri ágreining-
ur um aö mál þessi ættu að vera
uppi á borðinu. „Máliö snýst um
það hvort málið sé í réttum bún-
ingi til að nefndin taki á því og þá
með hvaða hætti,“ segir Ólafur
Örn.
í loggbókinni kemur fram hvert
er flogið og hve lengi er staldrað
viö á hverjum stað. Þar er ekki
sagt frá hverjir eru farþegar í
hverju tilviki.
Fátt um svör
Fyrirspum Gísla er fram komin
í framhaldi af ítrekuðum spurn-
ingum DV um málið allt frá því í
apríl á þessu ári. Þá var spurning-
um í fimm liðum beint til flug-
málastjóra varðandi notkun vélar-
innar sem ber einkennisstafina
TF-FMS.
Spurt var um það hvaða ráð-
herrar hefðu nýtt sér vélina á 12
mánaða tímabili til ferðalaga inn-
an lands sem utan. Þá var spurt
hve lengi hver ferð hefði staðið og
óskað eftir sundurgreiningu og
timasetningu. Loks var spurt um
það hvaöa aðrir aðilar utan flug-
málastjórnar hefðu notað vélina
og hver kostnaöur væri við ein-
stakar ferðir.
Svör flugmálastjórnar voru fjarri
því að vera í samræmi við spurn-
ingar. Þó var blaðinu sent yfirlit
um það hvaða ráðuneyti hefðu nýtt
vélina á umræddum tíma. Neitað
var að upplýsa um það hvaða far-
þegar hefðu verið með í för. „Flug-
málastjórn telur sig ekki geta gefið
upp hvaða einstaklingar á vegum
einstakra ráðuneyta og stofnana
hafi flogið með TF-FMS og vísar því
til ráðuneytanna og stofnananna að
svara því, sem og hvert var flogið
hverju sinni,“ segir í svarbréfi
Heimis Más Péturssonar upplýs-
ingafulltrúa.
Forseti svarar
í framhaldi þessa reit DV öllum
ráðuneytum og embætti forseta Is-
lands bréf þar sem sömu upplýs-
inga var óskað. Spurt var hverjir
hefðu flogið hvert, hvers vegna og
hve lengi hver ferð hefði staðið.
Embætti forseta íslands svaraði
spumingum DV af nákvæmni þar
sem upplýst var nákvæmlega
hverjir hefðu fariö meö TF-FMS í
þeim tilvikum sem embættið
leigði vélina. Þá svaraði félags-
málaráðuneytið spumingunni þar
sem fram kom að á árabilinu 1999
til 2001 hefði ráöuneytið einu sinni
leigt vélina af flugmálastjórn og þá
vegna ferðar tveggja starfsmanna
ráðuneytisins á fund sveitar-
stjórna á Vestíjörðum. Forsætis-
ráðuneytið tók að sér með bréfi,
dagsettu þann 23. ágúst, að svara
fyrir öll önnur ráðuneyti. Þar er
ekki upplýst um farþega í hverri
ferð.
„Farþegalistar hafa almennt
ekki verið varðveittir í einstökum
ráðuneytum en yfirleitt er um að
ræða ferðir ráðherranna sjálfra og
starfsliös þeirra," segir í bréfinu.
Þá er því lýst að ráðuneytin leitist
við að haga ferðalögum á sem hag-
kvæmastan hátt og yflrleitt sé því
feröast með áætlunarflugi.
Sturla á ferö og flugi
Á lista forsætisráðuneytisins
kennir ýmissa grasa þegar til þess
Flugvél Flugmálastjórnar
„Farþegalistar hafa almennt ekki veriö varöveittir í einstökum ráöuneytum en yfirleitt er um aö ræöa feröir ráöherr-
anna sjálfra og starfsliös þeirra, sagöi í svari forsætisráöuneytis.
Mathiesen.
Gísli S.
Einarsson.
Heimir Már
Pétursson.
Ólafur Ragnar
Grímsson.
Guöni , Halldór
Ágústsson. Ásgrímsson.
Sturla Valgeröur
Böövarsson. Sverrisdóttir.
er litið hvert ráðherrar fara í
leiguflugi. Langstórtækast er sam-
gönguráðuneytið. Alls hafa sam-
gönguráðherra og hans lið leigt
vélina sem nemur 58,4 flugtímum
á árabilinu 1998 til 2001. Heildar-
kostnaður viö flugið er 4,7 milljón-
ir króna ef miðað er við að flug-
tíminn kosti 80 þúsund krónur
eins og gerist í dag. Ekki er ljóst
hversu mikið kostar að láta vélina
bíða eða hversu lengi hún hefur
beðið. Sturla Böðvarssson sam-
gönguráðherra hefur víða farið
samkvæmt upplýsingum forsætis-
ráðuneytisins. 18. júní 1999 brá
ráðherrann sér á heimaslóðir í
Stykkishólmi en síðan um Vest-
firði. Ekki er sagt hvert erindið
var. Fimm dögum síðar fékk hann
vél flugmálastjórnar aftur og flaug
nú til Vestfjarða til að opna at-
vinnuvegasýningu.
Þann 30. september sama ár
flaug hann til Færeyja til að sitja
ferðamálaráðstefnu á vegum Vest-
norræna ráðsins. Siglufjarðarveg-
ur var opnaður 15 október og
Sturla mætti þar. í febrúar árið
2000 fór hann til aö taka
skóflustungu að hóteli á Tálkna-
firði. í mars flaug til fundar við
Hornfirðinga þar sem fundað var
um samgöngumál. í apríl fór hann
til Egilsstaða til að halda ávarp
um vetrarþjónustu á ráðstefnu
Vegagerðarinnar. Komið var við á
Sauðárkróki. Daginn eftir fundaði
hann með sveitarstjórnarmönnum
á Patreksfirði. 20. júlí flaug TF-
FMS til Stykkishólms, þaðan til
Akureyrar og aftur til Stykkis-
hólms með ráðherrann áður en
haldið var heim til Reykjavíkur.
Tilefnið var móttaka nýrrar Hrís-
eyjarferju. Alls leigði samgöngu-
ráðherra vél Flugmálastjórnar 10
sinnum árið 2000. Kostnaðurinn
við flugtímana slagaði hátt í 1,4
milljónir króna. Biðin kostaði ekk-
ert.
Á þessu ári flaug ráðherrann
meðal annars til Rifs til að opna
hótel á Hellissandi. Þá mætti hann
á aðalfund Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á Akureyri og undir-
ritaði samninga við félagið. I baka-
leiðinni var komið viö í Stykkis-
hólmi þar sem haldiö var ferða-
málahóf í boði ráðherrans.
Fjórir dagar á Grænlandi
Önnur ráðuneyti komast vart í
hálfkvisti við samgönguráðuneyt-
ið. Þannig flaug Davíð Oddsson
forsætisráðherra aðeins í rúmlega
10 tíma á umræddu árabili. Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
flaug samtals 20 klukkustundir.
Þar vegur þyngst 10 tima flug ráð-
herrans og föruneytis á viðskipta-
kynningu í París 8. október 1999.
Vélin beið þar tvo daga.
Iðnaöarráðuneytið leigði vél
Flugmálastjórnar samtals í 14,8
flugtíma árin 1998 til 2001. Þar veg-
ur þyngst ferð Valgerðar Sverris-
dóttur til Ilullissat á Grænlandi 29.
ágúst. Aö baki þeirri ferð lágu 7,2
flugtímar og vélin beið á Græn-
landi í fjóra daga eftir ráöherran-
um sem sat fund norrænna orku-
málaráðherra.
Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra fór í maí sama ár á sama
stað til að sitja fund sjávarútvegs-
ráðherra Norður-Atlantshafsríkja.
Sú ferð tók þrjá daga. Flugtímar
voru skráðir 6,3 og kostnaðurinn
því um hálf milljón króna. Biðin
kostaði ekkert.
Frá janúar til júlí 2001 hefur
sjávarútvegsráðherra notað TF-
FMS meira en aðrir ráðherrar.
Hann hefur notað vélina sem nem-
ur 5,6 flugtimum en fast á hæla
hans koma umhverfisráðherra og
samgönguráðherra með 5 flugtíma
hvor. Sá ráðherranna sem minnst
notar einkaflug Flugmálastjórnar
er Guöni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra sem verið hefur i loftinu
samtals eina og hálfa klukkustund
á kjörtimabilinu.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg-
ir að á meðan TF-FMS bíöi eftir
þeim sem taka hana á leigu sé
gjarnan sinnt tilfallandi verkefn-
um. Þannig sé ekki óeðlilegt þótt
stofnanir og ráðuneyti greiði að-
eins fyrir þá tíma sem vélin sé á
lofti. Hann segir útilokað fyrir
stofnun sína að svara því hverjir
hafi flogið með vélinni hverju
sinni. Farþegaskrár séu aðeins
færðar vegna trygginga og eftir að
flugi lýkur sé þeim hent. Þvi geti
flugmálastjórn ekki svarað því
hverjir hafi farið í ferðir á vegum
ráðuneytanna.
Ef marka má svör ráðuneytanna
við spurningum DV er ljóst að far-
þegalistarnir eru týndir.
Uinsjön: Birgir Guömundsson
netfang: birgir@dv.is
Slæm tímasetning
í heita pottinum hafa menn ver-
ið að ræða um niðurskurðinn hjá
RÚV og neikvæð viðbrögð starfs-
manna
við
áform-
um yfir-
stjórnar
stofnunarinnar. Eitt af því sem
sagt er hafa hleypt illu blóði í
menn er að á starfsmannafundi
sem haldinn var sl. föstudag hófst
fundurinn á því sem í eyru pott-
verja hefur verið kallað „sakbend-
ing“ þar sem menn voru yfir-
heyrðir um hver hefði lekið frétt-
um af niðurskurðaráformum til
annarra fjölmiðla. Segja starfs-
menn að þessi tilraun yfirstjórnar
til að komast fyrir þennan leka
hafi komið á slæmum tíma og á
röngum stað - menn stilli einfald-
lega ekki heilum starfsmanna-
fundi upp við vegg og yfirheryri
hann með þessum hætti...!
Gamla þýöingin notuð
Það hefur vakið athygli menn-
ingarsinnaðra pottverja að leikrit-
ið Dauðadansinn eftir Strindberg
sem Strindberg-
hópurinn sýnir
nú á litla sviði
Borgarleikhúss-
ins er í þýðingu
Einars Braga.
Menn telja sig
nefnilega muna að
i leikskrá leik-
hússins þar sem
starfsárið var kynnt á sínum tíma
hafi verið talað um að von væri á
vísi að Strindberg-hátíð í leikhús-
inu þar sem nýjar þýðingar Jóns
Viðars Jónssonar væru í aðal-
hlutverki. í poitinum kunna menn
þær skýringar helstar á því að
gamla þýðingin hans Einars Braga
er notuð að þeim hafi ekki samið
alls kostar um sýninguna þeim
Jóni Viðari og Ingu Bjarnason
leikstjóra og því hafi verið talið af-
farasælast að halda sig við Einar
Braga ...
Hitnar undir Margréti
'Vandi Samfylkingarinnar er
mik'ið ræddur í heita pottinum og
ýmsir eru hins vegar farnir að
kalla þetta vanda
Össurar Skarp-
héðinssonar.
Enn aðrir kalla
þetta raunar:
vandinn Össur
Skarpéðinsson.
Ljóst þykir þó að
lítil hætta steðjar
að Össuri sem for-
manni enda segja menn að fáir
séu til þess bærir að velgja honum
undir uggum. Hins vegar heyrast
nú raddir um að breytingar kunni
að verða á öðrum forustumönnum
en slíkar raddir heyrast ekki síst
innan úr ungliðahreyfingunni.
Þannig er óvíst að Margrét Frí-
mannsdóttir sé eins örugg í sin-
um stól og Össur, en rökin sem
heyrast eru að Össur þurfi ein-
hvern góðan og ferskan með sér, í
varaformennskunni, en Margrét,
þó hún sé ekki gömul í árum talið,
minni um of á gamla tíma í póli-
tíkinni...
ríiw
Enn um Smáralind
Mikið hefur verið rætt um útlit
Smáralindar undanfarið og sýnist
sitt hverjum um dónalegt sköpu-
lag glæsihallar-
innar. Hinn
kunni hagyrðing-
ur Hákon Aðal-
steinsson lætur
neðanbeltis-
húmorinn eiga
sig í vísu sem
hann gerði á dög-
unum um opnun
þessarar risavöxnu verslunarmið-
stöðvar. Vísan er svona:
Hér lifir frelsió og framapotiö
framkvœmdin ber ekki vott um nísku.
Níu milljaröa kostaói kotiö
og Kringlan er ekki lengur i tísku.