Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Side 24
36
★
Tilvera
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001
z>v
★
*
E1 Grillo-lokum fagnaö af Seyðfirðingum:
Siv ráðherra og björg
unarmenn fengu lof
lí f iö
E F T I R V I N N U
Kvöldstund meö
Matthíasi
Matthías Johannessen, skáld og
fyrrum ritstjóri, mun fræða fólk
um Gunnlaug Scheving
listmálara i Listasafni íslands í
kvöld. Þar mun hann lesa úr
bók sinni um listamanninn og
spjalla við gesti um hann og
verk hans. Viðamikil sýning
stendur yfir í Listasafninu á
verkum Gunnlaugs Scheving.
Dagskráin hefst kl. 20.30.
Kiassík
■ PIANOTONAR I SALNUM Kl. 20
verða TIBRA Röð 4 píanótónleikar í
Salnum. Edda Erlendsdóttir leikur
verk eftir Haydn, Schubert, Pál Is-
ólfsson og Grieg.
■ HÁSKÓLATÓNLEIKAR A
háskólatónleikum í Norræna húsinu
kl. 12.30 á morgun leikur
Kventettinn verk eftir þekkt
tónskáld. Kventettinn skipa: Karen
J. Sturlaugsson, trompet, Asdís
Þóróardóttir, trompet, Lilja
Valdimarsdóttir, valdhorn, Vilborg
Jónsdóttir, básúna, og Þórhildur
Guðmundsdóttir túba.
Leikhús_____________________
■ VOLUSPA Barnaleikverkiö Völu-
spá veröur sýnt í dag, kl. 10, á veg-
um Möguleikhússins.
■ PÍKUSÖGUR Á AKRANESI
Píkusögur verða sýndar í kvöld í
Fjölbrautaskólanum á Akranesi.
Krár
■ NÝJÁBRIJM A GAUKNUM Úngar
og upprennandi hljómsveitir fá að
spreyta sig á Stefnumóti Gauksins
■ KNIRKEN Á VÍDALÍN Hlióm
sveitin Knirken leikur á Vídalín í
kvöld. Hún er skipuö íslenskum og
dönskum tónlistarmönnum sem
leika vinalegt og værðarlegt rokk.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.
■ TÓNLEIKAR Í VESTURPORTI
Þeir Hilmar Jensson, Andrew
D’Angelo og Jim Black halda
tónleika í kvöld kl. 21.00 í
Vesturporti v/Vesturgötu.
Fundir og fyrirlestrar
■ DRAUMALEIKSTJÓRINN
Almennur borgarafundur vegna
E1 Grillo-málsins var haldinn á
Seyðisfirði. Til fundar mætti Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
og Sten Ingi Riise, framkvæmda-
stjóri norska björgunarfyrirtækis-
ins, auk fulltrúa frá Hollustu-
vernd, Rikiskaupum og frá um-
hverfisráðuneytinu sem hafði um-
sjón með öllu verkinu. Umhverfis-
ráðherra flutti ávarp og Sten Ingi
Riise gerði grein fyrir björgun olí-
unnar og sýndi myndband frá
verkefninu af vettvangi.
Má segja að með þessum fundi
sé lokið löngum og erfiðum kafla í
sögu Seyðisfjarðar sem hófst 10.
febrúar 1944 þegar E1 Grillo var
sökkt. Olían flæddi um allan sjó
og upp í fjörur og var þetta mesta
mengunarslys sem orðið hefur á
íslandi.
Verkið var boðið út og Norð-
menn voru með lægsta tilboðið.
Alls 30 manns unnu við fram-
kvæmdina og þar af 20 kafarar.
Allt var það mjög tæknilega og vel
unnið og kostaði mikla ná-
kvæmni, sérstaklega köfunin nið-
ur að skipinu. Þetta er stærsta for-
varnarverkefni sem unnið hefur
verið í Evrópu. Kostnaður var 120
milljónir. Heimamenn eru búnir
að berjast fyrir þessari hreinsun i
áraraðir og loksins er kominn ár-
angur. Ríkisstjórn og þingmenn
stóðu vel að málum og það er
vissulega ástæða til þess að fagna.
Siv Friðleifsdóttur var sérstaklega
þakkað fyrir það hversu hraust-
lega hún tók á málum og kom
þeim í höfn. Sýndir voru ýmsir
munir úr skipinu t.d. loftvarna-
byssa, kompás og stígvél af einum
skipsmanninum. Stefnt er að því
að opna E1 Grillo-sýningu næsta
sumar.
Hörður Torfa - Lauf ★★★★
Beint í
mark
Lauf er ein besta plata Harðar
Torfasonar til þessa - kannski sú al-
besta. - Hún hefur kosti fyrri platna
listamannsins: hnittna, vel orta
texta og þekkileg lög við þá ásamt
leikrænni og tilfinningaríkri túlkun
höfundarins. Það sem setur punkt-
inn yfir i-ið að þessu sinni er án efa
framlag upptökustjórans og útsetj-
arans Vilhjálms Guðjónssonar sem
að auki grípur í alls kyns hljóðfæri
til að gæða lögin hans Harðar dýpri
lit en ella.
Hörður Torfa hefur hingað til
fyrst og fremst verið evrópskur í
lagasmíðum sínum, viljandi eða
óviljandi. Sumt í lögum hans á Lauf-
um hefur sterkari tilvísun vestur á
bóginn en hingað til. Góðan dag er
til dæmis undir dæmigerðum
kántríáhrifum. Brekkan, eitthvert
magnaðasta dægurlag sem komið
hefur út hér á landi í langan tima,
er í gospelstíl. Á fleiri en einum stað
heyrir maður áhrif frá Johnny
Cash, meðvituð eða ómeðvituð. Gott
ef örlar ekki líka á Bob Dylan. Hörð-
ur hefur undanfarin misseri annast
þáttinn Sáðmenn söngvanna á rás
eitt og kannski hefur nálægðin við
ýmsa erlenda meistara skilað sér
inn í lögin hans. Um það er ekki
nema gott eitt að segja.
Stundum hefur verið talað um að
Hörður Torfa sé best geymda leynd-
armál íslenska dægurtónlistar-
heimsins. Nú er lag að kynnast hon-
um í eitt skipti fyrir ölL Byrja á
Laufum, fjárfesta síðan í Hugílæði
(þessari með Litla fuglinum), þá
Kossinum og svo koll af kolli. Rús-
ínan í pylsuendanum gæti síðan
verið alfyrsta plata listamannsins,
þessi með Guðjóni bak við tjöldin og
bláu blómunum sem hann leitaði að
hér um árið. Ásgeir Tómasson
-KÞ
DV-MYNDIR KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR.
El Grillo-safn
Næsta vor á að opna sérstakt El Grillo-safn um þá olíuvá sem ógnaöi Seyöfiröingum áratugum saman. Hér eru
myndir af nokkrum munum sem kafarar hafa tekiö meö sér, kompási og fjarskiptatækjum fyrri tíma, ásamt stíg-
véium eins skipverjans.
Maður lifandi
55
Kaupum ekki“ dagurinn
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar.
Umræöur um leikhúsmál veröa á
Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld
kl. 20. Sjónum verður beint að
draumaleikstjóranum. Frum-
mælendur: Gunnar Hansson leikari
og leikstjórarnir Hllmar Jónsson,
Kjartan Ragnarsson og Steinunn
Knútsdóttir. Allir velkomnir.
■ SÁLFRÆÐI í ODDA Anna-Llnd
Pétursdóttir sálfræðingur heldur
erindi á morgun, miðvikudag, kl.
12.05-12.55 í Odda 201.Erindiö
nefnist Kennslutækni byggö á
hagnýtri atferlisgreiningu: Þjálfun
starfsfólks og áhrif á færni barna
með þroskahömlun.
■ BARÁTTA VH) HRYÐJUVERK
Málþing um baráttuna gegn
hryðjuverkamönnum og styrjöldina í
Afganistan veröur haldiö í dag í
Hatíðarsal Háskólans og hefst kl.
16.30. Frummælandi er sendiherra
Bandaríkjanna, Barbara J. Griffiths.
■ UPPLESTUR Á SÚFISTANUM
Lesið verður upp úr nýjum bókum á
Súfistanum í kvöld bæði af
höfundum þeirra og öðrum. Meðal
þeirra sem lesa eru Einar Már
Guðmundsson, Sjón og Sveinbjörn
I. Baldvinsson. Tríó Sigurðar
Flosasonar lejkur tónlist af nýjum
diski sínum: Úr djúpinu.
Ég sá í Fréttablaðinu
að síðastliðinn laugar-
dagur var „Kaupum
ekki dagur“. Merking
þess dags hafði alveg
farið fram hjá mér og
jafnvel þótt ég hefði
vitað af honum hefði
það engu skipt. Einu
dagarnir sem líða án
þess að ég kaupi nokk-
uð eru dagarnir þegar
ég er peningalaus. Það
eru vondir dagar og ég
hef engan áhuga á að
fjölga þeim.
Hún er skrýtin þessi
barátta vissra hópa til
að gera mann ósáttan
við að búa í þjóðfélagi
þar sem flestir hafa í
sig og á, og reyndar
rúmlega það. Af hverju
eigum við að fara í
hlutverkaleik
nokkrum sinnum á ári
og láta eins og við höf-
um engan áhuga á nokkurs konar
neyslu? Ég hef engan áhuga á að lifa
í samviskubiti dag hvern vegna
þess að ég hef efni á að kaupa mér
hluti sem aðrir hafa ekki efni á.
„Gerviþarfir" er orð sem iðulega
heyrist og þá vitaskuld í neikvæðri
merkingu. Ég hef fullt af gerviþörf-
um og gæli oft við hugmyndina um
að koma öllum mínum gerviþörfum
í framkvæmd. Sumar
þeirra hef ég reyndar þeg-
ar gert að raunveruleika.
Stóri rauði sófFmn minn
er ein af mínum gervi-
þörfum. Það sama á við
um stóru standklukkuna
sem slær eins og Big Ben.
En ég á enn eftir að
kaupa mér risastóra sjón-
varpstækið sem mun gera
vídeógláp að himneskri
reynslu. Ég skammast
mín ekkert fyrir þetta. Ég
veit vel að ég gæti verið
án þessara hluta en vil
það síður. Þeir gera lífið
skemmtilegra. Svo finnst
mér gaman að kaupa.
„Kaupum ekki dagur“ er
því hryllingsdagur í mín-
um huga.
Annar vitleysislegur
dagur er hinn árlegi
„Ekki McDonalds dagur“.
Þá eigum við ekki að fara
á McDonalds af því þetta
er svo ógurlega vont fyrirtæki sem
svindlar á starfsmönnum, misþyrm-
ir dýrum og blekkir viðskiptavini.
Auðvitað hlýðir almenningur ekki
ámátlegum skilaboðum eins og
„Annar vitleysislegur dagur
er hinn árlegi „Ekki
McDonalds dagur“. Þá eig-
um við ekki að fara á
McDonalds af því þetta er
svo ógurlega vont fyrirtæki
sem svindlar á starfsmönn-
um, misþyrmir dýrum og
blekkir viðskiptavini. Auð-
vitað hlýðir almenningur
ekki ámátlegum skilaboð-
um eins og þessum, sem eru
bara samansafn fúkyrða. “
þessum, sem eru bara samansafn
fúkyrða. Þarna er fyrirtæki sem sí-
fellt er með hagstæð tilboð í gangi.
Gott að fá hamborgara á hundrað
kall þegar lítið er eftir í pyngjunni
seinni hluta mánaðar.
Svo höldum við bara áfram að
efla verslun i landinu með því að
kaupa. Viðskipti eru af hinu góða,
þrátt fyrir að nöldursálir reyni að
telja okkur trú um annað.