Alþýðublaðið - 25.03.1969, Qupperneq 8
8 Alþýðublaðið 25. marz 1969
Afreksmenn og
áhorfendur
Bréf aö austan
Við íslendingar höfum stcrka til-
hneigingu að sýna hinum stóra
heimi, að hér norður undir Dumbs-
hafi búi engir volæðis vesalingar
heldur allnokkrir afreksmenn. Eink-
um kemur þetta fram í viðhorfinu
til gengis íþróttamanna okkar er
þeir fara að reyna sig úti í löndum,
cða þá við útlendinga sem okkur
hefur heppnazt að lokka til að heim-
sækja okkur hingað norður á heims
enda.
Það er enda mála sannast, að
okkur gengur i!Ia að sætta okkur
við að eiga ekki einhverja snjöll-
ustu íþróccamenn í veröldínni, enda
komnir af víkingum og ofurmenn-
um í allar ættir eins og lesa má í
bókum, þar að auki minnungir þess,
hve vel „okkar strákar" stóðu r'g
á erlendum vfttvangi á árunum mn
og fyrir 1950. Þá töldu íþróttafröm-
uðir okkar, <ð frammistaða „okkar
stráka“ sannaði erfðaeiginleika þjóð-
arinnar fengna frá Gunnari heim-
um á I-ílíðarenda, Skarphéðni sál-
uga Njálssyni og öðrum áflogagikkj-
um í fornöid.
Hitt gieymdist, að „okkar str'ák-
ar“ voru ;n-r einu strákarnir i F.v-
rópu, sem fengið höfðu sæmilega
að éta á áratugnúm 1940—50, en
jafnaldrar þeirra veslazt upp af ó-
feiti, verið drepnir eða gerðir ör-
kumlamenn á vígvöllum. Síðan
gerðist það, sem betur fór, að í ná-
grannalöndum okkar fékk að vaxa
upp kynslóð við eðlilegar aðstæður
og varð þá íandinn afturþungur
nokkuð á leikvanginum miðað við
hana. Þetta hefur okkur gcngið
heldur báglega að.sætta okkur við
og enn verr að skilja.
Ein ér þó sú íþróttagrein, sem
íþróttamenn okkar spjara sig sæmi-
lega í heima og erlendis, hvernig sem
við veltum dæminu fyrir okkur —
með eða án tillits til fólksfjölda, það
er handknattleikur, enda ein, þeirra
íþróttagreina sem eðiis síns vegna
verður stunduð á hvaða árstíma sem
er, jafnvel í okkar válynda veður-
fari, þar sem um innanhússíþrótt
er að ræða.
En hvað er að segja um íslenzka
handknattleiksáhorfendur? Eru þeir
frambærilegir á heimsmælikvarða?
Eg held varla.
Ég geri mér það oft til skemmt-
unar að hlusta á lýsingar frá kapp-
leikjum í handknattleik, og verð ég
að játa, að öllu einkennilegri
skemmtikraftar en áhorfendurnir í
Laugardalshöllinni fyrirfinnast ekki
í dagskrá ríkisútvarpsins, og er þá
langt til jafnað. Þegar iandinn skor-
ar mark fagna þeir ákaft, og er
ekki nema gott um það að segja í
sjálfu sér. Hitt er öllu verra, að
af viðbrögðum þessara sömu áhorf-
enda er manni einatt ógerlegt að
Framihald á bls. 12
Haraldur Ólafsson er dag-
skrárstjóri í útvarpinu. '
Ég ræddi við Harald á
skrifstofu hans þar og
skyggndist smávegis inn í
starfsheim hans.
Fyrst talar Karaldur um
dagtskrá útvarpsins almennt-
k
— Beinagrind dagskrárinnar
eru fréttir, sem eru hvorki
meira né minna en tíu sinnum
á dag, veðurfregnir og auglýs-
ingar alls konar. í útvarpinu er
dagskrá alveg frá sjö á morgn-
ana til hálftólf á kvöldin, en
samt eimir enn eftir af þeirri
gömlu hugmynd, að eiginleg
dagskrá sé aðeins milli kvöld-
frétta. Kvölddagskráin er að
vísu það, sem við léggjum lang-
mest í.
— Elftir hvaða reglum farið
þið við dagskrárgerð?
!
Útfærsla
á fréttum
—. Það er ekki hægt að segja
neitt ákveðið um það. Mikið af
dagskránni er upplýsinga- og
fræðslubiónusta; eiginlega út-
færsla á fréttum. Á þennan hátt
dagskrár leggjum við vaxandi
áherzlu. Undir þetta flokkast
Iþættir eins og Daglegt líf Árna
Guinnarssonar og báttur um at-
vinnumál. sem Eggert Jónsson
sér 1181. Fnn fremur Efst á
'baugi. þáttur um tækni og vís-
indi. oa bá Bókabáttur Ólafs
Jóns,'onpr og Háckólasp.iall Jóns
HnpfiH. svo nnfnd séu dæmi. Á
rökstólum og Á vettvangi dóms-
mála sömuleiðis.
— Hvað um útvarpserindi?
— Fyrir hvern vetur er gerð
áætlun fyrir veigamestu erindi
útvarpsins, sem eru sunnudags-
erindin. Oft eru þetta erindi
islenzkra vísindamanna um
rannsóknir, sem þeir eru að
gera, eins og erindi prófessors
Hatldórs Halldórssonar. sem
hafa verið í vetur og erindi
Hallfreðar Arnar um rímur.
— Hvernig er öflun efnig
háttað?
— Bæði leitum við til manna
og þeir koma með efni hingað.
Og ég vil taka það fram, að það
herst mun meira af efni en við
tökum. Sumt er alveg óintregs-
ant og annað ekki hægt að
'birta.
— Af hvaða ástæðum til
dæmis?
— Þetta geta verið árásir á
einstaka meinn eða samtök, sem
ýmist !ehu nafngreind, eða ekki
er um að villast, við hvern er
átt. Árásir eru engan veginn
obkar vettvangur.
Þá vil ég segja, að ég verð oft
undrandi á þeirri súpu skamma
og svívirðinga á nafngreinda
menn, sem hlöðin birta í les-
endabréfum. Það er undarlegur
exibisjónismi, sem blöðin ýta
Iþama undir.
— Kemur ekki fyrir að þessar
reglur era brotnar í útvarpinu?
— Það hefur helzt komið fyr-
ir í Iþættinum ium Daginn og
veginn, sem er nú reyndar einn
okkar elzti þáttur. En um það
hefur ekki verið að ræða nú síð-
.ustu árin.
„Okkur berst mik-
ið af skáldskap“.
— Þú sagðir áðan, að ykkur
bærist mikið efni. Hvers lags
efni er helzt um að ræða?
— Mikið af þessu er skáld-
skapur, bæði sögur og ljóð.
Einnig minniháttar erindi.
— Þið vísið sem sagt mörg-
um frá.
Já. Og samt eru, ótrúlega
margir, sem koma aftur.
— Og þá kannski með eitt-
hvað nýtilegt
■—• Alveg eins, já
—■ Verður fólk ekkj oft
ókvæða við, e'f ekki er tekið við
iverkum 'þess?
— Það er einkum eldra fólkið.
Yngra fólk tekur Því yfirleitt
■ekkj svo illa að fá allt í haus
inn aftur.
— Það er kannski vant því.
— Já, eða lítur öðruvísi á
málin, segir Haraldur.
— En er allt lesið yfir, sem
ykkur berst?
— Já, það er allt saman tek-
ið til athugunar, þótt fólk útiá-
við láti stundum að öðra liggja.
— Hverjir taka við þessu
©fni og lesa það yfir?
— Ég les mest af þessu yfir,
en sumt taka einstakir útvarps
ráðsmenn eða starfsmenn hér
innanhúss að sér.
„Afskaplega mikil
lesning".
— Mikill hluti af saarfi þínu
er sem sagt að lesa yfir efni.
— Já, þetta er afskaplega
mikil lesning.
— Sem er kannski oft heil
mikil raun?
— Jia, ef það er of þungbært
hætti ég bara; hugsa sem svo,
að þetta hafi þá ekkert að gera
í útvarp.
— Er einliver einstakur dag
skrárliður einkennand; fyrir ís-
lenzka útvarpið?
— Það er hinn gífurlegi
fjöldi framhaldssagna. Þær eru
sex í gapgi núna.
— Hvernig stendur á þessu?
— Því er nú ekki svo gott
að svara. En þetta hefur hlaðið
utan á sig, ....
— Framhaldssögurnar eru
kannski vinsælt efni mcðal
hlustenda.
— Já, það er nú það furðu-
lega. Þær eru líka vinsælar á
útvarpinu' sem uppfyliingaréfni.
— Þú furðar þig á.því. að
framhaldssögur eru vinsælar.
— Já, ég gæti ekki h.ugsað
mér að hlusta á framihaldssögu.
Tvær iaf framhaldssögunum
eru fyrir börn, og þar er Morg
lunstund barnanna, sem við höf
um nýlega byrjað með. Hún
hef-ur verið þrisvar í viku, en
gefið svo góða raun, að ég býst
við, að hún verði höfð alla virka
daga framvegis.
— Það er mikið flutt af leik
ritum í útvarpið.
t. ,
„... þýðmgai*-
mesta leikstofnun
landsins"
Útvarpið er þýðingarmesta
leikstofnun á landinu. í því eru
flutt um fimmtíu leikrit á áxi,
auk framhaldsleikrita, sem em
s.iö eða átta mánuði á ári, og
fjölda leikrita fyrir börn.
— Eru ekki leikritin vinsæl
meðal hlustenda?
—■ Jú, og þá sérílagi fram-
haldsleikritiin, hvort sem það nú
eru glæpaleikrit, klassísk verk,
eða íslenzk leikrit eða skáldsög
ur í leikformi.
Annars hafa ekki verið flutt
íslenzk leikrit í útvarpið síðasta
eitt og hálft árið, vegna verk-
falls leikritahöfunda við útvarp-
ið. Það hittist dálítið skemmti
lega á, að daginn sem samning
ar tókust um hæbkaða greiðslu
til ieikritahöfunda, þá ákvað
fjármálaráðuneytið að greiða
ekki vísitöluuppbætur á kaup.
— Vel á minnzt, hverjir
ákveða gréiðslur fyrir efni, sem
flutt er í útvarpi?
— Það er framkvæmdastjórÞ
Guðmundur Jónsson, fjármála-
stjóri, Gunnar Vagnsson, og
svo náttúrlega útvarpsstjóri,
sem hefur alla þræði í sinum
höndum.
Annars höfum við ákveðið
skema yfir greiðslur, og förum
eftir því, þótt það sé ekki alveg
rígfast.
— Hvað hefurðu lengi verið
dagskrárstjóri, Haraldur?
— Tæp þrjú ár. Ég tók við
starfinu 1. júlí ’66.
— Hvað hafðirðu verið að
gera áður?
— Ég hafði verið við nám
í Svíþjóð í sex ár, og var þá
fréttaritari útvarpsins í Stokk
hólmi. í sumarleyfum vann ég
á Alþýðublaðinu og einnig við
fréttastofu útvarpsins.
(
Próf í þjóöf ræöi og
þjóðfélagsfræðt
— Hvað varstu að læra?
— Ég tók próf í þjóðfræði