Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Síða 25
29
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
nx*a
tölvu-i t*kní og vísinda
Rannsóknir á miltisbrandi ganga vel:
Mikilvægar upp-
götvanir á eitur-
efni bakteríunnar
- enn er þó langt í framleiðslu öflugari lyfja
Niðurstöður
tveggja nýrra
rannsókna hafa
aukið vonir vís-
indamanna um
að hægt verði
að búa til lyf
gegn miltisbrandssýkingum. Miltis-
brandsbakterían, Bacillus anthracis,
sest að í líkamanum og byrjar að
gefa frá sér eiturefni sem síðan
valda dauða þess sem sýkist. Góðar
líkur eru á að bjarga sýktum með
sýklalyfjum nema þegar sýking
verður við innöndun. Bakteríurnar
geta verið faldar í lungunum í vik-
ur eða mánuði án þess að einkenni
sjáist. Á meðan gefa þær frá sér eit-
urefni sem fer út blóðið og veldur
síðar meir dauða. Jafnvel þótt bakt-
erían sé drepin með lyflagjöf eftir
innöndunarsýkingu er oft nógu
mikið komið af eiturefninu i blóðið
til að valda dauða.
Hópur vísindamanna við
Wisconsin-háskólann og læknaskól-
ana í Madison og Harvard hefur nú
komist að því hvernig þetta eitur-
efni drepur. Efnið er samsett úr
þrem meginhlutum. Tveir hlutar
þess skammstafast EF og LF og sjá
um að drepa heilbrigðar frumur
þess sem sýkist. Ein og sér geta þau
ekki komist í frumur og þar kemur
þriðji hlutinn sem skammstafast
PA. PA'binst efnaviðtökum á yfir-
borði frumna og opnar þar með leið-
ina fyrir EF og LF.
Vonir eru bundnar við að hægt
verði að útbúa lyf sem kæmi í veg
fyrir að PA gæti bundist efnaviðtök-
unum. Talsmaður vísindamann-
anna segir að þótt skrefið sé stórt þá
sé ekki að vænta árangurs í fram-
leiðslu virks lyfs á næstunni,
allavega ekki næsta árinu.
Vonir eru bundnar við
að hægt verði að út-
búa lyf sem kæmi í
veg fyrir að PA gæti
bundist efnaviðtökun-
um. Talsmaður vís-
indamannanna segir
að þött skrefið sé stórt
þá sé ekki að vænta
árangurs í framleiðslu
virks lyfs á næstunni,
allavega ekki næsia
árinu.
Annar hópur vísindamanna hjá
Burnham-stofnuninni í Kaliforníu-
Miltisbrandsbakterían dælir eiturefni út í líkama þess sem sýkst hefur og er
það eiturefniö sem veldur dauða hins sjúka.
ríki í Bandaríkjunum kynnti einnig
niðurstöður sinna rannsókna á
miltisbrandi. Þeim hefur tekist að
búa til þrivítt módel af LF-hluta eit-
urefnisins sem miltisbrandsbakterí-
an gefur frá sér. Með því að búa til
þrívítt módel geta vísindamenn
rannsakað hvernig það vinnur. Vit-
að er að LF binst við eitt sérstakt
efni í frumu sýktra sem sér um að
koma skilaboðum áfram til ónæmis-
kerfisins um að alvarleg sýking hafi
átt sér stað. Með rannsóknum á
virkni þess geta vísindamenn fund-
ið sameindir sem gætu komið i veg
fyrir slíka bindingu.
Talsmaður þessarar rannsóknar
eins og hinnar varar við of mikilli
bjartsýni og segir lyf ekki vera
væntanleg næsta árið. Jafnvel ekki
næstu tvö árin þrátt fyrir aukna
áherslu á rannsóknir vegna þeirra
miltisbrandsmála sem nú eru að
koma upp í Bandaríkjunum og víð-
ar.
Hér gefur að líta nýja gerö pillu sem notuð er til að mynda þau svæöi melt-
ingarvegar fólks sem ekki er hægt að ná með venjulegri speglun. Hylkið
inniheldur litla upptökuvél, Ijós, sendi, loftnet og rafhlöðu. Þaö er gleypt og
tekur lítil tölva sem strengd er meö belti yfir kvið sjúklinga við upplýsingum
sem hylkið sendir frá sér. Hylkiö getur tekiö upp í sjö klukkutíma og er
helsta hlutverk þess aö leita að blæöingum í görnum. Tæknin sem notuö er
viö smiði hylkisins er komiö frá ísraelska hernum og geimferöastofnun
Bandaríkjanna, NASA.
Örbylgjur gætu nýst viö að leysa upp óeiröir á skaðlausan hátt fyrir óeirðarseggi en efasemdaraddir heyrast.
Orbylgjur leysa upp óeirðir *
Bandaríski flug-
herinn vill nú
hefla notkun á
nýju vopni til að
leysa upp óeirð-
ir. Vopnið er
diskur, svipaður gervihnattadisk-
um, tveir metrar í þvermál. Úr hon-
um er skotið mjóum örbylgjugeisla
sem hitar upp skinn ólátabelgja og
er hægt að láta hann renna yfir hóp
fólks eða jafnvel beina honum að
einstaka fólki. Hægt er að nota
vopnið úr þónokkurri fjarlægð og
jafnvel hægt að „skjóta“ því frá flug-
vél í lítilli hæð.
Tilraunum með vopnið lauk fyrir
stuttu og segir flugherinn að vopnið
sé alveg skaðlaust fyrir fólk. Sam-
kvæmt upplýsingum flughersins ná
örbylgjumar aðeins 0,3 millímetra
inn i húðina. Þær snögghita þetta
þunna húðlag upp í 50° á einni sek-
úndu, sem er ofan við sársauka-
þröskuldinn, 45°. Tilraunir á mönn-
um hafa sýnt að þetta hitastig og
þessi tími sé nægur til að fá fólk til
að víkja frá örbylgjugeislanum. Til-
finningin er sögð svipuð og að
snerta heita ljósaperu.
Gagnrýnisraddir hafa heyrst
vegna nýja vopnsins. Flugherinn
heldur því fram að til að brenna
vegna örbylgjanna þurfi fólk að
standa í geislanum í 250 sekúndur.
Sumir halda því þó fram að styrkur
örbylgjanna sé of hár, þar sem hita
þurfi skinnið upp í 50° á aðeins
einni mínútu. Sérstaklega eru
áhyggjur af að örbylgjurnar geti
skaðað hornhimnu í augum fólks og
þannig skaðað sjón þess. Rannsókn-
ir á rhesus-öpum sýndu að örbylgj-
ur í 2 vatta styrk á fersentímetra
Vopnið er diskur, svip-
aður gervihnattadisk-
um, tveirmetrarí
þvermál. Úr honum er
skotið mjóum ör-
bylgjugeisla sem hiiar
upp skinn ólátabelgja
og er hægt að iáta m
hann renna yfir hóp
fólks eða jafnvel beina
honum að einstaka
fólki.
skemmdu hornhimnu þeirra. Leyfi-
leg mörk á skinn manna er 10 vött á*~
fersentímetra.