Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 DV 13 Útlönd Öflugur jarðskjálfti varð tugum að bana í Tyrklandi í gær: Björgunarsveitum hraðaö á vettvang Öflugur jarðskjálfti í vesturhluta Tyrklands varð að minnsta kosti 42 að bana í gær. Rúmlega eitt hundr- að og fimmtíu menn slösuðust í skjálftanum og nokkur fjöldi manna var enn fastur undir rústum hrun- inna húsa þegar síðast fréttist. Tyrknesk yfirvöld, sem hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bregðast seint við tveimur snörpum skjálft- um árið 1999, sendu björgunarsveit- ir með leitarhunda þegar á vettvang í landbúnaðarhéraðinu Afyon. Að minnsta kosti eitt hundrað hús hrundu í skjálftanum sem mældist sex stig á Richter. Tugir manna særðust þegar húsin hrundu yfir þá á flóttanum. Eldar kraumuðu í sumum hrundu húsanna og einbeittu björg- unarsveitir og slökkvilið sér að þeim húsum þar sem talið var að fólk væri innilokað. REUTER-MYND Við rústir heimilisins Fullorðin tyrknesk hjón sitja við heimiti sitt sem öflugur jarðskjálfti lagði í rúst í gærmorgun. Slegið var upp sérstökum tjöldum þar sem hjúkrunarlið veitti særðum fyrstu aðstoð. Þá voru matvæli og aðstaða til eldunar send til hamfara- svæðisins sem er um 250 kílómetra suðvestur af Ankara. „Stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr þján- ingum og sorg þegnanna," sagði Bu- lent Ecevit, forsætisráðherra Tyrk- lands, eftir að hann hafði heimsótt jarðskjálftasvæðið. Embættismenn sögðu í gær að flutningabílar væru á leið til skjálftasvæðisins með bæði tjöld og ábreiður handa þeim sem misstu heimili sín. Mannskæðir jarðskjálftar eru al- gengir í Tyrklandi þar sem mikið er um jarðlagamisgengi. Annar skjálft- anna árið 1999 mældist 7,4 stig á Richter og varð hann um sautján þúsund manns að bana. REUTER-MYND Hamingja í konungshöllinni Hamingjan skein úr andlitum þeirra Willems-Alexanders, ríkisarfa í Hollandi, og hinnar argentínsku Maximu Zorregui- eta þegar þau gengu í hjónaband í Nieuwe Kerk, eða Nýju kirkjunni, í Amsterdam á laugardag. Hátt á annað þúsund manns komu til veislunnar, kóngafólk úr Evrópu og annað fyrirmenni. Brúðhjónin ungu héidu til Sviss í gær þar sem þau gera sér vonir um að geta eytt hveitibrauðsdögunum í friði fyrir ágangi fjölmiðla og annarra forvitinna. Drottningarmaður í Danmörku leggst undir feld: Henrik telur sig vanmetinn Henrik prins, eiginmaður Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar, liggur nú undir feldi í vínkastala sínum í Caix í sunnanverðu Frakk- landi og endurmetur stöðu sína inn- an dönsku konungsfjölskyldunnar. Prinsinn segir í viðtali við danska blaðið B.T. í gær að sér fmn- ist hann hafa verið settur til hliðar og auðmýktur. Kornið sem fyllti mælinn var nýársveisla konungsfjölskyldunnar þar sem honum fannst hann hafa verið lækkaður i tign, settur í þriðja sætið á eftir Margréti drottningu og Friðriki rikisarfa. Þegar drottning gat ekki sinnt gestgjafaskyldu sinni vegna veik- inda var það Friðrik krónprins sem tók við gestgjafahlutverkinu en ekki Henrik. Og það sárnaðí drottningar- manni mjög. Vegna alls þessa kaus Henrik að fara ekki í brúðkaup ríkisarfa Hollands um helgina, heldur sat sem fastast í kastalanum i Ca'ix. „Ég fór til Ca'ix til að endurmeta líf mitt. Ég verð að fá tíma til að hugsa minn gang. í mörg ár hef ég verið í öðru sæti i Danmörku og það er hlutverk sem ég er ánægður með en ég vil ekki skyndilega láta lækka mig í tign niður í þriðja sæti og gegna hlutverki eins konar ómerki- legs viðhengis," segir Henrik drottningarmaður í Danmörku í viðtalinu við B.T. Hann segir’þetta ekki tengjast sambandi sínu við eig- inkonu sína og eldri son. Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða <íg> TOYOTA Handlyftarar Y KRAFTVÉLAR Dalvegur 6-8 ■ 200 Kópavogur • Sími 535 3500 • Fax 535 3501 haraldur@kraftvelar.is • www.kraftvelar.is rl ■ ■ ■ ■ ÞflKSKRÚFUB 1 txmuTmumv Heithúðaúar Ryðfrfar flllar geröir festinga fyrir klæðningar á lager. ásc&Sa Ármúli 17, lOB Reykjavi símh 533 1234 fax: 55B 04£ ...aðeins betra Verið velkomin í sýningarsal okkar og kynnið ykkur 2002 línuna. Fagleg ráðgjöf, stutturafgreiðslutími og persónuleg þjónusta. Þú þarft ekki að leita lengra til að fá það betra Stuttur afgreiðslutími Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.