Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001
J>V
Fréttir
Nýjar upplýsingar í einu frægasta sakamáli seinustu aldar:
Leitað að Leirfinni
- Keflavíkurlögreglumenn neita að bera vitni í Leirfinnsmáli
Lára V. Júlíusdóttir er sérstakur
saksóknari í þeim anga Geirfinns-
málsins sem snýr að ástæðum þess
að Magnús Leópoldsson var aðfara-
nótt 26. janúar 1976 handtekinn.
Þessa vetrarnótt var hann fluttur í
Síðumúlafangelsið þar sem hans
beið 105 daga fangavist. Magnús var
á þessum tíma framkvæmdastjóri
veitingahússins Klúbbsins en
ásamt honum voru Sigurbjöm Ei-
ríksson, eigandi Klúbbsins, og
Valdimar Olsen, starfsmaður á
skrifstofu veitingastaðarins Þórs-
kaffis, og Einar Bollason kennari,
handteknir. Þetta var gert meðal
annars eftir ábendingum Sævars
Ciesielskis og Erlu Bolladóttur sem
sátu í varðhaldi, grunuð um að hafa
átt aðild að hvarfi Geirfinns Einars-
sonar sem ekkert hafði spurst til
síðan að kvöldi 19. nóvember 1974.
Sí&ustu stundir Geirfinns
Það síðasta sem spurðist til Geir-
finns Einarssonar var laust eftir
klukkan 22.30, 19. nóvember, þegar
hann ók frá heimili sínu til fundar
við ókunnan mann eða menn við
Hafnarbúðina. Skömmu áður hafði
Þórður Ingimarsson, kunningi
Geirfinns, ekið honum áleiðis að
Hafnarbúðinni. Þórður kom heim
til Geirfinns í því skyni að fara með
honum í kvikmyndahús. Geirfinn-
ur sagði honum þá að ekkert yrði af
því að hann færi í
kvikmyndahúsið
því hann hefði
verið boðaður til
dularfulls fundar
Hafnarbúðina.
Fyrsti
Geirfinnur
Einarsson
í bíl utan við
Við yfirheyrslu
sagði Þórður að hann hefði boðist
til að aka Geirfinni áleiðis til fund-
arins. Á leiðinni lýsti Geirfinnur
því að þess hefði verið óskað að
hann kæmi einn og fótgangandi til
fundarins. „Það hefði líklega verið
rétt að vera vopnaður i svona leið-
angri,“ hafði Þórður eftir Geirfmni.
Geirfinnur bað Þórð að stöðva bíl-
inn í hvarfi við Hafnarbúðina og
hleypa sér út. Þetta gerði Þórður og
kvaddi Geirfinn. Þetta var í síðasta
sinn sem þeir sáust. Seinna lýsti
Guðný Sigurðar-
dóttir, eiginkona
Geirfinns, því
þegar hún kom
heim örlagadag-
inn 19. nóvem-
ber, um klukkan
18. Hjónin
snæddu kvöld-
verð og þar sem
hún var að vaska
upp eftir matinn
var Geirfmnur að þvo sér frammi á
salerni. Þetta var rúmum tveimur
klukkustundum fyrir hvarf hans.
Skyndilega kom Geirfinnur fram og
spurði: „Hvað er að?“ „Það er ekk-
ert að,“ kveðst Guðný hafa svarað.
„Mér heyrðist þú öskra eins og ver-
ið væri að drepa þig,“ hefur hún eft-
ir Geirfinni. Guðný segir i skýrslu
sinni að hvorki útvarp né sjónvarp
hafl verið í gangi og sjálf hafi hún
ekkert heyrt. Hjónin fóru út í garð
til að aðgæta hvort skýringu væri
að finna þar en heyrðu ekkert og
meira var ekki um málið talað. Síð-
ustu orð Geirfinns sem heimildir
eru til um voru í síma áður en hann
fór í seinna skiptið til fundar utan
við Hafnarbúðina. Þá segist Guðný
hafa heyrt innan úr svefnherbergi
að Geiríinnur svaraði í simann.
„Ég er búinn að koma,“ hefur hún
eftir manni sínum og síðan: „Jæja
þá, ég kem“. Síðan hélt hann af stað
út i myrkrið og aldrei hefur neitt til
hans spurst síðan.
Leirfinnur fæ&ist
Strax daginn eftir hvarf Geir-
finns hófst umdeild en viðamikil
leit. Þremur dögum eftir hvarf
hans hófst rannsókn sem beindist
að dularfullum manni sem hafði
sést í Hafnarbúðinni í Keflavík
kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Um
þetta leyti var gerð fræg leirstytta
af hinum grunaða en seinna hélt
teiknarinn því fram að fyrirmynd
styttunnar hefði verið mynd af
Magnúsi Leópoldssyni. Einu vitn-
in sem sáu dularfulla manninn í
eigin persónu voru tvær konur
sem voru í Hafnarbúðinni
kvöldið sem Geirfinnur
hvarf. Guðlaug Jóns-
dóttir, starfsstúlka í
Hafnarbúðinni, lýsti
því í lögregluskýrslu
að Geirfinnur hefði
komiö þangað inn
og keypt einn
pakka af vindling-
um. Geirfinnur hélt
síðan á brott en 10
til 15 mínútum sið-
ar kom maður inn.
Koma hans varð
upphafið að Leirfinni
sem allar götur síðan
hefur tröllriðið rannsókn
Geirfinnsmálsins. Um-
ræddur maður virtist, að
sögn afgreiðslustúlkunnar,
vera eitthvað órólegur. Hún
lýsti þvi lögregluskýrslu að
hann hefði horft ofan í af-
greiðsluborðið en síðan tilkynnt
að hann ætlaði ekkert að fá. „Er
hægt að gera eitthvað fyrir
þig?“ segist
hún hafa spurt
en hann svar-
aði því til að
hann ætlaði ekkert að fá.
Skömmu seinna óskaði hann eft-
ir því að fá að hringja. Afgreiðslu-
stúlkan segir hann hafa verið fljót-
an í símanum en hún veitti því
ekki eftirtekt hvort maðurinn
hefði i raun hringt. Hann lagði
smápening á borðið og fór án þess
að þakka fyrir sig. Önnur stúlka,
Ásta Grétarsdóttir, sem einnig var
í Hafnarbúðinni þetta kvöld, veitti
manninum eftirtekt. Báðar tóku
stúlkurnar eftir leðurjakka
mannsins sem var brúnn og með
lausu belti. Annað einkenni var að
einn rannsóknarlögreglumann-
anna í Keflavík við DV í gær.
Rannsóknin leiddi til handtöku
Sævars
Ciesielskis, Erlu Bolladóttur og
fleiri ungmenna. Við yfirheyrslur
nefndu þau Magnús Leópoldsson,
Sigurbjörn Eiriksson, Valdimar
Olsen og Einar Bollason. Þeir voru
fangelsaðir í janúar 1976, 14 mán-
uðum eftir hvarf Geirfinns. Rúm-
um 100 dögum síðar var þeim
sleppt og mörgum árum síðar voru
mönnunum fjórum dæmdar bætur
vegna varðhaldsins.
Jón
Grímsson
Einar
Bollason
Magnús
Leópoldsson
Sigurbjörn
Eiríksson
maðurinn var rjóður í kinnum og
myndarlegur. Þá var hann örugg-
ur i framgöngu, að mati Ástu, og
óhikandi. Ásta tók sérstaklega
fram að leirmyndin væri ekkert
sérlega lík manninum með tilliti
til munnsvips og þess að hár leir-
styttunnar væri of snyrtilegt. Eigi
að síður hélt rannsókn lögreglunn-
ar áfram þar sem styttan af Leir-
finni var þungamiðjan. Þegar
spunnust sögusagnir um að Leir-
finnur væri Magnús Leópoldsson.
Keflavíkurlögreglan fór með rann-
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
Innlent fréttaljós
sókn málsins framan af en i júní
1975, rúmu hálfu ári eftir hvarf
Geirfinns, tók Lögreglan í
Retkjavík við málinu. Þeir sem
báru hitann og þungann af rann-
sókninni í Keflavík eru enn þann
dag í dag mjög ósáttir við frammi-
stöðu RLR. „Þeir klúöruöu rann-
sókn Geirfinnsmálsins," sagði
Rannsókn gagnrýnd
Framganga lögreglu í Geir-
finnsmálinu hefur verið gagn-
rýnd mjög. Meðal annars er á það
bent að kona Geirfinns hafi átt í
föstu ástarsambandi við mann frá
því í júní 1974 og þar til maöur
hennar hvarf. Þá hafi hún einnig
átt í ástarsambandi við þriðja
manninn rúmum mánuði fyrir
hvarf Geirfinns. Þessi ástarfer-
hyrningur er reifaður í undirrit-
aðri skýrslu Guðnýjar. Gagnrýn-
in sem beinist að Keflavíkurlög-
reglu er sú að þarna hafi mál
ekki verið rannsökuð til hlítar.
Þarna hefði verið „mótív“ sem
eðlilegt hefði verið að grand-
skoða. Liðnir voru niu dagar frá
hvarfi Geirfinns þegar tekin var
skýrsla af konu hans. Þar lýsir
hún ástarsambandi sínu við um-
rædda menn en taldi þó að hjóna-
bandið hefði verið gott. Þeir sem
gagnrýna rannsóknina telja að
Keflavíkurlögreglan hefði átt að
horfa í aðrar áttir við rannsókn-
ina. Meðal þess sem kom fram við
yfirheyrslur var að Jón Grimsson
bilstjóri, sem starfaði við Sigöldu-
virkjun, hefði átt leið til Keflavík-
ur umrætt kvöld. Þangað kom
hann í leigubíl og í óundirritaðri
skýrslu segir að Jón hafi farið
inn á Aðalstöðina í Keflavík og
fengið að hringja þar. Hann var
íklæddur brúnum leðurjakka
með lausu belti og lýsing stúlkn-
anna í Hafnarbúðinni passar
Á. um margt við hann. Sjálfur
hefur Jón, sem býr í Seattle
í Bandaríkjunum, sagt við
DV að hann kannist ekki
við að hafa komið á Að-
alstöðina. Á umrædduin
tíma hafi hann verið
bláókunnugur í Kefla-
vik og ekkert vitað
hvar hann var. Eftir
að RLR tók við mál-
inu var Jón aftur yf-
irheyrður en að
þessu sinni var það
Njörður Snæhólm
sem yfirheyrði hann
í heimahúsi við
Sogaveg. DV hefur
ekki séð skýrslu um
þá yfirheyrslu en þar
kom fram að Njörður var
ekki ánægður með litinn á
leöurjakka Jóns. Seinna,
þegar Jón Grímsson fékk lýs-
-f ingu á Hafnarbúðinni, segir
hann að augu sín hafi opnast
fyrir því að líklega væri hann
títtnefndurt Leirfinnur. Hann
kannast ekki við að hafa skrifað
undir skýrslu í þessum dúr og tel-
ur að þar sé um alvarlegar rang-
færslur að ræða. Jón Grimsson
hefur nú verið kallaður til
skýrslugerðar hjá saksóknara.
Neita a& bera vitni
Mikið vatn er runnið til sjávar
síðan Geirfinnur Einarsson hvarf
og Leirfinnur skaut upp kollinum
í Hafnarbúðinni. Magnús Leó-
poldsson hefur stöðugt krafist
þess að rannsóknaraðferðir lög-
reglu verði kannaðar með það
fyrir augum að varpa Ijósi á það
hvers vegna hann, saklaus mað-
urinn, var sviptur frelsi sínu í
rúma þrjá mánuði. Hæs'tiréttur
hefur hafnaö því að taka málið
upp að nýju en á
þessu ári var
lögum breytt
þannig að dóms-
málaráðherra
gat heimilað
endurupptöku
málsins. Sólveig
Pétursdóttir
dómsmálaráð-
herra ákvað að
taka málið upp
afmarkaða grunni að
yrði hvers vegna
Valdimar
Olsen
á þeim
rannsakað
Magnús var hnepptur i varðhald.
Sá angi málsins nær ekki til Geir-
finnsmálsins í heild heldur ein-
ungis Leirfinnshluta málsins og
þess sem snýr að Magnúsi. Lára
V. Júlíusdóttir var skipuð sak-
sóknari málsins en Jón Steinar
Gunnlaugsson var skipaður lög-
maður Magnúsar. Vitnaleiðslur
hafa staöið undanfarið og hafa
lögreglumenn frá Keflavík verið
kallaðir fyrir, auk annarra vitna
sem komu við sögu málsins fyrir
rúmum aldarfjórðungi.
Nú hefur það gerst að Haukur
Guðmundsson, sem rannsakaði
Geirfinnsmálið í upphafi, neitar
að bera vitni við yfirheyrslurnar.
Hann telur aö rannsókninni sé
beint gegn sér og að í raun séu
hann og aðrir frá Keflavíkur-
lögreglu sakborningar í máli þar
sem þeir beri enga sök. Klúðrið
sem orðið hafi til þess að Magnús
Leópoldsson var sviptur frelsi
sínu í 105 daga megi alfarið skrifa
á Reykjavíkurlögregluna og þá-
verandi saksóknara. Það hvílir
nú á Láru V. Júlíusdóttur að
varpa ljósi á eitt dularfyllsta
sakamál síðustu aldar.
Umsjón: Birgir Guðmundsson
netfang: birgir@dv.is
Nýr dómari
í heita pottinum eru menn afar
veikir fyrir spurningakeppnum og
þá ekki síst Gettu betur, spurninga-
keppni fram-
haldsskólanna I
sem Logi
Bergmann I
Eiðsson hefur
stjórnað af festu
undanfarin ár. I
Þar hafa margir I
frægir menn kom-
ið við sögu sem '
dómarar og í hugum pottverja er
dómarastarflð í þessari keppni eitt
mikilvægasta starfið í islenskri
fjölmiðlun. Nú hefur frést að nýr
dómari sé að taka við en það er
Eggert Þór Bernharðsson sagn-
fræðingur sem skrifaði m.a. bókina
frægu um braggahverfin...
Vinsamlegir Kristni
Athygli vekur að á Hriflu, vef
reykvískra fram-
sóknarmanna, er
grein í gær þar
sem mikið er
fjargviðrast yfir
því að RÚV hafi
haldið því fram í
fréttum að fyrn-
ingarleiðin og
Kristinn H.
Gunnarsson hefðu orðið undir á
miðstjórnarfundi ílokksins um
helgina. Greininga skrifar Gestur
Kr. Gestsson, einn af ritstjórum
síðunnar, og er honum mikið í
mun að benda á að fyrningarleið-
inni hafi ekki verið hafnað, enda
hafi hún ekki verið borin undir at-
kvæði sem slík. Eins að sjónarmið
Kristins H. hafi ekki orðið alfarið
undir, t.d. hafi farið inn í ályktun
ákvæði um að setja bæri í stjórnar-
skrá að fiskimiðin væru sameigin-
leg eign þjóðarinnar. Benda pott-
verjar á að Kristinn er að fá miklu
betri stuðning við sjónarmið sín í
Reykjavík en í sínu eigin kjör-
dæmi, Norðvesturkjördæminu.
Þetta telja margir benda til að
hann muni flytja sig um set fyrir
næstu kosningar...
Ásgeir efstur?
Eins og fram
kom í heita pott-
inum í gær er
kosningaskjálfti
kominn fram á
Akureyri milli
þeirra flokka sem
standa að Akur
eyrarlistanum en I
það eru fyrst og ■
fremst Samfylkingin og Vinstri
grænir. Hvorugur flokkurinn hefur
þó enn gengið frá sínum framboðs-
málum en hjá VG heyrist nafn
Kristínar Sigfúsdóttur enn oftast
nefnt og einnig hefur Bjöm Vig-
fússon menntaskólakennari verið
nokkuð nefndur. Samfylkingin er
hins vegar með sin mál í skoðun
og í pottinum er fullyrt að Ásgeir
Magnússon, sem nú er formaður
bæjarráðs og var áður efsti maður
á Akureyrarlista, sé talinn líkleg-
astur til að leiða listann...
Snöggreiddust Ágústi
Ágúst Einarsson prófessor skor-
aði ekki mörg stig hjá félögum sín-
um í Reykjavikurlistanum með því
aö skrifa gagn-
rýna grein um
Línu.Net á heima-
síðu sína í gær.
Ágúst líkir þessu
óskabarni R-list-
ans við bæjarút-
gerðina sálugu og
víst er að þessi
orð fyrrum for-
manns framkvæmdastjómar Sam-
fylkingarinnar hljóma sem tónlist í
eyrum göngumóðra.sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. R-listamenn
munu sumir hverjir hafa
snöggreiðst Ágústi. Aörir i þessum
herbúðum héldu þó ró sinni og
töldu að gagnrýnin umræða innan-
búðarmanna myndi einungis
styrkja R-lista samstarfið...