Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
Fréttir
DV
Niöurstaða fanga á Litla-Hrauni í ítarlegri greinargerö um fangelsið:
Refsiþyngjandi þættir
ofan á frelsissviptingu
- talsmaöur fanganna segir deildarstjóra ekki gæta mannúðar eða sanngirni
Fangar á Litla-Hrauni hafa tekið
saman ítarlega greinargerð þar sem
þeir gagnrýna fjölmðrg atriði í fang-
elsinu sem þeir telja fara í bága við
mannréttindasáttmála og evrópskar
fangelsisreglur. Þessa stundina eru
um 70 fangar í fangelsinu. DV ræddi
við talsmann umræddra fanga þar
sem hann kynnti málið.
í samantektinni kemur m.a. fram
að fangar vilja vekja athygli á fangels-
isreglum sem Evrópusambandið hefur
geflð út og aðildarríki þess hafa gert
að fyrirmynd varðandi löggjöf í fang-
elsismálum hvers lands. Árangurinn
hafl verið sá að evrópsk fangelsislög-
gjöf byggist að meginstefnu á mannúð
og betrun sem ríkjandi þáttum í stað
refsi- og hefndarstefnu sem þeir segja
virðast ríkja á íslandi. Þar er átt við
refsiþyngjandi þætti eftir aö einstak-
lingar eru sviptir frelsinu og þeir lok-
aðir á bak við lás og slá.
Skýrsla fanganna er á leiðinni til
fjögurra ráðherra, dómsmálaráðu-
neytis, tólf þingmanna, umboðsmanns
Alþingis, allra fjölmiðla og fleiri aðila.
Lokun fyrirmyndargangsins
braut ísinn
Upphafið að samantekt fanganna
var lokun svokallaðs fyrirmyndar-
gangs á Litla-Hrauni, þó svo að sá
gjörningur sé aðeins hluti af því sem
kemur fram í samantekt fanganna. „í
þessu fangelsi glata fangar tengslum
sínum við samfélagið og fátt bíður
þeirra að afplánun lokinni," segir tals-
maður fanganna.
„Við bendum á ómarkviss og
ósanngjöm vinnubrögð fangelsisyfir-
valda og handahófskenndar hugmynd-
ir stjórnenda fangelsisins. Hér eru
einstaka yfirmenn nær einráðir,
menn sem hafa hvorki menntun né
reynslu til að taka ákvarðanir um
hluti sem eru fóngum hjartans mál.
Persónuleg viðhorf og geðþótta-
ákvarðanir, til dæmis eins deildar-
stjórans hér, sem ekki hefur menntun
til slíks, eru daglegt brauð hérna.“
Framtið hvers fanga er frelsi
Draumur fanga og aðstandenda
þeirra er að þeim áskotnist sömu
tækifæri til að endurheimta frelsið og
þeim sem standa í sömu sporum ann-
ars staðar í Evrópu,“ segir í úttekt
fanganna. „Ósk okkar er að stjórnend-
ur landsins og yfirvöld í fangelsismál-
um tileinki sér þá stefnu sem önnur
Evrópuríki hafa sett í öndvegi og tek-
ur mið af raunverulegum heildarhags-
munum þjóðfélagsins.
Staðreyndin er sú að framtíð hvers
fanga ber frelsi í skauti sér. Það er
rétt að fólk hafi í huga að þegar fanga-
vistinni lýkur þá er runnin upp sú
stund að þjóðfélagið þarf að sætta sig
við hina dæmdu á ný.
Dvöl í fangelsi í dag er til þess fall-
in aö rjúfa tengsl okkar um of við um-
heiminn. Langtíma-innilokun gerir
suma nær ófæra um að aðlagast þjóð-
félaginu að afplánun lokinni. Oft
missa fangar sjálfsbjargarviðleitnina
og leggjast á framfærslu almennings
að afplánun lokinni," segir fanginn.
Tilgangur lífsins hverfur
„Kjarni þessa máls er að fangelsis-
reglur sem skerða möguleika okkar á
að vera í sambandi við okkar nánustu
þýða að tengsl fanga rofna með tíman-
um,“ segir talsmaðurinn. „Þannig
hverfur tilgangur lífsins. Eftir standa
sársaukafullar tilfinningar. Við telj-
um að sú hugmyndafræði ríki hjá
fangelsisyfirvöldum á íslandi að fanga
þurfi að einangra, að þrengja þurfi að
fóngum og ástvinum þeirra og aö
hvatt sé til höfnunar. Þetta köllum við
refsi- og hefndarsjónarmið ofan á
sjálfa frelsissviptinguna á kostnaö
betrunarsjónarmiða. Þjóðfélaginu er
ekki best borgið með því að sérhverj-
um fanga sé kippt til hliðar og hann
einangraður frá fjölskyldu sinni þar
til honum er á endanum vísað út fyr-
ir hlið.“
Fyrsta dagsleyfið eftir 1-5 ár
I samantekt fanganna vísa þeir á
sjónvarpsviðtal við Erlend Baldurs-
son, afbrotafræðing hjá Fangelsis-
málastofnun, sem sagði að fangar á ís-
landi sem sitji lengur en fimm ár eigi
mjög erfitt með að fóta sig i samfélag-
inu eftir afplánun.
Þeir segja að lykilatriði hvað varði
möguleika fanga til að snúa aftur til
samfélagsins séu samskipti hans og
tengsl við ástvini og umheiminn. Þar
er einkum átt viö leyfi úr fangavist-
inni, heimsóknartíma og afnot af
síma. í dag fær fangi ekki dagsleyfl til
að hitta ástvini sína fyrir utan fang-
elsið fyrr en að lokinni þriðjungs af-
plánun og aldrei fyrr en eftir eitt ár.
Þetta þýðir að fangi með 15 ára dóm
fær fyrst dagsleyfi eftir heil 5 ár.
Allt þar til fyrir nokkrum árum
gafst fongum tækifæri til að fara í sitt
fyrsta dagsleyfi eftir að hafa lokið 1
árs afplánun," segir í úttektinni. Með
reglugerð dómsmálaráðuneytisins var
þessari skipan breytt og framan-
greindar reglur settar. „Þetta þykir
okkur beinlinis til þess fallið að rjúfa
tengsl fanga við ástvini sína. Erlendis
eru helgarleyfi veitt ef dagsleyfi þykja
skila árangri. Á íslandi eru helgar-
leyfi ekki veitt," segir talsmaðurinn.
Meginreglur um mannlega
virðingu
í reglum um fangelsi innan Evrópu-
A bak við lás og slá
Á Litla-Hrauni eru ýmis agaviðurlög. Mjög er umdeilt hvernig og hverjir ákveða
hvort viðuriögunum er beitt og með hvaða hætti.
DV-MYNDIR HILMAR ÞÖR
Fangavöröur meö talsmann fanga sér viö hlið
Greinargerð fanganna á Litla-Hrauni verður send til fjögurra ráðherra, tólf
þingmanna og fleiri aðila. Athygli þeirra verður ekki síst vakin á atriöum sem
snúa að reglum Evrópusambandsins um fangelsi.
sambandsins segir meðal annars að
stjórnendur fangelsa séu hvattir til að
móta stefnu, stjórnunaraðferðir og
venjur sem byggist á heilbrigðum
samtímasjónarmiðum um tilgang og
réttlæti. Lögð er áhersla á meginregl-
ur um mannlega virðingu og hlutverk
fangelsisyfirvalda hvað varðar mann-
úðlega og jákvæða meðferð.
í 3. grein reglnanna er tilgangur
fangavistar rakinn - hún skuli stuðla
að því að fangar geti snúið aftur til
þjóðfélagsins þannig að sem mestar
líkur séu á að þeir hlíti lögum og geti
séð sér farborða er þeir hafa öðlast
frelsi að nýju.
Hvað varðar samband fanga við
umheiminn er lögð áhersla á að þeim
skuli leyft að hafa samband við fjöl-
skyldu sína og fá heimsóknir eins oft
og unnt er. Einnig er það tiltekið að
fangelsun sé vissulega frelsissvipting.
Því skuli ekki auka þjáningar fanga.
Tengslum við skyldmenni, sem þjóni
best hagsmunum fanga og fjölskyldna,
skuli haldið og þau treyst. Einnig aö
störf fanga skuli skipulögð þannig að
þeir fái tækifæri til samskipta við hið
frjálsa þjóðfélag þannig að hin félags-
lega aðlögun verði betri að lokinni af-
plánun.
í reglunum er vikið að því að við
flokkun í fangelsi skuli tekið mið af
afbrotaferli, íjölskylduaðstæðum og
öðrum ytri aðstæðum fanga. Hér telja
fangar einmitt íslensk fangelsisyflr-
völd hafa snúið frá hinum fyrsta vísi
að því að fara að þessum reglum með
því að loka fyrirmyndarganginum
svokaOaða.
Ef einn brýtur
af sér þjást hinir
„Á Litla-Hrauni eru allir fangar
meðhöndlaðir líkt og eplið og eikin
með hliðsjón af þvi að epli vaxa ekki
á eikartrjám," segir talsmaður fanga
og vísar til þess að geri einn fangi eitt-
hvað af sér þá þurfi allir að gjalda fyr-
ir þaö og þjást. Nærtækasta dæmið
um það var lokun fyrirmyndargangs.
Annað dæmi um þetta er að fóngum
er óheimilt að veröa sér úti um
rakspíra nema hann berist sem jóla-
gjöf og á afmælisdögum þeirra er að-
standendum bannað að koma með
kökur. „Það er eins og hugsunin sé sú
að fangar noti rakspíra almennt til
drykkjar og eiginkonur og börn feli
vímuefni eða annan bannvarning í
því sem þau hafa með sér á heimsókn-
artímum," segir fanginn.
Umdeildur deildarstjóri
í samantekt fanganna, sem reyndar
er óundirrituð, segja þeir að tiltekinn
deildarstjóri á staðnum, sem gjarnan
hefur séð um að ákveða hvar fangar
Vald deildarstjóra of mikið
„Mér finnst mest
gagnrýnivert við
Litla-Hraun að aga-
viðurlög sem menn
þar eru beittir eru í
engu samræmi við
það brot sem menn
hafa framið. Ef ein-
hver verður t.d. upp-
vís að þvi að
skemma eigur eða
koma dónalega fram
við fangaverði, sem á auðvit-
að ekki að líðast, eöa eitthvað
finnst í þvagi eru þeir stund-
um settir í refsingu - vinna
tekin af þeim, þeir settir í
símabann eða heimsókna-
bann eða verða jafnvel að
hitta ættingja sina með því að
horfa á þá i gegnum gler,“
segir Hilmar Ingimundarson
hæstaréttarlögmaður. Hann
segir ljóst að undirmenn for-
stöðumanns Litla-Hrauns,
deildarstjórar, taki greinilega
ýmsar áhrifaríkar ákvarðanir
- nokkuð sem hann telur að
forstöðumaðurinn einn eigi í
öllum tilvikum að taka, til
dæmis varðandi aga-
viðurlög."
Varðandi niður-
lagningu fyrirmjmd-
argangsins segir
Hilmar að eftir því
sem hann viti best þá
hafi einn fangi brotið
þar af sér. „Þá var
eitt látið yfir alla
ganga. Það er ekki í
samræmi við
refsipólitík og réttlæti að eitt
skuli yfir alla ganga. Þetta
eru röng sjónarmið. Eitt
skemmt epli eyðileggur ekki
allan eplakassann."
Hilmar segir fráleitt að það
komi fyrir að fangar fái ekki
dagsleyfi fyrr en eftir þriðj-
ung afplánunar, jafnvel eftir 5
ár. „Þessum reglum þarf að
breyta, ekki síst í samræmi
við evrópsku fangelsisregl-
urnar. Mér finnst það líka
álitamál að Fangelsismála-
stofnun fái að ákveða ein-
hliða um reynslulausnir."
Hilmar
Ingimundarson.
Lalla Johns líöur ekki vel þarna
„Þau skipti sem
ég fór þarna inn
með Lalla Johns á
sínum tíma fannst
mér frekar óvistlegt
á Litla-Hrauni -
ópersónulegt og
kaldranalegt þarna
inni. Mér fannst
þetta ómanneskju-
legt,“ segir Þorfinn-
ur Guðnason kvik-
myndagerðarmaður
vann myndina um
sem
Lalla
Johns sem nýlega var sýnd.
- Hvernig fannst þér Lalla
líða innan veggja fangelsis-
ins?
„Honum líður ekkert vel
þarna. Reyndar er hann
manna vanastur. Þetta um-
hverfi hefur hins vegar
ekki latt hann til afbrota.
Hann kemur þarna aftur og
aftur. Sumir segja að hann
og aðrir fari þarna inn á
vetuma til að fá sér húsa-
skjól - þetta sé því félags-
legt vandamál."
Þorfinnur segir
að sér finnist við-
mót starfsfólks á
Litla-Hrauni ein-
staklingsbundið.
„Hins vegar finnst
mér mjög erfitt að
ná inn á Litla-
Hraun. Símatímar
Þorfinnur eru takmarkaðir,
Guönason. það er mjög erfitt
að komast að og
það er oft á tali. Ef fanginn
er ekki nógu fljótur að kom-
ast að missir hann kannski
af því. Ég hef orðið var við
að ef þvagprufa er tekin úr
fongum og þeir greinast
með eitthvað þá eru þeir
settir í símabann í langan
tíma. Þá geta menn ekki tal-
að við aðstandendur sína
svo vikum skiptir. Mér
finnst ekki gott að sjá unga
stráka þama sem villast af
leið. En þeir koma ekki
heilir út úr þessu fangelsi,"
sagði Þorfmnur Guðnason.
Gerræðislegar ákvarðanir
„Ég hef orðið var
við gerræðislegar
ákvarðanir sem
sjaldnast eru til-
kynntar skriflega. Af
þessum sökum er
erfitt fyrir fangana
að leita réttar síns.
Þama eru einhverjar
ákvarðanir teknar og
þeir hafa ekkert í
höndunum. Þess
vegna hafa þeir þurft að fá
sérstaklega skriflega afstöðu
til að hægt sé að kæra ákvörð-
unina. Á hinn bóginn hafa ég
og skjólstæðingar mính yfir-
leitt ekki yfir miklu að kvarta
þarna," segir Páll Arnór Páls-
son hæstaréttarlögmaður um
aðbúnað fanga á Litla-Hrauni.
Páll Arnór segir að i sjálfu
sér hafi fangaverðir ekki
komið illa fram. Hins vegar sé
vandi fangelsisins í heild
slíkur að hætta sé á að
ákvarðanir kunni að verða
gerræðislegar vegna þess
vinnulags sem viðhaft er.
„Þetta á til dæmis
við ef menn eru settir
í einangrun. Einnig
eru viðkvæmir hlutir
í sambandi við heim-
sóknh eða dagsleyfi.
Eitt dæmi get ég
nefnt. Fyrh skömmu
var fangi kominn inn
og óskaði eftir að fá
sambýliskonu sína í
heimsókn. Þá reynd-
ist það ekki hægt vegna þess
að hún var með afbrotaferil.
Þetta reyndist ekki hægt að fá
skriflegt en í það var vísað
munnlega að konan gæti ekki
heimsótt manninn inn í klefa
til hans af þessum sökum.
Þau urðu því að tala saman í
gegnum gler.“
Páll Arnór segir aö mjög sé
aðfmnsluvert á Litla-Hrauni
að margar skyndileith, þar
sem ruðst er skyndilega inn í
klefa, skapi óróa og óvissu.
„Þetta er mannréttindaskerð-
ing.“
Páll Arnór
Pálsson.