Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 13 DV Útlönd NYR TOYOTA LAND CRUISER 90 TDI 50th Anniversary-útgáfa, sjálfskiptur, 38“ dekk, lækkuð hlutföll, póleraðar álfelgur, VX-kantar, allur samlitur, litað gler, prófíl-dráttarbeisli geymslukassi, kastarar, kastaragrind, kastarar í stuðara, VX-toppgrindarbogar, viður í mælaborði, húdd scope. Bíllinn aðeins hækkaður um 6 cm. Til sölu á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Visa/Euro raðgreiðstur. REUTER-MYND Berlusconi gaf sig ítalski forsætisráðherrann lét í gær undan þrýstingi kollega sinna innan Evrópusambandsins og féllst á nýja skipan handtökuheimilda í ESB. Berlusconi lætur af andstöðu sinni innan ESB Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, gafst loks upp fyrir fé- lögum sínum innan Evrópusam- bandsins í gær og lét af andstöðu sinni við að setja á laggirnar kerfi handtökuheimilda sem gildi í öllum löndum sambandsins. Leiðtogar ESB líta á þetta sem mikilvægt vopn í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum. Berlusconi hafði áður haldið því fram að hin nýja skipan mála myndi gefa erlendum dómurum færi á að blanda sér i ítölsk innan- ríkismál. Stjórnarandstæðingar voru hins vegar fljótir að benda á að forsætisráðherrann væri þar með í huga spænska saksóknara sem eru að rannsaka viðskiptaveldi hans. Leiðtogar hinna fjórtán aðildar- landa ESB lögðu hins vegar þunga áherslu á að komið yrði á laggirnar sameiginlegu handtökuskipana- kerfi. Berlusconi gaf sig svo á neyð- arfundi með Guy Verhofstadt, for- sætisráðherra Beigíu, í gær en Belg- ar eru í forsæti ESB nú. Minnsta bók í heimi Margaret Dent, starfsmaður ástralska þjóðarbókasafnsins, skoðar hér eintak af bænabókinni „Faðirvorinu" sem talin er minnsta bók í heiminum. Bókin er til sýnis á bókmenntasýningu í Canberra í Ástralíu, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis ástralska þjóðarbókasafnsins, en þar voru til sýnis nokkrar verðmætustu bækur heimsins frá 39 bókasöfnum í yfír 20 löndum, allt frá ísraei til Kína. Þar á meðal eru sálumessa Mazarts og handskrifuð afstæðiskenning Einsteins. Vilja fá hærri at- vinnuleysisbætur Færeysk verkalýðsfélög vilja að atvinnuleysisbótasjóður landsins hækki stuðning sinn við atvinnu- lausa sem fá aldrei meira en um 120 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Atvinnuleysisbótasjóðurinn er mjög vel stæður, að því er fram kemur í frétt dönsku fréttastofunnar Ritzau. Nú eru ekki greidd í bætur nema sjötíu prósent af launum verka- manns. Verkalýðsfélögin telja þetta of lítið og vilja að bæturnar hækki í 80 prósent af launum. Ekkert lát á þyrluárásum ísraelsmanna á byggðir Palestínumanna: Þrír óbreyttir borgarar drepnir í árás í morgun flóttamannabúðanna og sagði í frétt ísraelska herútvarpsins að árásin hefði verið gerð til aö svara skothríð Palestínumanna á landnemahverfið fyrr um morguninn. Ásásin í morgun kemur í kjölfar meintra morða ísraelsmanna á tveim- ur Palestínumönnum við varðstöð hersins nálægt bænum Tulkarm í gær en þá fór einnig fram harmþrungin útfór tveggja ungra drengja sem létu lífið í þyrluárás ísraelsmanna í fyrra- dag en um þrjú þúsund manns fylgdu þeim til grafar. ísraelsk yfirvöld hafa þegar beðist afsökunar á drápunum en palestínsk yfirvöld höfðu áður lýst þeim sem ósiðlegu athæfi ísraelsmanna. Anthony Zinni, bandaríski samn- ingamaðurinn sem dvalið hefur í ísrael síðustu tvær vikurnar án nokkurs árangurs, sagðist í gær ætla að framlengja dvöl sína á svæðinu eftir viðræður við fulltrúa stríðandi fylkinga í gær. ísraelskar herþyrlur héldu í morgun áfram árásum á byggðir Palestínu- manna á Gaza-svæðinu og munu að minnsta kosti þrír Palestínumenn hafa látið lifiö í árásunum og sjö særst þegar tvær þyrlur beindu árásum sínum að svæði nálægt flóttamannabúðunum í Khan Yunis. Þyrlurnar gerðu fyrst skotárás á hóp fólks sem statt var við grafreit faliinna Palestínumanna og féll þar einn óbreyttur borgari auk þess sem tveir félagar í PFLP, alþýðufylk- ingu Palestínumanna, særðust en fiöldi fólks mun hafa verið við grafreitinn. Þyrlunar gerðu síðan sprengjuárás á nærliggjandi hús og munu tveir óbreyttir borgarar hafa látist í þeirri árás og fimm særst. Að sögn palestínskra yfirvalda gerðu skriðdrekasveitir árásir á svæð- ið i kjölfar þyrluárásanna og var þeim aðallega beint að svæðinu sem næst er ísraelska landnámshverflnu Gush Katif sem reglulega hefur orðið fyrir skotárásum frá útjaðri Khan Yunis Palestínsk líkfylgd Um 3000 Palestínumenn fyigdu drengjunum tveimur sem ísraeismenn drápu í þyrluárásum á mánudaginn til grafar í gær. ísraelsmenn hafa beðist fyrirgefningar á drápunum sem Palestínumenn kalla siðlaust athæfi. Afganskar konur biðja um aðstoð: Krefjast þess að aðskilnað- ur kynjanna verði afnuminn Hópur frammákvenna í Afganist- an, sem máttu þola illa meðferð á valdatíma talibanastjórnarinnar, er væntanlegur til Washington í dag þar sem farið verður fram á að stjórnvöld vestra skilyrði aðstoð sína við upp- byggingu landsins við aukinn rétt- indi til handa konum. í hópnum eru háskólaborgarar, fyrrum útvarpskona og fulltrúar úr byltingarsamtökum afganskra kvenna (RAWA). Konurnar munu hitta bandaríska þingmenn og embættis- menn í vikunni til að vekja athygli þeirra á kjörum afganskra kvenna. Komu kvennanna til Bandaríkj- anna ber upp á sama dag og George W. Bush forseti undirritar lög sem heimila að veita afgönskum konum og börnum aðstoð á sviði heilbrigðis- og menntamála. REUTER-MYND Sima Wali Einn fulltrúa afganskra kvenna sem ganga á fund bandarískra stjórn- mátamanna og embættismanna. „Við viljum tryggja að aðstoðin sé skilyrt og að þjóöir heims þrýsti á fulltrúa í nýju stjórninni, einkum karlmennina," sagði Sima Wali sem er í samtökum sem aðstoða flótta- konur. Talibanastjórnin ástundaði harða aðskilnaðarstefnu kynjanna á með- an hún var við völd. Konur gátu ekki stundað nám, þeim var bannað að fara út af heim- ili sínu nema í fylgd með karlmanni úr fjölskyldunni og sumar voru barðar fyrir að sýna á sér ökklana eða of mikið af úlnliðunum undan kuílunum. Wali, sem var við undirritun samninga um nýja stjórnskipan í Afganistan í Þýskalandi um daginn, sagði í gær að stuðningur Bandaríkj- anna við konur væri lykilatriði. Lax og silungs veiðivörur Sportvörugerðin Skipholti 5, Reykjavík, s. 562-8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.