Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 12
12
Útlönd
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
DV
REUTER-MYND
Látinna minnst í Londonderry
Ættingjar þeirra sem féllu fyrir kúl-
um breskra hermanna í London-
derry fyrir 30 árum og þúsundir ann-
arra minntust voöaverkanna í gær.
Þúsundir minn-
ast blóðbaðs
Þúsundir manna gengu um regn-
votar götur borgarinnar Londond-
erry á Norður-írlandi í gær til að
minnast þess að þrjátíu ár eru liðin
frá svokölluðum „blóðugum sunnu-
degi“ þegar breskir hermenn drápu
þrettán baráttumenn fyrir mann-
réttindum.
Drápin 30. janúar 1972 vöktu
mikla reiði meðal kaþólskra ibúa
Norður-írlands. Deilur þeirra við
mótmælendatrúarmenn breyttust í
allsherjarskæruliðastríð þar sem
3.600 manns hafa týnt lífi.
Áhrif drápanna gætir enn i erfíð-
um samskiptum trúarhópanna.
Enginn bresku fallhlífarhermann-
anna, sem tóku þátt í drápunum á
sínum tíma, hefur sætt ákæru fyrir
gjörðir sínar.
Yfirmenn Enron
hirtu milljónir
dollara í hagnað
Innanhússkýrsla úr gjaldþrota
bandaríska orkusölufyrirtækinu
Enron sýnir að fyrirtækið gerði of
mikið úr hagnaðí sínum á sama
tíma og nokkrir æðstu starfsmenn
þess hirtu milljónir dollara í hagnað
sem þeir hefðu aldrei átt að fá.
Háttsettir bandarískir þingmenn
sögðu í gær að nokkrir forráða-
manna Enron gætu átt yfir höfði sér
að verða sóttir til saka.
„Þetta er hrikaleg skýrsla. Það
má heita að spillingin sé landlæg
hér,“ sagði öldungadeildarþingmað-
urinn Byron Dorgan í þætti á sjón-
varpsstöðinni NBC.
Þúsundir starfsmanna misstu
vinnuna og lífeyrissparnað sinn við
gjaldþrot Enron í desember.
REUTER-MYND
Mary Robinson
Mannréttindastjóri SÞ vill aö hnatt-
væöingarsinnar leyfi atmenningi aö
vera með í stefnumótuninni.
Hnattvæðingin
verði siðvædd
Mary Robinson, mannréttinda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði
stjómmálaleiðtogum og kaupsýslu-
mönnum á efnahagsráðstefnunni
World Economic Forum að stórfyr-
irtæki og stofnanir yrðu að vera
ábyrgari. Ella myndu þau mæta
vaxandi andstöðu almennings og fá-
tækra rikja.
„Við þurfum að siðvæða hnatt-
væðinguna," sagði Robinson á
fjórða degi fundarins í New York.
Sívaxandi bil milli ríkra og fá-
tækra þjóða hefur verið helsta um-
ræðuefnið á ráðstefnunni.
íranar sakaðir um að aðstoða talibana við að flýja:
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sagði í gær að loforð Yass-
ers Arafats, forseta Palestínu-
manna, um að binda enda á árásir á
ísraelska borgara væri „góð byrj-
un“. Hann hvatti Arafat jafnframt
til að fylgja orðum sinum eftir í
verki.
Peres sagði í ávarpi á efnahags-
ráðstefnunni World Economic For-
um í New York að Arafat yrði að
hafa hemil á fjölda vopnaðra hópa
harðlínumanna ef hann vildi sjá
draum sinn um sjálfstætt ríki
Palestínumanna rætast.
Arafat hefur verið í herkví ísra-
elsmanna á skrifstofum sínum á
Vesturbakkanum frá því í desember
og bandarísk stjórnvöld leggja hart
að honum að berjast gegn palest-
ínskum harðlínusamtökum.
„Ef Arafat gerir það sem hann
hefur sagst ætla að gera er það góð
REUTER-MYND
Rjúkum ekki burt
Colin Powell utanríkisráöherra segir
bandarísk stjórnvöld ekki snúa baki
við deilendum í Miö-Austurlöndum.
REUTER-MYND
Meö finu fólki í Feneyjum
Kjötkveöjuhátíöin í Feneyjum á Italíu er hafin meö tilheyrandi gleðskap og spássitúrum í sínu fínasta pússi. Þessi
mynd var tekin í gær af hópi fólks í dæmigeröum búningum frá Feneyjum fyrri tíöar. Fólkiö gekk um götur borgarinnar
til aö sýna sig og sjá aöra. Kjötkveöjuhátíðin í Feneyjum er einhver sú elsta á Ítalíu og á ári hverju laöar hún mikinn
fjölda feröamanna, bæöi innlendra og erlendra, til borgarinnar fögru.
Arafat lofar að binda enda á árásir á almenning í ísrael:
Shimon Peres hvetur forseta
Palestínu til aö láta verkin tala
byrjun,“ sagði Peres.
Þar var ísraelski utanríkisráð-
herrann að bregðast við grein
Arafats í New York Times í gær þar
sem hann greindi frá hugmyndum
Paiestínumanna um frið. Arafat
sagði í greininni að Palestínumenn
væru reiðubúnir að setjast niður
með hvaða ísraelskum leiðtoga sem
væri til að binda enda á átökin, sem
nú hafa staðið linnulaust í sextán
mánuði, og semja um frið.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir
ánægju sinni með að Ariel Sharon,
forsætisráðherra ísraels, hefði hitt
fulltrúa Palestínumanna á dögunum
og hét því að bandarísk stjórnvöld
myndu gera slíkt hið sama.
Powell sagði í sjónvarpsviðtali að
Bandaríkin gætu ekki snúið baki
við deilendunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
Líkið sem fannst í
Karachi ekki Pearl
Votviörasamir vetur
Breskir og sænskir vísindamenn
segja að útlit sé fyrir að á næstu 100
árum muni mjög votviðrasömum
vetrum fjölga mjög í Norður- og
Mið-Evrópu, meöal annars vegna
gróðurhúsaáhrifanna.
Músiímar drepnir
Stjórnarherinn á Filippseyjum,
sem naut aðstoðar orrustuþotna,
drap sextán islamska skæruliða með
tengsl við al-Qaeda hryðjuverkasam-
tökin í átökum um helgina.
Kohl leggur íhaldinu lið
Helmut Kohl,
fyrrum Þýska-
landskanslari, segir
i tímaritsviðtali
sem birtist í dag að
flokkur hans,
Kristilegir demó-
kratar, eigi að geta
unnið kosningarn-
ar i haust þar sem stjórn Schröders
hefði klúðrað efnahagsstjórninni.
Kohl ætlar að leggja sitt af mörkum
til þess að svo megi verða.
Kasmír efst á blaði
Indversk stjórnvöld sögðu í gær
að framtíð pakistanska hluta
Kasmírs yrði efst á blaði ef fundað
yrði með stjórnvöldum í Islamabad
en neituðu jafnframt að hafa sett
það skilyrði fyrir viðræðum að hér-
aðinu yrði skilað.
Mugabe verði felldur
Morgan Tsvang-
irai, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar í
Simbabve, hóf
kosningabaráttu
sina í gær með því
að hvetja lands-
menn til að koma
Robert Mugabe for-
seta frá völdum. Tsvangirai sagði
landsmenn ekki hafa efni á forseta
sem legði landið i rúst.
Stríðsherrar berjast
Nokkrir afganskir stríðsherrar
héldu áfram bardögum sinum um
áhrif og völd um helgina. Háttsettur
foringi i friðargæslusveitunum seg-
ir að fjölga þurfi þeim til muna.
Bandariskir embættismenn sögðu
á ráðstefnu um öryggismál í
Múnchen um helgina að Evrópu-
þjóðir yrðu að verja meira fé til
landvarna ef þær vildu að NATO
skipti áfram einhverju máli.
Fulltrúi bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins staðfesti í gærkvöld
að lík sem fannst í borginni Karachi
í Pakistan væri ekki af Daniel
Pearl, blaðamanni Wall Street
Joumal.
Öryggisfulltrúi utanríkisráðu-
neytisins í Washington, sem hafði
margoft hitt Pearl, gerði sér ferð á
sjúkrahús í Karachi til að skoða lík-
ið. Að sögn talsmanns utanríkis-
ráðuneytisins staðfesti fulltrúinn að
hinn látni væri ekki Pearl.
Lögreglustjórinn í Karachi hafði
nokkru fyrr sagt fréttamanni
Reuters að líkið væri ekki af Pearl,
þvert ofan í fréttir bandarískra sjón-
varpsstöðva.
„Við höfum sýnt starfsbræðrum
Pearls líkið og þeir hafa staðfest að
það sé ekki af Daniel," sagði lög-
reglustjórinn, Tariq Jamil.
Daniel Pearl hvarf í Karachi þann
23. janúar siðastliðinn þegar hann
var að reyna að komast í samband
við hóp harðlínumúslíma sem talið
er að séu í tengslum við sádi-arab-
íska hryðjuverkamanninn Osama
bin Laden sem grunaður er um að
hafa staðið fyrir árásunum á New
York og Washington í september.
Donald Rumsfeld, landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, sakaði í gær
írönsk stjómvöld um að aðstoða
talibana og liðsmenn al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna við að flýja
Afganistan.
Tæp vika er síðan George W.
Bush Bandaríkjaforseti sakaði Iran,
írak og Norður-Kóreu í stefnuræðu
sinni um að mynda það sem hann
kallaði „öxulveldi hins illa“ sem
væru staðráðin í að komast yfir
gj örey ðingarvopn.
Ummæli Bush hafa vakið ugg í
brjósti margra vinveittra þjóða.
Háttsettir bandarískir embættis-
menn héldu hins vegar uppi vöm-
um fyrir forseta sinn í bandarísku
sjónvarpi í gær og gætti óþreyju í
orðúm þeirra í garö bandamanna
sem hafa gagnrýnt Bush.
REUTER-MYND
Daniel Pearl
Bandarískir embættismenn sögðu í
gær aö lík sem fannst í Karachi í
Pakistan væri ekki af blaðamanni
Wall Street Journal, eins og þó haföi
veriö haldið fram fyrr um daginn.
Varnir endurskoðaðar
Jonathan Motz-
feldt, formaður
grænlensku heima-
stjórnarinnar, sagði
eftir fund með And-
ers Fogh Rasmus-
sen, forsætisráð-
herra Danmerkur,
fyrir helgi að
ákvörðun um endurskoðun samn-
ingsins um varnir Grænlands sem,
gerður var við Bandaríkin 1951,
væri framfaraspor í samskiptum
Dana og Grænlendinga.
Göng opnuð vegna veðurs
Aftakaveður sem gerði í Færeyj-
um á laugardag varð til þess að far-
ið var á tveimur rútum með flugfar-
þega um göngin milli Straumeyjar
og Vágeyjar þar sem flugvöllurinn
er. Stutt er síðan nýjasta haftið var
rofið og rúmt ár í opnun ganganna.