Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Síða 10
32
FIMMTUPAQUR .22, NÓVEMBER 200X ■
Innkaup_____________________________________________________________________________________________________DV
Spænskt vfirbraqð
r
„Ég vil að viðskiptavinum líði
vel hérna hjá mér og geti gefið sér
tíma til að
skoða. Ég
reyni því
að hafa ró-
legt og af-
slappað
andrúms-
loft, kveiki
á kertum
og reykels-
um,“ segir
Dagný
Guðnadótt-
ir, eigandi
Gjafagaller-
ís, Frakka-
stíg 12.
Verslun Dagnýjar lætur ekki
mikið yfir sér, er í kjallara spöl-
korn fyrir ofan Laugaveginn. Yfir
búðinni er spænskt yfirbragð. Þar
selur hún spænskar gjafavörur og
skrautmuni og einnig muni frá
Mexíkó og Suður-Ameríku, antik,
trúarlegar myndir og krossa. Þá
er hún einnig með grófari vöru
eins og stóra leirpotta. Loks býr
Dagný til ýmisa fallega muni.
Dagný fer reglulega á sýningar
í Barcelona og Madrid og flytur
mest alla sína vöru inn sjálf. -hlh
Rólegt
andrúmsloft
Dagný í Gjafagalleríi á
Frakkastíg.
Númer 10 þúsund
Jóhann Pétur Guöjónsson, sölustjóri
Íslandssíma, afhenti Magnúsi Jón-
atanssyni Nokia 8310 farsíma og
blómvönd á dögunum í tilefni þess
aö hann varö 10 þúsundasti viö-
skiptavinur fyrirtækisins.
ÓB lækkar um 5 krónur
Um þessar mundir eru fimm ár
síöan fyrsta „ÓB-ódýrt bensín“-
stöðin var opnuð við stórmarkað
Fjarðarkaupa í Hafnarfirði í nóv-
ember 1996.
Af því til-
efni munu
ÓB-stöðv-
amar bjóða
eldsneyti
tímabundið
á verði sem
er 5 krónum undir hefðbundnu
verði á bensínstöðvum olíuféiag-
anna. Verð lækkar bæði á bensíni
og disiloliu.
Y ÓB-stöðvamar em nú orðnar tiu
á svæðinu frá Borgamesi til Njarð-
víkur. Gert er ráð fyrir fjölgim ÓB-
stöðva á næstu misserum.
ÍT-ferðir 5 ára
Nú i nóvember á ferðaskrif-
stofan ÍT-ferðir 5 ára afmæli. ÍT-
feröir sérhæfa sig í alls konar
hópferðum, til íslands og frá,
þ.e. íslandsferðir fyrir erlenda
hópa og
utan-
lands-
ferðir
fyrir ís-
lenska
hópa.
Fyrirtæk-
ið var
stofnað í
nóvem-
ber 1996 af Herði Hilmarssyni og
fjölskyldu, en Hörður átti þá að
baki 10 ára reynslu í ferðaþjón-
ustu. Starfsmenn ÍT-ferða em
fimm.
Sérstaða ÍT-ferða í íslenskri
ferðaþjónustu er fólgin í áherslu
og markaðssetningu á íslands-
ferðum erlendra íþróttaliða, en
fyrirtækið sinnir einnig utan-
landsferðum íslenskra
íþróttaiiöa, tónlistarhópa, skóla-
hópa, fyrirtækjahópa o.s.frv. ÍT-
ferðir hafa síðustu árin tekið á
móti fjölmörgum erlendum hóp-
um til íslands, einkum íþrótta-
hópum en einnig eldri borgur-
um, menningarhópum, hópum í
hvataferðum o.fl.
Laust og liðugt í eldhúsinu
Einu sinn var ekki ætlast til að gestir kæmu
inn í eldhús þegar þeim var boðið í heimsókn.
Þeir sátu í stofunni og ef boðið var upp á mat
var hann snæddur í borðstofunni. Hlutimir
hafa heldur betur breyst síðan þá. Nú er hús-
næði allt mun opnara og formlegt eldhús hefur
í mörgum tilfellum vikið fyrir einhvers konar
fjölskyldurými þar sem ýmislegt fleira fer fram
en undirbúningur máltíða. Þessari þróun hafa
fylgt öðruvísi innréttingar sem eru ekki nagl-
fastar, heldur lausar og frístandandi þannig að
eigandinn geti breytt rýminu eftir því hvernig
hann er stemmdur. Reyndar hafa slíkar innrétt-
ingar verið lengi við lýði í mörgum löndum, í
Þýskalandi tekur fólk í flestum tilvikum inn-
réttingarnar með sér þegar það flytur úr einu
húsnæði i annað. Þar er algengt að þegar flutt
er inn sé ekkert í eldhúsinu nema innstungur
og vatnsrör út úr veggnum.
Töluvert mörg fyrirtæki framleiða lausar ein-
ingar fyrir eldhús
og þar er í fram-
varðarsveit ítalska
fyrirtækið Boffi.
Þeir sem vilja
kynna sér þá vöru
er bent á að versl-
unin í gegnum
glerið í Ármúla
hefur umboðið hér
á landi og hefur i
gegnum tíðina sér-
pantað fyrir þá
sem það vilja.
Nokkrir aðrir aðil-
ar flytja einnig inn
og selja frístand-
andi eldhúsinn-
réttingar. Innkaup
kannaði málið.
Massíf eik frá Belgíu
Svona innréttingu er
hægt aö sérpanta í
versluninni í húsinu.
Oliva
í versluninni
Habitat við Askalind í Kópavogi fást lausar eld-
húsinnréttingar sem kallast Oliva. Þær eru úr
fallegu, gegnheilu beyki og eru þar af leiðandi
afskaplega sterkar. Sem dæmi má nefna að
þyngd einnar einingarinnar er heil 83 kg. Eins
og flestir vita er beyki ljós viður en með timan-
um dökknar hann aðeins og á hann kemur hlý-
legur gylltur blær. Oliva-irinréttingamar eru
viðhaldslitlar en þó þarf að oliubera viðinn ein-
staka sinnum og gott er að pússa yfir þær með
fínustu stálull. Til eru margar einingar þannig
að allir ættu að geta raðað saman fallegu eld-
húsi úr þeim. Hægt er að fá vaskaeiningu með
postulínsvaski og skúffueiningar nýtast einnig
sem helluborð. Þar sem platan er mjög þykk má
setja í hana helluborð án þess aö skemma nýt-
ingu þeirra skúffa sem undir lenda. Skáphurð-
um má snúa á báða vegu og stilliskrúfur eru
undir öllum löppum. Eins eru stilliskrúfur á
skápum sem notaðar em til að færa skápa upp
og niður og að og frá vegg.
HTH-álprófílar
Hjá Bræðrunum Ormsson/HTH fást álpróffl-
ar sem innréttingaeiningum frá HTH er stungið
inn í. Álprófllamir eru 4x4 cm og koma í stöðl-
uöum stærðum eins og innréttingamar. Þá er
hægt að fá á fótum eða með hjólum þannig að
Oliva í Habitat
Þessi er úr gegnheilu birki og fá má nokkrar mismunandi einingar auk hillna og annarra fylgihluta.
Verde
Verde-innréttinging, sem seld er í Ikea, fékk
hönnunarverðlaunin Rauða punktinn og er
framleidd úr gegnheilu birki. Til eru 18-20 út-
færslur í þessari línu sem byggð er á nokkrum
grunneiningum sem raðað er saman að vild.
Ekkert er spónlagt nema fulningar í hurðum
efri skápa en þá er einnig hægt að fá með gleri.
Neðri skáparnir em margs konar, með skúffum
og hillum. Allar hurðir í neöri skápum eru úr
birki en lagöar hvítu plasti. Boröplötur eru til í
ýmsum útfærslum, t.d úr stáli þar sem gert er
ráð fyrir helluborði eða helluborði og vaski. Svo
eru plötur þar sem í eru tveir vaskar. í þessari
línu fæst einnig hjólaborð úr massífu birki með
stálhillu að neðan og margs konar hillur og
bastkörfur sem passa í einingamar.
-ÓSB
Verde fra Ikea
Þessi eldhúsinnrétting er byggö á nokkrum grunneiningum sem síöan fást í mismunandi útfærslum.
Með henni má fá hillur og bastskúffur sem passa viö.
Eln fyrir unga fólkið
Attityd frá Ikea er úr áli, krossviöi og með
plasthuröum.
auðvelt er að færa einingamar til. Hjá HTH inn-
réttingum fengust þær upplýsingar að þessi
kostur væri töluvert nýttur, og þá oft með hefð-
bundnum naglföstum innréttingum. Þá væri
hluti innréttingarinnar ekki festur í vegg held-
ur komið fyrir í álramma. Bæði gefur það inn-
réttingunni léttara yfirbragö svo og sveigjan-
leika þar sem hægt er að færa þær til. Margir
kjósa einnig að fá sér álramma í hluta innrétt-
ingar til að ríma við t.d. háfa eða isskápa úr
stáli, sem hafa verið afskaplega vinsælir undan-
farið.
í húsinu
í húsinu er verslun við Ingólfsstræti þar sem
finna má alls kyns hluti og húsgögn sem fegra
heimilið. Þar eru til sölu laus eldhúsinnrétting
og eldhúshúsgögn frá Belgíu en sérpanta verður
fyrir hvern viðskiptavin. Þeir sem leggja leið
sína í búðina geta um þessar mundir séð vaska-
einingu úr þessari línu sem einnig inniheldur
skápa og borð, sem er langt og nýtist bæði sem
matarborð og vinnuborð. Borðin er hægt að fá í
lengdunum 2,30 m og 2,70 m. Innréttingin er úr
massífri eik og vaskurinn er úr postulini og eru
þær því afskaplega þungar og veglegar.
Attityd
í Ikea eru
seldar tvær
tegundir
lausra inn-
réttinga,
Attityd og
Verde
Attityd-
innréttingin
er hönnuð
fyrir ungu
kynslóðina
og hentar vel
í opnar íbúð-
ir, svo sem
stúdíóíbúðir.
Hún er sett
saman úr
krossviði,
plasti og
stáli. Renni-
hurðir á
henni eru úr
plasti, ramm-
amir úr stáli
og hliðar og bak eru úr krossviði sem litaöur er
annaðhvort blár eða hvítur. Allir skápar eru
með baki sem lítur vel út og þvi þurfa þeir ekki
að snúa að vegg. Þeir geta því virkað sem skil-
rúm milli t.d. stofu og eldhúss. Innréttingin
byggist upp á 10 mismunandi einingum í mis-
munandi stærðum og útfærslum sem raðað er
saman að vild. Hægt er að fá einingar fyrir ofna,
helluborð og vask og skúffueiningar.
Innréttfng í álrömmum
Þeir sem kaupa innréttingu hjá
HTH geta fengiö hluta hennar í
álrömmum eins og þeim sem
hér sjást.