Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 Tilvera DV Levine tekur við sprotanum í Boston Hljómsveitarstjórinn, James Levine, aðstoðarstjórnandi New York Metropolitanóperunnar, var á sunnu- daginn tilnefndur nýr aðalhljómsveit- arstjóri Boston-sinfóníunnar og er talið að hann muni taka við sprotan- um fyrir tímabilið 2003 til 2004. Levine, sem nýlega framlengdi samn- ing sinn við Metropolitan út árið 2008, verður þar með fyrsti Bandaríkjamað- urinn sem ráðinn er í stöðu aðal- hljómsveitarstjóra hjá Boston-sinfóní- unni í 120 ára sögu sveitarinnar og tekur þar við af Seiji Ozawa sem hald- ið hefur um sprotann síðustu 28 árin. Ozawa er á fórum til Vínarborgar þar sem hann mun taka við stjómun rík- isóperunnar næsta haust. Quaid fær gamla kærustu Burtons í Hollywood skiptast menn á kærustum eins og íslenskir guttar skiptust á hasarblöðum í þrjúbíói hér í den. Texasguttinn Dennis Quaid, sem missti eiginkonuna til skylminga- þræls, hefur nú tekið við Lisu Marie, kærustu leikstjórans Tims Burtons. Lisa Marie fékk reisupassann um dag- inn þegar Burton tók upp ástarsam- band við hina bresku Helenu Bonham m- Carter, sem lét í Ápaplánetumynd Burtons. Dennis og Lisa Marie fóru saman út að borða í síðustu viku og fengu borð afsíðis þar sem þau gátu fengið að vera í sæmilegum friði við að reykja og spjalla. Eins og við mátti búast segir fulltrúi Lisu að þau sé nú bara vinir og ekkert meira. Paul McCartney í fótspor Jaggers Bítillinn Paul McCartney mun feta í fótspor Rollingsins Mick Jaggers í opinskáu viðtali í næsta hefti Saga tímaritsins sem höfðar til eldri les- enda. Viðtal við Jagger var birt í sept- •> emberútgáfu tímaritsins og varð Jag- ger æfur eftir birtinguna og sagðist hafa verið ginntur. Paul, sem er 59 ára, ræðir í viðtalinu um rómantíkina og samband sitt við kærustuna Heather Mills, auk þess sem hann not- ar tækifærið til að ræða nýjasta disk sinn, Driving Rain, þann fyrsta í heil fjögur ár. Paul lýsir honum sem fersk- um og hráum og stútfullum af róman- tik. Minningarskákmótið í Ráðhúsinu: Línur eru farnar að skýrast Línur eru aðeins famar að skýr- ast á minningarmótinu, núna þeg- ar það er hálfnað. Það er líklegt að þeir Sokolov, Ehlvest og Timman komi til með að berjast um sigur- inn. Þó eru eftir 5 umferðir og fleiri gætu farið á gott skrið, t.d. Hannes Hlífar sem hefur teflt ágæt- lega á mótinu, en ekki náð enn þá að landa hákörlunum. Ivan Sokolov er efstur eftir sigur á Lars Schandorff með 4í2vinning. Jaan Ehlvest og Jan Timman eru í 2.-3. sæti með 4 vinninga. Hannes Hlifar Stefánsson og Amar E. Gunnarsson eru i 4.-10. sæti með 3,5 vinninga á minning- armótinu um Jóhann Þóri Jónsson sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykja- víkur. Hannes gerði jafntefli við Peter Heine Nielsen í 5. umferð sem fram fór í dag. Arnar lagði sjálfan Friðrik Ólafsson og teflir vel á mótinu. Annar áfangi að al- þjóðlegum meistaratitli er í aug- sýn. Annars saknar maður íslend- inga í allra fremstu röð. Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson, Ingvar Ásmundsson og Ingvar Þór Jóhannesson eru meðal þeirra sem era í 11.-16. sæti með 3 vinninga. Dagur Amgrímsson þurfti loks að sætta sig við tap en hann tapaði fyrir norska alþjóðlega meistaran- Ivan Sokolov Hefur forystu eftir fimm umferöir. um Leif Erlend Johannessen. Guð- fyrsta sigur i kappskák i 35 ár þeg- mundur Pálmason vann sinn ar hann hafði sigur gegn Lenku Ptacnikovu og hefur nú 2,5 vinn- inga en hann tefldi síðast á kapp- skákmóti árið 1966! (Að vísu tefldi hann á einu helgarmóti í Grímsey 1980 en þar var þó teflt heilt mót um eina helgi, ekki ein skák á dag eins og hér.) Þeir Bragi Þorfinnsson og Ró- bert Harðarson eru báðir nálægt alþjóðlegum meistaratitli. Spurn- ing hvernig til tekst núna, mögu- leikinn er fyrir hendi fyrir báða. Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svart: Róbert Harðarson Benkö-bragð. Minningarmót Jó- hanns Þóris Reykjavík (4), 27.10.2001 d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. b6 d6 6. Rc3 Rbd7 7. Rf3 g6 8. e4 Bg7 9. Be2 0-0 10. 0-0 Hb8 11. Rd2 Rxb6 12. a4 e6 13. a5 Ra8 14. Rc4 exd5 15. exd5 Rc7 16. Bf4 Rfe8 17. Re4 Rb5. Svartur hefur náð þægilegri stöðu og stendur aðeins betur. Bragi fer út i vafasamar flækjur og að þessi sinni ganga þær ekki upp. Hvítur tapar manni. 18. Rxc5 g5! 19. Bg3 f5 20. Re6 Bxe6 21. dxe6 f4 22. Bh5 fxg3 23. Bf7+ Kh8 24. fxg3 d5 25. Rb6 Rf6 26. Ha4 Rd6 27. De2 De7 28. Dxa6 Rxf7 29. exf7 De3+ 30. Khl. Nú kemur afskaplega óþægileg- ur leikur (fyrir hvítt!) og afgangur skákarinnar aðeins tæknilegt at- riði! 30. -Re4! 31. Hxe4 Dxe4 32. Rd7 Hxb2 33. Hgl Bd4 34. Dfl Hf2 35. RxfB Hxfl 36. Hxfl Bg7 37. Rd7 De7 38. Í8D+ BxfB 39. RxfB d4 40. a6 De2 41. Hbl Dxa6 42. Rd7 Dd6 43. Rb6 Dc6 44. h4 gxh4 45. gxh4 d3 0-1. Heiðursmenn Sérstæður dans Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Guömund- Bambusstangadans frá Filippseyjum. ur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjaröabyggö, og Albert Eiriksson, framkvæmdastjóri hátíöarinnar. Hjálpast að Góður rómur var geröur aö frábærri matargerö, hvort sem hún var frá íslandi, Færeyjum, Græn- landi, Taílandi, Búlgaríu eöa Póllandi hins vegar. Þúsund manna Þjóðahátíð á Austurlandi: Þátttaka fór fram úr björtustu vonum DV-MYNDIR: EG Tælenskur dans Aö öllum skemmtiatriöunum ólöstuðum vakti dans Taílendinganna mesta hrifningu enda meyjarnar einstaklega falleg- ar og vel búnar. Rauði kross íslands, ásamt fjöl- mörgum Austflrðingum af 35 þjóð- ernum, stóð fyrir fyrstu Þjóðahátíð Austflrðinga síðastliðinn laugardag og er hún haldin að fyrirmynd Þjóða- hátíðar Vestfirðinga sem hefur verið haldin nokkur undanfarin ár. Á ann- að þúsund manns sóttu hátíðina og er það mun meiri fjöldi en forsvars- menn hennar gerðu sér vonir um. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar var Albert Eiríksson á Fáskrúðsfirði. f tilefni þessara tímamóta var geflð út blaðið Þræðir sem er ritað á ís- lensku, ensku og pólsku. Þjóðahátíðin var haldin í Fjarða- byggð, í íþróttahúsinu á Reyðar- firði, og hófst með ávarpi forseta ís- lands, herra Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Auk hans flutti í byrjun sam- komunnar ávarp formaður Rauða kross íslands. Kynnir á hátíðinni var Smári Geirsson, forseti bæjar- stjómar Fjarðabyggðar. Meðal dagskráratriða var pólskur kór, taílenskur dans, hörpuleikur, kántrídans, filippeyskur dans, Barnakór Egilsstaðaskóla og Sam- kór Suðurfjarða og margt fleira má upp telja. Á eftir skemmtidag- skránni í iþróttahúsinu var kynn- ing á þeim þjóðlöndum sem að há- tíöinni stóðu. Þar leituðust þessir nýju Austflrðingar við að kynna land sitt og menningu með ýmsum hætti, meðal annars með því að bjóða gestum að smakka gómsæta rétti. Eins og fyrr segir býr nú fólk af 35 þjóðemum á Austurlandi. Af þeim var kynning á 24 þeirra. Svo mikil örtröð var við sum veisluborðin að færri komust að en vildu og var almennt gerður góður rómur að frábærri matargerð, hvort sem hún var frá íslandi, Færeyjum eða Grænlandi annars vegar eða Taílandi, Búlgaríu eða Póllandi hins vegar. Fram kom í máli Al- berts Eiríkssonar að stefnt væriað slíkri hátíð árlega. Miðað við að- sóknina að þessari fyrstu hátíð er Ijóst að miklu stærra hús þarf til há- tíðarinnar. -Eg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.