Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Side 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 J3V Bréf að vestan Ekki verður annaö sagt en gróska sé i útgáfu á heimild- um um Vestur-íslendinga og rannsóknum á vesturferð- um. Fyrir skömmu kom á þrykk úrval úr dagbókar- og sjálfsævisöguskrifum nokk- urra Vestur-íslendinga í bókinni Burt og meira en bæjarleið og nú er komið fyrsta bindið í viðamikilli útgáfu Böðvars Guð- mundssonar á sendibréfum vesturfaranna til ættingja sinna á gamla landinu. Hér er sjónum einkum beint að þeim lönd- um okkar sem fluttu til Kanada og Bandarikj- anna 1873 og síðar en mormónunum sem fóru til Utah á árunum 1855-71 hafði Finnur Sig- mundsson gert nokkur skil í bréfasafninu Vesturfarar skrifa heim. Þótt svo eigi aö heita að þetta sé úrval úr bréfasöfnum þeim sem út- gefandi hefur kannað þá vaknar sá grunur að hér hafi verið safnaö saman flestu því sem þar er bitastætt að finna. í formála gerir útgefandi grein fyrir lauslegri könnun sem hann gerði á varðveislu vesturheimsbréfa frá árinu 1887. Það ár voru send hingað til lands 6800 bréf frá Vesturheimi en aðeins 12 þeirra hafa komið í leitirnar. Það er því ljóst að langmestur hluti vesturfarabréfanna hefur lent í glatkistunni. Bókmenntir Bréfunum er raðað í tímaröð og er fróðlegt að skoða þá þróun sem verður á málnotkun bréfritara. Það er til dæmis athyglisvert að fylgjast með því hvernig enskum orðum fjölg- ar jafnt og þétt í bréfum Sigtryggs Jónssonar vesturfaraagents og síðar þingmanns eftir því sem árin líða. Aðrir halda góðu valdi á íslensk- unni til síðasta bréfs, svo sem síra Jón Bjama- son. Bréf þeirra félaga eru reyndar efnislega ólík flestum öðrum bréfum í safninu. Meðal viðtakenda þeirra eru áhrifamenn í íslensku samfélagi, Jón Sigurðsson forseti, Einar Kvar- an rithöfundur og ritstjóri, alþingismennirnir Skúli Thoroddsen, Eggert Gunnarsson og fleiri. Þar eru rædd hin stærri mál svo sem pólitík og viðskipti en flest hinna bréfanna fjalla um búksorgir alþýðufólks, ferðina til nýja heimsins, hvemig vesturfórunum gengur að koma sér fyrir, alit hið nýstárlega sem fyr- ir augu ber auk frétta af ættingjum og vinum. Annars er athyglisvert hve lítið er fjallað um stjómmál í bréfum vesturfara og fram kemur í formála að þetta virðist sameiginlegt einkenni vesturfarabréfa, óháð þjóðemi. Það er engu líkara en þeir samsami sig ekki stjórn- málalífinu í sínum nýju heimkynnum. Það verður gaman að sjá hvort hér verður breyting á í þeim bréfum sem skrifuð eru þegar kemur fram á 20. öld. Eins og gefur að skilja eru bréfin misjöfn að gæðum. Sum eru stirðlega rituð en önnur svo lipurlega samin að unun er að lesa. Dæmi um slíkt eru bréf Páls Sæmundssonar. Hvað inni- hald varðar eru þó fyrmefndu bréfm ekkert síður áhugaverð en þau sem betur eru skrifuð. Bréf frá konum eru tiltölulega fá og grunar lesanda að í þeim efnum hafi útgefandi tjaldað því sem tjaldað varð. Ekki veitir heldur af að halda því til haga sem finnst, því upplýsingar um konur úr hópi innflytjenda eru oft af skomum skammti. í þessari útgáfu er farin sú leið að samræma að mestu stafsetningu bréfanna. Ef einhver kynni að freistast til að halda því fram að feng- ur væri að því að fá stafrétta útgáfu á skrifum vesturfara skal hinum sama bent á dæmi það sem útgefandi birtir í formálanum að safninu. Mér er til efs að nokkur endist til að lesa marg- ar blaðsíður af slíku. Aftast í ritinu er ítarleg nafnaskrá ásamt vesturíslenskum orðalista og veitir ekki af. Ekki er hann þó tæmandi því eitt og annað rakst maður á sem gaman hefði verið að fá skýringar við. Hvað er til dæmis bífurhey (655)? Ekki er það í Árna Bö. frekar en skeifu- görnin í Blöndal forðum. Guðmundur J. Guðmundsson Bréf Vestur-islendinga I. Böövar Guömundsson bjó til prentunar. Mál og menning 2001. Bókmenntir Alþjóðleg ættbók Nýjasta hestabók Jónasar Kristjánssonar nefnist Víkingar n og er framhald bókarinnar Víkingar I frá 1999. Þar gat að líta, auk ís- lensku ættbókarinnar fyrir það árið, heildarættbók íslenskra hesta í Dan- mörku, Hollandi, Sviss og Svíþjóð. í Víkingum II er íslenska ættbókin fyr- ir 2001 auk heildarættbóka Banda- rikjanna, Bretlands, Finnlands og Skotlands, svo og „Elite“ ættbók Þýskalands, þ.e. með kynbóta- hrossum sem hlotið hafa 8 og yfir í aðaleinkunn. Einnig eru í nýju bókinni viðbætur við ættbækur þeirra landa sem birtust í Víkingum I. Þá hafa ekki enn verið birtar ættbækur landa eins og Belgíu, Frakklands og Noregs, en í síðast- talda landinu fer fram umtalsverð ræktun á íslenskum hestum. Ekki gefúr Jónas fyrirheit um þær að sinni, en í næstu bók má gera ráð fyrir að þýsk ættbók hrossa með undir 8 í aðaleinkunn bætist í safnið. Óneitanlega er óhagræði að hafa erlendu ættbækumar í mörgum bindum, sem ekki einu sinni koma út hvert á fætur öðru. Betra hefði verið að hafa þær í einni meginbók, eða þá í mesta lagi í tveimur og birta síðan viðbæt- ur eftir því sem ástæða þætti til. Erlendu ættbækurnar eru mjög misfyrir- ferðarmiklar eins og efni standa til. Þýska ætt- bókin er umfangsmest, enda hefur verið ótrúleg gróska í ræktun íslenskra hesta þar í landi um áratuga- skeið. Skoska ættbókin tel- ur aftur á móti að- eins eitt hross, hryssuna Tritlu frá South-Weald. Hún riður svo sannarlega á vaðið - en þess má geta að mörg hross í eigu skoskra einstaklinga er að finna í bresku ættbókinni. Spyrja má hvaða gildi það háfi að birta erlendu ættbæk- umar á prenti á þann hátt sem gert er. Það er vissulega spenn- andi að fylgjast með afdrifum ræktunargripa sem fæddir eru hér á landi en fluttir á erlenda grund til að auka kyn sitt. Einnig má fylgjast með því hvemig afkomendum þekktra kynbótagripa reiðir af meðal nýrra kýnslóða. Það getur verið kostulegt að lesa um afrek íslensku hrossanna á nýjum heimaslóðum. Til dæmis eru sumir stóðhest- arnir sýndir ár eftir ár og fá jafnvel nákvæm- lega sömu einkunnina í öll skiptin. Einn stóð- hestur, nafnkunnur hér á landi, hlaut þó hæstu einkunnina þegar hann var oröinn 15 vetra. Geri aðrir betur. í þýsku Elite-ættbókinni eru dómsorð á þýsku, óskiljanleg þeim sem ekki hafa lært þá ágætu tungu. Slíkt ósamræmi er ekki við hæfi þó svo að höfundur sé með ýmsu móti að reyna að gera bækur sínar aðgengilegar öðr- um en íslendingum. Það er tilfmning þess sem hér skrifar, að ekki séu erlendu ættbækurnar nægilega mikil- vægar né spennandi til þess að þær séu birtar með þessum hætti. Hestavefur Jónasar og ís- lands-Fengur halda utan um slíkar upplýsing- ar. Á þeim vettvangi eru þær aðgengilegar öll- um þeim sem áhuga hafa á að fylgjast með ræktuninni erlendis. íslenska ættbókin er á hinn bóginn alltaf jafnspennandi og vissulega skipta þar góðar myndir Eiríks Jónssonar og ættargröf miklu máli. Þá væri jafnframt við hæfi að með ætt- bókinni fylgdu greinar og umfjallanir um hrossarækt ársins, strauma og stefnur, árang- ur einstakra hrossa og ræktunarbúa o.s.frv. Þá fengi áhugafólk allan pakkann á einum stað. Hjalti Jón Sveinsson Jónas Kristjánsson ritstjóri: Víkingar II. Hestabækur 2001. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Kventettinn leikur Á háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30 leikur Kventettinn verk eft- ir Ewald, Cheetham, Nagle, Debussy, Joplin og Handy. Kventettinn skipa Karen J. Stur- laugsson trompet, Ásdís Þórðardóttir trompet, Lilja Valdimarsdóttir valdhorn, Vilborg Jónsdóttir básúna og Þórhildur Guðmundsdóttir túba. Óperutónleikar Föstudaginn 7. desember verða hátíðartónleikar í Háskólabíói í tilefni af 100 ára ártíð óperuskáldsins ástsæla Giuseppes Verdis. Einsöngvarar verða Elín Ósk Óskarsdóttir og Jón Rúnar Arason og íslenski óperukórinn syngur einnig við undirleik Sinfóníunnar. Stjórnandi er Garðar Cortes. Á efnisskrá tónleikanna eru ariur og kórar úr nokkrum af allra þekktustu óperum Verdis eins og La traviata, Don Carlo, Nabucco og II trovatore en einnig atriði úr minna þekktum verkum meistarans. Elín Ósk hefur sungið fjöldamörg óperuhlutverk hér heima sem erlendis, síðast söng hún tit- ilhlutverkið í Aidu eftir Verdi á tónlistarhá- tíð í Bodö í Noregi í júlí 2000. Jón Rúnar hef- ur getið sér góðan orðstír erlendis fyrir óp- erusöng og gerir nú aðeins stuttan stans á íslandi vegna anna viö óperuhús í Þýska- landi. Stjórnandann Garðar Cortes þarf ekki að kynna fyrir íslenskum óperuunnendum. Áhugamönnum um óperutónlist er bent á að tryggja sér miða í tíma. Af jarðlegum skilningi Ut er komin bókin Af jarð- legum skilningi eftir Atla Harðarson en fyrri heim- spekirit hans, Afarkostir (1995) og Vafamál (1998), hafa vakið athygli og hlotið góða dóma. í þessari nýju bók tengir Atli saman siðfræði og ver- aldarhyggju Davids Hume, þróunarkenn- ingu Darwins og hugmyndir Alans Turings um altæka vél. Úr þessum efniviði - sem er allt í senn, heimspeki, liffræði og tölvufræði - býr Atli til sína eigin mynd af tilverunni, mynd sem sýnir hvernig hugsun mannsins, menning og siðferði eru hluti £if ríki náttúr- unnar. Heimspeki er ekki bara hárfinar rök- færslur og skarpleg greining á hugtökum, hún er líka tilraun til að komast að kjarna hvers máls, sjá samhengi sem ekki liggur í augum uppi og tengja saman þekkingu úr ólíkum áttum. Bókin er fáanleg hjá Háskólaútgáfunni. Dreifingarmiðstöðin sér um dreifmgu. Draumaleikstjórinn I kvöld kl. 20 verður um- ræðukvöld um leikhúsmál á Litla sviði Borgarleik- hússins og sjónum beint að draumaleikstjóranum. Það verður fjallað um ýmsar grundvallarspurningar í starfi leikstjórans, um ábyrgð hans á leiksýning- um og á leikhúsinu sjálfu, um samstarf hans við aðra listamenn á undirbúnings-, æfinga- og sýningatímabili. Frummælendur verða Gunnar Hansson leikari, Hilmar Jónsson leikstjóri og Steinunn Knútsdóttir leikstjóri. Aðgangur er ókeypis. Upplestur í kvöld kl. 20 verður lesið upp úr glænýjum bókum á Súfistanum, Laugavegi 18: Kannski er pósturinn svang- ur eftir Einar Má Guð- mundsson, Með titrandi tár eftir Sjón, Sólin er sprungin eftir Sveinbjöm I. Baldvins- son, Mannætukonan og mað- ur hennar eftir Bjarna Bjamason og önnu eftir Guðberg Bergsson. Tríó Sigurðar Flosasonar leikur tónlist af nýjum diski, Djúpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.