Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Blaðsíða 9
8
ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
x>v
Fréttir
Úttekt á byggðavandanum á íslandi:
Fábreytnin fer
með fólkið
- ungt fólk vill skipta oft um atvinnu og heimili
Margt hefur veriö sagt og skrifað um
fólksfækkunina á landsbyggðinni en
minna hefur orðið um úrlausnir á þess-
um vanda. Hvorki byggðaáætlanir
stjómvalda né viðamikil stefhumótun-
arvinna ýmissa hagsmunahópa hefur
gefist sem skyldi. Svartsýnismenn halda
fram að engar mótvægisaðgerðir muni
duga og best sé að leyfa þróuninni að
eiga sér stað án nokkurra handaflsað-
gerða. Fleiri eru þó á öndveröri skoðun
en menn greinir enn á um leiðimar.
Vandi landsbyggðarinnar er sagður að
hluta til dreifbýlingunum sjálfúm að
kenna.
Bylting í atvinnuháttum
íslendingar standa frammi fyrir
sömu vandamálum og önnur vestræn
ríki. Bylting í atvinnuháttum hefur orð-
ið til þess að fólk flytur úr dreifbýlinu.
Menntunarstig er orðiö skuggalega lágt
á landsbyggðinni miðað við höfuðborg-
arvæðið, litlir mennmgar- og afþreying-
armöguleikar eru víða, lágt fasteigna-
verð, lægri laun; allt em þetta neikvæð-
ir þættir. Kostimir eru á hinn bóginn
fjölmargir við að búa í fábýli og má þar
nefna litla glæpatíðni, persónulegri
samskipti, timaspamaö vegna stuttra
Helstu landsbyggöar-
byggöarkjarnar
Ísafjardarbær
J
Sauöárkrókur
• J í
Húsavík
Akureyrl
Akranes
+ M
Reykjanesbær '*Wt
Selfoss
Kort af landshlutakjörnunum
Margir telja að þessir staðir verði hjörtu allrar dreifbýlisbyggðar í framtíðinni.
vegalengda, nálægð við náttúru og
fleira. Þessir kostir hafa hins vegar ekki
náð að vega upp á móti takmörkunum
landsbyggðarbúsetu.
Næstbest á Akureyri
í könnun Félagsvísindastofnunar var
reynt að meta hve eftirsóknarvert var
talið að búa í nokkmm bæjum á land-
inu. Þessir staðir vom fyrir utan höfuð-
borgarsvæðið Akureyri, Isaflörður,
Reykjanesbær, Akranes og Grindavík.
Niðurstaðan leiddi í ljós að eftirsóknar-
verðast var talið að búa á höfuðborgar-
svæðinu, þar næst á Akureyri, síðan
Akranesi, Reykjanesbæ og loks á Isa-
firði. Ef strjálbýli á almennt að þrífast á
landinu þarf að styrkja nokkra lands-
byggðarkjama að mati sérfræðinga. í
nýrri skýrslu Byggðastofhunar um
byggðamál era slíkir kjamar teknir út
og kostir þeirra og gallar greindir. Þess-
ir staöir em Borgames, Akranes, ísa-
Öörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsa-
vík, Egilsstaðir, Selfoss og Reykjanes-
bær. Þeir uppfylla ákveðna staðla sem
Byggðastofhun setur um slíkar burðar-
einingar og em hjörtu sérhvers lands-
hluta. Ef þessi hjörtu hætta að slá hætta
fingur og tær dreifbýlisins að hreyfast.
Plúsar og mínusar
Höfundar skýrslu Byggðastofnunar
greina kosti og galla fyrmefndra iands-
byggöarkjama með aðstoð fjölmargra
íbúa í héraði og er sumt forvitnilegt í
samanburðinum en annað í besta falli
bamalegt. Þannig segir um Reykjanes-
bæ: „ímynd Reykjanesbæjar hefur
breyst frá því að vera sjávarþorp og
Kanabær yfir að vera bílabær og bítla-
bær. Glansmyndin snýst um Hljóma og
fótboltann." í stómm dráttum fær
Reykjanesbær sæmilega einkunn. Um
Akranes segir að þar hafi orðið jafnmik-
il fjölgun í fyrra og varð að meðaltali á
tíu ámm frá 1990-2000. íbúar Akraness
hafa aldrei verið fleiri en nú og er ljóst
að Hvalfjarðargöngin hafa styrkt byggð-
arlagið mjög. Nálægðin við höfuðborg-
arsvæðið er einmitt stór þáttur í vaxtar-
möguleikum Akraness, Borgamess, Sel-
fosssvæðisins og Reykjanesbæjar.
Mannfiöldatölur hafa sýnt aðra og gleði-
legri niðurstöðu í þessum bæjarfélögum
undanfarið en almennt í byggðum sem
em fjær Reykjavík. Hvað galla Akranes-
bæjar varðar nefnir Byggðastofnun
skort á landrými auk þess sem stór-
gjaldþrot og neikvæð mál hafi komið
upp nýverið. Þar er nefnt svokallað
„sýslumannsmál“ og ÞÞÞ-gjaldþrotið.
Tækifæri staðarins felast aftur á móti
ekki síst í fyrirhugaðri stækkun Norð-
uráls.
Veik sjálfsmynd Borgnesinga
Svo hringveginum sé fylgt áfram
norður á bóginn segir um Borgarnes að
háskólamir í nágrenninu séu bæjarfé-
laginu mikill styrkur. Borgnesingar
njóta ekki síður en Akurnesingar stór-
iðjustarfsemi í nágrenninu og er fallegt
umhverfi og jákvæð ímynd meðal kosta
staðarins. Dæmi um galla er aftur á
móti að sjálfsmynd íbúa er fremur veik
að mati Byggöastofhunar. Þá hefur ekki
tekist að skapa einingu um staðinn með-
al nágrannanna.
Fólksfækkun á ísafirði
Sjávarútvegur hefur löngum verið lif-
æð ísafjarðarbæjar en skýrsluhöfundar
taka fram að atvinnulíf þar sé býsna
Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar er bjartsýnn:
Fólksflóttinn í rénun
- byggðamálaráðherra segir að atvinnumálin lofi góðu fyrir landsbyggðina
Dr. Bjarki Jó-
hannesson, for-
stöðumaður þró-
unarsviðs Byggða-
stofnunar, segir að
þeir landsbyggðar-
kjarnar sem standi
vel séu staðirnir
nálægt höfuðborg-
arsvæðinu, svo og
Akureyri. Borgar-
nes og Sauðár-
krókur séu i sæmilegu jafnvægi en ísa-
fjörður, Húsavík og Egilsstaðir eigi
undir högg að sækja. Hvernig sér
Bjarki fyrir sér að hægt sé að styrkja
þessa kjama?
„Ef menn hyggjast flytja opinber
störf út á land ættu þeir að hugsa um
að styrkja þessa þrjá síðastnefndu
staði. Síðan þarf að efla nýsköpun.
Upplýsingatækni gefur þessum stöðum
mikla möguleika. Það kom fram í at-
hugun sem gerð var í Finnlandi varð-
andi flutning flarvinnsluverkefna að
stærri kjarnarnir ættu betri möguleika
þar sem þeir hafa á að skipa fólki sem
getur tekið að sér flóknari verkefni en
mjög litlar byggðir. Til dæmis hafa
Húsvíkingar verið að skrá gögn fyrir
Þjóðminjasafnið sem varla væri hægt
að gera í mjög litlum plássum. Það er
sem sagt þetta þrennt: Opinber störf,
fjarvinnsla og nýsköpun sem mér
finnst að megi efla í þessum kjömum."
Bjarki segir sem dæmi i þessu sam-
hengi að Akureyri hafi grætt mjög á
eigin háskóla i þessum efnum.
Fjarskiptin ekki nógu góö
Valgerður Sverrisdóttir ráðherra er
æðsti yfirmaður byggðamála á landinu
og hefur því meira
vald en aðrir póli-
tíkusar til að hafa
áhrif á búsetuþró-
un. Hún segist
vera bjartsýn á að
hægt sé að stöðva
fólksflóttann.
Ákveðin atvinnu-
tækifæri lofi góðu,
s.s. stóriðjumálin
fyrir austan og
fiskeldi víða um land. Einnig er ráð-
herra bjartsýnn á að upplýsingatækn-
in verði landsbyggðarfólki akkur og þá
með frumkvæði einstaklinganna. Fjar-
skiptin séu hins vegar alls ekki nógu
góð en uppi séu áform um að stórbæta
aðgengi landsbyggðarinnar með auk-
inni ADSL-þjónustu.
Framsóknarmenn hafa verið gagn-
rýndir fyrir aðgerðaleysi í byggðamál-
um en Valgerður minnir á að mála-
flokkurinn hafi aðeins verið undir for-
ræði flokksins siðustu tvö ár. Hún seg-
ir að aukin bjartsýni ríki nú hjá lands-
byggðarfólki og hugarfarsbreytingin sé
mikilvæg. „Auðvitað skiptir miklu
máli í þessu sambandi að fólkið sjálft
sé tilbúið að taka á. Sveitarfélögin hafa
ekki heldur verið stikkfrí í þessu efni,“
segir ráðherra.
Valgerður segir um Byggðastofnun
að nýverið hafi rikisstjórnin samþykkt
að láta stofnunina fá 300 milljónir
króna aukalega til lánveitinga á þessu
ári og fjárveitingar til stofnunarinnar
hafi aukist verulega. Þess vegna sé bet-
ur staðið að Byggðastofnun núna en
áður en á hinn bóginn sé þörf fyrir-
tækja óvenjumikil. „Það hafa ekki
borist áður jafnmargar umsóknir um
lánveitingar og núna.“
Atvinnuþróunarfélög lofa
góðu
Forstöðumaður þróunarsviðs
Byggðastofnunar er sammála Valgerði
og fleiri um að það sé ekkert svart-
nætti fram undan fyrir landsbyggðina.
Hann bendir á að síðustu ár hafi dreg-
ið úr fólksflóttanum og spáir því að
styrking atvinnuþróunarfélaga hafi
sitt að segja um eflingu landsbyggðar-
innar. Þau starfi náið með Byggða-
stofnun og muni efla tiltrú fólks á
dreifbýlið í framtíðinni. „Þetta er að
skila sér, hægt og hægt,“ segir Bjarki
Jóhannesson.
Aöfluttir umfram brottflutta
- , • MMg|g|
200
0
■200
-600
-1.000
-1.400
,2 800 Ti! höfuöborgarsvæöis
71 72 73 J4 '75 ‘76 ‘77 78 *79 ‘80 ‘81 '82 ‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 *90 ‘91 ‘92 ‘93 *94 ‘95 ‘96 *97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01
Stöplarit sem sýnlr nettóflutninga frá landsbyggöinni til höfuðborgarsvæöisins
Mestir voru þessir flutningar árið 1997 en síðan hefur dregið úr þeim. Um 1800 manns fluttu það ár en í fyrra nam fjöldinn „að-
eins" um 700 manns. Athyglisverð erþróunin um miðjan áttunda áratuginn þegar fólk flutti frá höfuðborgarsvæöinu.
W: II
IP
fjölbreytt. Þar hefur hins vegar orðið
fólksfækkun og er fjárhagurinn slæmur.
Mestan þátt á þar ofgnótt félagslegs hús-
næðis sem reyndar íþyngir sveitarfélög-
um um allt land. Mikið var byggt á ní-
unda áratugnum af þessu húsnæði en
minna hefúr verið um spurn eftir þvi
þar sem fólk hefúr leitað burt. Um
ímynd ísaflarðarbæjar segir að hún sé
röng. Almenningur hafi á tilfinningunni
að þar snúist allt um sjávarútvegskvóta
og undir þetta tekur bæjarstjóri ísa-
fjarðarbæjar í samtali við DV. ítrekað
kemur fram í samtölum blaðsins við
fólk úti á landi að íbúarnir sjáifir hafi
stuðlað að neikvæðari og einhæfari
ímynd landsbyggðarinnar en efni standi
til. Þeir séu fastir i hlekkjum hugarfars-
ins.
Akureyri vart landsbyggð
Um Sauðárkrók segir að staðsetning
bæjarins sé á landsvísu góð, „réttum
megin við Akureyri". Þar er fjölbreytt
atvinnulif, starfræktar verksmiðjur og
rekinn öflugur framhaldsskóli. Eins og
á fleiri bæjum er hins vegar Qárhags-
staða sveitarfélagsins Skagafjarðar
fremur slæm. Jákvætt er aftur talið að
sagan drjúpi af hverju strái hjá Skag-
firðingum og verða þeir seint vændir
um veika sjáifsmynd.
í skýrslunni segir að Akureyri hafi
um margt rétt vel úr kútnum undanfar-
ið enda búi bærinn við fólksfjölgun.
Margt lofsamlegt er tilgreint um höfuð-
stað Norðurlands, enda bærinn sá
langstærsti í úrtakinu. Fjölbreytni er
fyrir vikið alla jafna mun meiri en ann-
ars staðar á landsbyggðinni en minna
má á að bæjaryfirvöld á Akureyri hafa
velt upp þeirri spumingu hvort rétt sé
að setja bæinn í hóp með annarri lands-
byggð.
Húsavík hefur sterka sjáifsmynd en
hefur goldið fyrir neikvæð mál sem
ratað hafa í fjölmiðla að mati skýrslu-
höfunda. Mikið afhroð hefur orðið í at-
vinnulifi bæjarins undanfarið bæði í
sjávarútvegi og með hmni Kaupfélags
Þingeyinga.
Göng og álver breyta
Egilsstaðir njóta margra kosta en ál-
ver við Reyðarfjörð gæti breytt vaxtar-
möguleikum bæjarins tO hins verra.
Hætt er við að mati Byggðastofnunar að
álver og göng milli Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsQarðar myndu hafa nokkur áhrif
á þróun búsetu á Egilsstöðum. Aukin-
heldur er galli staðarins að Egilsstaðir
liggja ekki aö sjó.
ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
DV
9
Fréttir
DV-MYND EÓL.
Á Suöurleiö
Flutningar fólks á þrítugsaldri hafa verið gríðarlegir undanfarið og er það sérstakt áhyggjuefni fyrir landsbyggðina og
þjóðfélagið alit. Þar með fer vaxtarbroddur héraðanna forgörðum. Myndin er sviðsett.
Selfoss fær ágæta umsögn enda talar
mannfjöldaþróun sínu máli þar. Mikil
fjölgun hefúr orðið meðal íbúa en í
seinni tíð hafa störf tapast, t.d. með
hræringunum í kringum Goða.
Vaxtarbroddurinn deyr
Hér að ofan er aðeins stikiað á stóm
hvað varðar möguleika landsbyggðar-
kjamanna en hvaða tilgang hefur það
að gera svona úttekt? Því svarar dr.
Bjarki - Jóhannesson, forstöðumaður
þróunarsviðs Byggðastofnunar, í skýrsl-
unni. Hann segir vinnuna leitast við að
finna staðbundin sóknarfæri varðandi
atvinnu og búsetu á landsbyggðinni.
íbúum hafi fækkað víðast hvar á lands-
byggðinni sem og störfum. Þeir aldurs-
hópar sem flytja mest milli landsvæða
sé fólk á þrítugsaldri, þ.e. vaxtarbrodd-
urinn í hveiju sveitarfélagi, sem geri
þessa hluti enn alvarlegri. „Mest hefur
íbúum fækkað utan þéttbýlis, en breyt-
ingar á þéttbýlisstöðum em minni. Þó
er þar víða um alvarlegt vandamál að
ræða. Fækkun ársverka fylgir nokkurn
veginn sama mynstri." Mismunandi
landsvæði hafa að mati Bjarka mismun-
andi eiginleika og möguleika til að
bregðast við búseturöskuninni og því er
mikilvægt að þekkja svæðin vel. Það
gefi heimamönnum vísbendingu um
hvar helst sé að leita fanga og stjóm-
völdum vísbendingu um hvar mismun-
andi byggðaaðgerðir séu líklegastar til
að skila árangri.
Hver vegna flytur fólk?
Atvinnumál era aðeins einn af þeim
þáttum sem ráða búsetuvali fólks. Áður
fyrr var oft hægt að stýra staðarvali fyr-
irtækja með opinberam reglum og
styrkjum. Nú em breyttir tímar og fyr-
irtæki framleiða oft háþróaðar vömr og
þjónustu sem krefjast mikillar starfs-
þekkingar. Framboð á menntuðu vinnu-
afli er meðal þeirra þátta sem mikilvæg-
ir em fyrir staðarval fyrirtækja. Það er
ekki lengur nóg að staðsetja fyrirtæki
einhvers staðar og halda siðan að fólk
komi sjálfkrafa og búi þar. Ljóst er því
að laga verður byggðaaðgerðir að ósk-
um fólks um búsetu. Þessu hefúr e.t.v
ekki verið sinnt sem skyldi. Mikilvæg
orsök búseturöskunar er breytt gildis-
mat ungs fólks. Það stafar af aukinni
menntun, ferðalögum og Qölmiðlum.
Stórauknar kröfur
Ungt fólk kýs æ meiri hreyfanleika í
búsetu og atvinnu. Það er ekki lengur
sátt við að búa á sama stað alla ævi og
stunda sama starf alla ævi. Þetta leiðir
til aukinna búferlaflutninga og þeir
staðir eru eftirsóknarverðastir sem
bjóða upp á fjölbreytni í búsetu og tæki-
færi til að skipta um starf. Ungt fólk ger-
ir einnig æ meiri kröfur til framboðs,
fjölbreytni og sveigjanleika í menningu
og afþreyingu. Föst félagasamtök upp-
fylla ekki lengur þarfir þess. Einnig
þetta hefur áhrif á búsetuval fólks og
þeir staðir em eftirsóknarverðir sem
bjóða upp á fjölbreytni í þessum efnum.
Hér hefur höfuðborgarsvæðið forskot á
landsbyggðina.
Römm er sú taug
Af framangreindu má ljóst vera að
þótt fólksflutningunum hafi verið líkt
við náttúruhamfarir telja hinir brott-
fluttu að ákvörðun þeirra hafi verið til
góðs. En römm er sú taug sem rekka
dregur og t.d. hafa skoðanakannanir
meðal brottfluttra Akureyringa sýnt að
þeir vilja upp til hópa snúa aftur en telji
sig ekki geta vegna óviðunandi atvinnu-
tækifæra. Hitt er einnig sýnt að höfuð-
borgarsvæðið hefur verið í vandræðum
með að taka á móti landsbyggðarfjöldan-
um undanfarið og menn eru sammála
um að óhagkvæmt sé að hafa byggð á
aðeins einum stað.
Búferla-
þróun
Þegar tölur yfir mannfjölda á Is-
landi era skoðaðar kemur i ljós að
108.380 manns bjuggu á landsbyggð-
inni árið 1981. Tíu árum seinna hafði
þeim fiölgað í 110.095 og fyrsta desem-
ber á síðasta ári var fiöldi íbúa á
landsbyggðinni 107.858. Á sama tíma
hefur ibúafiöldi á höfuðborgarsvæð-
inu sífellt aukist. Hér fyrir neðan gef-
ur að líta íbúafiölda í fimm sveitarfé-
lögum sem valin voru af handahófi og
eru víðs vegar á landinu. Á þessum
tæpu tuttugu ámm hefur íbúum í
þessum fimm sveitarfélögum fækkað
talsvert en í einu þeirra hefur þó orð-
iö örlítil fiölgun frá 1991 til 2000.
Allt landió
1981 231.958
1991 259.577
2000 282.849
Höfuðborgarsvœóið
1981 123.578
1991 149.482
2000 174.991
Súóavík
1981 260
1991 224
2000 227
Raufarhöfn
1981 472
1991 378
2000 341
Vestmannaeyjar
1981 4.752
1991 4.933
2000 4.522
Siglufjöróur
1981 2.012
1991 1.759
2000 1.560
Vopnafjöröur
1981 914
1991 912
2000 757
Megum ekki væla okkur dauð
DV spurði nokkra íslendinga um
þeirra sýn á byggðamálin og eiga
viðmælendur það sameiginlegt að
hafa tengst þessum málaflokki á
beinan eða óbeinan hátt. Helstu
spurningarnpr voru hvort fólksflótt-
inn af landsbyggðinni mundi halda
áfram, hvort sporna bæri við
ástandinu, með hvaða hætti þá og
hvaða einkunn þeir gæfu Byggða-
stofnun.
Byggðastofnun er
„kommissaraveldi“
Kristjdn Þór Júlíusson, bœjar-
stjóri á Akureyri:
Hann setur fyrirvara við hugtak-
ið landsbyggð og telur að landið sé
of lítið fyrir „deildaskiptingu“.
Hann telur skilgreiningarmun á
byggðunum úti á landi og Reykja-
víkursvæðinu óþarfan og hyggur að
núverandi hug-
takanotkun ýti
undir fordóma.
Kristján áætlar
að þéttbýlis-
myndun muni
halda áfram af
sama krafti og
undanfama ára-
tugi, en fólk
muni horfa til fleiri stórra
þéttbýlisstaða en höfuðborgarsvæð-
isins, þ. á m. Akureyrar.
Kristján segist vera talsmaður
þess að stjómvöld sporni gegn
ástandinu. Þau eigi að vinna að því
að landiö byggist upp með sem hag-
kvæmustum hætti. Byggð á aðeins
einum stað sé vondur kostur fyrir
þjóðfélagið.
„Byggðastofnun hefur verið póli-
tískt kommissaraveldi sem hefur
ekki skilað viðunandi árangri. Ef
draga á Byggðastofnun eina til
ábyrgðar, sem er mikil einfóldun,
fær hún falleinkunn," segir
Kristján.
Fóbíueinkenni dreifbýlinga
Hákon Aóalsteinsson, skógarbóndi
á Héraöi og hagyrðingur:
Hann telur
vondar samgöng-
ur á landsbyggð-
inni eiga stóran
þátt í vanda dreif-
býlisins og fólks-
fækkun. „Það
verður alltaf
fólksflótti á
landsbyggðinni ef
fólki finnst það vera innilokað.“
Hákon segir eitt helsta atriðið til
bjargar í þessum efnum sé að fólk í
dreifðari byggðum breyti opinberri
framkomu sinni í fiölmiðlum. „Að
það væli ekki stanslaust út af
ástandinu í sinni heimabyggð. Að
það væli sig ekki dautt heima hjá
sér.“ Ef byggðarlag sé ítrekað í fiöl-
miðlum þar sem kvartað er undan
ömurlegu ástandi smiti það út frá
sér. Fólk fái fóbíu og langi brott.
Enga höfuðborgarbúa langi að sama
skapi til að flytja til slíkra staða.
„Heimamenn eiga töluverða sök á
því hvernig komið er. Eilifar um-
kvartanir og kröfur um peninga að
sunnan eru af hinu illa. Næg tæki-
færi era í heimabyggð um landið
þvert og endilangt. Málið snýst bara
um að nýta þau. Menn eiga ekki að
bíða eftir því að aðrir komi með úr-
lausnir."
Hann segir Byggðastofnun vera
fyrirgreiðslustofnun og því miður
allt of halla undir pólitikina. „Að-
gerðir hennar verða eins og smá-
skammtalækningar hér og þar um
landið og virðast því miður snúast
allt of mikið um atkvæðaveiöar.
Byggöastofnun er þarft fyrirbæri en
ekki nógu sjálfstætt," segir Hákon.
Jákvæöara viðhorf
sveitarfélaganna
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
ísafjaróarbœjar:
Hann vill ekki notast við orðið
fólksflótta. Búferlaflutningar síð-
ustu ára séu hluti af ákveðnu ferli í
byggðaþróun. Þróun undangeng-
inna ára bendi til að flutningarnir
haldi áfram en ef miðað sé við
möguleika kjarnasvæöanna sé raun-
hæft að stefna að viðsnúningi.
Hann segir brýnt að spyrna við
fótum, enda dýrt fyrir samfélagið í
heild aö hafa aðeins byggð á einum
stað. Fjölgun atvinnutækifæra
skipti þar sköpum. Halldór segir að
ríkið eigi að leggja áherslu á að
framfylgja þeim þætti byggðaáætl-
unar sem snúi að atvinnumálum.
„Það hefur margt
gengið upp í
byggðaáætlun-
inni en ekki at-
vinnumálaþátt-
urinn, ekki flutn-
ingur stofnana,
ekki fiarvinnsla.
Númer eitt er að
auka fiölbreytni
á kjamastöðunum með því að sjá ný
opinber störf verða til úti á landi.“
Hann vill að næsta nýja ríkisstofn-
un verði gróðursett úti á landi.
Um Byggðastofnun segir Halldór:
„Hún er fiárvana. Það er minni
fiármunum varið til byggðamála
hér á landi en t.d. á Bretlandseyj-
um, Noregi og Svíþjóð. Byggðastofn-
un sem miðstýringarapparat er
ágæt út af fyrir sig en ég legg miklu
meiri áherslu á styrkingu atvinnu-
þróunarfélaganna í landinu. Þau
eru þriggja til fiögurra manna félög
í dag en ég vildi sjá tíu manna í
hverjum landsfiórðungi.“
Skattaafslátt á
landsbyggöarfólk
Kolbrún Halldórsdóttir þingmað-
ur:
Hún segir vandann gífurlegan,
heilu byggðarlögin séu nánast að
leggjast í eyði. Horfumar í þessum
efnum sé því miður slæmar ef eng-
ar nýjar stjómvaldsaðgerðir komi
til. Fyrri aðgerðir hafi reynst
gagnslitlar og ekki dugað til að
halda fólki í heimabyggðum.
„Við eigum að sporna við þróun-
inni með því að þingmenn og þjóðin
öll leggi saman í nýjan tillögupott.
Álþingi á að efna
til sérstaks
byggðaþings.
Stjórnvöld hafi
lofað flutningi
starfa út á land
en það hafi ekki
virkað. Við
þekkjum aðal-
vanda byggðanna
sem er gífurleg einhæfni í atvinnu-
lifi og það verður að gera meira en
að tala sig út úr þeim vanda.
Kolbrún vill veita sérstaka fiár-
muni til landshlutanna og byrja á
Austfiörðum. Þar lítur hún til Nor-
egs sem fyrirmyndar, t.d. hvað varð-
ar skattaívilnanir dreifbýlisbúa.
„Fólk úti á landi er að borga tals-
vert meira fyrir að vera til en fólk á
höfuðborgarsvæðinu. Það verður að
leiðrétta."
Kolbrún segir að Byggðastofnun
þurfi að skoða sérstaklega og þar
þurfi að stokka upp spilin. Ekki sé
nóg að kalla eilíflega á meiri fiár-
muni ef þeir nýtist ekki. „Fólk er
iðulega að gagnrýna yfirbyggingu
stofnunarinnar. Hún tekur afskapa-
lega mikið fé til sín. Ég tel að pen-
ingarnir nýtist ekki grasrótinni."