Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Qupperneq 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001
DV_______________________________________________________________________________ Útlönd
Bandaríkjamenn fjölga í herliði sínu í Afganistan:
Undirbúningur fyrir uppgjörið
í Kandahar í fullum gangi
Undirbúningur fyrir lokasprettinn í Afganistan
Bandarískir landgönguliöar við æfingar á flugmóöurskipinu Pelelia, sem statt
er á Persaflóa, áöur en þeir halda til hernaðaraögeröa í Afganistan.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á blaða-
mannafundi í Pentagon í gær, í kjöh'ar
hertöku borgarinnar Kunduz, síðasta
vígis talibana í Norður-Afganistan, að
hlutverk bandarísku sérsveitanna í
Afganistan yrði nú, auk þess að elta
uppi Osama bin Laden, að koma í veg
fyrir að hermenn talibana og foringj-
ar al-Qaeda hryðjuverkasamtaka bin
Ladens geti komist undan, mæla út
skotmörk fyrir loftárásir flughersins
og taka þátt í leifturárásum þar sem
þess verður þörf.
„Landgönguliðarnir voru upphaf-
lega sendir inn til þess að hjálpa til
við að veikja stöðu talibana og koma í
veg fyrir að þeir ásamt stríðsmönnum
al-Qaeda geti valsað um landið að
vild. Við munum á næstu sólarhring-
um senda inn aukið lið sem skiptir
hundruðum, en ekki þúsundum,"
sagði Rumsfeld.
Að sögn talsmanna hersins verða
um eitt þúsund landgönguliðar sjó-
hersins sendir til Afganistans í dag og
á morgun, þar sem þeir hitta fyrir um
600 félaga sína sem tekið hafa þátt í
aðgerðunum að undanförnu. Mun það
í fyrsta skipti sem svo margir banda-
rískir hermenn taka þátt i stríðsátök-
um síðan í Persaflóastríðinu árið 1991,
en síðan hafa bandariskar hersveitir
verið sendar til Sómalíu árið 1993 og
til friðargæslu í Balkanlöndunum.
Aðalbækistöðvar bandarísku her-
sveitanna verða á Dolangi-flugvelli,
um 90 kílómetra suðvestur af
Kandahar, síöasta vígi talibana í
Afganistan. Bandarísku hersveitirnar
hertóku flugvöllinn án mikilla erfið-
leika í gærmorgun, en hann var end-
urbyggður og aðallega notaður af
hryðjuverkaforingjanum Osama bin
Laden. Að sögn talsmanna hersins
mun einkaþyrla trúarleiðtogans Mull-
ah Muhammed Omars hafa staðið á
vellinum fyrir nokkrum dögum.
Bandarísku hersveitirnar lentu í
sínum fyrsta beina bardaga í Afgan-
istan í gær þegar herþyrlur þeirra
gerðu árás á bíla- og skriðdrekalest
talibana sem virtist stefna á bæki-
stöðvar þeirra á Dolangi-flugvelli sem
þeir höfðu þá nýlega hertekið. Var
árás talibana þar með stöðvuð og öku-
tækin að mestu eyðilögð.
Að sögn Rumsfelds er sveitunum
ekki ætlað að taka þátt í beinum hern-
aðaraðgerðum á Kandahar, heldur
munu þær koma í veg fyrir herflutn-
inga talibana á flutningaleiðunum til
og frá Kandahar. Það er því ljóst að
innrás í Kandahar, síðasta vígi
talibana er í undirbúningi, en þar
mun Omar, leiðtogi talibana, búa
menn sína undir að berjast til síðasta
blóðdropa og er haft eftir honum
sjálfum að uppgjöf sé ekki til umræðu.
Samkvæmt fréttum frá Mazar-e-
Sharif hafði hersveitum Norður-
bandalagsins, með hjálp bandarískrar
sérsveitar, ekki enn tekist að bæla
niður fangauppreisnina í Janghi-
virki, en um fimmtíu fangar, aðallega
fylgismenn al-Qaeda hreyfmgarinnar,
neita að gefast upp og verjast enn í
einu horni virkisins, þrátt fyrir
sprengjuárásir Bandaríkjamanna úr
lofti.
í loftárásunum í gær vildi svo
slysalega til að bandarísk sprengju-
flugvél varpaði sprengjum á eigin
menn þar sem þeir sátu um virkið og
særðust fimm sérsveitarmenn, þar af
tveir mjög alvarlega. Að sögn tals-
manna hersins eru þeir ekki í lífs-
hættu og hafa þegar verið fluttir til
bækistöðva bandaríska hersins í Úz-
bekistan, þaðan sem flytja átti þá til
lækninga í Þýskalandi.
Að sögn talsmanna Norðurbanda-
lagsins gekk hertaka Kunduz nokkuð
átakalaust fyrir sig, en þó munu tali-
banar enn halda einum tveimur þorp-
um í nágrenni borgarinnar. Þúsundir
þeirra hafa þó gefist upp og lofar Da-
oud, helsti foringi Norðurbandalags-
ins á svæðinu, að þeir fái meðferð
samkvæmt alþjóðlegum lögum.
REUTER-MYND
Anders Fogh Rasmussen
Kosningaloforðin eru komin í
stjórnarsáttmálann í Danmörku.
Ný stjórn Foghs
á fund drottning-
arinnar á morgun
Ný ríkisstjóm Danmerkur, undir
forystu Anders Foghs Rasmussens,
leiðtoga Venstre, gengur á fund
Margrétar Þórhildar drottningar á
morgun. I vasanum verður Anders
Fogh með stefnuskrá stjórnar sinn-
ar þar sem er að finna helstu kosn-
ingaloforðin.
Ríkisstjórn Venstre og íhalds-
flokksins ætlar meðal annars að
veita þegnunum aukið frelsi, meiri
þjónustu og jafnframt að lækka á þá
álögurnar þegar til lengri tíma er
litið.
„Stjórnarsáttmálinn er orð fyrir
orð það sem við lofuðum," segir
væntanlegur forsætisráðherra við
blaðið Jyllands-Posten.
Mogens Lykketoft, fráfarandi ut-
anríkisráðherra í stjóm Pouls Ny-
rups Rasmussens, segir að niður-
skurður á aðstoð við erlend ríki
muni leiða til þess að áhrif Dan-
merkur í heiminum minnki.
Jonathan Motzfeldt
Grænlenskir þingmenn í vanda
vegna launahækkana.
Grænlenskir þing-
menn verða af
launahækkunum
Allt bendir til að Jonathan Motz-
feldt; formaður grænlensku heima-
stjómarinnar, og aðrir fulltrúar á
grænlenska þinginu verði að gefa
eftir 35 til 40 prósenta launahækkun
sem þeir skömmtuðu sér fyrir
skömmu vegna gífurlegra mótmæla.
Inuit Ataqatigiit (IA), samstarfs-
flokkur Siumut, flokks Motzfeldts, í
heimastjórninni, var frá upphafi
andvígur launahækkuninni og
krafðist þess aö hún yrði dregin til
baka, ellegar að boðað yrði til nýrra
þingkosninga. Frestur IA rann út í
gær en vegna slæms veður fram-
lengdist hann til dagsins í dag.
Gusmao hvetur
flóttamenn til að
koma aftur heim
Xanana Gusmao, væntanlegur
forseti Austur-Tímors, hefur hvatt
tugi þúsunda manna sem flúðu blóð-
baðið í landinu fyrir tveimur árum
til að snúa aftur heim og taka þátt í
uppbyggingunni.
Gusmao er í þriggja daga heim-
sókn á Vestur-Tímor, sem er undir
stjórn Indónesíu. Þangað flúðu tugir
þúsunda Austur-Tímora undan
morðóðum vígasveitum andstæð-
inga sjálfstæðis landsins.
Vertu viðbúinn vetrarfærðinni
Hjá Suzuki bílum býðst einstaklega
fjölbreytt úrval fjórhjóladrifsbíla.
Allt frá nettum og einstaklega sparneytnum bæjarbíl eins og Wagon R+ upp í nýjasta og
stærsta jeppann, Suzuki Grand Vitara XL-7, sjö sæta glæsijeppa með 2.7 L173 hestafla vél.
Allir Suzuki fjórhjóladrifsbílarnir eru byggðir á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki
í smíði rúmgóðra og sparneytinna jeppa og fólksbíla.
Grand Vitara 2.0L, 5 dyra Grand Vitara XL-7 2.7L, 7 sæta
Verð kr. 2.420.000 Verð kr. 3.080.000
Grand Vitara 1.6L, 3 dyra
Verðkr. 2.110.000
JimnyJLX 1,3L,
Verð kr. 1.665.000
Baleno Wagon GLX 1.6L,
Verð kr. 1.955.000
Ignis GL 1.3L,
Verð kr. 1.640.000
Wagon R+ 1.2L,
Verð kr. 1.375.000
# SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00.
www.suzukibilar.is