Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 Fréttir DV Fjölmiðlakönnun Gallup: Aukinn lestur DV - þrátt fyrir nýtt ókeypis dagblað á markaðnum Lestur á DV hefur aukist þrátt fyr- ir tilkomu nýs ókeypis dagblaðs á markaðnum samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallup. Meðallestur á hvert tölublað DV er nú 36,8 prósent í stað 35,1 prósents í könnun Gallup í apríl. Meðallestur Morgunblaðsins hefur lækkað á sama tíma, úr 60,3 pró- sentum í 58,9 prósent. Aukning á lestri DV á sér stað alla daga nema þriðjudaga. Aukning er mest í lestri DV á fimmtudögum, 3,5 prósentustig, 2,5 prósentustig á miðvikudögum, 2,1 á föstudögum, 1,4 á laugardögum og 1,1 prósentustig á mánudögum. Á fimmtudögum er nýtt fylgirit, DV Inn- kaup, með DV. Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir því hvort eitthvað hafi verið les- ið í dagblaði í vikunni kemur í Ijós að Meðallestur DV 40 j— 35,1 36,8 35 30 25 20 15 10 5 % 1 Vor 2001 Haust 2001 FJölmlölakönnun GALIXSP 62,7 prósent sögðust eitthvað hafa les- ið í DV, 77 prósent í Morgunblaðinu en 56,6 prósent höfðu lesið eitthvað í Fréttablaðinu sem dreift er ókeypis. Samkvæmt könnun Gallup gefa prentmiðlarnir notendum fjölmiðla mikilvægar upplýsingar umfram aðra fjölmiðla. Á kvarðanum 1-5 gagnvart mikilvægi upplýsinga í íjölmiðlum fær DV 3,8 í einkunn, er í öðru sæti á eftir Morgublaðinu sem fær 4,1. Sjón- Eitthvað lesið í vikunni 8» 77,0 70LK' 1 - _______ FJölmldlakönnun GALUIP varpið kemst næst DV með 3,7 í ein- kunn en Stöð 2, Rás 1 og Rás 2 fá 3,5 í einkunn hver miðill. Fréttir DV í kvöldfréttatíma Skjás eins klukkan 22 hafa betur en kvöld- fréttir Stöðvar 2 kl. 21.45 á Faxaílóa- svæðinu þá daga vikunnar sem báðar stöðvar senda út kvöldfréttir. Meðalá- horf á DV-fréttir Skjás eins er að með- altali 6,1 prósent en samsvarandi tala fyrir Stöð 2 er 4,6 prósent. -hlh Félag um bætta umgengni um fiskistofna stofnað um áramót: Eigum að læra af Færeyingum - segir Guðmundur Halldórsson eftir ráðstefnu á ísafirði Sjónvarpsáhorf: SkjárEinn jafnar Stöð 2 SkjárEinn sækir enn á í vinsæld- um samkvæmt nýrri fjölmiðlakönn- un Gallups sem gerð var vikuna 25. til 31. október. SkjárEinn jafnar Stöð 2 þegar uppsafnað áhorf fyrir vikuna á Faxaflóasvæðinu er mælt, báðar stöðvar mælast með 78% áhorf en ríkissjónvarpið á sama svæði mælist með 93% áhorf. SkjárEinn bætir einnig við sig þegar uppsafnað áhorf yfir landið allt er skoðað. Skjárinn mælist þar með 66% áhorf, var með 64% 1 mars sl., Stöð 2 er með 74%, var með 79%, og ríkissjónvarpið stendur í stað með 93%. Fréttastofa RÚV hefur mikla yfir- burði þegar kemur að kvöldfréttum. Meðaltalsáhorf á fréttir RÚV er á bilinu 41,6-45% yfir vikuna en með- altalsáhorf á Stöð 2 mælist á bilinu 23,3-29%. -aþ Ráðstefna sem haldin var á ísafirði á sunnudag heppnaðist mjög vel að mati eins forsvars- mannsins, Guðmundar Halldórs- sonar, skipstjóra í Bolungarvík. Þar hafi tekist að opna umræðu sem vonandi gæti leitt til bættr- ar umgengni um fiskistofna við ísland. í lok ráðstefnunnar hafi verið lögð drög að stofnun félags um bætta umgengni fiskistofna og sátt um stjórn fiskveiða við ísland og margir skrifað sig þar á. Félagið verður formlega stofn- að eftir áramót. Sérlega góður rómur var gerö- ur að orðum færeyskra frum- mælenda sem lýstu fiskveiði- stjórnunarkerfi Færeyinga sem byggist á sóknardagakerfi. Guð- mundur sagðist hins vegar alls ekki vilja gera lítið úr hlut Haf- rannsóknastofn- unar á fundin- um. Vegna mis- skilnings á milli sín og blaða- manns DV á sunnudag hafi mátt skilja að þátttaka Hafró í fundinum hefði verið lítils virði. Sú væri þó alls ekki raunin. Guðmundur segir helsta byggðavandann í dag vera þann hversu lítið er fiskað. Verði áfram niðurskurður á fiskveiði- heimildum um 15 til 20 þúsund tonn á ári leiði það aðeins til enn stórfelldari byggðaröskunar en orðið er. „Við erum að ganga götuna til glötunar í dag undir vísindalegu eftirliti. Sáttin liggur í því að af- rakstur fiskistofnanna sé að fullu nýttur því við erum að fiska allt of lítið. Ef við fiskuðum svona 400 þúsund tonn væru þessir ílutningar af landsbyggð- inni óþekktir. Við eigum að skoða fiskidaga- kerfið sem Færeyingar nota. Það er mun gjöfulla enda tökum við ekki toppana í okkar kerfi. Við eigum að læra af Færeyingum og skoða þeirra kerfi fordóma- laust,“ segir Guðmundur Hall- dórsson. -GG/HKr. Konur í slagsmálum Lögreglan i Reykjavík var í nótt kvödd að íbúðarhúsi þar sem til- kynnt var að tvær konur ættu í ill- deilum. Þegar höfð voru afskipti af kon- unum kærði önnur þeirra hina fyr- ir að hafa slegið sig í höfuðið með könnu. Höggið hefur þó ekki verið meira en svo að ekki þótti ástæða til að fara með konuna á sjúkrahús en skýrsla var tekin af konunum víga- móðu. -gk Bílveltur í Kirkjubólshlíð: Konan slapp ótrúlega Kona sem var á ferð í Kirkjubóls- hlíð, skammt frá ísafirði, í gærdag slapp ótrúlega vel þegar bíll hennar fór út af veginum við Bása. Þarna er löng og brött brekka og fór bíllinn út af veginum, niður brekkuna og alveg niður í sjó. Kon- an, sem var í bílbelti, gekk hins veg- ar ómeidd út úr bílnum og komst upp á veg þar sem hún lét vita af sér. Hún var flutt á sjúkrahús til skoðunar í öryggisskyni en reyndist ómeidd. Síðdegis fór annar bíll út af vegin- um í Kirkjubólshlíð. Þar var um flutningabíl að ræða, sem flutti fisk, og hafnaði hann á hliðinni utan veg- ar. Ökumaður meiddist ekki og reyna átti að ná bílnum upp á veg- inn í morgun. -gk Dekkjaþjófar á ferð: Skildu jeppann eftir á grindinni Óvenju bíræfnir dekkjaþjófar voru á ferðinni í Mos- fellsbæ í nótt, en lögreglu var tilkynnt um grunsam- legar manna- ferðir á fjórða timanum. Þegar lög- reglan kom á vettvang kom hún að nýrri jeppabifreið sem var „á grind- inni“. Þjófarnir höfðu stolið öllum fjórum dekkjunum undan jeppanum og varadekkinu að auki. Hins vegar vildi ekki betur til fyrir þjófana en svo að lögreglan gat rakið spor þeirra og í nágrenninu fundust þeir þar sem þeir voru að reyna að koma stolnu dekkjunum fyrir í annarri jeppabifreið. Mennirnir voru hand- teknir og gistu fangageymslur það sem eftir lifði nætur. -gk Stormur á landinu Norðvestanátt, víöa 20-25 m/s og snjókoma eöa skafrenningur í dag en hægari austanlands. Norðvestan 13-18 og él meö kvöldinu en lægir síöan í nótt. Frost 0-8 stig. Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun AKUREYRI 15.56 15.20 10.37 10.41 16.26 20.59 04.49 09.22 Skýringar á veðurtáknum J^VINDATT 10°^_HITI ■^Nvíndsttrkur * V™0ST 5 nwtrum á MkflndU f HEJOSKÍRT LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ .o ALSKÝJAÐ w RIGNING SKÚRIR i © StYDDA © SNJÓKOMA ÉUAGANGUR © RRUIVIU- VEÐUR W 5KAF- RENNINGUR ÞOKA Víða ófærð Slæmt veður er á V-landi, Vestfjörðum og N-landi vestra. Ófært er í Staöar- sveit á Snæfellsnesi og um Bröttubrekku. Þá er ófært frá Brú í Hrútafirði til Hólmavíkur og ísafjaröar og sömuleiðis um Klettsháls, Dynjandis- heiði og Hrafnseyrarheiði. Á norðan- og austanverðu landinu eru vegir færir. t=I SNJÓR ■ÞUNGFÆRT ■UÓFÆRT Kólnandi veður Breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil él en vestan 8-13 á annesjum norðanlands. Kólnandi veður og frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Vindur: ( - ’ 13-18 m/T X / Hiti 0“ tii Vestan 13-18 m/s og snjókoma eöa él, en úrkomulítlö austanlands. Frost yfirleltt 0 tll 5 stlg, en frostlaust á Austfjöröum. Suölæg átt, 8-13 m/s og víöa él, en úrkomulítlö á Noröurlandl. Frost víöa O til 5 stig en sums staöar frostlaust vlö ströndlna. Vindur: 8-13 m/»l ^ Hiti 0“ til dgÞ Suölæg átt, 8-13 m/s og víöa él, en úrkomulítiö á Noröurlandi. Frost víöa 0 til 5 stig en sums staöar frostlaust viö ströndina. AKUREYRI rigning 3 BERGSSTAÐIR rigning 1 B0LUNGARVÍK snjókoma -6 EGILSSTAÐIR hálfskýjaö 1 KIRKJUBÆJARKL. skafrenningur -1 KEFLAVÍK skafrenningur -1 RAUFARHÖFN rigning 3 REYKJAVÍK snjókoma -1 STÓRHÖFÐI snjókoma 0 BERGEN léttskýjaö 4 HELSINKI alskýjað 2 KAUPMANNAHÖFN skýjað 2 ÓSLÓ alskýjaö -1 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN skúr 4 ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt 2 ALGARVE skýjað 12 AMSTERDAM léttskýjað 2 BARCEL0NA þokumóða 7 BERLÍN þokumóða 3 CHICAGO þokumóða 9 DUBLIN rigning 8 HALIFAX alskýjaö 7 FRANKFURT rigning 6 HAMB0RG þoka -2 JAN MAYEN þokumóöa 2 L0ND0N skýjaö 2 LÚXEMB0RG skýjaö 4 MALL0RCA skýjaö 11 M0NTREAL alskýjaö 7 NARSSARSSUAQ skýjaö -13 NEW Y0RK hálfskýjaö 10 0RLAND0 léttskýjaö 18 PARÍS heiöskírt 1 VÍN frostrigning -1 WASHINGTON hálfskýjaö 5 WINNIPEG þoka -8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.