Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 10
10
Viðskipti__________
Urnsjón: Vidskiptablaðið
94 milljóna króna tap
Nýherja eftir skatta
- á fyrstu níu mánuðum ársins
Tap Nýherja eftir skatta fyrstu
níu mánuði ársins var 94 m.kr.,
samanborið við 173 m.kr. hagnað í
fyrra en þá var hagnaður aö fjár-
hæð 178 m.kr., aö teknu tilliti til
áhrifa tekjuskatts vegna sölu
eigna.
Rekstrartekjur Nýherja hf. voru
2.835 m.kr. fyrstu 9 mánuði ársins
en námu 2.424 m.kr. á sama tíma í
fyrra og jukust því um 17% á milli
ára. Hagnaður samstæðunnar fyr-
ir fjármagnsgjöld og afskriftir var
30 m.kr. króna en var 67 m.kr. árið
áður. Á meðal rekstrartekna á
sama tímabili síðasta árs var 27
m.kr. söluhagnaður eigna og nam
því rekstrarhagnaður fyrir íjár-
magnsliði, afskriftir og án sölu-
hagnaðar 40 m.kr. í fyrra.
Gengistap félagsins, ásamt verð-
bótum á tekjuskattsskuldbind-
ingu, nam 77 m.kr. Auk þess var
tap dóttur- og hlutdeildarfélaga 8
m.kr.
Vörusala tímabilsins jókst um
23% miðað við sama tímabil síð-
asta árs og hefur þar áhrif aukin
sala IBM PC-véla, auk góðrar sölu
á samskiptabúnaði og skrifstofu-
tækjum. Þjónustutekjur voru svip-
aðar, borið saman viö sama tíma-
bil síðasta árs. Veltufé frá rekstri
var neikvætt um 23 m.kr. á tíma-
bilinu en var jákvætt um 39 m.kr.
árið áöur.
Á árinu hefur fallið til umtals-
verður kostnaður af þróun nýrra
lausna fyrir SAP-hugbúnaðinn og
kerfisleigu fyrir SAP sem hefur
verið gjaldfærður, auk kostnaðar
vegna þróunarstarfsemi í dótturfé-
lögunum. Einnig féll til verulegur
kostnaður vegna vinnu við SAP-til-
boð í fjárhags- og mannauðskerfi
fyrir ríkissjóð og stofnanir hans.
Þriðji ársfjórðungur hefur á
liðnum árum verið rýr í rekstri fé-
lagsins og er þessi ársfjórðungur
engin undantekning frá því.
Rekstrartap var í júlí og ágúst en
hagnaður í september. Á liðnum
mánuðum hefur verið gripið til
ýmissa aðgerða til þess að bregð-
ast við breyttu rekstrarumhverfi
og lakari afkomu.
Verkefnastaða næstu mánaða er
ágæt og áætlað er að hagnaður
verði af síðasta ársijórðungi. Tekj-
ur félagsins af sölu á vörum og
þjónustu eru áætlaðar nærri 4
milljörðum króna á yfirstandandi
ári.
Starfsemi Nýherja hf. felst í því
að veita viöskiptavinum fyrsta
flokks ráðgjöf og fagþjónustu á
sviöi upplýsingatækni. Nýherji
býður vandaðan hugbúnað, tölvu-
og skrifstofubúnað og trausta
tækni- og rekstrarþjónustu. Hluta-
bréf eru skráð á Verðbréfaþingi ís-
lands. Stjórn félagsins skipa Bene-
dikt Jóhannesson formaður, Árni
Vilhjálmsson og Hilmar B. Bald-
ursson. Forstjóri félagsins er Þórð-
ur Sverrisson.
Smáauglýsingar
550 5000
Ertu að
selja bílinn?
Viltu
birta
mynd?
• komdu með bílinn og
láttu okkur taka myndina
•eða sendu okkur mynd á
jpg formati á dvaugl@ff.is
Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍI*.ÍS
Viðræður Baugs
við Arcadia
halda áfram
Baugur hefur staðfest að félagið
hafi sent stjórn Arcadia kynningartil-
boð sem gæti leitt til þess að tilboð
yrði gert í öll útistandandi hlutabréf í
Arcadia.
í þessu kynningartilboði, sem með-
al annars er háð stuðningi stjórnar
Arcadia, áreiðanleikakönnun og fjár-
mögnun, var nefnt verð á bilinu 280
pence til 300 pence á hvem hlut í
Arcadia. Slíkt tilboð væri 28 til 37
prósent hærra en lokaverð Arcadia
þann 24. október 2001, daginn áður en
fréttatilkynning Arcadia var send út,
en þá var verðið 218.75 pence á hvem
hlut, segir í tilkynningu frá Baugi.
Viðræður félaganna eru enn þá á
frumstigi og ekki er víst að þær leiði
til þess að formlegt tilboð verði gert. í
tilkynningu frá Baugi segir að ffekari
upplýsingar verði gefnar um leið og
ástæða þyki til.
• •
Ossur gerir upp
í dollurum
Ákveðið hefur verið að frá 1. janú-
ar 2002 verði upplýsingakerfi össurar
hf. og uppgjör í Bandaríkjadollurum.
Jafnframt hefur verið ákveðið að at-
huga með að skipta út hlutabréfum
félagsins fyrir hlutabréf í Bandaríkja-
dollurum á næsta ári.
í frétt frá Össuri hf. er tekið fram
að þessar breytingar séu með fyrir-
vara um að þær verði mögulegar
samkvæmt lögum en eins og kunnugt
er hefur ríkisstjómin lagt fram laga-
frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að
íslenskum fyrirtækjum verði heimilt
að gera upp í erlendri mynt.
Ástæður fyrirhugaðra breytinga
hjá össuri hf. em að þess er vænst að
hin nýja tilhögun auðveldi félaginu
að ná framtíðarmarkmiðum sínum
um vöxt þar sem breytingin ryður úr
vegi hluta þeirra hindrana sem era á
að ná til fjárfesta utan íslands.
Goodwin
segir af sér
James Goodwin, forstjóri banda-
ríska flugfélagsins United Airlines,
sagði af sér um helgina eftir harða
gagnrýni i fjölmiðlum og víðar í kjöl-
far þess að bréf, sem hann ritaði til
starfsmanna félagsins, þar sem hann
sagði að flugfélagið kynni að verða
gjaldrota í kjölfar hryðjuverka-
árásanna 11. september sl., var birt op-
inberlega. Höfðu tvö stéttarfélög starfs-
manna flugfélagsins krafist afsagnar
Goodwins en þau sökuðu hann um að
valda viðskiptavinum og starfsmönn-
um félagsins óþarfa ótta. Héldu þau
fram að með
ummælum
sínum hefði
hann verið að
leitast við að
fá starfsmenn
til að sætta
sig við launa-
lækkun, sem
og að bæta
samningsstöðu United Airlines í við-
ræðum við bandarisk stjómvöld um
frekari ríkisstyrki. Stjóm félagsins
samþykkti að ráða John W. Creighton
til að leysa Goodwin af hólmi en
Creighton tók sæti í framkvæmda-
stjóm félagsins árið 1998. Með upp-
sögninni lauk 34 ára starfsferli Good-
wins hjá United Airlines.
ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
I>V
HEILDARVIÐSKIPTI 1.882 m.kr.
- Hlutabréf 676 m.kr.
j - Húsbréf 498 m.kr.
MESTU VIÐSKIPTi 3 íslenskir aðalverktakar 234 m.kr.
© Delta 203 m.kr.
© Össur 56 m.kr.
MESTA HÆKKUN
© Össur 3,2%
i ©Íslandssími 1,7%
© Landsbankinn 1,0%
MESTA LÆKKUN
© Flugleiöir 8,6%
© Opin kerfi 6,5%
© Jarðboranir 3,4%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.097 stig
- Breyting O -0,20%
Efnahagur
Norðurland-
anna stöðugur
Fjármála- og
efnahagsráð-
herrar Norður-
landa segja stöð-
ugleika vera
áfram ríkjandi í
efnahagsþróun
landanna þrátt fyrir hryðjuverka-
árásina 11. september sl. en þetta
kom fram á sameiginlegum blaða-
mannafundi ráðherranna í Kaup-
mannahöfn i gær. Sögðu þeir jafn-
fram að hagvöxtur yrði nokkru
minni en áður var búist við en
áfram verði afgangur af ríkisbúskap
allra landanna.
Samkvæmt spám sem gerðar hafa
verið eftir hryðjuverkaárásina i
Bandaríkjunum er búist við 1-1,5%
hagvexti í Noregi á þessu og næsta
ári og í Danmörku er búist við því
að vöxturinn verði 1,2% á þessu ári
og 1,7% á næsta ári. Samsvarandi
tölur komu ekki fram fyrir Svíþjóð
og Finnland á blaðamannafundin-
um en ráðherrarnir sögðu allir að
hryðjuverkaárásin myndi ekki
valda verulegum breytingum á hag-
vaxtarspám enda heföu merki efn-
hagslægðarinnar verið orðin skýr
löngu fyrir hana.
Tveggja ára efna-
hagskreppa fram
undan í Japan
Japan gæti átt
fyrir höndum
sér verstu efna-
hagskreppu síð-
an eignabólan
sprakk fyrir
áratug ef að spár japanska seðla-
bankans ganga eftir. Iðnaðarfram-
leiðsla dróst saman um 2,9% milli
ágúst- og septembermánaðar sem er
það lægsta síðan í janúar 1994. Sam-
drátturinn á einu ári nemur 12,7%
sem er sá mesti síðan í maí 1975.
Seðlabankinn segir að hagkerfið
muni dragast saman um 1,2% á
reikningsárinu sem endar 31. mars
og að samdrátturinn verði 1,1% á
næsta ári.
30.10.2001 M. 9.15
KAUP SALA
HISDollar 103,760 104,290
fesSpund 150,890 151,660
1*1 Kan. dollar 65,800 66,210
CBIPönsk kr. 12,6070 12,6760
EHNorsk kr 11,7490 11,8140
KSsænsk kr. 9,7980 9,8520
tfc^FI. mark 15,7723 15,8671
UÍFra. franki 14,2964 14,3823
1 liBelg. franki 2,3247 2,3387
U Sviss. franki 63,7000 64,0500
QhoII. gyiiinj 42,5546 42,8103
^Þýskt mark 47,9479 48,2360
U.it. líra 0,04843 0,04872
^QAust. sch. 6,8151 6,8561
JPort. escudo 0.4678 0,4706
^Spá. peseti 0,5636 0,5670
[•Jjap. yen 0,85100 0,85610
i : lirskt pund 119,073 119,788
SDR 132,5000 133,3000
Hecu 93,7779 94,3414