Alþýðublaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 3
'Samsöngur FóstbræÖra Árlegitr samsöngvar Karla- kórsins Fóstbræðra verða á mið vikudag, fimmtudag og laugar- dag í þessari vikiu Þ.e. þann 26., 27., og 29. marz Verða eamsöngv arnir í Austurbæjarbíói M. 19.00 alla daga. St|órn a rfnrmva r p um aögerófr í at- vmnuvnálum Reykjavík H.P. í gær var lagt fram stjórnar- (frumvarp um aðgerðir í atvinnu málum. Er 'hér um það að ræða að veita ríkisstjóminni heim- ild fil fjáröílunar vegna sam- ikomulagsins um atvinnumál, er gert var hinn 17. janúar s.l., og lögfesta þau atriði þess, sem Ifjalla um skipun atvinnumála- nefndanna og úthlutim ilánsfjár, auk þess, sem tekin eru upp í frumvarpið tiltekin atriðj úr starfsreglum atvinnumóla- nefnda, sem settar voru á at- vinnumáiaráðstefnu 27. — 29. janúar 1969. Ný !©g Reykjavík H.P. í gær voru fjögorr frumvörp afgreidd frá Alþingi sem lög. í 'fyrsta lagi frumvarp um ráð- stafanir vegina flutninga síldar af fjarlægum miðum, en Iþað er staðfesting á bráðabirgðalögumi ifrá því vorið 1968, í öðru lagi 'frumvarp um Listasafn rikisins, Iþá um lifeyTÍssjóð bamakenn- ara og loks frumvarp um ytfir- r'áðarétt rikisins ytfir landgrunn inu. Rætt um skóla- rannsóknfr annað kvöld. Skólarainnsóknir eru umræðlu- efnið á fundi, sem félagið Kennslutækni heldur í Haga- skólanum í Reykjavík annað kvöld. miðvikudaggkvöld, kl. 8.30. Frummælendur á fundin- um verða Andri ísaksson sál- fræðingur, forstöðumaður skóla rannsóknardeildar menntamála- ráðuneytisins, og Haukur Helga son skólastjóri í Hafnarfirði. Þetta er þriðji fundurinn, sem ifélagið heldur nú um skóla mál, en fjórði og síðastj fund- urinn verður haldinn í Haga- skóla á laugardaginn og er um- ræðuefnið þar Ménntun óg hag vöxtur. Framsögu um það efni ihefur Torfj Ásgeirsson deildar- st.ióri. AMir eru velkomnir á báða þessa fundi, en til þeirra hefur einnig verið sérstaklega tooðið ýmsum forvstumönnum um menntamál þjóðarinnar. o RÓMABORG. 21. marz. (ntb- reúter) — Starfræksla opinberra t sjúkrahtisa og heilsuverndarstöðva í ; Rómaborg lá næstum því niðri í dag, þar scm læknar, hjúkrunarkönur, gangastúlkur og eldabuskur höfðu efnt til 48 stunda vinnustöðvunar. AÍþýðublaðið 25. cmarz 1969 3 ■ NÝTT ÍBANKAÚTIBÖ i Á HELLU Hvolsvelli Þ.S. Útibú Búnaðafbanka íslands á Hellu hóf starf í nýjum húsa- kynnum á Iaugardaginn. Útibú ið er nú í 2ja hæða byggingu, bjartri og rúmgóðri. Hefur bankinn neðri hæð hússins til afnota, en á efri liæðinni er verzlnnin Mosfell með húsgagna verzlun. Útibústjóri Búnaðarbankans á Hellu er Sigurður Jónsson, en útibúið hefur starfað á Hellu síðan árið 1964. ELDUR í HÖFÐABORG Reykjavík — ÞG. i Eldur kom upp í risi á milli tveggja íbúða í Höfðaborg í fyrri- nótt, og var slökkvilið og lögregla þegar kvatt á staðinn. Eldur var ekki tiltakanlega mikill og var hann slökktur á u. þ. b. klukkutíma. Slökkviliðið kom á staðinn milli kl. 1 og hálf tvö í fyrrinótt, og var þá nokkur eldur í risi að Höfða- borg númer 7. Fóru slökkviliðs- menn upp í risið sitt hvoru megin við eldinn og tókst að vinna bug á honum á skömmum tíma. Veggir eru einangraðir með spæni, og brann einangrunin í risinu, en litl- ar skemmdir urðu á sjálfum íbúð- unum, utan að lítið gat kom á loftið í annarri þeirra. Eftir að slökkvistarfi lauk, var hafður dælu- bíll og tveir menn á vakt þar til klukkan 5 í gærmorgun. Eldsupp- tök eru ókunn. Þar sem stefnt er nú að þvi að rífa öll húsin í Höfðaborgarhverf- inu, verður ekki gert við íbúð þá sem skemmdist, lengjan, sem er nr. 7—12 verður öll rifin á næstunni. Jón Kjartansson aflar < mjög vel á togveiðum Eskifirði HH/ÞG. Atvinnuleysi er nú að mestu leyti úr sögunni hér á Eskifirði og er tala atvinnulausra hverfandi. Eftirfarandi bátar lönduðu loðnu, sem veiddist í Lónsbugt, í nótt og í morgun: Seley 300 t., Óskar Hall- dórsson 300 t., Fífill 325 t. Eldborg 520 t. Einn bátur, Jón Kjartansson, stundar togveiðar og hefur aflað vel. Landaði hann þrívegis í siðustu viku, samtais 224 t. Afli netabáta hefur verið tregari til þessa, en menn gera sér vonir um,. að úr rætist bráðlega. Einn bátur stundar rækjuveiðar héðan, og veitir það alltaf 10 kon- um atvinnu við flokkun rækjunnar. Oddsskarð, sem verið hefur teppt í mest allan vetur, var rutt s.l. föstudag, og er nú fært öllum bíl-. um. . i Háð var firmaskíðamót s.l. aunna- dag, og tóku 20 firmu þátt i keppn- inni. Söluskáli Eiriks Ólafssonar sigraði, og keppti Gunnar Hauks- son fyrir hans hönd. [ Seldu 150 íslenzka pelsa í Höfh i Reykjavík — SJ Á himii lokuðu iðnkaupstefnu í Danmörku þar sem nokkur ís- lenzk fyrirtæki sýna hafa pels- ar eftir Steinar Júlíusson vakið mikla athygli. Borizt hefur pöntun á 150 stykkjum, en hráefnið í hvern pels kostar frá 4.300 til 5000 krónur. Steinar sagði í viðtali við blaðið í gær, að hann hefði lofað að ljúka við pelsana innan 6 mánaða, en hann hefði ekki tök á að Ijúka við fleiri á þessum. tímJa, enda þótt eftirspurnin sé, mikil. Á sýningunni voru 5 pelsagerð- ir í náttúrulegum litum. ) í OSTAKYNNING í dag og á morgun frá kl. 14—18. Kynntir verða ýmsir vinsælir ostaréttir. OSTA- OG SMJÖRBÚÐIN, Snorrabraut 54,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.