Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 2
2 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 Fréttir DV Héraðsdómur dæmir lögreglumönnum í vil vegna vangoldinna launa: Seinagangur Hagstofu kostar ríkið milljónir Ríkið gæti þurft að greiða lög- reglumönnum allt að 30 milljónir króna í vangreidd laun en dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykja- víkur þann l. febrúar. Málið var höfðað í nafni eins lögreglumanns gegn ríkisfjárhirslu og snerist það um túlkun á samkomulagi sem gert var árið 1993 milli Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðuneyt- is. í samkomulaginu segir að lög- reglumenn skuli fá launahækkun, sem er samsvarandi meðalhækkun viðmiðunarhópa tvisvar á ári eins og hún er metin af Hagstofu íslands. Liggi matið ekki fyrir hækki laun lögreglumanna til bráðabirgða um 3% frá sama tíma og metin hækkun ætti að gilda. Lögðu ríkið Lögreglumenn sækja vangoldin laun meö hjálp dómstóla. Dráttur varð á mati Hagstofunnar fyrir tímabilið október 1999 til apríl 2000. í september 2000 barst Qármála- ráðuneytinu svo mat Hagstofunnar vegna launabreytinga fyrir þetta tímabil þar sem fram kom að laun lög- reglumanna höfðu breyst að meðaltali um 12% á tímabilinu. Á sama timabili heíðu laun viðmiðunarhópanna að- eins hækkað um 6,7-6,8%. Samkvæmt því hefðu laun lögreglumanna hækk- að umtalsvert meira en laun saman- burðarhópsins og því ekki komið til leiðréttingar. í niðurstöðu dómsins segir að þar sem mat lá ekki fyrir hafi átt að greiða bráðabirgðahækkun, 3%, ofan á laun mannsins frá 1. maí 2000 til septemberloka, þar sem skýrt kæmi fram í samkomulaginu frá 1993 að lægi mat ekki fyrir ætti að greiða bráðabirgðahækkunina. Lækka þau síðan frá 1. október 2000 með mati Hagstofunnar að launahækkun lög- reglumanna væri meiri en viðmiðun- arhópa. Var því ríkinu gert að greiða stefnanda 51.580 kr. auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Mál lögreglumannsins var höfðað sem prófmál og segir Kristján B. Thorlacius hdl., lögmaður hans, að dómurinn gildi um alla lögreglumenn sem falla undir þennan kjarasamning, en þeir eru 5-600 talsins. Dómurinn gæti því kostað ríkið um og yfir 30 milljónir króna í vangoldin laun ein- göngu. Auk þess þarf ríkið að greiða dráttarvexti frá árinu 2000. „Það ligg- ur fyrir að allir þeir lögreglumenn sem voru í vinnu á þessum tíma eiga svipaða kröfu á ríkið.“ -ÓSB Landsliðið heim: Móttaka í Smáralind í dag í dag klukkan 16.30 verður haldin „þjóðhátíð" í vetrargarðinum í Smáralind þar sem landsliðið mun mæta, beint af flugvellinum. Þar verð- ur tekið á móti „strákunum okkar“ með pompi og pragt. Um 15 milljónir króna hafa nú safn- ast í landssöfnun til styrktar hand- knattleikslandsliðinu. Sigurjón Pét- ursson, varaformaður HSÍ, segir að um 3 milljónir hafi safnast í gegnum símann og 11,9 milljónir í söfnun Rás- ar 2. „Reyndar er ekki komið fullnað- aruppgjör úr söfnuninni því ekki hef- ur gefist tóm til að hafa samband við öll þau fyrirtæki sem skorað var á en farið verður í það næstu daga. Svo hafa ýmis sveitafélög lofaö framlögum en við höfum ekki fengið formlegar tilkynningar þar um. En sölunni er ekki lokið fyrr en klinkið er komið í kassann." Sigurjón segir mótið hafa verið eitt allsherjar ævintýri og að árangurinn sé einn af toppunum í íslenskri hand- boltasögu. „Þó ekki hafi náðst verð- launasæti er ljóst að einhvers staðar hlaut liðið að stoppa. Við sjáum fram á bjarta tíma, liðið er ungt og á fram- tíðina fyrir sér en mikil endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið." DV-MYND EINAR.J Mikil spenna DV bauö í handboltabíó um helgina. Fjölmargir lesendur DV lögöu leiö sína í Bíóborgina þar sem leikir íslenska hand- boltalandsliösins voru sýndir. Þessi mynd er tekin á laugardag stuttu eftir að leikur íslendinga viö Svía hófst. Mikil stemning var í salnum en hún dofnaði nokkuö eftir því sem á leiö og Svíar sigu fram úr okkar mönnum. Stóriðja: Bitist um Eyjafjörð Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar Akureyrarbæj- ar, hyggur að japanski hópurinn, sem kom á dögunum til að skoða aö- stæður fyrir úrvinnsluverksmiðju á áli i Eyjafirði, hafi verið ánægður með kringumstæður. Hins vegar sé málið á algjöru frumstigi og engan veginn sé ljóst hvort hugmyndir Japananna verði að veruleika. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra lýsti sömu skoðunum í samtali viö DV í gærkvöld. Hún sagðist ekki vilja hafa stór orð um málið á þessu stigi, enda væru Jap- anarnir að skoða fjögur önnur lönd. Ekki alls fyrir löngu kom rúss- nesk sendinefnd til að kanna að- stæður í Eyjafirði vegna súrálsverk- smiðju og virðast því margir renna hýru auga til Akureyrarsvæðisins sem möguleika fyrir orkufrekan iðnað. Valur Knútsson segir að orkuverðið heilli einkum en Val- gerður segir algjörlega ósamið um það ef einhverjar svona hugmyndir verði að veruleika. Valur segir að ef af Kárahnjúka- virkjun verði séu engar aðstæður fyrir rússnesku súrálsverksmiðj- una. Valgerður segir að ekki sé mjög mikil orka til á Eyjafjaröar- svæðinu en þó væntanlega nóg til að uppfylla þarflr Japananna. -BÞ Hugmyndir um samstarf B- og D-lista á Húsavík: Halldór og Halldór á móti samkrulli Frammámenn í Sjálfstæðisflokki og Framsókn eru lítt hrifnir af samrkulli. Framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn hafa enn ekki útilokaö sam- starf fyrir sveitarstjómarkosning- amar á Húsavik í vor en skiptar skoðanir eru um málið meðal beggja flokka. Heimildir DV herma að æðstu menn flokkanna séu alla- jafna lítt hrifnir af hugsanlegu sam- krulli. Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokksins á Húsavík, sagði í samtali við DV í gærkvöld aö einn óformlegur fundur hefði farið fram um málið en að öðm leyti væri það óskoðað. Hún hafi ekki tekið per- sónulega afstöðu en viti að sitt sýnist hverjum. Halldór Blöndal hefur verið sagður gegn samkruOinu og Dagbjört Þyrí segir að sér skiljist að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, sé á móti hugmyndinni. „Það er alveg eðlilegt. Þeir vilja halda í sína flokka en hins vegar em sveitarstjórnarmálin svolítið annars eðlis. Ég er ekki tilbúin að meta hvemig þetta fer. Það verður að grandskoöa málið frá öllum hliðum," sagði Dagbjört Þyrí. Sigurjón Benediktsson tannlæknir sagði nýverið af sér sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Húsavík en Dag- björt Þyrí segir að ákvörðun hans tengist ekki samstarfshugmyndinni. DV hefur ekki náð tali af Sigurjóni vegna ákvörðunar hans en búið var að bjóða honum 2. sætið i vor. Oddviti sjálfstæðismanna segir að sameiningarkosningar við Reykja- hverfi séu helsta málið í augnablik- inu og ekkert verði ákveðið um samstarf fyrr en að loknum samein- ingarkosningunum. Húsvíkingar og Reykhverfingar munu kjósa um sameininguna 9. mars nk. og segist Dagbjört Þyrí vona að íbúarnir segi já. -BÞ msEnzs-- mikilvægar Efling rann- sókna- og vísinda- starfs í Háskóla ís- lands er ein mikil- vægasta forsenda þess að skapandi þekkingariðnaður fái byr undir báða vængi á íslandi. Páll Skúlason háskólarektor sagði þetta við brautskráningu við skól- ann á laugardag. Margir mæðrastyrkir Mæðrastyrksnefnd afgreiddi beiðni um aðstoð frá 1335 fjölskyld- um í desember sl. Það er mikil aukning frá því í desember árið áð- ur. Umsóknir frá einstæðum mæð- um, sem í sumum tilvikum eru ör- yrkjar, voru alls 760. Vaka tilbúin Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur kynnt framboðslista sinn við kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs. Kosið verður síðar í mánuðinum. Sigþór Jónsson við- skiptafræðinemi leiðir listann og Guðjón Ármannsson laganemi er í öðru sæti. Rannsoknir Áhyggjur í Gunnarsholti Hreppsnefnd Rangárvallahrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af þróun mála á Vistheimilinu Gunnarsholti. Þar hefur verið ólga, s.s. í starfsmanna- haldi. Er skorað á yfirstjórn Land- spítala - háskólasjúkrahúss að bæta úr. Brotist inn í báta Brotist var inn í þrjá báta í Grindavíkurhöfn um helgina og lyíjum stolið úr tveimur þeirra. Ekki er vitað hverjir stóðu að inn- brotunum, segir á vef Víkurfrétta. Sturla fjólgar feröum i manns sóttu fundinn sem er sá fjöl- sóttasti sem þingmaður hefur hald- ið í Eyjum. Eyjafréttir sögðu frá. Ekki aur í Árna Árni Friðriksson RE, nýlegt skip Hafrannsóknastofnunar, verður bundið við bryggju fram í mars þar sem stofnunin hefur ekki næga pen- inga til að halda því í rekstri. Mbl. greindi frá þessu um helgina. Hávaði í Kaupfélaginu Stjórn Félagsíbúða iðnnema ætlar í skaðabótamál gegn borginni verði ekkert gert vegna skemmtistaöarins Kaupfélagsins á Laugavegi. Hávaði valdi því að ekki sé íbúðarhæft i ná- lægum húsum. Fækka fólki íslenska útvarps- félagið fækkaði um mánaðamótin um fimm stöðugildi á útvarpssviði sínu. Uppsagnirnar eru hluti af skipulags- breytingum í rekstri félagsins, að því er haft er eftir Jóni Axeli Ólafs- syni á Vísi.is Bólusetningar hefjast Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja bólusetningar gegn men- ingókokka-sjúkdómi sem valdið get- ur hættulegri heilahimnubólgu. All- ir á aldrinum 3-18 ára verða bólu- settir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.