Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
Fréttir
r>v
Sérfræðingar í verðbólguspám gera allir ráð fyrir meiri verðbólgu en sátt atvinnulífs og launþega þolir:
Metnaðarfullt markmið
- segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Seðlabankinn,
Landsbankinn
og Þjóðhags-
stofnun telja i
spám sinum að
verðbólga verði
meiri á fimm
fyrstu mánuðum
næsta árs en hið
rauða strik ASÍ
gerir ráð fyrir.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, segir erfitt að svara
þeirri spurningu hvort líkur séu á
að verðbólga verði innan við 3%
frá janúar til maí 2002. Hann bend-
ir einnig á að útfærsla þessara hug-
mynda liggi ekki nákvæmlega fyr-
ir.
„Hins vegar er alveg ljóst að
þetta er mjög metnaðarfullt mark-
mið. Að gera ráð fyrir vísitölu upp
á 222,5 er allmiklu lægra en við
reiknuðum með. Það þarf því tölu-
vert mikið til að þetta gangi upp,“
segir Þórður.
Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir
vísitölu sem næmi 225 á þessum
tíma sem er rúmu prósenti hærri
verðbólga en má verða svo hægt sé
að bjarga kjarasamningum í maí
nk. Þórður bendir einnig á að spá
Þjóðhagsstofnunar hafi gert ráð
fyrir minni verðbólgu en hjá öðr-
um fagaðilum. Þannig spái Seðla-
bankinn u.þ.b. 4% verðbólgu frá
upphafi næsta árs til loka, Lands-
bankinn 4,9% en Þjóðhagsstofnun
3,5%. Allir eru hins vegar sammála
um að hraði verðbólgu verði mest-
ur í byrjun næsta árs en fari síðan
ört lækkandi.
Óvissuþættir verðbólguspár eru
hins vegar margir. í fyrsta lagi má
nefna gengisóstöðugleika, í öðru
lagi óvissu um launamál sem helst
áfram þótt uppsagnarákvæðinu
hafi verið frestað um 3 mánuði. í
þriðja lagi er spurningin hve mikill
samdrátturinn verður.
En hvað þarf að breytast til að
launþegar, atvinnurekendur og
stjónvöld nái markmiði sinu? Þórð-
ur bendir á líkur á hækkandi
gengi, t.d. með lántöku á erlendu
lánsfé sem fari í innlend lán. Erfitt
sé hins vegar að segja fyrir um
gengismál til skamms tíma og spá-
kaupmennska með gengið og al-
mennar væntingar spili því stórt
hlutverk. Einnig er gert ráð fyrir
minni álögum á grænmeti en Þórð-
ur vill ekki meta líkurnar á að
þetta gangi allt eftir. Það fari að
miklu leyti eftir því hve málum
verði fylgt fast eftir, sem og al-
mennu mati markaðarins á aðgerð-
unum. -BÞ
Þórður
Friöjónsson.
Stálu tölvum og
myndavélum
Innbrotsþjófar, sem brutust inn í
verslunina BT-tölvur við Reykja-
víkurveg í Hafnarfirði um klukkan
4 í nótt, höfðu snör handtök og
voru horfnir af vettvangi þegar lög-
reglan kom á staðinn skömmu síð-
ar.
Öryggiskerfi i versluninni fór í
gang við innbrotið og lögreglan fór
strax á vettvang. Þjófarnir voru þá á
bak og burt og höfðu haft meö sér 4-5
fartölvur að talið er, 8-9 myndavélar
og eitthvað fleira smávegis. -gk
DV-MYND GVA
Enn standa margar íbúðir auðar í Grafarhoiti
Væntingar manna á þenslutíma áranna 1999-2000 hafa reynst ofmikiar varöandi skjóta sölu stórra íbúöa í hverfinu.
Of miklar væntingar gerðar til skjótrar íbúðasölu í Grafarholti:
Stórar eignir seljast
hægar en búist var við
- minni íbúðir renna hins vegar út og eru nær uppseldar
Sala íbúða í Grafarholtshverfinu
nýja hefur gengið misjafnlega sam-
kvæmt upplýsingum vektaka á svæð-
inu. Lóðir undir íbúðir voru á sínum
tíma boðnar út og virðist sá misskiln-
ingur hafa verið ríkjandi að ekki
mætti byggja minni íbúðir er til-
greindar voru í útboði. í kjölfar versn-
andi efnahagsástands hafa stóru íbúð-
irnar selst hægar en menn vonuðust
til.
Forsvarsmenn fyrirtækisins Járn-
bendingar ehf. fóru þá leið að byggja
minni íbúðir en upphaflega var gert
ráð fyrir á þeirra reit. Segja þeir ekk-
ert vandamál því hafa verið í gangi
við að losna við þær íbúðir. Þar er
mest um að ræða þriggja og fjögurra
herbergja íbúðir, um 90 til 110 og 120
fermetrar að stærð. Af 35 íbúðum í
tveim blokkum fyrirtækisins sé ein-
ungis ein íbúð óseld. Sem dæmi um
verð er þriggja herbergja 93,5 fer-
metra íbúð þar auglýst á 11,8 milljón-
ir króna. Það þýðir að fermetraverð á
þessari íbúð er um 126 þúsund krón-
ur.
Dæmi um fokhelda sérhæð annars
verktaka í Ólafsgeisla á 15,8 milljónir
sýnir hins vegar fermetraverð upp á
ríflega 97 þúsund. Þá er eftir að klára
húsið að innan sem gemr allt að því
tvöfaldað þetta verð. Mörg fleiri svip-
uð dæmi eru til. Vandinn virðist því
hafa verið varðandi sölu stærri íbúða
sem talsvert hefur verið byggt af í
hverfinu og kosta eðlilega meira.
Áður en uppbygging Grafarholtsins
hófst var talin mikil þörf á byggingu
stórra íbúða. Verktakar tóku því
margir þann kost að uppfylla óskir
um stórar íbúðir. í kjölfar efnahags-
samdráttar, þegar kom fram á þetta
ár, hafa að sögn fasteignasala hins
vegar orðið nokkur umskipti í eftir-
spurninni. Fólk kaupir frekar minni
og ódýrari íbúðirnar.
Fermetraverð í Grafarholtinu hefur
til þessa verið talið nokkuð hátt í sam-
ræmi við hátt lóðaverð. Það er samt
langt frá því að vera það hæsta sem
sést hefur í Reykjavík. I Bryggjuhverf-
inu í Grafarvogi er jafnvel talað um
verð allt að 180-200 þúsund krónur á
fermetra fyrir tveggja til þriggja her-
bergja íbúðir. Þó er að mati fasteigna-
sala enn hæsta verðið i Þingholtunum
og þar í kring en verð í úthverfunum
fer samt hækkandi.
Væntingar hafa verið um að
minnkandi spenna á fasteignamark-
aði leiddi til lækkaðs íbúðaverðs. Að
sögn Þorleifs St. Guðmundssonar,
fastseignasala hjá Eignamiðluninni,
hefur það alls ekki reynst vera raun-
in. Segir hann sölu og eftirspurn nú í
góðu jafnvægi og verð hafi ekki lækk-
að eins og menn bjuggust við. Hann
segist ekki sjá nein teikn um breyting-
ar á þessu næstu misserin. Varðandi
Grafarholtið segir hann að bjartsýnin
um skjóta sölu íbúða þar hafi einfald-
lega verið of mikil. Hins vegar sé þar
ágæt sala og minni íbúðir í hverfinu
nánast að verða uppseldar. -HKr.
Bæ j arst j órnarkosningarnar:
Allar líkur á
framboöi
Oddur Helgi
Halldórsson.
Allar líkur eru á
því að L-listinn,
listi fólksins, sem
bauð fram í kosn-
ingunum til bæjar-
stjómar Akureyr-
ar árið 1998 og
fékk einn bæjar-
fulltrúa kjörinn,
muni bjóða fram
að nýju við kosn-
ingamar í vor.
„Það hefur ekki verið tekin endanleg
ákvörðun en það bendir allt til fram-
boðs og það er mjög mikið þrýst á mig
að gefa kost á mér áfram,“ segir Oddur
Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-list-
ans og sá maður sem framboðið var
nánast búið til utan um á sínum tíma.
Oddur segir að fyrir sig persónulega
sé framboð ekkert sáluhjálparatriði.
„Ég hef litið svo á að ég væri í þessu
fyrir fólkið og ef fólkið vill hafa mig
áfram þá er ég tilbúinn að starfa. Loka-
ákvörðun hefur ekki verið tekin en ég
er þó þegar farinn að undirbúa það að
ég haldi áfram í bæjarmálunum," seg-
ir Oddur. í kosningunum 1998 kom L-
listinn gríðarlega á óvart og fékk 931
atkvæði, eða 11,5%, og Oddur fékk ör-
ugga kosningu.
Oddur segir að „harði kjaminn"
sem standi á bak við sig og sæki reglu-
lega bæjarmálafundi L-listans sé ekki
stór en hann sé 19-12 manns. „Hversu
margir era svo þar fyrir utan sem
styðja okkur heilshugar veit ég ekki en
við sem stöndum að þessu teljum ekki
nokkra spumingu að grandvöllur sé
fyrir framboðinu. -gk
Umræður á Alþingi í gær um „þjóðarsáttarpakkann“: ^
Davíð mjög ánægður með ASI
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lýsti á þingi í gær mikilli ánægju
með það samkomulag sem virðist í
augsýn milli stjórnavalda, atvinnu-
rekenda og verkalýðshreyfingarinn-
ar. Þetta kom fram þegar Jóhanna
Sigurðardóttir (SF), Steingrímur J.
Sigfússon (VG) og Össur Skarphéð-
insson (SF) gerðu athugasemdir um
störf þingsins og töldu rétt að fresta
3. umræðu um tekju- og eignaskatt
þar sem nýjar upplýsingar hefðu
komið fram, s.s. 0,25% lækkun trygg-
ingargjalds og minni álögur á græn-
moti.
Davíð sagði enga ástæðu til að
fresta umræðunum þar sem lækkun
tryggingargjaldsins yrði ekki fyrr en
2003 og grænmetismálin ekki skoðuð
fyrr en næsta vor. Steingrímur J.
Sigfússon vildi hins vegar að óbreytt
skattalög giltu út næsta ár fyrir utan
lækkun tekjuskatts i samræmi við
hækkun útsvars, auk afnáms skatts á
húsaleigubætur sem allir myndu
styðja. Hann sagði vinnubrögð ríkis-
stjórnarinnar ekki áferðarfalleg. Það
væri að verða lenska að hækka hlut-
ina fyrst en lækka þá svo aftur, sbr.
íjárlagapakka stjórnarinnar.
Össur lýsti ánægju með það þrí-
hliða samráð sem nú hefði verið við-
haft en það væri vonum seinna eftir
að Samfylkingin hefði lengi hvatt til
þess. Vonandi yrði hægt að lækka
vexti og verðbólgu en hinu síöar-
nefnda væri gefið fóður með hækkun
tryggingargjalds.
Davíð sagði forystumenn verka-
lýðsins hafa komið fram af miklum
myndarskap, sem og fulltrúar
stærstu aðilanna á vinnumarkaði.
„Ég er ánægður með að þetta ferli
skuli vera að takast. Þetta mun hafa
góð áhrif á krónuna og verðbólguna,"
sagði Davíð og vitnaði til þess að
gengi krónunnar hefði þegar styrkst
töluvert um miðjan dag í gær. -BÞ
Sólargan
riJJ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 15.32 15.46
Sólarupprás á morgun 11.13 11.29
Síödegisflóö 16.38 21.11
Árdegisflóð á morgun 05.09 09.42
Rigning fyrir sunnan
Sunnan og suöaustan 8 til 13 m/s
vestantil síödegis en hægari sunnan-
átt austan til. Rigning á Suður- og
Vesturlandi en þykknar upp annars
staðar.
Sunnan og suðaustan
Sunnan og suðaustan 5 til 15 m/s
á morgun, hvassast vestan til.
Dálitil súld sunnan til fram á
morgundaginn en annars skýjað
meö köflum. Hiti 4 til 9 stig.
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
O :0
Hiti 4" Hiti 4° Hiti 1°
til 10“ tii 10° til 4°
Vindur: Vindur: Vindur:
5-13 5-10 w/» 5-10 m/&
t t
Skýjað með Súld eöa rignlng
köflum og þurrt sunnan- og breytlleg átt og
aö kalla en víöa vestanlands en
léttskýjaö skýjaö meö víöast hvar og
noröan og köflum kölnandl veöur.
austan th. noröaustan til.
Hlýtt
3
Logn m/s 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
AKUREYRI hálfskýjaö 5
BERGSSTAÐIR hálfskýjað 4
BOLUNGARVÍK skúrir 3
EGILSSTAÐIR léttskýjaö 4
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 2
KEFLAVÍK hálfskýjaö 3
RAUFARHÖFN heiöskírt 4
REYKJAVÍK skýjaö 3
STÓRHÖFÐI léttskýjað 5
BERGEN heiðskirt -1
HELSINKI kornsnjór -2
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 1
ÓSLÓ þoka -3
STOKKHÓLMUR þokumóða 3
ÞÓRSHÖFN skýjaö 9
ÞRÁNDHEIMUR þoka -2
ALGARVE rigning 14
AMSTERDAM þokumóöa 4
BARCELONA heiðskírt 1
BERLÍN súld 4
CHICAGO léttskýjaö 3
DUBLIN þokuruöningur 5
HALIFAX heiöskírt 1
FRANKFURT rigning 3
HAMB0RG hrimþoka -1
JAN MAYEN léttskýjað 2
LONDON heiöskírt 4
LÚXEMBORG súld 1
MALLORCA léttskýjaö 6
MONTREAL heiðskírt 1
NARSSARSSUAQ aiskýjaö 0
NEW YORK heiöskirt 6
ORLANDO hálfskýjað 21
PARÍS þokumóða 3
VÍN snjókoma 1
WASHINGTON þokumóða 4
WINNIPEG þoka -3
wmsgmœwamEmmmmm