Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Side 13
13 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 x>v Utlönd Dönsku þingkosningarnar: Kosið um mál sem helst má ekki nefna AUt bendir til að Poul Nyrup Rasmussen hafi misreiknað sig illilega þegar hann ákvað í skyndi að efna til þingkosninga í Dan- mörku eftir vinsældabólu sem blés upp þegar hann lagði stríðinu við hermdarverkamenn lið eftir atburðina 11. sept. Samkvæmt samhljóða skoðanakönnunum eru hann og ríkisstjórnin kolfallin og samsteypustjórn borgaraflokka tekur við. Þótt fáir þori að segja það ber- um orðum, þá eru innflytjenda- málin það sem kosið var um í gærdag. Mörgum Dönum ofbýður sá fjöldi útlendinga sem sestur er að í landinu og þykir sem þjóðin Situr eftir Poul Nyrup Rasmussen. Afdrifaríkur misreikningur Formaður sósíaldemókrata í Dan- mörku, Poul Nyrup Rasmussen, hef- ur veriö forsætisráðherra síðan í janúar 1993, en þá tókst honum og félögum hans að fella stjórn íhalds og Venstre sem setið hafði í áratug. Hann vann góðan kosningasigur 1998 og allt benti til að hann yrði forsætisráðherra næsta kjörtímabil sem átti að hefjast í mars nk. En hann taldi sig eiga svo góðan með- byr núna að hann ákvað að flýta kosningum. En þar misreiknaði hann sig illa og yfirsást hvert yrði helsta kosningamálið. Poul Nyrup er 58 ára og vann nauman sigur í næstliðnum kosn- ingum en þá hélt vinstristjórn hans velli, ekki síst vegna fylgishruns Venstre. Hann er um margt glæsi- legur stjórnmálamaður og vekur traust með framkomu sinni en síður hrifningu eða aðdáun. Áður en Nyr- up hóf afskipti af stjórnmálum var hann hagfræðingur verkalýðssam- takanna. Nú verður það hans ákvörðun og flokksmanna hans hvort hann held- ur áfram um stjórnartauma sósí- aldemókrata. hafi breytt um ásjónu. Sérstaklega er að því fundið hve seint og illa hinum aðkomnu gengur að aðlag- ast siðum og háttum heima- manna. Önnur mál kosningabaráttunn- ar þóttu falla í skuggann eöa voru meira til að sýnast fela andúð á aðfluttum, sem helst má aldrei komast upp á yfirborðið, enda fá þeir stjórnmálamenn það óþvegið sem lýsa yfir „röngum" skoðun- um á því máli. Samt hefur Þjóðar- flokkurinn undir formennsku Piu Kærsgaard umtalsvert fylgi en sá flokkur er opinberlega á móti inn- flytjendum frá fjarlægum löndum. Sigurvegari skoðanakannana og væntanlega kosninganna er Venstre, sem er gamall bænda- flokkur en er nú borgaralegur flokkur hægra megin við miðju. Minna má á að íslandskunninginn Uffe Ellemann-Jensen gerði garð- inn frægan þegar hann gegndi for- mennsku í Venstre en tapaði síðar illilega fylgi. Þá tók Andres Fogh Rasmussen við formennsku og leiðir hann flokkinn nú og er líklegasta for- sætisráðherraefnið. Hann er nú 48 ára að aldri og er enginn viðvan- ingur í stjómmálum. Hann var fjármála- og efnahagsráðherra á ámnum 1987-1992, í stóm íhalds- flokks og Venstre. Fogh Rasmussen er fimur bar- dagamaður og hefur haft betur í öllum viðureignum við nafna sinn Nyrup í stuttri en harðri kosn- ingabaráttu, sem samt virtist heldur deyfðarleg, þar sem ein- göngu var tekist á um innanlands- mál, svo sem skatta þar sem sósí- aldemókratar fóru heilan hring í stefnumörkun og þóttu lítt trú- verðugir. Fogh Rasmussen hefur lagt áherslu á aö setja strangar hömlur á innflutning fólks, auka ekki skatta en viðhalda velferðarkerf- inu en gera það frjálslegra og jafn- vel draga úr ríkisafskiptum á því. Hann telur að einkavæða beri til- tekna hluta þess. Venstre hlaut mikið afhroð í kosningunum 1998, sem rakið er til þess að andstæðingunum tókst að telja kjósendum trú um að þeir ætluðu að afnema velferðarkerflö og varð fátt til varnar. Þetta ætlar Fogh að varast að hendi aftur og hefur tekist að vinna traust kjós- enda á ný. í málefnum flóttamanna og inn- flytjenda hefur Fogh Rasmussen og flokkur hans tekið mið af al- menningsálitinu og lofar strangri löggjöf um að minnka strauminn til Danmerkur. Þjóðarflokkurinn gengur enn lengra og stingur upp á að innflytjendum sem þegar eru komnir veröi fækkað. íhaldsflokk- urinn og kristilegir afneita ekki þessum stefnumiðum og eru lík- legir samstarfsflokkar Venstre og jafnvel Þjóðarflokksins í borgara- legri stjórn. Alls buðu tíu flokkar fram í kosningunum og skiptast þeir á milli hægri og vinstri og allt þar á milli. En hver svo sem stefnumál- in eru, þá snerust kosningarnar í gær um málefni varðandi sam- skiptin við innflytjendur, hvort sem mönnum líkar betur eða ver eða fást til að viðurkenna það eða ekki. Sjá nánar á næstu opnu. Sigurvegarinn Andres Fogh Rasmussen. Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, meðaleyðsla aðeins 6.9 L á hundraðið Veghæð 17,5 cm Vertu viðbúinn vetrarfærðinni VerAfr 1.640.000 kr. SUZUKIIGNIS bætir kostum jepplingsins við bestu eiginleika smábílsins. Meðal staðalbúnaðar er: Sítengt fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur, upphituð framsæti, þakbogar og rafdrifnar rúður. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is Smáauglýsingar 550 5000 vantar þig félagsskap? Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍI'-ÍS nýjungar í launavinnslu á Grand Hótel 22. nóvember. Skráðu þig á www.tm.is H-Laun ...ekki sætta þig við minna! TÖLVUIiliÐLUn Tölvumiðlun hf. • Engjateipir 3 • 105 Reykjavik Simi 545 5800 • Fai 545 5001 • www.tm.is • tm©tmls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.