Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 I>V Tilvera 31 DV-MVNDIR HARI Sigurinn í höfn Hagaskótinn hreppti Skrekk að þessu sinni. Hagaskólinn sigraði á Skrekk 2001: Gífurleg stemning og spennandi keppni Óhætt er að segja að stemningin hafi verið „geðveik" í Borgarleikhús- inu í gærkvöld á Skrekk 2001, hæfi- leikakeppni grunnskólanna í Reykja- vík. Stóri salurinn var þéttsetinn áhorfendum, flestum á grunnskóla- aldri sem létu óspart í sér heyra og eggjuðu lið sín til dáða. Þetta var úr- slitakvöldið. Áður höfðu farið fram keppnir í hverjum skóla. Alls höfðu um 4000 manns tekið þátt í þeim. Nú stóðu sex skólar eftir þegar búið var að sía og aftur sía. Flestir voru þeir með fjölmenna hópa listafólks í liðum sínum. Kynnar kvöldsins voru hinir heimilislegu Simmi, Jói og Sveppi, þekktir úr þáttunum 70 mínútur á PoppTíVí. Verðlaunagripurinn var stór og mikil stytta sem blasti við áhorfendum meðan keppnin fór fram. Engin „paniku Fyrstur á svið var Laugalækjar- skóli. Atriðið hét Skór. Uppistaðan í því átti að vera myndband sem tvær kjarnakonur úr skólanum höfðu fram- leitt. Eitthvað fór úrskeiðis á úrslita- stundu og aðeins smábrot af mynd- inni birtist á tjaldinu. Hljóðfæraleik- arar létu það ekki slá sig út af laginu og svartklæddar stúlkur sem sátu eft- ir endilöngu sviðinu og sveifluðu fót- um héldu flestar áfram að brosa fram í sal. Engin „panik“ sjáanleg. Prik fyr- ir það! Þrjár dömur úr liðinu voru króaðar af á eftir, þær Lilja Hlín Ingi- bjargardóttir, Tara Jensdóttir og Heljarstökk Listafðlkiö sýndi mikit tilþrif á sviði Borgarleikhússins. Anna Kolbrún Jensen. Þær voru að vonum svekktar. „En við bjuggumst aldrei við að vinna,“ viðurkenndu þær. „Urðum rosahissa þegar við komumst í undanúrslit og vorum í sjokki lengi á eftir!“ Næstur kom Engjaskóli með fjöl- mennt dansatriði um lifið og líka var leikið á harmóníku, nútímalegt verk. Eflaust samið á engjunum. Danshóp- urinn skipti sér í vetur, sumar, vor og haust og milli þeirra sveif hvítklædd vera og stjórnaði því hvaða árstíð tæki völdin hverju sinni. Ungur mað- Stemnlng í salnum Áhorfendur létu oft óspart í sér heyra. ur las frumort ljóð. Blaðamaður náði litlu niður af því nema þessari heim- spekilegu setningu: Lífið er í hverju hjarta og hverju strái. Sveiflast milli nýja og gamla tímans Þá var röðin komin að Réttarholts- skóla. Fyrstur á svið var „afi garnli" sem rifjaði upp eitt og annað frá árinu 1918. Síðan kom inn þjóðlega klæddur hópur sem sveif um sviðið undir vals- takti. Eftir það hófst kennslustund í kaldri stofu og kennarinn bað nem- endur að reyna að skyggnast fram í tímann til næstu aldamóta en þótti flest atriði með miklum ólíkindum sem þeir brugðu upp. Fimlega sveifl- ast milli nýja og gamla timans. Á end- anum var afinn kominn með farsíma og var að hendast í BT eftir tækjum handa barnabörnunum! Hagaskóli átti greinilega marga fulltrúa í salnum - og raddsterka. Hann sótti efnið í fortíðina, eins og „Réttó“. Atriðið átti að gerast á skemmtistaðnum Sveiflunni árið 1920 þar sem krassandi sveifla var í gangi. Þetta var dans-og söngatriði í Versl- unarskólastíl, frumsamið af nemend- um. Tvær hressar úr hópnum voru króaðar af, Guðrún Helga Kristjáns- dóttir og Erna Svanhvít Sveinsdóttir. Þær sögðu tveggja mánaða vinnu að baki við undirbúning, enda hefði hóp- urinn saumað búningana sjálfur. „Mömmumar þurftu ekkert að hjálpa, - nema aöeins," sögðu þær. Búin að æfa síðan í fyrra Hver man ekki eftir Super Mario Bros-tölvuleiknum? Þrjátíu og þrír nemendur Húsaskóla voru að minnsta kosti með allar persónur hans á hreinu og höfðu samið dansverk upp úr honum. Ragnheiður Marta Jóhann- esdóttir og Hjördís Halla Hreiðars- dóttir úr 10. bekk sögðu hópinn vera búinn að leggja mikla vinnu í atriðið. Við erum búin að æfa síðan í fyrra.“ sögðu þær. Síðastur en ekki sístur var Hvassa- leitisskóli með hugljúfa Öskubusku- sögu í nýjum búningi. Grín, söngur, dans og leikur, allt í einum pakka. Gómuðum tvö úr þeim hópi, Gunnar Ormslev og Ninu Sordal. Þau voru ánægð. Aðspurð hvort liðið ætlaði kannski að koma fram sem fjöllista- hópur oftar tóku þau því ekki fjarri. „Við bjuggumst að minnsta kosti ekki við að komast svona langt,“ sögðu þau og bættu við: „En skólastjórinn hafði alltaf mikla trú á okkur.“ Meðan dóm- nefnd réði ráðum sínum komu nokkr- ir skemmtikraftar á svið; Síðan skein sól, Védís Hervör og Páll Óskar. Svo voru úrslitin gerð kunn. Það var Hagaskóli sem sigraði Skrekk 2001 og hreppti styttuna góðu. Steinunn Val- dís Óskarsdóttir afhenti hana fyrir hönd ÍTR. -Gun. Súper Marío Bros Húsaskóii flutti dans- og söngleik saminn upp úr tölvuleik. Notaðir bílar hjá Suzuki bíium hf. Dodge Intrepid 3,3, 4 d., ssk. Skr. 5/94, ek. 69 þús. Verð kr. onn K.'.e TU.BOÐ kr. 780 þús. Hyundai Accent Gsi, 3 d., bsk. Arg. '98, ek. 38 þús. Verð kr. 635 þús. TILBOÐ kr. 490 þús. MMC Lancer st. 4x4. Skr. 5/99, ek. 58 þús. Verð kr. 1260 þús. TILBOÐ kr. 990 þús. Opel Astra station, ssk. Skr. 3/98, ek. 32 þús. Verð kr. 1130 þús.TILBOÐ kr. 800 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 39 þús. Verð kr. 860 þús. TILBOÐ kr. 750 þús. Fiat Punto Sporting, bsk. Skr. 12/97, ek. 41 þús. Verð kr. 780 þús. TILBOÐ kr. 590 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4. '97, ek. 122 þús. Verð kr. 790 þús. TILBOÐ kr. 650 þús. MMC Lancer GLXi, 4 d., ssk. Skr. 6/97, ek. 63 þús. Verð kr. 860 þús. TILBOÐ kr. 690 þús. Suzuki Swift GX, 5 d., bsk. Skr. 9/96, ek. 48 þús. Verð kr. 540 þús. TILBOÐ kr. 470 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 3/98, ek. 52 þús. Verð kr. 650 þús. TILBOÐ kr. 550 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////------- SUZUKI BÍLAr Skeifunni 17, sími 568-aiuu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.