Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 HeiiTiur tölvu-i tíkni og visindð 29 ~ * Fitubrot í stað fitusogs Svo gæti farið að hefðbundið fitusog sé að renna sitt skeið á enda. Vísinda- menn við Sheba-spítalann í ísrael hafa hannað tæki sem not- ast við hátíðnibylgjur til að brjóta niður fitufrumur. í hefðbundnu fitu- sogi er fólk svæft og það tekur þó nokkurn tíma að jafna sig eftir eina slíka aðferð. Ástæðan er sú að reka þarf stóra nál inn undir skinnið til að sjúga út fituna, eins og sést hefur í sjónvarpi. Þetta skaðar oft bæði hörundsvefi, vöðva og æðar. Reyndar eru hátiðnibylgjur nú þegar notaðar til að brjóta niður fitu svo auðveldara sé að sjúga hana út. Hugmyndin á bak við ísraelska tækið er sú að líkaminn sér um að hreinsa upp gumsið sem verður eft- ir. Vísindamennirnir segja þetta vera eins og þegar líkaminn eyðir ónýtum vefjum þegar fólk fær mar. Hreinsun líkamans á fituúrgangin- um er um þrjár vikur. Með þessari aðferð getur fólk komið inn, látið eyða fitu og farið beint aftur í vinn- una. Kosturinn við þessa nýju tækni er einnig sú aö hægt er að einbeita sér að jafnvel mjög litlum svæðum. Á móti kemur að ekki er hægt að taka eins stór svæði og með hefðbundnum aðferðum. Vísinda- mennirnir segja það ekki vera vandamál þegar tekið er tillit til Reyndar eru hátíðni- bylgjur nú þegar not- aðar til að brjóta niður fitu svo auðveldara sé að sjúga hana út. Hug- myndin á bak við ísra- elska tækið er sú að líkaminn sér um að hreinsa upp gumsið þess að sjúklingurinn þarf miklu minni tíma til að jafna sig og getur Fitubrot meö hátíönibylgjum er ekki jafn stórvirkt og fitusog en hefur færri hliöarverkanir og styttri tíma tekur að jafna sig á þeim. Ætla má aö þessi belgur þurfi aö fara i nokkrar heimsóknir áöur en hann er kominn í eðlilegt horf. því komið fyrr aftur. Tækið er enn nokkuð frá því að komast í notkun á fólki þar sem engar prófanir hafa verið gerðar á því. Hingað til hafa svin verið þau einu sem notið hafa þessarar nýju tækni. Fastlega má þó búast við að prófanir hefjist á fólki innan skamms. _ Leikjatölvustríðið komið á fullt - GameCube og Bandariskir leikjaunnendur fengu sinn skerf um seinustu helgi og vel það. Á fimmtudaginn í seinustu viku kom frumraun Microsoft-risans í leikjatölvugeiranum, Xboxið. Microsoft er búið að eyða miklu púðri í markaðssetningu á Xboxinu og því orðin þónokkur eftirvænting meðal leikjasjúkra á öllum aldri. Um 1,5 milljónir tölva fara í sölu fyrir jól í Bandaríkjunum. Xboxið var þó ekki lengi eitt um hituna því um helgina kom GameCube-leikja- tölvan frá Nintendo út í Bandaríkj- unum. Útkomu beggja tölvanna var frestað þar sem báðar áttu að koma út í haust. 700.000 eintök verða sett á markað í byrjun. Mikil spenna ríkir um hver kem- ur til með að vinna leikatölvumark- aðinn. Sony setti PlayStation 2 leikjatölvuna sína á markað á sein- asta ári og hefur hún nú þegar selst í um 20 milljónum eintaka og hefur því gott forskot. Sagan hefur sýnt að þessi markaður virðist aðeins rúma tvær tegundir leikjatölva eins og sást þegar Sega gafst upp á sam- keppninni með Dreamcast-leikja- tölvuna sína. Það má telja nokkuð Xboxið komin út í GameCube er taliö öruggt um markaöshlutdeild þar sem aöal markahópurinn eru krakkar frá sex og upp í fjórtán ára. öruggt að GameCube haldi Nin- tendo inni þar sem hún er frekar hugsuð fyrir yngri aldurshópana. Aðalbaráttan mun því standa á Bandaríkjunum. Sagan hefur sýnt að þessí markaður virðist aðeíns rúma tvær teg- undir leikjatölva eins og sást þegar Sega gafst upp á sam- keppninni með Dreamcast-leikjatölv- una sína. Það má telja nokkuð öruggt að GameCube haldi Nin- tendo inni þar sem hún er frekar hugsuð ' fyrir yngri aldurs- hópana. milli Sony og Microsoft og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. Sony er með hefðina á bak við sig með eina vinsælustu leikjatölvu allra tíma, PlayStation-jálkinn. Microsoft hefur hins vegar lofað öllu fögru um fallega graflk og magnaða leiki og spurning hvort Bill Gates og félagar geti staðið við stóru orðin. Viö fyrstu sýn mætti halda hér væri á ferð einhver fríkuö myndastytta t lagi auga. Þó svo aö sjálfsagt megi nota fyr- irbæriö sem slíkt þá leynir þaö á sér. „Augaö“ er í rauninni vélmenni sem hlotið hefur nafniö Muu. Aö sögn hönn- uöa þess er aöal þess sá hæfileiki aö geta haldiö uppi vinalegu spjalli viö mennska. Muu var til sýnis á alþjóölegu vélmennasýningunni í Tokyo í seinustu viku. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og þar sýna um 120 fyrirtæki og samtök afuröir sínar á sviöi vélmennageröar. Mikið er í gangi í rannsóknum á vörnum gegn eyöni. Hér sýnir dr. Erwann Loret tölvulíkan af sameindinni TDS sem vinnur gegn vondum prótínum sem HiV-veiran framleiöir í líkama sýktra einstaklinga. Gömul lyf að öðlast nýjan tilgang Lyf sem vinna gegn kólesteróli gætu fengið nýtt hlutverk í framtíð- inni. Ofnæmis- og smitsjúkdóma- Btofnun Bandaríkjanna hefur sein- ustu misseri verið að rannsaka hvemig HlV-veiran, sem veldur eyðni, fer að því að því aö bora sig í gegnum tvöfalt ytra lag frumna í mannslíkamanum. Það var vitað Fyrir að veiran nýtti sér efni sem nefnist Gag til að bindast við ytra byrði frumu. Veiran notar frumur til að fjölga sér. Rannsóknir á því hvemig Gag bindur HIV við frumuna hafa leitt í tjós að efnið binst við svæði á yfir- borðinu þar sem mikið er að finna af kólesteróli. Vísindamenn stofn- unarinnar prófuðu tvö efni sem virka gegn kólesteróli. Annað efni hre'insar kólesteról af yfirborði Frumna og hitt kemur í veg fyrir myndun kólesteróls. Sitt í hvoru tagi drógu bæði efnin verulega úr hæfni HlV-veirunnar til að bindast við frumur og fjölga sér þannig. Þegar efnin voru síðan notuð saman þá var HlV-veiran nærri ófær um að fjölga sér. Dr. Eric Freed, stjórnandi rann- sóknarinnar, segir þessa niðurstöðu Vísindamenn stofnun- arinnar prófuðu tvö efni sem virka gegn kólesteróli. Annað efní hreinsar kólesteról af yfirborði frumna og hitt kemur í veg fyrir myndun kólesteróls. Sitt í hvoru lagi drógu bæði efnín verulega úr hæfni HlV-veirunnar til að bindast við frumur og fjölga sérþannig. opna möguleika á því að lyf sem vinna gegn kólesteróli gætu haft svipuð áhrif í fólki og efnin sem í þeim eru virkuðu í tilraunaglösum rannsóknarstofunnar. Frekari rann- sókna þarf þó við til að sjá hvort hægt sé að nota lyfin gegn HIV- veirunni. Enn hafa ekki verið hafn- ar tilraunir á fólki sem smitast hef- ur af HlV-veirunni. ■% 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.