Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 Landið DV Kaupfélagiö, Húsasmiðjan og BYKO bjóða í steinullarbréf: Skagfirðingum fannst lágt boðið Þessa dagana er unnið að sölu á hlutabréfum Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar í SteinuUarverksmiðjunni. Kaupfélag Skagfirðinga ásamt Byko og Húsasmiðjunni sendu inn tilboð á dög- unum i bréfin og einnig i hlutabréf finnska aðilans Poroc og hefðu þá þessi fyrirtæki eignast meirihlutann í Steinullarverksmiðjunni. Byggðarráð sendi síðan i samráði við finnska fyr- ÍWWl . BILABUÐ RA BBA :: Tangarhöföa 2 :: Sími 5671650 :: Glói ehfs: 544 5770 Dalbrekku22 Kóp. www»gloiJs irtækið gagntilboð og er boltinn núna hjá tilboðsgjöfunum. Poroc á 24% í Steinullarverksmiðjunni, Sveitarfélag- ið Skagaflörður 24%, ríkissjóður 30%, GLD (Húsasmiðjan og Byko) 12% og KS 4%, auk íjölmargra einstaklinga. Samkvæmt hennildum DV buðu KS og félagar 2,65 í bréfm sem þýddi að sveitarfélagið hefði fengið 175 mifljón- ir fyrir þau en byggðarráði fannst það ekki nóg, enda hafði það í samráði við ftnnska aðilann gefið út að æskilegt verð fyrir bréfm væri á genginu 3,05, eða 203 milljónir fyrir bréf sveitarfé- lagsins. Svo virðist sem millileiðin hafi verið farin i gagntilboðinu þar sem í fjárhagsáætlun, sem lögð var fram á fundi sveitarstjómar á þriðjudag, er gert ráð fyrir 185 milljónum fyrb- stein- ullarbréftn. Snorri Styrkársson, formaður byggðarráðs, segir að vitaskuld sé ómögulegt að segja til um hvað ná- kvæmlega gæti fengist fyrir bréfin en það hefði verið endaslagið að setja þessa upphæð inn í fjárhagsáætlunina en hún er nokkuð hærri en sú sem sett var inn í fjárhagsáætlunina fyrir einu ári. Þá var hún 145 milljónir og hefur því hækkað um 40 mifljónir milli ára. Þess má geta að rekstur Steinullar- verksmiðjunnar hefur gengið vel síð- ustu árin. Á seinasta ári bætti verk- smiðjan við sig pökkunarbúnaði ásamt húsnæði er kostaði um 170 milljónir króna og greiddi verksmiðjan þá fram- kvæmd af eigin fé. -ÞÁ DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON Góður rekstur Nýja pökkunarstöðin í Steinullarverksmiðjunni tekin í notkun í lok ársins. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið prýðilega að undanförnu. Hækkanir afturkallaðar í Árborg: Slaum ekki af framkvæmdum - segir Karl Björnsson bæjarstjóri Bæjarráð Ar- borgar samþykkti á fundi sinum fyrir helgi ráðstaf- anir til að leggja sitt af mörkum til að vinna gegn verðhækkunum í þjóðfélaginu. Sam- þykkt var að draga til baka áð- Karl Björnsson. ur samþykkta 5,3% hækkun álagning- arhlutfalls holræsagjalds sem verður óbreytt frá fyrra ári, 0,15%. Dregin verður til baka áður samþykkt 15% hækkun sorpgjalds á íbúðarhúsnæði sem verður óbreytt, kr. 9.000 á íbúð á ári. Þá var ákveðið að veita 15% af- slátt af lóðarleigu vegna íbúða- og at- vinnulóða í sveitarfélaginu vegna hækkunar á lóðarmati milli ára. „Það er ekki gert ráð fyrir að draga úr framkvæmdum hjá sveitarfélaginu til að mæta þessu, hugsanlega náum við fram spamaði í öðrum liðum á móti þeim samdrætti í tekjum,“ sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar, viö DV. Karl segir að þar sem þessar breyt- ingar á tekjulið sveitarfélagsins komi í upphafi ársins sé hægt að eiga við áhrifin út árið. Síðan verði fjárhags- áætlun endurskoðuð í haust, þá verði hægt að meta áhrifin og bregðast við henni. „Þó ætlum við ekki að hækka þessa liði aftur í haust,“ sagði Karl. Hann segir hækkun á lóðamati sem kom í fyrra frá Fasteignamati hafi verið það mikil að afsláttur af lóðar- leigu nú sé viðráðanlegur vegna þeirrar breytingar. Hækkun holræsa- gjalds sem nú hefur verið dregin til baka átti að koma til móts við miklar framkvæmdir sem Árborg stendur í vegna lagningar nýrrar stofnæðar fyrir holræsakerfið. „Þær framkvæmdir eru það miklar að áhrif lækkunarinnar hefur ekki mikil áhrif á framkvæmdirnar, þar verður haldið áfram framkvæmdum að settu marki," sagði Karl. Hann tel- ur að þetta útspil Árborgar ásamt því sem önnur sveitarfélög hafa verið að gera undanfarna daga vegi sitt í að koma til móts við sett markmið í að halda verðbólgunni innan settra markmiða. „Tekjulækkun Árborgar vegna þess- ara breytinga er um kr. 10-llmilljónir króna. Þessar lækkanir koma hlutfalls- lega best út fyrir tekjulága hópa sem búa í eigin húsnæði þar sem um jafiia krónutölulækkrm er að ræða í sorp- hirðugjöldunum. -NH DV-MYND NJORÐUR HELGASON Grafið áfram Karl Björnsson segir að þrátt fyrir samdrátt í tekjum verði ekki slegið af framkvæmdum á vegum Árborgar. Hér er verið að vinna við nýtt stofn- ræsi bæjarins við Þóristún. Veðurklúbburinn: Afram rysjótt og fer kólnandi Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir því að veðrið i febrúar verði dálítið köflótt. Segja að það sé svo mikið af veðurpunktum sem komi undarlega fyrir að snúið sé að spá í hvernig veðr- ið verði. En klúbbfélagar eru síður en svo svartsýnir á febrúarveðrið. Hitinn verður undir meðallagi en það virðist alltaf hlýna inn á milli. Ekki er hægt að segja að stöðugleiki einkenni veðrið, rysjótt tíð mun betur eiga við febrúar. Það á eftir að snjóa eitthvað. Kannski ekki mikið miðað við árstíma, en þó meira en verið hef- ur fram að þessu, alla vega norðan- lands. Vaxandi kuldi mun þó sjá til þess að sá snjór sem sest kemur tO með að hafa einhverja viðveru. Það verður einhver breyting á áttum, til dæmis þar sem ekki hefur gefið á sjó. Þar eru líkur á að einhver breyting verði, kannski ekki alveg strax en sjá- um til með það, segja spámenn Dalbæj- ar. Nýtt tungl kviknar í austri þann 12. febrúar, á sprengidaginn. Sumir setja spurningarmerki við breytingar í kringum tunglkviknunina. Við fylgj- umst vel með því hver sú breyting verður því klúbbfélagar telja að ekki sé gott að fá neikvæða breytingu rétt í kringum öskudaginn. Margir hafa haft samband við Veð- urklúbbinn af Norðurlandi með vanga- veltur um hve lítið barómetið hefur rótað sér í langan tíma. Klúbbfélagar eru sammála þessu og finnst sumum þetta sérstakt. Frá Dalvík. „Við sögðum frá einum félaga okkar sem dreymdi veðurdraum en vildi ekki deila honum með okkur hinum strax, það er sennilega einhver snjó- koma og norðanskot í þessum draumi. En félaginn vill enn geyma að hann rætist og hvort þaö verður í lok mán- aðarins eða í byrjun þess næsta skal ósagt látið,“ segir í spá Veðurklúbbs- ins á Dalbæ. Kyndilmessa er 2. febrúar. Efí heiöi sólin sést á sjálfa kyndilmessu, vœnta snjóa máttu mest, maöur upp frá þessu (Sumir segja að ef i heiði sólin sest en ekki sést og getur það gert nokkurn mun) Um góuna er svo að orði komist: „Grimmur skyldi góudagur hinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun góa góð verða. Annars boðar það vorharðindi ef góan er góð. Ef hún góa öll er góö, aó því gœti mengi, þá mun harpa, hennar jóð heröa á mjóa strengi En flestir þekkja hana svona: Ef hún góa öll er góó, öldin má það muna, þá mun harpa, hennar jóö heröa veóráttuna. -HIÁ •trúleg vetrarævintýri fyrir norðan! % - - ; | |Y * ÍJiS SPORTFERÐIR Akureyri - Mývatn Netfang: sporttours@sporttours.is www.sporttours.is - sími 461 2968 SBA-NORÐURLEIÐ FLUGFÉÍAG ÍSIANDS '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.