Alþýðublaðið - 25.03.1969, Side 5

Alþýðublaðið - 25.03.1969, Side 5
Alþýðublaðið 25. marz 1969 5 Afmælisbörn j ÁSTRÁUU 6EISUR OS JUUS' ekki heldur úr háum söðli að detta í þeim efnum. hinum innlenda fréttaflutningi má segia, að fram korni nokkur munur blaða. En meiri furðu vekur hitt hve lítill munur þeirra er á öðrum sviðum, hve lítillar sérhæf- ingar gætir í blöðunum, ekki sízt með tilliti til þess að þau starfa á níðþröngum markaði við meiri eða minni hallarekstur. Kynlegt er til dæmis að engu blaðinu virðist hafa komið til hugar að sérhæfa sig á sviði erlendra frétta, kosta kapps um að flytja beztar og ýtarlegastar er- iendar fréttir, hina vönduðustu fréttaskýringu sem völ er á, leitast við að auka fjölbreytni hins er- lenda fréttaefnis og annarra þýð- inga. A þessu sviði veitir íslenzkur dagblaðakostur þó ótvírætt kappnóg svigrúm fyrir n.ýja framtakssemi. Áður hefur verið rætt nokkuð um hið pólitíska svipmót blaðanna, og skal það ekki endurtekið. Hér verð- ur að sjálfsögðu enginn efnisdóm- ur lagður á pólitík, sjálfar skoðanir blaðanna; en vera má að hinir póli- tísku höfundar þeirra hvers fyrir sig telji að augljós efnisrök réttlæti þeirra málstað og málflutning þeinra hvers um sig. Onnur skoðun virð- ist þó sönnu nær: að blöðunum hafi í meginatriðum mistekizt að móta pólitískum frétta- og málflutningi sínum duganlegar aðferðir, koma upp rökræðuformi við hæfi efnisins og lesendanna, annarra en hinna dyggustu og einföldustu flokks- þegna. Þvf skal ekki haldið fram að sinni að aldrei sjáist skynsamlegt orð um pólitík í blöðunum, ein.u eða neinu þeirra. En alltof mikið af pólitísku efni dagblaðanna er mót- að af óskynsamlegri aðferð, rit- og hugsunarhætti sem hvorki sæmir al- vörugefnum stjórnmálaflokkum né hæstvirtum kjósendum þeirnv, þrá- kelknislegri sér- og þráhyggju hinna þrönglyndustu flokkastreitumanna. Oskynsamlegri samræðuaðferð en forustugreinar dagblaðanna, lífnkk- eri íslenzkrar blaðaútgáfu í rílds- útvarpinu, á að minnsta kosti undir- ritaður bágt með að hugsa sér nema ef vera skylda aukaleiðara og skammakróka þeirra. — En þetta er í raun réttri veigameiri að- finnsla að blöðunum en það lít af fyrir sig að þau séu flokksmálgögn, helgi pólitík svo eða svo mikinn hluta af rúmi sínu. glöðin ætla sér öll fleira en flytja- fréttir, bera boðskap, stytta stund. Þau vilja einnig ræða nánar það 'sem felst að baki fréttunum, stuðla að umræðum, skoðanamyndun unr þjóðmál' og menningarmál og hvað- eina annað sem uppi er í samfélag- inu á hverjum tíma; þau vilja m. ö. o. vera almennur og víðtækur umræðu og skoðanavettvangur Tes- enda sinna. Hvernig þeim ferst þetta. verk úr hendi mætti athuga með því að huga sérstaklega að greina- efni þeirra, en ber þá að gæta þess. að ein vika er augljósl. of lítið úrtak blaðanna til að meta þennan efnis- þátt þcirra sanngjarnlega. Engu að' síður hefur hér verið tekið saman yfirlit um almennt greinaefni blað- anna þær þrjár vikur sem athugun þessi tók til, eina viku fyrir hvert þeirra, eins og meðfylgjandi tafla- sýnir. Þá eru frátaldar allar fréttir blaðanna, afþreyingar og þjónustu efni þeirra og allur pólitískur mál- flutningur þeirra þó vissulega snerti hann mörg sömu efnissvið og hið almenna greinaefni. Einungis eru taldar frumsamdár og þýddar grein- ar auðkenndar höfundi að viðbætt- um fáeinum dulnefndum greinum, einkum í Þjóðviljanum, og langri þýddri grein í Morgunblaðinu. (Ör- vænting menntamanna í Sovét- ríkjunum, 23/2), þar sem fallið hef- ur niður að geta höfundar og aniv arra heimilda fyrir greininni. Er efnið talið eins og áður í heilum dálkum og jafnframt sýnt hlutfall þessa efnisþáttar við efni blaðanna í heild sinn.i. Efnisflokkun þessi er að sjálfsögðu næsta grófgerð, og kann að vera ónákvæm, en ætti ekki að þurfa sérstakra skýringa með. Þess ber þó að geta að „viðtöl" eru aðeins talin þau sem fremur snúast imi manninn sem við er rætt en sér- stök málefni, en mjög margt af greinum og frásögnum blaðanna, er í viðtalsformi, og flokkast það greinaefni af þessu tagi sem hér kemur við sögu að öðru leyti eftir efni sínu. Þá er í flokknum „að- sendar deilugreinar“ fjallað uiri sundurleitustu efni og mætti a<$ sjálfsögðu greina þær sundur efnis- lega í marga staði. En sameigin- legt eiga þessar greinar að þær eru sendar blöðunum í andsvara eða rifr ildisskyni við eitthvað sem aðrir hafa skrifað eða birt, ýmislr í við- komandi blaði, einhverju öðr'u blaði eða enn annars staðar, sumao samd- ar í heiftarhug, aðrar af mikilli þrasgefni, en sumar að vístt efnis- legar greinar sem kunna aðr stuðla að málefnalegri samræðu; kunna þær að vera hér ómaklega komnar í skammakrók með hinum fyrr- töldu. En af því aö slík deiluskrif um hin ótrúlegustu éfni' eru alltíð í blöðunum voru þessar greinar tekn- ar saman undir einn hatt. <Undir heitinu „„ýrnsar aðrar greinar" er að lokum talið ýmis konar efni, svo lírið af hverju tagi, að varlá tekur að flokka það sérstaklega. I ||itt er svo annað mál hvort þetta yfirlit og efnisflokkun hins al- menna greinaefnis blaðanna er Framhald á bls. 15 ALMENNT GREINAEFNIBLAÐANNA 18.2.—9.3.: Mbl. Tíminn Vísir Þjv. Alþ.bl, Erlend málefni 31 16 13 4 8 Efnalhag'smál — 2 5 — 4 Landb'úmaður 18 11 —< — — Samgöngur 6 — — — — Iðnaður 11 — —. — — Sjávarútvegur 5 — \ — 4 — EFNI ALÞÝÐUBLAÐSINS 4.3.—9.3.: Varnanmál — 3 _ _ Fréttir: Skólamál — — 3 6 — Innlendar fréttir • 49 dálkar Bókmenntir 2 1 _ _ 12 Erlemdiar fréttir 4 dálkar Myndl'lst 7 — —• — — íþróttafréttir 20 dáiikar Leiklhúsmál 10 5 — — — Fréttir a'lls: 86 dálfcar: Umsagnir <um bæ’kur Umsagnir um 2 _ — _ _ Greinar: Innlendar fréttafráságnir .. 49 dá'lkar leik'sýníngar Umsagnir um - ' "* 3 5 5 Létt innlent efni Erlendar fréttafrásaignir og 43 dálkar tónlist Uonlsagnir um 3 8 ' _ greinar um alþjóðamál .. Létt erlent efni 31 dálkur 28 dálfcar (kvikmyndir Afmælis- og 7 4 _ — Greimar um þjóðmál Menningarmál 32 dálfcar 17 dálkar miínningargr. 31 — — 13 2 Kvennasíða 16 dálkar Ferðaþættir 7 — — — 5 Minningargremar 2 dálfcar Viðtöl 5 — — 4 — Ferðaiþættir 5 dálkar Kirkja Aðsendar 2 2 5 ” 1 Aðrar greinar og þættir .. Greinar alls: 14 dálkar 237 dál'kar: deilúigreinar 12 3 — 13 — *Fast efni: 57 dálkar: Ýmsar aðrar greinar 9 5 7 — 8 Auglýsingar: 80 dálkar: Greinaefni alls: 168: 19% 60: 14% 40: 8% 45: 11% 45: 10% AUf 460 dálkar:

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.