Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 24
28 > íltflllilll Bandaríski herinn með puttana í tölvuleikjaframleiðslu: ’ Tölvuleikir fyrir þjálfun hermanna Leikurinn Real War var framleiddur fyrir bandaríska varnarmálaráöuneytiö til þjálfunar á hermönnum. Hann er nú kominn á almennan markaö einnig og hefur fengiö misjafna dóma hjá leikjafíklum. Bandaríski her- inn hefur hafið samstarf við há- skólann í Suður- Kaliforníu auk kvikmynda- og leikjafram- leiðslufyrirtækja í Hollywood um að hanna tölvuleiki. Markmið leikja þeirra sem framleiddir verða í þessu samstarfi er að þjálfa upprennandi yf- , irmenn í hernum í stjórn á herdeild- um, bæði i átökum og friði. ICT-stofnunin, Institute for Creative Technologies, sem er sameig- inlega rekin af háskólanum i Suður- Kaliforníu og bandaríska hernum, hefur yfirumsjón með þróunarvinnu og framleiðslu á leikjum fyrir herinn, sem fjármagnar einnig allt batteríið. Nú þegar hefur ICT gert samninga við tvö fyrirtæki um framleiðslu á tveim leikjum. Annars vegar verður leikur- inn C-Force framleiddur í samstarfi við FCS, sem er samstarfsvettvangur Samstarf á borð við ^ þetta er ekki alveg nýtt af nálinní. Síðastliðinn mánudag kom út almenningsút- gáfa afleiknum Real War sem upphaflega var framleiddur fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Sony Pictures ImageWorks og leikja- fyrirtækisins Pandemic Studios, og hins vegar CS-12, í samvinnu við leikjafyrirtækið Quicksilver Software. Báðir leikirnir ganga út það að stjórna hópum hermanna. ICS-12 taka upprennandi yfirmenn að sér að stjórna heilli herdeild á meðan C- Force gengur út á að stjórna minni einingum, svo sem fyrir könnunar- leiðangra. Richard Lindheim, fram- kvæmdastjóri ICT, segir að meðal þess sem spilarar muni þjálfast í er skipulagning á mannskap og dreifing upplýsinga. CS-12 verður gerður fyrir heimilistölvur á meðan C-Force er ætlaður á annarrar kynslóðar leikja- tölvur, eins og Playstation 2. Sam- kvæmt áætlunum eiga leikirnir tveir að koma út á næstu tveim árum. Samstarf á borð við þetta er ekki al- veg nýtt af nálinni. Síðastliðinn mánudag kom út almenningsútgáfa af leiknum Real War sem upphaílega var framleiddur fyrir varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna. Bandaríski her- inn samþykkti útgáfu leiksins. Hann gengur út á að þjáifa hermenn í hern- aðaraðgerðum margra herdeilda í einu, auk þess sem spilararnir geta tekið þátt í beinum átökum sem á ein- hvern einkennilegan hátt eru staðsett í Miðausturlöndum. S'úlJ'u Jajjfir Kynningarfulitrúi japanska fyrirtækisins Omuron sýnir hér nýjustu afurö fyr- irtækisins. Þaö er vélkötturinn NeCoRo. Kötturinn er gæddur gervigreind og getur haft takmörkuö samskipti viö eiganda sinn meö mjálmi og hreyfingum. v Kötturinn er kominn i búöir í Japan og er falur á litiar 160.000 ísienskar krón- ur. Pillan vond fýrir tilhugalífið Niðurstöður rannsóknar sem birtist í tímarit- inu Human Reproduction sýna að getnað- arvamarpillur geta haft neikvæð áhrif á hæfileika kvenna til að „þefa uppi“ hentugan bólfélaga. Það hefur lengi verið talið að þefskyn spili hlutverk í að laða kynin hvort að öðru. í rannsókninni var mældur hæfileiki kvenna sem ekki voru á pillunni til að finna lykt. Sá hæfileiki reyndist sveiílast til eftir hvar í tíðahringnum kon- urnar voru staddar. Lyktarskyn kvenna var samkvæmt þessari rannsókn, og öðrum, næmast á þeim tíma þegar egglos átti sér stað, tíminn sem konur eru frjóastar. Þegar þefvísi kvenna sem notuðu getnaðarvarnarpillur var mæld reyndist lítill munur vera á hversu næmt lyktarskyn þeirra var frá degi til dags. Hóparnir tveir voru svo bornir saman. Lyktarskyn þeirra sem voru á pillunni reyndist álíka næmt og lyktarskyn þeirra sem ekki tóku pilluna var rétt fyrir blæðingar. Rannsóknin var fram- kvæmd af Catania-háskólanum á Ítalíu og sagði dr. Salvatore Caruso, sem stjórnaði rannsókninni, að fleiri rannsóknir þyrfti að gera á þessu máli. T.d. væri ekki enn vitað hvort sjálf kynhvöt kvenna breyttist þegar þær byrjuðu á pillunni. Þefskyn hefur lengi veriö taiiö tengjast kynhvötinni og svo viröist sem pill- an hafi áhrif virkni þess. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 Stafræn afslöppun Nú standa yfir rannsóknir við tækniháskól- ann banda- ríska, Georgia Tech, um hvernig hægt sé að nýta sýndarveruleika til að hjálpa fólki við að slappa af í stressi vestrænnar efnishyggju. Tilraunir ganga út á það að fólk er látið setja upp hefð- bundinn sýndarveruleika-höf- uðbúnað og getur horft þar á sólarupprás og aðrar róandi senur úr náttúrunni með hljóð- um. Tilraunirnar hafa tekist vel. Afslöppun sem þessi er hugs- uð fyrir fólk sem á annaðhvort erfitt með að einbeita sér við hefðbundnar slökunaraðferðir, eins og jóga og hugleiðslu, eða hefur hreinlega ekki tíma til að róa sig niður sjálft fyrir vel heppnaða hugleiðslu. Pungun meö klónun ítalski læknir- inn Severino Antinori segir það vera raun- hæfan mögu- leika að honum takist að þunga konu með klónunar- tækni á næstu 12 mánuðum. Antinori er umdeildur á meðal lækna og annarra vísinda- manna. Hann berst fyrir að klónunartækni sé notuð til að hjálpa hjónum sem ekki geta eignast barn með eðlilegum leiðum eða gervifrjóvgun. Antinori segir það sitt starf að aðstoða slikt fólk og vill heyra sterkari rök gegn klónun manna. Sérfræðingar í klónun á dýrum segja að þau klónuðu dýr sem lifi eigi oftar en ekki við ýmsa kvilla að stríða og klónunartækni sé langt í frá nægilega fullkomnuð til að það réttlæti klónun manna. Auk þess fylgja klónun manna margar siðferðilegar spurning- ar sem ósvarað er. Ómeðvitaður lærdómur Svo virðist sem fólk geti lært án vitundar um það samkvæmt niðurstöðum rannsóknar ,sem gerð var í Boston-háskólanum. Sjálfboða- liðar voru látnir horfa á bókstafi á skjá og nefna þá upphátt. Á meðan fóru litlir blettir um skjá- inn, að því er virtist í tilviljana- kenndar áttir. Hins vegar fór einn af hverjum tuttugu í sömu áttina. Sömu sjálfboðaliðar voru síðan beðnir að taka eftir blett- um sem fóru í sömu áttina. Þeim gekk mun betur en þeim sem höfðu ekki tekið þátt í fyrri rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sagðar benda til hæfileika mannsheil- ans til að aðlaga sig umhverfinu og taka eftir á stigi undirmeðvit- undarinnar. Þeir sem fram- kvæmdu rannsóknina segja að þessi hæfileiki hafi hjálpað manninum til að aðlagast um- hverfi sínu á fyrri stigum þró- unar mannkyns. i'JÚlli 'Jí- ffibui ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.