Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Fréttir _______________ DV ASÍ mjög óánægt með frammistöðu ríkisstjórnarinnar: Ekkert nema upp- sögn í spilunum - OECD spáir 0,6% samdrætti á næsta ári „Menn voru alveg sammála á fund- unum um að það væri ekkert i spilun- um annað en uppsögn samninga," seg- ir Halldór Björnsson, formaður Starfs- greinasambandsins, en bæði fram- kvæmdastjóm SGS og síðan um 30 manna hópur forustumanna ASÍ fund- uðu um uppsögn kjarasamninga í gær. Forustumenn ASl telja að verðbólgu- forsendur kjarasamninga séu brostnar og em ósáttir við að ríkisstjómin skuli ekki gera eitthvað til að grípa í taumana. Fátt ef nokkuð geti orðið til þess að snúa þróuninni við þannig að hlutimir verði komnir í lag fyrir febrúar þegar endurkoð- un á forsendunum fer fram og færi gefst á að segja samning- unum upp. Halldór segir að þetta mál verði áfram rætt á miðstjórnarfundi ASÍ í dag og síðan sé ljóst að þann 10. des- ember muni verða haldinn formannafundur þar sem lín- umar verði lagðar um fram- haldið. Hann segir ASí vera „búna að tala við þessa menn (ríkisstjómina) síð- an í byrjun árs og ekkert kemur út úr því. Ég hlýt að spyrja hvort það sé yfirleitt einhver áhugi í ríkisstjórninni fyrir því að taka á þessu máli?“ segir Hall- dór. Hann varpaði því fram að ef stjómvöld væm lens og hefðu ekkert fram að færa i málinu vaknaði óhjákvæmi- lega sú spuming hvort ekki væri eðlilegt að ríkisstjómin færi frá og hleypti nýjum og hugmyndaríkari mönnum að. OECD hefur birt kafla um íslensk efnahagsmál þar sem spáð er 0,6% samdrætti á næsta ári og þar er einnig varað mjög við því að lækka vexti enn frekar. í gær náði krónan enn einu sögulegu lágmarki og fór vísitalan í fyrsta sinn yflr 149 stig. Aðspurður um hvort ekki kæmi til greina að verkalýðshreyfmgin semdi um einhver önnur form launaupbótar til að mæta verðbólguþróuninni líkt og gerðist árið 2000 þegar orlofs- og des- embemppbót vora hækkuð til að mæta launamisræmi sem upp hafði komið taldi Halldór það ólíklegt því nú væri staðan orðin mun erfiðari. -BG Halldór Björnsson. Umræða utan dagskrár á Alþingi: 50% sjúkraliða vinna við annað - átak boðað í að fá sjúkraliða til starfa . -______________________________________ Framkvæmdir á fullu í Hlíöarflalli Framkvæmdir viö nýja skíöalyftu í Hlíöarfjalli viö Akureyri eru í fullum gangi og í gær, þriöjudag, unnu menn viö þaö aö koma upþ grunnstykki fyrir drif- stöö lyftunnar. Þetta er mikið verk enda um þunga hluti aö ræöa og var verk- inu, sem upphaflega átti aö vinna á föstudag, frestaö vegna veöurs þar til í gær. Stefnt er aö því aö lyftan veröi komin í gagniö upp úr miöjum desember en eins og sjá má þarf aö fara aö huga aö snjódansinum ef hún á aö nýtast sem skyidi á þeim tíma. Flugleiðir: Þriðjungs fækkun í Ameríkuflugi Um 50% mennt- aðra sjúkraliða í landinu vinna ekki við sjúkra- liðastörf. Þetta kom fram hjá heil- brigðisráðherra, Jóni Kristjáns- syni, á Alþingi í gær þar sem fram fór umræða utan dagskrár um verk- fall sjúkraliða, en umræðan fór fram að frumkvæði Margrétar Frímanns- dóttur. Fram kom hjá ráðherra að fyr- ir dymm stendur að gera átak í að fá sjúkraliða til starfa og felst það m.a. í kynningu og því að breyta skilgrein- ingum á störfum sjúkraliðanna þannig að þeir geti orðið ánægðari í starfi og verksvið þeirra verði betur afmarkað. Ríkisstjómin sætti nokkurri gagnrýni af hálfu stjómarandstæðinga fyrir lág- launastefnu gagnvart umönnunar- og kvennastéttum og að vera þar með að vinna gegn yfirlýstum eigin markmið- um í jafnréttismálum. Ýmsar tillögur komu fram um hvað brýnt væri að gera og talaði Katrín Fjeldsted m.a. um mikilvægi þess að sjúkraliðar gætu bætt ofan á nám sitt frekara námi og þannig aukið framgang sinn á vinnu- stað og í launum. Guðmundur Ámi Stefánsson sagði engan ágreining um að staðan væri al- varleg og að launa- j kjör sjúkraliða j væm bág. Hins j vegar taldi hann erfitt fyrir heil- brigðisráðherra að taka á málum vegna þess að j greinilegt væri að samstarfsflokkur- inn drægi lappim- ar í málinu. Sjálfstæðismenn eru, að mati Guðmundar Áma, að reyna að veikja heilbrigðiskerfið innan frá j þannig að hægt yrði að fara út í einka- væðingu. Drífa Hjartardóttir gerði grein fyrir þeim ákvörðunmn sem liggja fyrir um framtíðarmöguleika sjúkraliða á Land- spítalanum en þar er verið að endur- skilgreina starfssvið þeirra þannig að ófaglært fólk er fengið til að vinna þau störf sem ekki krefjast sérstakrar menntunar en sjúkraliðar hins vegar einbeita sér að þeim störfum sem era við þeirra hæfi. Margrét Frímannsdóttir taldi um- ræðuna hafa verið gagnlega og undir- strikaði hve mikilvægt og alvarlegt málið væri með því að vitna til talna um að skortur á sjúkraliðum væri víð- ast hvar um landið á milli 75 og 80% miðað við þörf. -BG Farþegum í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði um 20% í október í samanburði viö sama tíma í fyrra. Farþegar félagsins í október voru 95.106 en 199.253 í október árið 2000. Farþegum sem áttu erindi til eða frá iandinu fækkaði um 10% en þeim sem fljúga yfir N-Atlants- hafið um ísland fækkaöi um tæp 30%. Fyrstu 10 mánuði ársins hefur farþegum Flugleiða fækkað um 2,3% í millilandaflugi. Fækkun far- þega til og frá landinu er 1,4% og 3,3% fækkun farþega á leið um ís- land yflr N-Atlantshafið. Sætanýt- ing á tímabilinu hefur versnað um 0,6%, sætaframboð er 1,5% minna og sala farmiða hefur minnkað um 2,4%. -aþ Jón Kristjánsson. Margrét Frímannsdóttir. Bakkavör Group kaupir matvælaframleiðandann Katsouris Fresh Food Ltd.: Gæti mettað alla íslendinga - stærstu fyrirtækjaviðskipti íslandssögunnar Bakkavör Group kaupir Katsouris Fresh Food Ltd. Stofnendur og aöaleigendur fýrirtækisins, Ágúst og Lýöur Guömyndssynir, kynntu kaupin á blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær. Bakkavör Group hf. hefur undirrit- að kaupsamning við eigendur breska matvælaframleiðslufyrirtækisins Katsouris Fresh Foods Ltd. (KFF). Er þar um að ræða stærsta kaupsamning sem gerður hefur verið í íslensku við- skiptalífi fyrr og síðar. Verður Bakka- vör Group nú eitt af stærstu fyrir- tækjum á íslandi. Sem dæmi um stærð og umfang KFF þá gæti fram- leiðslulína þess hæglega annað matseld á málsverði fyrir alla íslend- inga á einu bretti. Áætluð velta sameinaðs félags fyr- ir árið 2002 er um 20 milljarðar króna og starfsmenn verða um 1900 talsins. Mun Bakkavör Group greiða fyrir KFF 101,8 milljónir punda eða sem nemur 15,6 miiljörðum króna. Fram- leiðir fyrirtækið fyrst og fremst kæld- ar hágæða-matvörar m.a. í formi til- búinna rétta sem seldir eru í kæli- borðum stórmarkaðanna. Er varan þá framleidd undir merkjum stór- markaðanna sjálfra. Framleiðir fyrir- tækið á degi hverjum 110 þúsund ein- ingar slíkra rétta sem hver um sig getur siðan t.d. verið ætluð tveim til fjórum einstaklingum. Því myndi fyr- irtækið hæglega anna einum dagleg- um málsverði fyrir alla íslensku þjóð- ina. Þrír breskir bankar munu fjár- magna um helming kaupverðsins, auk þess sem fyrri eigendur KFF munu fá hluta kaupverðsins greiddan í formi hlutabréfa í Bakkavör Group, að upphæð um 1.800 milljónir króna. Er það jafnframt stærsti eignarhlutur útlendinga sem skráður hefur verið í íslensku fyrirtæki á Verðbréfaþingi íslands. Bresku bankarnir munu veita vilyrði fyrir lánum upp á rúma 12,3 milljarða króna sem m.a. verða nýttir tÚ endurijármögnunar eldri lána samsteypunnar. Bakkavör hf. var upphaflega stofn- uð 1. ágúst 1986 í litlum bilskúr í Keflavík af Ágústi og Lýð Guðmunds- sonum. Þeir eru enn stærstir eigenda. í kjölfar aukinna umsvifa félagsins erlendis var ákveðið að stofna nýtt fé- lag utan um starfsemina á íslandi. Nafni móðurfélagsins var breytt þann 1. janúar 2000 í Bakkavör Group og nýja félagið fékk nafnið Bakkavör Is- land hf. Fyrirtækið á nú mörg öflug dótturfélög víða um lönd. -HKr. Akureyringar á móti Valgerður Sverr- isdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að viðhorf stjórnarformanns Norðurorku til sameiningar RARIK og Norður- orku komi sér mjög á óvart. Hún segir að viðræður um sameinigu fyrirtækjanna gangi samkvæmt áætlun. Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hafi hins vegar ekki sýnt sameiningunni mik- inn áhuga að undanfórnu. - RÚV greindi frá. Byggðastofnun kanni áhrif Bæjarráð Vestmannaeyja hefur óskað eftir því við Byggðastofnun að hún geri úttekt á því hver áhrif breyting á ýsu-, ufsa- og stein- bítsveiðiheimildum hafi á atvinnu- líf í Vestmannaeyjum verði frum- varp sjávarútvegsráðherra þar um samþykkt á Alþingi. - Mbl. greindi frá. Tap OZ minnkar Bókfærðar tekjur OZ-samstæð- unnar fyrstu níu mánuði ársins námu 10,3 milljónum Bandaríkja- dollara. Er tekjuaukningin að með- töldum frestuðum tekjum þvi 95,1%. Tap af reglulegri starfsemi (EBITDA) var 2,6 milljónir USD. Að frádregnum áhrifum dótturfélaga, afskriftum og fjármagnskostnaði er það 56,2% minna tap en á sama tíma í fyrra. Nýtt kortatímabil Ákveðið hefur verið að nýtt greiðslukortatímabil hefjist laugar- daginn 8. desember. Gildir það um allar verslanir sem eru með samn- inga við Visa og Eurocard. Er þetta gert vegna sameiginlegrar óskar Samtaka verslunar og þjónustu, Þróunarfélags miðborgarinnar, Kringlunnar og Smáralindar. Þannig nást þrjár verslunarhelgar í stað tveggja fyrir jól. Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra sat fund dómsmála- og inn- anrikisráðherra ESB í Brussel í gær. Komu þá saman til fundar um friðar- gæslu utanríkisráð- herrar, varnarmálaráðherrar og dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsins, evrópskra NATO-ríkja utan ESB og umsóknar- ríkja um aðild að ESB. Markmiðið er að koma upp 60 þúsund manna hraðliði samtakanna. Hraðlið ESB Útlendingar fjölmennir Erlendir ríkisborgarar, sem flutt hafa hingað til lands síðustu 4 ár, hafa ráðist í fjórða hvert nýtt starf sem til hefur orðið. Innflytjendur koma hingað fyrst og fremst til að vinna og er atvinnuþátttaka þeirra yfir 90%. Erlendir ríkisborgarar eru rúmlega 3% landsmanna eða tæp- lega 9000. - RÚV greindi frá. -HKr. Haldið til haga í frétt DV sl. mánudag var því haldið fram að ís- lensk erfðagreining hafi gert þrotabúi Genealogia Island- orum tilboð í erfða- fræðigrunn fyrir- tækisins. Þetta er rangt að sögn Páls Magnússonar, framkvæmdastjóra samskipta- og upplýsingasviðs ÍE. Þvert á móti hafl grunnurinn verið sérstaklega undanskilinn í tilboði sem ÍE gerði í aðrar eigur þrotabúsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.