Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
DV
Fréttir
Bullandi ágreiningur um Þjóðhagsstofnun innan stjórnarflokkanna:
Framsókn neitar að
farga Þjóðhagsstofnun
- samstarfsnefnd um niðurlagningu hefur ekki komið saman síðan í september
ekki viðunandi efnahagsþjón-
ustu ef Þjóðhagsstofnun yrði
lögð niður og áætlanagerð
yrði alfarið færð upp í fjár-
málaráðuneyti Geirs Haarde.
Aðilar vinnumarkaðarins
hafa einnig lýst þessari skoð-
un, greiningardeildir banka.
Samkvæmt könnun telja 60%
íslendinga rétt að hafa stofn-
unina áfram sem er óvenju-
legt þegar kemur að hugsan-
legum niðurskurði ríkisút-
gjalda. Sumir viðmælenda DV
telja nauðsynlegt að algjör-
lega óháðir aðilar gefi grunn-
spár enda sé reyndin sú í öil-
um nágrannalöndunum.
Þórður vill ekkert tjá sig
um þetta en segir stofnunina
búa yfir sérlega hæfu starfs-
fólki sem enn hafi ekki snúið
sér annað þrátt fyrir óviss-
una.
Þjóðhagsstofnun lifir enn
Ekki er aö sjá aö Þjóðhagsstofnun veröi lögö
niöur alveg á næstunni aö minnsta kosti en
máliö hefur ekki komiö fram á haustþinginu
eins og boöaö haföi veriö.
Bullandi ágrein-
ingur er sam-
kvæmt heimildum
DV meðal stjórn-
arflokkanna um
hvort leggja beri
Þjóðhagsstofnun
niður. Formaður
Sjálfstæðisflokks-
ins, Davíð Odds-
son, hefur ítrekað
lýst þeirri skoðun
sinni að stofnunin
verði lögð niður
en framsóknar-
menn eru á öðru
máli.
Nefnd sem skip-
uð var til að út-
færa þessi mál
kom nokkrum
sinnum saman í
ágúst og septem-
ber en Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að frá þeim
tíma hafl starfsfólk ekkert heyrt um
þetta mál. „Verkefnið hefur algjörlega
legið niðri á vegum þessarar nefndar
en ég hef engar nánari upplýsingar
um málið,“ segir Þórður.
Samkvæmt heimildum DV telur
Framsóknarflokkurinn að hann fengi
„Málið hefur vissulega verið rætt í
þingflokknum. Það þarf sérstök lög
um það ef leggja á stofnunina niður og
slíkt mál hefur ekki komið fram og ég
vil i raun ekkert meira um það segja,“
segir Kristinn H. Gunnarsson, for-
maður þingflokks Framsóknarflokks-
ins. Samkvæmt nýsamþykktum fjár-
lögum er ekki gert ráð fyrir að nein
breyting verði á starfrækslu Þjóðhags-
stofnunar en það frumvarp sem Krist-
inn H. er að vísa til er frumvarp að
breyttri verkaskiptingu stofnana rík-
isins á sviði efnahagsmála sem boðað
var m.a. í athugasemdum við upphaf-
lega gerð flárlagafrumvarpsins. Sam-
kvæmt því átti í
frumvarpinu að
koma fram viða-
mikil endurskipu-
lagning sem eink-
um laut að því að
færa verkefni
Þjóðhagsstofnun-
ar til annarra
stofnana. Boðað
var að þetta frum-
varp kæmi fram á
haustþingi og að jafnframt yrði gerð
grein fyrir þeim breytingum sem gera
þyrfti á fjárlagafrumvarpinu í tengsl-
um við þær. Ekkert af þessu hefur
gengið eftir, hvorki breytingarnar á
flárlagafrumvarpinu né hefur frum-
varpið komið fram. Samkvæmt heim-
ildum DV skýrist það af ósamkomu-
lagi stjómarflokkanna í málinu, eink-
um andstöðu við það í Framsóknar-
flokknum. Heimildir DV telja útilokað
að nokkuð gerist í þessu máli fyrir
áramót eins og forsætisráðherra hafði
áður boðað og talaði einn viðmælenda
um „dauðalogn" í þessu sambandi.
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins, sagðist í samtali við DV ekki vilja
tjá sig um málið að svo stöddu.
-BÞ/BG
Davíð
Oddsson.
' ' ’>$
Kristinn H.
Gunnarsson.
Þórður
Friðjónsson.
Þyrlusveit Varnarliðsins heiðruö
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landheigisgæslunnar, afhenti í gærkvöld þyrlusveit Varnarliösins heiöursskjal fyrir
frækilega björgun Eyþórs Garöarssonar af Svanborgu SH undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi á föstudag. Frá vinstri
Javier Casanova, flugstjóri þeirrar þyrlu sem bjargaöi Eyþóri, Mike Garner, Hafsteinn Hafsteinsson, Jeremy Miller, Bill
Yeu og loks Jay Lane sigmaöur sem þótti sýna einstaka áræöni viö aö ná Eyþóri.
Stjórnarformaður Byggðastofnunar gagnrýnir húsnæðismál á Sauðárkróki:
Vanefndir hjá Kaupfélaginu
- bagalegt aö komast ekki undir eitt þak samkvæmt áætlun
Höfn fyrir Norrænu:
Austfirskur verk-
taki lægstur
TOboð í fyrirstöðugaröa og fergingu
við höfnina á Seyðisfirði voru opnuð i
gærmorgun. Það er fyrsta útboðið
vegna stækkunar hafnarinnar sem
nauðsynleg er vegna komu nýrrar
Norrænu vorið 2003. Níu verktakafyr-
irtæki sendu inn tilboð í verkið og
reyndist tilboð Gáma- og tækjaleig-
unnar á Reyðarfirði lægst, 18.125.000
krónur, en kostnaðaráætlunin var
upp á 24 milljónir króna. Fimm verk-
takar buðu á bilinu frá rúmum 20
milljónum upp í 22 milljónir en hæsta
tilboð kom frá heimamönnum á Seyð-
isfirði, Stálstjörnum, 42,3 milljónir
króna. Búið er að bjóða út næsta verk-
hluta i nýrri ferjuhöfn, sem er dýpkun
við höfnina.
í síðustu viku var skrifað undir
samninga milli Seyðfirðinga og Fær-
eyinga um ferjuflutningana. Undirrit-
unin hafði tafist um nokkra daga en
nú er öllum hindrunum rutt úr vegi
og anda Seyðfirðingar léttar. -KÞ
Byggðaáætlun á
eftir áætlun
Valgerður Sverr-
isdóttir byggða-
málaráðherra flutti
skýrslu á Alþingi i
gær um starfsemi
Byggðastofnunar og
framvindu byggöaá-
ætlunar. Fram kom
hjá ráðherra að
nefnd hefði unnið
frá í vor að gerð
nýrrar byggðaáætl-
unar með ýmsum aðilum sem gæfu
þverskurð af þjóðfélaginu. Niður-
staða nefndarinnar yrði kynnt inn-
an nokkurra vikna.
Einar Már Sigurðarson (Sf) sagði
það sæta furðu að í fjárlögum hefði
verið sagt að ný byggðaáætlun
myndi líta dagsins ljós síðastliðið
haust en nú bærust upplýsingar um
að áætlunin yrði ekki kynnt fyrr en
á vorþingi. Valgerður svaraði að
vinnan hefði reynst tímafrekari en
menn hefðu séð fyrir en fjárveiting-
ar yrðu í samræmi við nýju áætlun-
ina en ekki þá gömlu.
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
fjölmargir Byggðastofnun og stefnu
yfirvalda í byggðamálum. -BÞ
„Ástæðan er sú
að húsnæðið sem
stofnunin tók á
leigu hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga frá og
með 1. júní, hefur
ekki enn verið af-
hent að fullu, rúmu
hálfu ári eftir að af-
hendingu átti að
vera lokið,“ segir
Kristinn H. Gunn-
arsson, stjórnarformaður Byggða-
stofnunar, aðspurður um þá ráðstöf-
un að stjórn Byggðastofnunar getur
ekki fundað I húsakynnum stofnun-
arinnar á Sauðárkróki heldur þarf
að leita á náðir bæjaryfirvalda með
pláss. Kristinn segir að húsnæði
stjómarinnar sé bundið undir hluta
af starfsemi Elements og kveðst
stjórnarformaöurinn ekki hafa upp-
lýsingar um hvenær það húsnæði
verði rýmt. „Það er því óvíst hvenær
stjórnin getur haldið fundi í sínum
húsakynnum," segir Kristinn.
Eftir að stjórnarmönnum varð
ljóst hvernig staða málsins var gerðu
þeir alvarlegar athugasemdir við það
í október að einungis litill hluti þess
húsnæðis sem samið hafði verið um
hafði verið afhentur. Það var svo í
byrjun nóvember sem mestur hluti
húsnæðisins var afhentur, að sögn
Kristins, en þá hafði húsnæði stjórn-
arinnar verið tekið undir starfsemi
Elements sem átti að vera farið út 1.
júní. „Nei, ég veit ekki til að stofnun-
in hafi enn greitt neina húsaleigu
fyrir húsnæðið enda er um slíkar
vanefndir á samningnum að ræða að
það getur varla komið tO álita að
stofnunin greiði neina húsaleigu
fyrr en leigusalinn hefur uppfyllt
sinn samning," segir Kristinn H.
Hann segir þennan drátt allan mjög
bagalegan því að með þessu dragist
að hægt sé að innrétta húsnæðið og
að starfsemin geti flust undir eitt
þak en því átti að vera lokið ekki
seinna en um mánaðarmótin
júlí/ágúst. Stjórnarformaður
Byggðastofnunar segir það liggja í
loftinu, svona eftir á að hyggja, „að
það hafl varla verið ætlun forsvars-
manna Kaupfélagsins að standa við
samninginn þegar þeir gerðu hann.
Þegar stofnunin kom norður með
sína búslóð voru þeir algerlega óvið-
búnir að afhenda húsnæðið þótt þá
væri runninn upp umsaminn dag-
ur.“
Þórólfur Gíslason, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sagði
i gærkvöld að hann teldi ekki að um
vanefndir á samningum væri að
ræða en vísaði að öðru leyti til for-
stjóra stofnunarinnar um samskipti
varðandi húsnæðismálin. -BG
Valgeröur
Sverrisdóttir.
Þórólfur
Gíslason.
Skuldir afskrifaðar
Páll Pétursson
félagsmálaráð-
herra mælti fyrir
frumvarpi á Al-
þingi í gær sem
m.a. heimilar
íbúðalánasjóði að
afskrifa skuldir
sveitarfélaga
vegna félagslegra íbúða. Stjórnar-
andstaðan telur að þessi leið geti
minnkað tap íbúðalánasjóðs
vegna skuldsetningar sveitarfé-
laga. Er þessu einnig fagnað i
skuldsettum sveitarfélögum víða
um land.
Krónan styrkist
Gengi krónunnar styrktist i
gær um 2,65% og fór gengisvísital-
an niður í 144,9 stig í lok dags. Er
þessi styrking krónunnar rakin
til jákvæðra frétta af viðræðum
aðfla vinnumarkaðar og stjórn-
valda um aö koma á stöðugleika
og lækka verðbólgu.
Einkadans bannaður
Borgarráð vill
að svokallaður
einkadans á nekt-
arklúbbum verði
bannaður í lög-
reglusamþykkt
Reykjavikur. Þá
vill borgarráð að
sveitarstjórnir
semji frumvörp að breytingum á
lögreglusamþykkt. Borgarráð
samþykkti einnig í gær tillögur
starfshóps borgarstjóra og lög-
reglustjórans i Reykjavík um úr-
bætur í veitingamálum.
Rafrænar kjörskrár
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að vel komi til greina
að breyta lögum á þann veg að
sveitarstjórnum verði heimilt að
nota rafræna kjörskrá við næstu
sveitarstjórnarkosningar. Borgar-
ráð samþykkti í gær að beina því
til ráðherrans að beita sér fyrir
lagabreytingu svo að það megi
verða. - RÚV greindi frá.
Ófeigur veröur Stígandi
Stígandi, útgerð Ófeigs II VE,
sem fórst undan Vík í Mýrdal að-
faranótt miðvikudagsins 5. desem-
ber sl., hefur ákveðið að skip sem
verið er að smíða fyrir útgerðina
i Kína muni ekki bera nafnið
Ófeigur VE eins og til stóð, heldur
Stígandi VE. Skipskaðinn I síð-
ustu vikur var sá þriðji í sögu út-
gerðarinnar þar sem Ófeigsnafnið
kemur við sögu. Áriðl943 fórst
Ófeigur VE með allri áhöfn og
Ófeigur III VE strandaði við Þor-
lákshöfn í byrjun árs 1988. - Mbl.
greindi frá.
Stefnir Tryggingastofnun
Öryrkjabanda-
lag íslands, ÖBÍ,
hefur i umboði
eins öryrkja höfð-
að mál gegn Trygg-
ingastofnun ríkis-
ins þar sem krafist
er greiðslu á van-
goldnum örorku-
lífeyri að andvirði 1,5 milljónir
króna, auk dráttarvaxta og máls-
kostnaðar. Kröfugerðin nær frá 1.
janúar 1994 til dagsins í dag.
Ekki í samræmi við lög
Umboðsmaður Alþingis telur að
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
hafi ekki leyst úr máli Péturs Þórs
Gunnarssonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Gallerí Borgar, í
samræmi við lög er ráðuneytið
staðfesti synjun Fangelsismála-
stofnunar á umsókn hans um
reynslulausn. - Mbl. greindi frá.
-Hkr