Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 Viðskipti______________________________________________________________________________________________________________1>V Umsjón: Viðskiptablaðið Tap hjá Lyfjaverslun þrátt fyrir tekjuaukningu Rekstrarniðurstaða Lyfjaversl- unar íslands hf. á fyrstu níu mán- uðum ársins 2001 var neikvæð um 21 milljón króna, en hagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnsgjöld nam 186 miUjónum króna á tíma- bilinu. Rekstrartapið stafar fyrst og fremst af áhrifum gengislækk- unar íslensku krónunnar. Félagið varð fyrir beinu gengis- tapi á erlendum skuldbinding- um að upphæð 219 milljónir króna en einnig veldur fyrirkomulag verðstýringar á lyfjaverði tímabundinni lækkun framlegðar. Tekjur tímabilsins eru nánast þrefalt hærri en á sama tíma árið áður, eða 4,6 milljarðar króna. Auk innri vaxt- ar skýrist tekjuaukningin að mestu af því að í samstæðuupp- gjöri Lyfjaverslunar íslands hf. eru nú í fyrsta sinn dótturfélögin A. Karlsson hf., Thorarensen Lyf hf„ Lyfjadreifing ehf. og J.S. Helgason ehf. og ná samanburðar- tölur frá fyrra ári ekki yfir þessi félög. Fram kemur í frétt frá Lyfja- verslun íslands að þær deilur sem stóðu um félagið á fyrri hluta árs- ins höfðu í för með sér kostnað umfram áætlanir og töfðu vinnu við hagræðingu ' 1 i ■A SiW :íi f v w t ■ 4; •. 4. . ''' vegna kaupa félagsins á A. Karlsson hf. og Thorarensen Lyf ehf. Sú vinna er nú í fullum gangi. Launakostn- aður samstæðunnar nam 470 milljónum króna á tímabilinu og er það samkvæmt áætlun. Af- skriftir námu 103 milljónum króna og aukast um 80 milljónir króna frá fyrra ári. Vegna kaupa Lyfjaverslunar íslands hf. á Thorarensen Lyf hf. og A. Karls- son hf. hafa afskrifanlegar eignir félagsins aukist mikið, jafnframt því sem hafin er afskrift yfirverðs vegna kaupanna. Hrein fjármagnsgjöld námu 179 milljónum króna á tímabilinu. Sem lið i fjármögnun kaupanna á Thorarensen Lyf hf. og A. Karls- son hf. hugði félagið á hlutafjárút- boð fyrir áramót. í lok október- mánaðar var hlutur félagsins í Delta hf. seldur sem gerir það að verkum að ekki er þörf á sölu hlutafjár í þeim tilgangi. Vaxta- gjöld félagsins munu lækka um- talsvert vegna sölunnar. Eigið fé samstæðunnar í lok tímabilsins nam samtals 605 millj- ónum króna samanborið við 549 milljónir króna í ársbyrjun. Eign- ir samstæðunnar jukust úr 1.891 milljón króna í 4.973 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins, fyrst og fremst vegna kaupa á A. Karlsson hf. og Thorarensen Lyf hf. Á sama tíma jukust skuldir sam- stæðunnar úr 1.348 milljónum króna í 4.383 milljónir króna. í frétt Lyfjaverslunar er tekið fram að þriðji ársfjórðungur er jafnan sá lakasti hjá söluaðil- um lyija og heilbrigðis- vara. Því má reikna með að af- koma fjórða ársfjórðungs verði betri. Hagnaður vegna sölu á hlut félagsins í Delta hf. í október er áætlaður allt að 590 milljónir króna eftir að tekið hefur verið til- lit til 18% tekjuskattshlutfalls. Sal- an hefur það í for með sér að bæði eiginfjárstaða og veltufjárhlutfall félagsins styrkist verulega. HEILDARVIÐSKIPTI 3.Ó24m.kr. - Hlutabréf 383 m.kr. - Húsbréf 1.386 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI: Vinnslustöðin 121 m.kr. I Q Delta 73 m.kr. | 0 Bakkavör 52 m.kr. MESTA HÆKKUN: O Flugleiöir 15,4% ; Q Hlutabréfamarkaðurinn 4,9% i O Bakkavör 4,8% MESTA LÆKKUN: O íslenski hugbúnaðarsj. 4,9% O Hlutabréfasj. Búnaðarb.s 3,8% O Kaupþing 3,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1.071 stig | - Breyting_________Q +0,28% i Vaxtalækkun yfirvofandi í Kína Líklegt þykir seðlabanki Kína lækki stýrivexti bankans í fyrsta skiptið í tvö ár til að ýta undir frek- ari neyslu og koma í veg fyrir að hagvöxturinn í landinu hægi á sér. Vaxtalækkunin mun verða 0,5% og verður vaxtastigið 5,35% ef af verðhjöðnun verður, segir Xu Hongyuan, hagfræðingur hjá Upp- lýsingamiðstöð ríkisins. Peninga- málastefna seðlabankans er sett af ríkisstjórninni. Lyf / frétt Lyfjaverslunar er tekiö fram aö þriöji ársfjóröungur er jafnan sá lakasti hjá söiuaöiium lyfja og heilbrigöisvara. Flugleiðir úr Úr- valsvísitölunni? Horfur á að Flugleiöir falli út af lista Kaupþings Greiningardeild Kaupþings hefur tekiö saman lista yfir veitumestu félög á Veröbréfaþingi í þeim tilgangi aö reyna aö sjá fyrir hvaöa félög munu veröa í Úrvalsvísitölunni fyrstu sex mánuöi næsta árs. Stjórn Lífeyrissjóðsins Hlífar sendir út yfirlýsingu: Ekkert bendir til fjár- hagslegs tjóns sjóðsins Frestur til að skila inn tilboð- um í Landssím- ann framlengdur Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur ákveðið að verða við ósk um að skilafrestur í síðasta áfanga sölu Landssíma íslands verði framlengdur og veittur frestur til 7. desember nk. í kjölfar þess að sjö óbindandi til- boð bárust í lok síðasta mánaðar ákvað framkvæmdanefnd um einka- væðingu, að fengnum tillögum PricewaterhouseCoopers, að bjóða þremur þeirra að halda áfram og skila inn bindandi lokatilboði í lok þessa mánaðar. í frétt frá fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu segir að bjóðendurnir hafi undan- farið lagt í mikla vinnu við að kynna sér nánar rekstur Landssíma Islands og undirbúa tilboð sín. Ósk hefur nú komið fram frá þátttakend- um í þessum síðasta áfanga sölufer- ilsins um að skilafrestur bindandi lokatilboða verði framlengdur og eins og áður segir hefur verið orðið við þeirri ósk. Uppboð á lík- amsræktar- tækjum 37 líkamsræktartæki (spinnhjól, hlaupa- bretti o.fl.) verða boðin upp að Bílds- höfða 12, Reykjavík, miðvikudaginn 5. desember nk., kl. 14.00. GREIÐSLA VIÐ HAMARSHÖGG. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð á upp- lýsingaskiltum Tvö upplýsingaskilti sem standa við Vest- urlandsveg verða boðin upp 6. desember nk. og hefst uppboðið kl. 10.00. Eitt skilti er staðsett við Ullames, gegnt Áslandi í Mosfellsbæ, og annað er við innkeyrslu að skógrækt undir Hamrahlíð í Mosfells- bæ. Uppboðið mun byrja við Ullames í Mosfellsbæ á framangreindum tíma. GREIÐSLA VIÐ HAMARSHÖGG SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Greiningardeild Kaupþings hefur tekið saman lista yfir veltumestu fé- lög á Verðbréfaþingi í þeim tilgangi að reyna að sjá fyrir hvaða félög munu verða í Úrvalsvísitölunni fyrstu sex mánuði næsta árs. Sem stendur eru horfur á að Flugleiðir og Húsasmiðjan muni detta út úr Úrvalsvísitölunni og að í þeirra stað komi Sjóvá-Almennar og Delta. Samsetning Úrvalsvísitölunnar er endurskoðuð tvisvar ár hvert, þ.e.a.s. að endurskoðað er hvaða fé- lög skipa vísitöluna. Ný visitala er birt 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Til að ákveða hvaða fimmtán félög standa að baki Úrvalsvísitölunni fá þau fimmtán félög sem eru með mestu veltu á Verðbréfaþingi á hverjum viðskiptadegi eitt stig. Samanlagður fjöldi stiga yfir 12 mánaða tímabil ákvarðar svo hvaða félög verða í vísitölunni. Visitalan verður endurskoðuð 1. janúar næst- komandi og til hliðsjónar þeirri ákvörðun verður velta á tímabilinu 1. desember 2000 til 30. nóvember í ár athuguð og félögum gefin stig í samræmi við áðurnefnda aðferð. Stjórn Lífeyrissjóðsins Hlífar sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna mikillar umfjöllunar fjöl- miðla um meint fjármálalegt mis- ferli eins sjóðstjóra Kaupþings, sem tengist fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Hlífar. í yfirlýsingunni kemur fram að framkvæmdastjóranum hafi verið vikið úr starfi um leið og málið hafi komið upp og séu málefni hans nú í höndum efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra. Hafi stjórn lífeyrissjóðsins farið yfir reikninga og bókhald sjóðsins frá því að málið kom upp en að á þessu stigi bendi ekkert til þess að sjóðurinn hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Fram kemur að stjórnin hafl ráðið endurskoðendur frá PriceWaterhouseCoopers til að fara yfir starfsemi lífeyrissjóðsins tvö ár aftur í tímann. PriceWater- houseCoopers hafi ekki áður kom- ið að málefnum Lifeyrissjóðsins Hlífar, en muni að lokinni rann- sókn skila ítarlegri skýrslu til stjórnarinnar. „Stjórn lífeyrissjóðsins vill und- irstrika að ekkert er hægt að full- yrða um niðurstöður rannsóknar- innar fyrr en að lokinni endur- skoðun og lögreglurannsókn. Þeg- ar niðurstöður liggja fyrir mun stjómin gera opinberlega grein fyrir þeim,“ segir síðan í niður- lagi yfirlýsingarinnar. Færeysk símafélög sameinast Færeyska fjarskiptafé- lagið P/F TeleF, sem er i jafnri eigu Islandssíma hf. og P/F TeleTænasten, hefur ver- ið sameinað færeyska fjarskiptafé- laginu P/F Kall. Sameinað félag heitir P/F Kall. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis í Feyreyj- um 24. nóvember sl. Óskar Magnús- son, sem tekur við starfi forstjóra Íslandssíma um næstu áramót, situr í stjóm P/F Kall. í frétt frá Íslandssíma hf. kemur fram að jafnhliða samrunanum munu hluthafar í hinu sameinaða fyrirtæki taka þátt í hlutafjáraukn- ingu. Markmið hennar er meðal annars að styrkja félagið sem hyggst hefja GSM-þjónustu í Fær- eyjum. íslandssimi hf. hefur lagt fram 1,6 milljónir danskra króna í aukningunni. Eftir aukningu á ís- landssími 16,5% í P/F Kall. P/F TeleF og P/F Kall áttu hvort í sínu lagi í samkeppni við færeyska landssímann, Föroya Tele. Er það mat stjómenda að eftir sameiningu sé félagið betur í stakk búið að standa í samkeppni við Föroya Tele. _ 27.11.2001 kl. 9.15 KAUP SALA 110,120 110,680 154,910 155,700 68,990 69,410 13,0120 13,0830 12,1700 12,2370 i 10,3700 10,4270 i 16,2758 16,3736 14,7527 14,8414 ! CÍBelg. franki 2,3989 2,4133 CTl Sviss. franki 66,0500 66,4100 QhoIL gylliní 43,9130 44,1769 [jÞýskt mark 49,4785 49,7758 T]ít líra 0,04998 0,05028 OSAust. sch. 7,0327 7,0749 ÍPort. escudo 0,4827 0,4856 Tjspá. peseti 0,5816 0,5851 | • jjap. yen 0,88520 0,89050 |_Jírskt pund 122,874 123,612 SDR 138,5600 139,3900 gECU 96,7716 97,3531 ; >*HKan. dollar feglDönskkr. ff~ÍNorsk kr uS Sænsk kr. h4Hn. mark E ^ Fra. ffanki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.