Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Síða 32
36 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 • Tilvera I>'V múm og Blái hnötturinn í kvöld verður hljómsveitin múm með tónleika að lokinni sýningu á Bláa hnettinum í Þjóðleikhúsinu. Hljómsveitn samdi tónlistina sérstaklega fyr- ir verkið og er þetta einstakt tækifæri til að sjá sveitina flytja þetta efni á sviði. Fundir og ráðstefnur ■ GEGN KYNÞATTAFORDÓMUIVI » Málstofa um heimsráðstefnu gegn kynþáttafordómum, kynþáttamisrétti og útlendingahatri, sem Sameinuðu þjóöirnar héldu I september sl., verður í Lækjarbrekku í Bernhöftstorfunni I dag kl. 17. Frummælendur eru Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri, Haukur Ólafsson sendifulltrúi og Bjarney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri. ■ HÁDEGISFYRIRLESTUR Á KELDUM Fræðslufundur verður haldinn í hádeginu á morgun á bókasafni Keldna og hefst kl. 12.30. Hann ber ’ yfirskriftina Næmi lúðu, sandhverfu, þorsks og lax fyrir bakteríunni Moritella viscosa og er haldinn af Bjarnheiöi Guömundsdóttur, líffræðingi á Keldum. Tónlist ■ OARASHI A GAUKNUM Hljómsveitin Qarashi heldur síðustu tónleika sína, áður en hún heldur I tónleikaferð til Bandaríkjanna, á Gauki á Stöng í kvöld Sýningar ■ ASTIN ÓG LÍFIÐÍ STRAUMI Sýningin Astin og lífiö er í Listamiöstööinni Straumi. Hún samanstendur af Ijósmyndum, Ijósverki og póstkortum. ’ ■ BIÐJUM FYRIR FRfDI í MAN Fjöllistakonan Kjuregej Alexandra og glerlistakonan Ingibjörg Hjartardóttir hafa opnað samsýningu í Listasal Man við Skólavöröustíg. Þema hennar er Biöjum fyrir friöi. ■ MÁLVERK OG LEIRMUNIR Á GLUGGASYNINGU Anna S. Hróömarsdóttir sýnir málverk og leirmuni í glugga Samlagsins Listhúss á Akureyri. ■ ÓLI G. OG KRISTJÁN PAVIÐS Í LISTASAFNI AKUREYRAR Svninear á verkum Ola G. Jóhannssonar og Kristjáns Davíössonar eru í Listasafninu á Akureyri um þessar mundir. Sýning Óla G. er stærsta einkasýning listamannsins fram til þessa en hann er bæjarlistamaður *■ Akureyrar 2001/2002. Verk Kristjáns spanna tímabilið frá 1967- 1995. Þau eru fengin að láni hjá Listasafni Reykjavíkur. ■ TORGERÐ SÝNIR SKART Færeyski skartgripasmiöurinn Torgerö Suöuroy er gestur Vest- norræna menningarhússins í Hafnarfirði. Síðustu forvöð ■ SKOLASYSTUR I LISTHUSI Þrjár fyrrum skólasystur minnast skólad,aga í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1964-1966 meö sýn- ingunni „Those Were.the Days“, ■ sem lýkur í Listhúsi Ófeigs aö Skólavörðustíg 5Í dag. Laila Aasand Björnsson, norsk, búsett í Brisbane í Ástralíu, sýnir grafík. Ingema Andersen frá Noregi sýnir skart og Katrín Pálsdóttir sýnir gler. Efla þarf siðferði, samkennd og virðingu - segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor „Unga fólkið er stórkostlegt en viö sem eldri erum gætum gert meira af því að efla samfélagsvitund þess og samkennd," segir Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í upp- eldis- og menntunarfræði við Há- skóla íslands. Að hennar áliti þarf að auka umræðu um ýmis siðferði- leg, félagsleg og tilfinningaleg mál, bæði á heimilum og í skólum, og eíla þannig þroska barna og ung- linga á þessum sviðum. „Það verður að leggja áherslu á að rækta hjá þeim virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og hjálpa þeim að skoða mál- in frá mismunandi sjónarhornum," segir hún. Færri börn á heimilum Sigrún segir reynda kennara finna fyrir vaxandi agaleysi meðal barna og að mörg þeirra eigi erfltt með að setja sig í annarra spor. Þeim finnist þetta hafa breyst nokk- uð síðustu áratugi. Hverja telur hún ástæðuna? „Að einhverju leyti þá að við fullorðna fólkið erum svo óöguð. Við erum á hraðferð í lífmu og heimilin eru að breytast. Systkina- hópar eru minni en þeir voru þannig að börn æfast ekki nægilega í að taka tillit til annarra bama á heimilum. Þótt kennari geti ýmis- legt gert til að bæta úr agaleysinu þá gerist slíkt ekki í tómarúmi. Grunnurinn er lagður á heimilinu, þar fer mikilvægasta uppeldisstarf- ið fram og að sjálfsögðu er áriðandi að gott samstarf sé á milli heimilis og skóla.“ Vill foreldrafræðslu inn í heilsugæsluna „Svo er ekki nægileg virðing bor- in fyrir uppeldishlutverkinu í sam- félaginu," segir Sigrún og bendir m.a. á að í okkar menntakerfi sé varla nokkur foreldrafræðsla. Hún sér fyrir sér að auðvelt væri að ná til foreldra í gegnum heilsugæsluna því þangað komi þeir með nýfædd börn sín i skoðun og séu á þeim DV-MYND BRINK Vill breyta áherslum í skólastarfi Við leggjum áherslu á svo margt sem hefur ekki djúpstæða merkingu fyrir unga fólkið, “ segir Sigrún Aðalbjarnardótt- ir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ. tima einkar móttækilegir fyrir leið- beiningum. „Þar sé ég fyrir mér ekki aðeins fræðslu um heilsu barna heldur líka um uppeldishlut- verkið. Allir vilja vera góðir foreldr- ar og fræðslan þarf að byrja snemma," segir hún. Þá telur hún mikilvægt að efla kennslu í skóla- kerfinu um það að vera þegn bæði í eigin samfélagi og alþjóðlegu. „Við leggjum áherslu á svo margt sem hefur ekki djúpstæða merkingu fyr- ir unga fólkið og því leiðist jafnvel í skólanum. En svo er hvergi minnst á viðfangsefni sem eru þó afar þýð- ingarmikil í undirbúningi þess und- ir lífiö, til dæmis um sambúð, heim- ilisrekstur, foreldrahlutverkið og samfélagið í víðum skilningi, rétt- indi okkar og skyldur sem samfé- lagsþegna," segir hún. Mál sem snerta mannkynið allt Sigrúnu líst ekki á aukna áherslu á samræmd próf og fjölgun þeirra og segir hættu á að umfjöllun um siðferðileg efni verði hornreka. „Þó verður æ meira knýjandi aö taka á slíkum viðfangsefnum og efla hæfni í samskiptum eftir því sem þjóðfé- lagið verður flóknara og fjölþjóð- legra. Ekki bara okkar þjóðfélag heldur verðum við líka að hugsa hnattrænt," segir hún. Hún bendir á mikilvægi þess að ræða málefni þeirra sem setjist að í nýju landi og mannréttindi hvers konar enda snerti þau mannkynið allt. „Við komumst ekki hjá því að ræða ýmis álitamál og eigum ekki að komast hjá því heldur taka á þeim af víð- sýni,“ segir þessi skelegga kona og vitnar í lokin í Martein Lúther King: „Það er alltaf rétti tíminn til að gera það sem er rétt.“ -Gun. Bíógagnrýni * r ^gfei Sam-bíóin - Training Day: ★ ★ ★ Ognvekjandi löggæsla Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Kennarinn og lærlingurinn Alonzo (Denzel Washington) kennir Jake (Ethan Hawke) hvernig lögreglumað- ur á að haga sér í Los Angeles. Lögreglumenn starfa við mis- munandi aðstæður. Þeir sem starfa í stórborgum þar sem nálgun við glæpi er daglegt brauð þurfa oft á miklu siðferðisþreki að halda til að geta haldið sönsum og starfað eðli- lega. Við þessar aðstæður er spill- ingin innan lögreglunnar mest. Training Day segir frá sólarhring í starfi tveggja lögregluþjóna í Los Angeles. Annar er ungur nýliði með háleitar hugmyndir um starf sitt. Hinn er reyndur í starflnu, hefur starfað innan um glæpalýðinn of lengi. Hann er harður í hom að taka og margverðlaunaður. Hann er einnig stórhættulegur og sjálfsagt eitt versta dæmi um það hvemig lögregla getur snúist í andhverfu sína. í upphafi glymur í vekjaraklukk- unni hjá Jake Hoyd (Ethan Hawke). Hann er að vonum spenntur, enda er hann að fara á sína fyrstu vakt sem óeinkennisklæddur lögreglu- þjónn. Reyndur lögreglumaður, Alonzo Harris (Denzel Washington) tekur á móti honum og gerir í fyrstu frekar lítið úr nýliðanum um leið og hann kannar viðbrögð hans. Jake er ekki vanur slíku og fram eftir degi er margt í háttalagi Alonzo sem kemur honum á óvart. Þetta var ekki það sem hann lærði í lögregluskólanum. Þar var þeim kennt að handtaka glæpamenn, ekki lemja þá sundur og saman og sleppa þeim síðan. Eftir því sem líð- ur á daginn koma fram fleiri og dekkri skuggahliðar á Alonzo sem gerir það að verkum að Jake fer að huga að stöðu sinni, hvort hann eigi nokkuð heima i þessu umhverfi of- beldis sem Alonzo er orðinn hluti af, auk þess sér Jake ekki betur en að Alonzo starfi eftir eigin lögum og reglum. Ástandið á þó eftir að versna þegar líður á kvöldið. Training Day er sérlega vel skrif- uð kvikmynd þar sem nánast hver setning sem sögð er hefur vissa merkingu og jafn markvisst og harðsoðið handrit að löggumynd hefur varla sést síðan Dirty Harry var upp á sitt besta: Það nægir samt ekki að vera með gott handrit ef því er ekki fylgt eftir með góðum leik. Ethan Hawke og Denzel Washington eru leikarar sem valda hlutverkum sírium og þó ekkert sé hægt að setja út á leik Hawkes þá hverfur hann í skuggann fyrir mögnuðum leik Denzels Washingtons. Hann hefur ekki leikið annað eins illmenni (hef- ur í raun aldrei leikið illmenni ef að er gáð). Washington er eins og áður einstaklega sjarmerandi þegar það á við, en breytingin sem verður á honum þegar hið rétta eðli hans kemur í ljós felst ekki í einhverjum beinum aðgerðum, heldur kemur Washington til skila innrætinu með hreyfingum og andlitsdráttum. Leikur sem hefur óskarstimpil á sér. Það eina sem hægt er að flnna að Training Day er endirinn. Það er eins og allt eigið púður hafi verið uppurið og þurft að fá lánað ein- hversstaðar annarsstaðar frá til að geta klárað dæmið. Miðað við ein- staklega spennandi og athyglisverða atburðarás þá er endirinn of staðl- aður. Leikstjórl: Antoine Fuqua. Handrit: David Ayer. Kvikmyndataka: Mauro Fiori. Tón- list: Mark Mancina. Aöalleikarar: Denzel Washington, Ethan Hawke, Scott Glen, Dr. Dre og Snoop Dog.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.