Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 27
31 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001__________________________________________________ 13V Tilvera Fagurlega skreytt Þessi fyrirsæta var fagurlega skreytt meö rósahúðflúri, skartgripum og fleira glingri. Röndótt og útvítt Röndóttur og útvíður samfestingur sem minnir óneitanlega á gamla tíma. Heitir kvöldkjólar Meðal þess sem gaf að líta á tísku- sýningu Fatima Lopes voru heitir kvöldkjólar í sterkum litum. Sumarkjóll með slaufu Ljós sumarkjóll með slaufu frá fata- hönnuðinum Jose Antonio Tenente. Tískuvikan í Lissabon hafin: Húðflúr, húfur og hefðbundnar flíkur Flegið fyrir karlmanninn / Lissabon mátti einnig sjá sumar- flíkur fyrir karlmennina en þó er lík- legt að sumir gætu talið þessa peysu einum of flegna. Flegnar karlmannapeysur, skrautleg rósahúð- flúr, afalegar húfur og útvíðar flíkur voru með- al þess sem gladdi augu gesta á hinum fljöl- breytilegu tískusýningum sem haldnar hafa ver- ið í höfuðborg Portúgals, Lissabon, undanfarna daga. Þar vilja menn að sjálfsögðu leggja sitt til málanna varðandi vor- og sumartískuna 2002 og halda tískuviku eins og aðrar stórborgir heims. Þar eins og annars staðar hefur fatnaðurinn verið margs konar hjá þeim hönnuðum sem nú þegar hafa kynnt linur sínar en margir eiga þó eftir að kynna sinn fatnað þvi tískuvikunni lýkur ekki fyrr en í lok vikunnar. í Lissabon hefur mátt sjá eitthvað fyrir bæði kynin sem og hefðbundnar og óhefðbundnar flíkur. Svo virðist sem rauði, hvíti og græni lit- urinn verði nokkuð áberandi næsta sumar sem og röndóttur og útvíður fatnaður. Að sjálfsögðu verður svo nóg um kjóla, stuttbuxur og annan efnislítinn fatnað eins og sést á þessum myndum sem teknar voru um helgina í Lissabon. -MA MYNDIR REUTERS anda afa Stuttbuxnadress og húfa í anda afa frá Paulo Cravo og Nuno Baltazar. Glitrandi gegnsætt Dino Alves heitir hönnuðurinn sem hannaði þessa glitrandi gegnsæju flík. Pokalegar buxur Vægast sagt pokalegar buxur frá Fatima Lopes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.