Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 Lögregla neitar að mæta sem vitni: Hef stöðu sem sakaður maður - segir Haukur Guðmundsson í Keflavík Haukur Guömundsson. Þeir sem unnu aö frumrannsókn á Geirfinnsmálinu í nóvember og des- ember 1994 eru mjög ósáttir við þá rannsókn sem Lára V. Júlíus- dóttir, sérstakur saksóknari í máli Magnúsar Leó- poldssonar, stend- ur fyrir. Rann- sókn Láru beinist að því hvað varð til þess að Magnús sat í 105 daga i varðhaldi grunað- ur um að hafa átt aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar þann 19. nóv- ember 1974. Að frumrannsókn máls- ins vann Lögreglan í Keflavík með Hauk Guðmundsson rannsóknarlög- reglumann og Valtý Sigurðsson, full- trúa sýslumanns, í fararbroddi. Þá var Kristján Pétursson, deildarstjóri tollgæslunnar í Keflavík, áberandi við rannsóknina. Allir hafa þessir menn verið boðaðir til að bera vitni fyrir saksóknara. Eftir þvi sem DV kemst næst mun Kristján mæta í dag. Brynjar Níelsson, lögmaður Hauks, hefur ritað saksóknara bréf þar sem því er lýst að skjólstæðingur hans muni ekki mæta sem vitni. Sjálfur segir Haukur rannsóknina eins og hún er lögð upp vera óþarfa. „Lögmaður minn hefur ritað sak- sóknara greinargerð þar sem fram kemur að ég mæti ekki sem vitni. Eins og málið er lagt fyrir þá get ég ekki mætt sem vitni. Ég hlýt að hafa stöðu sem sakaður maður,“ sagði Haukur i morgun. Hann þvertekur fyrir að Keflavík- urlögreglan hafi á sínum tíma mark- visst unnið að þvi að koma sök á Magnús Leópoldsson með því meðal annars að láta teikna myndir af Magnúsi sem urðu fyrirmynd að frægum leirhaus. „Það er út í hött að halda því fram að Keflavíkurlögreglan hafi með sam- særi komið Magnúsi Leópoldssyni í vandræði. Slíkar kenningar eru út í hött því Reykjavíkurlögreglan fór með rannsókn málsins þegar Magnús var hnepptur í varðhald í janúar 1976. Hvergi í málsgögnum okkar er orð um það að finna. Eins og allur al- menningur las ég það í blöðunum á sínum tíma að búið væri að loka Magnús inni,“ segir Haukur. Lára V. Júlíusdóttir hefur kallað til fjölda vitna. í gær mætti Skarp- héðinn Njálsson lögreglumaður og í dag átti Kristján Pétursson að mæta. Jón Grímsson, íbúi í Seattle, sem sjálfur telur líklegt að hann sé dular- fulli maðurinn i Hafnarbúðinni sem varð fyrirmynd Leirfinns, mætir sem vitni undir lok vikunnar. Ekki náðist í Láru V. Júlíusdóttur til að fá hennar viðbrögð við því að Haukur neitar að mæta. Sjá fréttaljós á bls. 6 -rt Tónlistarkennarar sömdu Nýr kjarasamningur Félags tón- listarkennara og launanefndar sveitarfélaga var undirritaður húsakynnum sáttasemjara á tí- unda tímanum i morgun. Sátta- fundur hafði þá staðið i sólar- hring, eða frá þvi níu í gærmorg- un. Sigrún Grendal, formaður Fé- lags tónlistarkennara, sagði við DV í morgun eftir undirritun samnings, að þegar á allt væri lit- ið væri hún þokkalega ánægð með hann. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um innihald hans fyrr en hann hefði verið kynntur félagsmönn- um. Samninganefnd tónlistar- kennara hefl sett sér ákveðið markmið í upphafi, sumt hefði náðst annað ekki. Verkfalli 620 tónlistarkennara, sem hófst 22. október síðastliðinn, hefur verið frestað til 14. desember næstkomandi. -aþ/JSS Víða slæmt veður um landið „Það voru 30 metrar á sekúndu í Eyjum i morgun og mjög víða á Vest- urlandi um 20 metrar. Þetta mun þok- ast austur um í dag en í kvöld og nótt fer að draga úr veðurhæðinni," sagði Hörður Þórðarson veðurfræðingur í morgun. Veður var mjög slæmt víða í morg- un, einna hvassast i Eyjum og á Vest- urlandi og sums staðar nokkur ofan- koma og skafrenningur. Allt flug lá niðri og á svæðinu frá Ströndum aust- ur um til Eyjafjarðar var skólahaldi víða aflýst. Mjög víða voru vegir ófær- ir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. í dag er reiknað með að veðrið verði einna verst á Norðvesturlandi og jafnvel eitthvaö austar á Norðurlandið og þar er von á miklu hvassviðri og snjókomu. -gk DVJVIYND GVA A undan storminum Landsmenn lifa nú viö mikia umhleypinga, en Veðurstofan gerir ráö fyrir stormi á vestanveröu iandinu í dag, en svo fer hann að blása hressiiega á Noröurlandi og víöa sunnaniands siödegis i dag. Þessi landsmaöur á myndinni beiö eftir strætó i bylnum í Reykjavík í morgun og var fremur kuldalegur á bak við gleriö í skýlinu. Þriggja milljarða niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnarinnar: Höggvið í fæöingarorlof - en tölvum hlíft. Efasemdir hjá stjórnarliðum Nokkurra efasemda gætir í röðum stjórnarliða með hugmyndir um nið- urskurð á fjárlagafrumvarpi sem kynnt hefur verið í þingflokkum stjórnarflokkanna og í ríkisstjóm. Hugmyndin er að þessi niðurskurð- ur, sem er upp á um 3 milljarða króna, komi til framkvæmda fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins en önnur umræða er í dag og þar munu koma fram nýjar útgjaldatil- lögur frá meirihluta fjárlaganefndar upp á 2,3 milljarða, þannig að miðað við þriggja milljóna kr. sparnað við næstu umræðu er verið aö tala um 700 milljóna til milljarðs niðurskurð. Stefnt mun að því að fjárlagaafgang- ur verði um 3,5 milljarðar. Samkvæmt upplýsingum DV eru inni í hugmyndapakkanum um nið- urskurð áform um að fresta að hluta gildistöku fæðingarorlofs og ýmsum vegaframkvæmdum. Hins vegar mun niðurskurðurinn dreifast á mála- flokka og ráðuneyti þannig að hann kemur víða við. Samkvæmt upplýs- ingum DV líst stjórnarþingmönnum Ólafur Örn Einar IVIár Haraldsson. Slguröarson. misvel á þær tillögur sem inni í þess- um pakka eru og þykir sumu hlíft sem mætti missa sín á meðan höggvið er í aðra hluti sem viðkvæmari eru. Þannig er t.d. gríðarmiklu verkefni við tölvuvæðingu og gerð landskrár fasteigna hlíft í þessum tillögum en þaö er verkefni upp á um milljarð króna á meðan fæðingarorlofið, sem ýmsir stjómarþingmenn telja helstu skrautijöður stjórnarinnar, fær að kenna á niðurskurðinum. Þeir stjóm- arþingmenn sem blaðið ræddi við telja þó líkur til að lending náist nokkuð auðveldlega í málinu enda all- ir sammála um að brýnt sé að sýna ýtrastu aðhaldssemi í fjárlögunum. Niðurskurðarmál þetta bar að með mjög sérstökum hætti í umræðunni en Davíð Oddsson upplýsti í sjón- varpsþættinum Silfur Egils á sunnu- dag að niðurskurður yrði kynntur í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, mánudag. Enginn slíkur niður- skurður hafði hins vegar verið kynntur í fjárlaganefnd og krafðist stjórnarandstaðan aukafundar í nefndinni um málið síðdegis í gær. Ólafur Örn Haraldsson segir að eng- ar formlegar tillögur hafi verið lagð- ar fram í íjárlaganefnd eða í þing- flokkunum og því hafi meira verið gert úr málinu en efni stóðu til. Hins vegar sé ljóst að efnahagsástandið hafl breyst og þvi líklegt að breyting- ar kæmu fram á frumvarpinu við þriðju umræðu. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar gagnrýnt þessa málsmeðferð alla og Einar Már Sig- urðarson sagði í fjölmiðlum í gær aðra umræðu fjárlaga, sem hefst í dag, sýndarumræðu. -BG Guðni Ágústsson um ummæli Halldórs Ásgrímssonar: Erum ekki að „Maður veit náttúrlega aldrei hvernig framtíðin þróast en í mínum huga er það ekki á dagskrá að tengjast evrunni. Framsóknarflokkurinn hef- ur, þrátt fyrir evru- og krónuumræðu, orðið sammála um það að stefnan snú- ist ekki um að ganga inn í Evrópu- sambandið - en það er auðvitað for- sendan fyrir evrunni," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsókn- arflokksins. Halldór Ásgrímsson sagði i setningarræðu sinni á miðstjómar- fundi um helgina að erfitt gæti reynst fyrir íslendinga að standa utan Mynt- bandalags Evrópu á sama tíma og við lytum samkeppnisreglum hins innri markaðar. Guðni hefur verið í hópi tengjast evru ræðu að vara við óveðursskýjum sem era kannski að magnast upp, m.a. vegna evrannar, og umræðunnar sem fylgir í kjölfarið vegna gengisþróunar krónunnar. Hann getur ekki hafa ver- ið að tala um að við séum að fara inn í myntbandalag á morgun þvi hann veit vel að það eram við ekki að gera og getum ekki," segir Guðni. Hann vildi ekki kannast við að áherslumun- ur væri milli hans og Halldórs. „Ég held að við séum alveg sammála um þá stefnu flokksins að við ætlum að skoða EES-samninginn og styrkja hann og annað er lengra inni í fram- tiðinni ef þetta gengur ekki upp,“ seg- ir Guðni. -BG Guönl Halldór Ágústsson. Ásgrímsson. þeirra framsóknarmanna sem hafa viljað fara varlega í Evrópumálunum. En hvernig skilur hann þá ummæli Halldórs? „Mér finnst að Halldór hafi fyrst og fremst verið i þessari um- Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.