Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Síða 4
18 Innkaup FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 DV Léttvín • C&ilíLero t>el t>tAbU> Chileska vinið Casill- ero Del Diablo Merlot ‘99 ætti að freista vín- unnenda eins og mörg vín frá þessum nýja risa í heimi vínsins. Þetta vín, sem Allied Domecq Spirits & Wine ehf. flytur inn, er frá Rapel Valley í Chile. Lit- urinn er dökkur og djúprauður og þeg- ar lyktað er fyllast vitin af gómsætum ávaxtailmi ásamt angan af kirsuberj- um, garðberjum og plómum. í bragðinu af Casillero Del Di- ablo Merlot ‘99 er vottur af súkkulaði og kryddi en það er einnig mótað af ristaðri eik. Þetta kraftmikla vín er fyrir þyngri og bragðmikinn mat eins og rjúpur og aðra villibráð. Það er einnig gott með ýmsum ost- um. Það fæst í Ríkinu og kostar þar 1290 krónur. Tajrr&zu Tournon Berglind í Te & kaffi mælir með Costa Rica Tarrazu To- urnon sem kafli vikunnar. Costa Rica var fyrsta Mið-Amer- íkulandið til þess að rækta kaffi en þangað kom það frá Kúbu í kringum 1729. Þar eru eingöngu ræktaðar fyrsta ffokks kaffibaunir, arabica , og frá hinu þekkta hér- aði Tarrazu kemur mjög eftir- sótt kaffi sem öðlast hefur ákveðinn virðingarsess meðal þeirra sem sækjast eftir góðu kafii. Af mörgum kallað „Burg- undy“ suður-ameríska kaffisins. Bestu Tarrazu-baunimar koma frá búgörðunum Tournon, La Minita, Juan Vinas og Santa Rosa. Tarrazu Toumon er gott jafnt að morgni, í erli dagsins eða eftir góða máltið. Góð bragðfylling, frísklegt létt eftirbragð og dá- samlegur ilmur prýða þetta ljúf- fenga kaffi. * Sutppxtmjfoihjf Sveppasmurostur í 250 g dós- um hlaut á dögunum sérstök heiðursverðlaun á ostasýningu í Herning í Danmörku. Sveppaost- urinn er gerður úr tilbúnum osti með bræðslu, þ.e. sérstakri . hitunar- meðferð jsem mýkir aferðina og tryggir gott geynisluþol án þess að bragðið breytist. Osturinn er mjög góður í alla matargerð, svo sem í fiskrétti, í súpur og 1 sósur og með grófu brauði. Sveppaost- ur er ein af mörgum tegundum smurosta sem framleiddir em hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Einnig er fáanlegur smurostur með papriku, humri, blaðlauk, beikon, rækju, hvít- lauk, skinku og án bragðefna. Smin-ostar innihalda 18% fitu. Enn fremur em framleiddar 3 tegundir af léttosti með einungis 6% fitu. Smurostar Osta- og smjörsölunnar em fáanlegir í 20 g og 250 g dósum. -hlh Nennti ekki á elliheimili - og keypti því Gallerí smíðar og skart Á vaktinni Svava Jónsdóttir, annar eigenda Gallerís smíöa og skarts Hún söölaði algerlega um þegar hún varö aö hætta störfum sem skjalavöröur á Landspítalanum vegna aldurs. Svava Jónsdóttir vann sem skjalavörður hjá Landspítalan- um í 10 ár. Þegar hún varð sjö- tug fyrir nokkrum árum varð hún að hætta í þeirri vinnu þar sem ekki var ætlast til að þeir sem hafa náð þessum aldri starfi áfram. í stað þess að setjast í helgan stein, eins og flestir gera, ákvað hún ásamt syni sínum, Guðmundi Jóni Kjartanssyni, að kaupa gallerí við Skólavörðustíginn og hafa þau rekið það af mikl- um myndarskap æ síðan. „Ég nennti ekki á elliheimil- ið Grund þegar ég varð að hætta hjá Landspítalanum," segir Svava. „Svo ég varð að gera eitthvað. Sonur minn kom þá með þessa fínu uppá- stungu, að við keyptum þetta gallerí og rækjum það saman.“ Svava hefur reynslu af versl- unarrekstri því sem ung stúlka vann hún við afgreiðslustörf í bókabúðum og fleira. „Svo vann ég hjá tannlækni í 35 ár áður en ég fór upp á Landspít- ala. Og hér er ég búin að vera í tæp þrjú ár.“ Hún segir ekki hafa verið erfitt að söðla um og fara út í rekst- ur eigin fyrirtækis. „Þegar heilsan er góð er allt hægt og ég hef verið heppin að því leyti. Ég hef líka reynt að mikla ekki hlutina fyr- ir mér.“ í Gallerí smíðar og skart fást málverk, keramik og alls kyns listmunir frá mörgum listamönnum sem setja verk sín í umboðssölu þar. „Einnig setjum við upp sýningar einstakra listamanna. Hinn 1. desember nk. munum við t.d. starfar skemmtilegt fólk. Auðvitað var maður svolítið uggandi fyrst þar sem rekstur í miðbæn- um varð æ erfiðari en það virðist ekki hafa gerst hér, nema síður sé. Eftir þriggja ára rekstur hér finnst mér sem aðsóknin sé meiri nú en áður. Skólavörðustígurinn hefur verið að skapa sér sess í hugum fólks sem skemmtileg gata með gall- eríum og sérbúðum á hverju strái.“ opna sýningu myndlistarkon- unnar Steinu sem hefur lært og starfað í Ástralíu. Hún ætlar að sýna hér verk sin sem bæði eru unnin í olíu og akrýl.“ segir gott að vera með rekstur á Skóla- vörðustígnum. „Þetta er skemmtileg gata og hér Þakkargjörðarhátíðin setur svip sinn á matarinnkaup fyrir helgina: Borð svigna undan kalkún og alls kyns krásum Matur Með auknum ferðum íslendinga til útlanda hafa margir kynnst bandarísku þakkargjörðarhátíðinni sem er í dag. Þakkargjörðarhátíðin á rætur sínar að rekja til sautjándu aldar og var upphaflega haldin af bandarískum landnemum og indíánum sem vildu þakka fyrir uppskeruna. Það var síðan árið 1863 sem Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna, skipaði svo fyrir að fjórði fimmtudagur í nóvember skyldi gerð- ur að opinberum hátíðardegi þakkargjörðarinnar. Þakkargjörðin er ein mikilvægasta hátíð ársins í Bandaríkjunum og mun stærri í sniðum en jólin. Þetta er mesta ferðahelgi ársins en algengt er að fólk eigi frí á fóstudeginum og fái þannig langa helgi. Þá markar dagurinn upphaf jólaverslunar og jólaundirbúnings. Æ fleiri hér á landi halda þennan dag hátíðlegan og borða þá kalkún og annað hefðbundið meðlæti. Á þakk- argjörðarhátíðinni er alltaf mikið af mat á borðum. Þar er fylltur kalkún í aðalhlutverki, með sósu og gjaman kartöflustöppu eða fylltum bökuðum kartöflum. Þá þykir trönuberjasósa, sem er eiginlega hlaup, ómissandi. í eftirrétt eru gjaman hafðar bökur að am- erískum sið, t.d. graskersbökur eða eplabökur. Þótt þakkargjörðarhátíðin hafi upphaflega verið uppskeruhátíð er hún nú tækifæri fyrir fjölskylduna til að koma saman og borða góðan mat, borða mikið og lengi. Kalkún með trönuberjahlaupi Hér fylgir uppskrift að kalkún með trönu- berjamauki. Meðlæti fer eftir smekk hvers og eins. í þessa uppskrift þarf: í soðið 1 kalkún, 5-6 kg salt og pipar 1 lítri hænsnasoð 1 grófsaxaður laukur 1 gulrót í tenlngum 1 lárviðarlauf 1 kvistur timian (1 msk. þurrkað) stilkir af steinselju f fyllingu: 250 g smjör 2 stórir fínt hakkaðir laukar 2 sellerístilkir í teningum 250 g reykt skinka i litlum teningum 1 búnt söxuð steinselja 1 msk. hakkað timian 1 msk. hökkuð salvía 1 dagsgamalt brauð í teningum maizena-mjöl Þerrrið kalkúninn vel og nuddið með salti og pipar að utan og innan. Setjið hænsnasoð i pott ásamt lauk, gul- rót, lárviðarlaufi, timian og stein seljustilkum ásamt vængendum kalkúnsins og innmat. Lát- ið sjóða rólega í eina og hálfa klukkustund. Bætið smá vatni i af og til. Að lokinni suðu er soðið síað. Bræðið helming smjörsins í potti og svitið sellerí og lauk þar til hann er glær. Bætið í reyktri skinku, kryddjurtum og brauðten- ingum. Hrærið vel og bætið 3-4 dl af soðinu í. Blandan á að vera létt. Kryddið með salti og pipar. Fyllið kalkúninn með fyllingunni og lokið hon- um með kjötnál. Bræðið restina af smjörinu og börkur af einni appelsínu í striml- um (án þessa hvíta en það gefur beiskt bragð) 4stk. heiil kanill 12 negulnaglar 375 g trönuber Bræðið sykurinn í edik- inu í potti og látið smásjóða í korter. Bætið trönuberjun- um út í og sjóðið þar til hýð- ið á berjunum rifnar. Lækkið hitann og látið blönduna malla við vægan hita í hálfa klukkustund eða þar til hún fer að' þykkna. Takið af hitanum og kælið. -hlh í þakkargjörðarveisluna Starfsmaður Hagkaups heldur á kalkún, 798 kr. kílóið, og pökkum meö fyllingu og fleiru frá Butterball í þakkargjörðarmáltíðina. penslið kalkúninn vandlega. Setjið hann því næst í 200 gráða heitan ofn og steikið i 45 mínútur. Þá er hit- inn lækkaður í 170 gráður og kalkúninn steiktur áfram í 2 klukkustundir. Dreypið safanum úr steik- ingarfatinu reglulega yfir kalkúninn og restinni af smjörinu. Stingið kjötnál í lærið á kalkúninum til að athuga með steikinguna. Ef tær safi vellur út er fúgl- inn fúllsteiktur. Annað óbrigðult ráð, ættað frá indíánum, er að setja handfylli af mais inn í kalkún- inn og er hann fullsteiktur þegar maísinn byrjar að poppa. Kjöthitamælir síns tíma. Sjóðið upp af steikarpönnunni með vatni, siið það og blandið við það sem eftir var af soðinu. Sjóðið niður þar til bragðið er hæfilega mikið. Þykkið með maizena-mjöli hrærðu út í vatni. Trönuberjamauk Trönuber þykja ómissandi á þakkargjörðarborð- inu. Hér fylgir útfærsla á trönubeijum með smá jólaívafi: 750 ml eplaedik 200 g sykur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.