Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Viðskipti____________________________________________________________________________________________________________PV Umsjón: Viðskiptablaðiö Bakkavör Group hf. kaupir Katsouris Fresh Foods Ltd. fyrir 15,6 milljarða króna: Stærstu fyrirtækjakaup í íslenskri viðskiptasögu - taka lán upp á 12,3 milljarða Bakkavör Group hf. hefur undir- ritað kaupsamning við eigendur breska matvælaframleiðslufyrir- tækisins Katsouris Fresh Foods Ltd. (KFF). Með kaupunum verður Bakkavör Group eitt af stærstu fyr- irtækjum á íslandi, hvort sem mælt er I hagnaði, veltu eða starfsmanna- fjölda. Áætluð velta sameinaðs fé- lags fyrir árið 2002 er um 20 millj- arðar króna og starfsmenn verða um 1900 talsins. Bakkavör Group mun greiða fyrir KFF 101,8 milljón- ir punda eða sem nemur 15,6 millj- örðum króna. Þrír breskir bankar munu fjármagna um helming kaup- verðsins, auk þess sem fyrri eigend- ur KFF munu fá hluta kaupverðsins greiddan í formi hlutabréfa í Bakka- vör Group sem þýðir það að þetta er ein stærsta fjárfesting erlendra að- ila í íslensku félagi. Þessi kaup eru stærstu fyrirtækjakaup í íslenskri viðskiptasögu segir í tilkynningu frá Bakkavör, en greint var frá þessu í Viðskiptablaðinu í morgun. KFF, sem er í Wembley í London, framleiðir einungis kældar tilbúnar matvörur. Meginhluti framleiðsl- unnar er tilbúnir réttir (e. Ready Meals), smáréttir (Snacks), ýmiss konar meðlæti og ferskar ídýfur. Á degi hverjum framleiða 1593 starfs- menn KFF yfir 110 þúsund ferska tilbúna rétti, um 30 þúsund eining- ar af smáréttum og rúmlega 150 þús- und einingar af ferskum ídýfum sem seldar eru í Tesco og Marks & Spencer og öðrum breskum mat- vöruverslunarkeðjum. Með kaupum sínum hefur Bakka- vör haslað sér enn frekar völl á þeim hluta breska matvælamarkað- arins sem vex hvað hraðast um þessar mundir en fyrir á Bakkavör Group dótturfélagið Bakkavör Birmingham Ltd. sem framleiðir ferskar salatsósur (Salad-Dressing) fyrir Bretlandsmarkað. Kaupin á KFF eru í samræmi við yfirlýsta stefnu Bakkavarar Group að stækka með fyrirtækjakaupum og bæta við vörulínu félagsins í kældum tilbún- um matvörum. Samhliða kaupun- UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir verða boönar upp við lögreglustöðina á Húsa- vík fimmtudaginn 29. nóvember 2001 kl. 1400: JK-960 PT-962 YK-988___ GREIÐSLA VIÐ HAMARSHÖGG. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir og dráttarvél verða boðnar upp við lögreglu- stöðina á Þórshöfn föstudaginn 30. nóvember 2001 kl. 14.00: FY-502 KR-309 X3177 GREIÐSLA VIÐ HAMARSHÖGG. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK UPPBOÐ Eftirtaldir munir verða boðnir upp við lögreglustöðina á Þórs- höfn föstudaginn 30. nóvember 2001 kl. 14.00: Bellon D6L, sláttuvél, árg. 1997, serialnr. 980162, GREIÐSLA VIÐ HAMARSHÖGG. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK BakkavÖR Stntsiot.n 8rcki>aí5tig 22 | MotUtei tri Bakkaslig Bakkavör Með kaupum sínum hefur Bakkavör haslaö sér enn frekar völl á þeim hluta breska matvælamarkaöarins sem vex hvaö hraöast um þessar mundir. um mun Bakkavör Group komast í viðskipti við nokkrar af stærstu verslunarkeðjum Evrópu en alls sel- ur félagið nú vörur sínar til 15 af 20 stærstu verslunarkeðjum Evrópu. Lána helming af kaupverðinu Þrír af stærstu bönkum Evrópu, Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og HSBC Bank, lána um helming af kaupverðinu. Auk þess munu þeir endurfjármagna öll fyrri lán Bakkavarar Group en bankarn- ir hafa skuldbundið sig til að lána Bakkavör Group 12,3 milljarða króna. Við lánsfjármögnunina nutu bankarnir lögfræðilegrar ráðgjafar lögfræðifyrirtækisins Hammond Suddard Edge. Vegna þess að engar skuldir fylgja KFF verður eiginijár- staða hins sameinaða fyrirtækis mjög sterk og verður eiginfjárhlut- fallið 43%. „Við teljum okkur hafa verið lánsama að ná viðskiptum við þessa virtu banka enda lána þeir ekki hverjum sem er,“ sagði Lýður Guðmundsson framkvæmdastjóri í spjalli við Viðskiptablaðið sem kom út í morgun. í máli Lýðs á kynning- arfundi á Hótel Sögu í gær vegna kaupanna kom fram að hlutfallið milli skulda og hagnaðar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði væri mjög lágt, eða aðeins 3,2, sem gerði þá fé- laginu mjög vel kleift að ráða við af- borganir á skuldum þess. Síðustu ár hefur rekstur KFF skilað góðum hagnaði samhliða örum vexti. Félagið velti á síðasta rekstrarári 10,8 milljörðum króna og áætluð velta þessa árs er 12,2 milljarðar. Hagnaður KFF á síðasta rekstrarári var um 2.030 milljónir króna fyrir skatta og áætlaður hagnaður þessa árs er um 2.350 milljónir króna fyrir skatta. Félagið skilaði hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði upp á um 2.450 millj- Fiskaflinn dregst saman um 13.500 tonn í október - lakari aflabrögð í síld skýra muninn að mestu Fiskaflinn í nýliðnum októ- bermánuði var 92.314 tonn. Afl- inn í október- mánuði í fyrra nam 105.847 tonnum og er samdrátturinn því 13.533 tonn. Lakari aflabrögð á síld skýra að mestu þennan mun því síld- veiði síðastlið- inn október var 15.880 tonn en náði 37.005 tonnum í október 2000 sem er munur upp á rúmt 21 þúsund tonn. Fram kemur i frétt frá Hagstof- unni að heildarsíldveiðiafli ársins er enn fremur 125 þúsund tonnum lakari í ár en í fyrra. Kolmunnaafl- inn er svipaður á milli ára, var 29.061 tonn í október í ár sem er 800 tonna aukning frá í fyrra. Kolmunnaafli ársins er orðinn rúm 318 þúsund tonn og er það aukning um rúm 75 þúsund tonn frá fyrra ári. Botnfiskaflinn síðastliðinn októ- bermánuð var 41.520 tonn sem er nokkru meiri afli en á sama tíma í fyrra þegar 35.878 tonn bárust á land. Þannig fengust nú 22.723 tonn af þorski en í fyrra veiddust 15.950 tonn. Þá var ufsaaflinn 719 tonnum betri nú en októberafli á karfa dregst sam- an á milli ára um rúm 2.800 tonn. Þess ber þó að geta að í október í ár fengust 2.150 tonn af út- hafskarfa en ekk- ert fékkst á sama tímabili í fyrra. Nokkru betri skel- og krabbadýra- afli barst á land, eða 5.819 tonn í ár á móti 4.704 tonnum í október í fyrra. Þetta er aukning um 1.112 tonn og skýrist munurinn af aukn- um afla í úthafsrækju, 639 tonn, innfjarðarrækju, 225 tonn, og kúfiski, 843 tonn. Hörpudisksafli er þó tæpum 600 tonnum lakari í októ- bermánuði þessa árs, samanborið við árið 2000. Heildarafli fyrstu 10 mánuði árs- ins er 1.774.990 tonn sem er nokkru minni afli en á sama tíma í fyrra, þegar 1.825.201 tonn hafði veiðst, og er munurinn rúm 50 þúsund tonn. Stóraukinn kolmunnaafli nær því ekki að vega upp á móti minni síld- ar- og botnfisksafla. Fiskaflinn Heildarafli fyrstu 10 mánuöi ársins er 1.774.990 tonn sem er nokkru minni afli en á sama tíma í fyrra. ónir króna á síðasta ári og áætlanir KFF gera ráð fyrir að hagnaður þessa árs verði um 2,8 milljarðar. KFF er skuldlaust fyrirtæki við kaupin. „Við kaup Bakkavarar Group á KFF verður til eitt af stærstu fyrir- tækjum á íslandi og við gerum ráð fyrir að hagnaður sameinaðs félags fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði um 4,2 milljarðar króna á næsta ári,“ segir Lýður Guðmunds- son, forstjóri Bakkavarar Group. Farþegum Flugleiða fækkar mikiö Farþegum i millilandaflugi Flug- leiða fækkaði um 20,2% í október miðað við október á síðasta ári. Þeir voru 95,106 nú en 119.253 í október 2000. í október minnkaði sætafram- boð Flugleiða um 6,9% og salan um 22,7% sem leiddi til þess að sætanýt- ing var í mánuðinum 12,6 prósentu- stigum lakari en í október i fyrra. Hún var 61,7% í október í ár en 74,3% á síðasta ári. Samdrátturinn er fyrst og fremst rakinn til hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember sl. í frétt frá Flugleiðum kemur fram að farþegum hefur fækkað um 2,3% í millilandaflugi Flugleiða fyrstu tíu mánuði ársins. Þeir voru 1.216.481 í ár en 1.245.342 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu tíu mánuðum ársins varð 1,4% fækkun farþega á leið til og frá íslandi og 3,3% fækkun farþega á leið um ísland yfir Norður-Atlants- hafið miðað við sama tímabil árið 2000. Sætanýting á þessu tímabili hefur versnað um 0,6 prósentustig. Hún var 72,7% fyrstu tíu mánuði þessa árs en var 73,3% sömu tíu mánuði á árinu 2000. Sætaframboð hefur ver- ið 1,5 prósentustigi minna í ár en á síðasta ári og salan hefur minnkað um 2,4%. HEiLDARVIÐSKIPTI 7.254 m.kr. - Hlutabréf 316 m.kr. - Húsbréf 2.322 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Össur 139 m.kr. Jarðboranir 37 m.kr. Baugur 31 m.kr. MESTA HÆKKUN O íslenski hlutabréfasjóöurinn 4.5 % O Nýherji 2.0 % © Baugur 1.9 % MESTA LÆKKUN © Landsbankinn 3,2 % © Hlutabréfasj. Búnaðarb. 3,1 % © Eimskip 2,0 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.073 stig - Breyting O 0,58 % Starfsmaður Kaupþings í gæsluvarðhald Starfsmaður Kaupþings hefur verið úrskurðaöur í gæsluvarðhald í eina viku vegna grunsemda um brot á lög- um um verðbréfaviðskipti og auðgun- arbrot samkvæmt almennum hegning- arlögum, en um verulegar fjárhæðir mun vera að ræða. Maðurinn var handtekinn í fyrradag ásamt tveimur meintum samverkamönnum - starfs- manni íslandsbanka og starfsmanni Lífeyrissjóðs Hlífar en þeir voru síðan látnir lausir eftir yfirheyrslur. Fram kom i fjölmiðlum í gær að mál- ið hefði verið til rannsóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra um nokkurra vikna skeið. Ábending hefði borist frá Islandsbanka um að grun- semdir hefðu vaknað um að starfsmað- ur þar stundaði peningaþvætti. Rann- sókn á ákveðnum færslum viðkomandi starfsmanns leiddi síðan lögregluna að grunsamlegum hlutabréfaviðskiptum sjóðstjóra hjá Kaupþingi sem talin voru geta varðað lög um verðbréfavið- skipti og auðgunarbrot gagnvart al- mennum hegningarlögum. Jafnframt kom fram að efnahags- brotadeildin hefði notið náinnar að- stoðar Kaupþings við rannsókn máls- ins og að Kaupþing hefði nú lagt fram kæru á hendur þessum starfsmanni sínum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi kemur upp á ís- landi. Samruni P&O Princess og WCaribbean markaðinum töluvert á óvart þegar skipafélögin P&O Princess og Royal Caribbean Cruise tilkynntu um „samruna jafningja" i dag. Mark- aðsverðmæti sameinaðs fyrirtækis er um 6 milljarðar dollara og um leið er það stærsta fyrirtækið í rekstri skemmtiferðaskipa í heiminum, með 41 skip og 75.000 manns í áhöfnum. Richard Fain, aðalforstjóri Royal Caribbean, sem verður stjórnarfor- maður og aðalforstjóri hins nýja fé- lags, sagði að sameinuðu félagi væri núna gert kleift að hámarka þá lang- tímamöguleika sem væru til staðar í þessari atvinnugrein. 21.11.2001 kl. 9.15 KAUP SALA |S=3 Dollar 108,770 109,320 SSEÍPund 154,380 155,170 1^1 Kan. dollar 68,040 68,470 fig! Dönsk kr. 12,8610 12,9320 jgfisi Norsk kr 12,1210 12,1880 SB Sænsk kr. 10,1800 10,2360 9H n. mark 16,1047 16,2015 || Fra. franki 14,5977 14,6854 U Belg. franki 2,3737 2,3880 _j Sviss. franki 65,6900 66,0500 C3 Holl. gyllini 43,4515 43,7126 1^^ Þýskt mark 48,9585 49,2526 ; ít- Bra 0,04945 0,04975 Aust. sch. 6,9587 7,0006 itfLfjl Port. escudo 0,4776 0,4805 'U J Spá. peseti 0,5755 0,5790 1 < 1 Jap. yen 0,88260 0,88790 H i írskt pund 121,583 122,313 SDR 137,2400 138,0700 j J^ECU 95,7544 96,3298

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.