Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002______________________________________________ I>V __________________________________ Menning Banvæn ást Útfærslur á skáldverki Tolstojs um Önnu Kareninu í ótal leikgerðum og kvikmyndum hverfast eðlilega fyrst og fremst um harmþrungin örlög tit- ilpersónunnar þó saga Önnu sé að- eins einn hluti þessarar miklu og breiðu skáldsögu. Leikgerðin sem Þjóðleikhúsið sýnir nú nýtur nokk- urrar sérstöðu því þar er þeim þræði sögunnar sem fjallar um aðalsmann- inn Levin gert jafn hátt undir höfði. í skáldsögunni liittast þau Anna og Levin aðeins einu sinni en í leikgerð- inni kallast þau á allan tímann. Saga hvors fyrir sig speglast í sögu hins en um leið eru andstæður undirstrikað- ar, bæði hvað varðar örlög persón- anna og skapgerðareinkenni þeirra. Þessi aðferð dýpkar söguna og stækk- ar og hefur hana upp yfir klisjuna um hinn klassíska ástarþríhyrning. Uppfærsla Kjartans Ragnarssonar á Önnu Karenínu er veisla fyrir augu og eyru. Leikmynd Gretars Reynis- sonar er tilkomumikil í einfaldleika sínum en öðlast fjölbreytileika með magnaðri lýsingu Páls Ragnarssonar. Búningar Elínar Eddu Árnadóttur eru glæsilegir og tónlist Egils Ólafs- sonar undurfalleg og angurvær. Kjartan hefur næmt auga fyrir sjón- rænum útfærslum og þessi sýning státar af mörgum eftirminnilegum senum. Hér þróar Kjartan áfram þá aðferð sem gafst svo vel i Sjálfstæðu fólki og felst í því að láta leikhópinn um að túlka ýmislegt sem leikmynd og leikhljóð annars gætu gert. Fla- mencodansinn sem myndgerði sam- drátt Önnu og Vronskis var sérlega flottur og einnig var veðreiðaatriðið afar skemmtilega útfært þótt það væri helst til langt. Helsti galli þessarar leikgerðar er hversu langur tími fer í að lýsa að- dragandanum og ég verð að viður- kenna að ég náði litlum tilfinninga- legum tengslum við persónumar í fyrri hluta verksins. Úr þvi rættist i seinni hlutanum sem er mun dramat- ískari og þéttari. DV-MYND HARI Orlagaríkur fundur á brautarstöö Margrét Vilhjálmsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson sem Anna Karen- ina og Vronskí greifi. Annar verulegur galli er sú staðreynd aö Vronskí greifi varð fremur dauf og litlaus persóna í meöforum Baldurs Trausta Hreinssonar. Baldur hefur útlitið með sér en tókst ekki að gæða Vronskí þeim töfrum sem eru nauðsynlegir til að maður skilji af hverju Anna fórnar öllu fyrir hann. Margrét Vilhjálmsdóttir er glæsileg og þokkafull leikkona og smellpassar í hlutverk Önnu. Hún vinnur líka afar vel úr hlut- verkinu og tókst að gæða Önnu þeirri harmrænu dýpt sem per- sónan krefst. Anna veit að henni verður útskúfað fyrir að fara frá eiginmanni sínum og syni en kýs það frekar en að lifa áfram í ást- lausu hjónabandi. En hamingjan lætur á sér standa og Margrét sýnir á einkar trúverðugan hátt hvemig afbrýðin og örvæntingin ná smám saman yfirhöndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir sýndi sömuleiðis sterkan leik í hlutverki Kittýjar sem að vissu leyti er stillt upp sem andstæðu Önnu, og var að auki óborganleg í hlutverki Serjosha litla. Stefán Jónsson fær loks bitastæða rullu í hlutverki hins leitandi Levins og sannar eftirminnilega aö hann er afbragðsleikari. í túlkun hans varð Levin flókin og margræð persóna. Aðrir leikarar stóðu sig með prýði en samt var eins og vantaði herslumuninn til að sýn- ingin næði að fanga mann full- komlega. Kannski er þvi líka um að kenna að dauði Önnu verður ekki að þeim dramatíska há- punkti sem maður væntir. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóðleikhúslö sýnir Önnu Kareninu eftir Lev Tolstoj: Leikgerö: Helen Edmund- son. Þýöing: Árni Bergmann. Tónllst: Egill Ólafsson. Svlöshreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Páll Ragnars- son. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lelkmynd: Gretar Reynisson. Leik- stjórn: Kjartan Ragnarsson. i i l il; I gg|g Kraftur, hraði, skemmtun DV-MYND E.ÖL. Skemmtileg og stemningarrík sýning Hlín Diego sýnir listir sínar í Lore. Stemningin var góð á frumsýningu íslenska dansflokksins á laugardaginn var. Verkin á sýningunni, Með augum Nönu eftir Itzik Galili og Arfur eftir Richard Wherlock, eru líka bæði flrna- góð. Þetta eru danshöfundar sem kunna sitt fag. Með augum Nönu sýnir okkur ein- falda mynd af næturlífi í stórborg þar sem ólfkir einstaklingar fást við verk- efni eins og ástina og afleiðingár „ástar- funda“. Myndin sem upp er dregin er sannfærandi, lifandi og mannleg og auk þess full af húmor. Tónlist Toms Waits er unaðsleg, öll umgjörð verksins vel gerð og hugmyndir margar frábærar, til dæmis fiskurinn í hlutverki ung- barns! í verkinu blandar Galili saman áhrif- um frá kvikmyndum, leiklist og dansi. Verkið byggist á sterkri persónusköpun þar sem dansararnir eru krafðir um leikræna túlkun. Til að undirstrika tengslin við leikhúsið er gamalreynd leikkona, Hanna María Karlsdóttir, í hlutverki Nönu og gefur það verkinu aukna dýpt. Hraði og klippitækni kvikmyndanna birt- ist siðan í hlutverki mannsins með hundinn en þeir félagarnir skapa skondin uppbrot í verkinu. Hanna María Karlsdóttir var yndisleg í hlut- verki Nönu. Hannes Þorvaldsson og hundurinn Kubbur skiluðu sínu með ágætum. Af dönsurun- um var persónusköpun Láru Stefánsdóttur, Guð- mundar Elíasar og Jesus De Vega mest sannfær- andi en Katrín Á. Johnson náði sér á strik þeg- ar á leið. Hin áttu sina góðu spretti. En það vant- aði upp á kraft og nákvæmni dansins, a.m.k. ef marka má lýsingu á verkinu i leikskránni. Þar segir að verk Itziks Galili geri „miklar kröfur til dansaranna um 'námarkskraft, hraða og tækni án þess að þeir glati lífsnauðsynlegri mýkt og einlægni". Flokkurinn stóð sig samt ágætlega og allir voru glaðir og ánægðir að sýningu lokinni. I Arfi eða Lore er dansinn í aðalhlutverki í samspili við flott útsetta þjóðlagatónlist. Mikið er unnið með hrynjandi sem dansararnir sköp- uðu sjálfir með stappi, klappi og líkamsslætti. Þessi heimatilbúna tónlist passaði mjög vel inn í hina eiginlegu tónlist og skapaði skemmtilega stemningu sem dansaramir tóku heils hugar þátt i. Bárujárnið baka til á sviðinu og íslensku lopapeysurnar tónuðu vel við þjóðlagatónlistina. Leikur að trékubbum og stólum kom einnig skemmtilega út. Hersveitir ljóskastara beggja vegna sviðsins voru aftur á móti hálfeinkenni- legar, sérstaklega vegna þess að lýsingin frá þeim var ekki tilþrifamikil. Verkið fór frekar hægt af stað en spennan og krafan um færni dansaranna magnast þegar á líður. Samkvæmt leikskrá gengur Wherlock „eins langt og mögulegt er hvað varðar líkam- legá getu dansaranna, þol og snerpu“, en nokkuð vantar á að allir dansarar íslenska dansflokksins svari þeim kröfum. Guðmundur Helgason og Lára komast ágætlega frá sínu vegna mikill- ar reynslu, Hlín Diego hafði næga orku og fæmi og Jesus De Vega var fmn, Trey Gillen kom sterkur inn og Hildur Óttarsdóttir hélt sínu þó að hún hafi gert betur. Guðmundur Elías er efnilegur en vantar öryggi og reynslu. Peter Anderson vantar fágun til að takast á við svona erfitt verk. Katrín Ingvadóttir er góður dansari en er ekki í nægilega góðu formi. Það sama má segja um Katrínu Á. John- son, hún átti góða spretti en hélt ekki dampi alla sýninguna. Það er mikils virði fyrir dansara dansflokksins að fá að vinna með jafn faglegum danshöfundum og Galili og Wherlock. Ekki er síður mikilvægt fyr- ir íslenska dansáhorfendur að sjá jafn vel unnin verk og þessi tvö. Spyrja má hvort ósamræmis gæti milli metnaðar í vali og þjálfun dansaranna og metnaðar í vali á danshöfundum. En umfram allt er dansflokk- urinn enn og aftur að bjóða upp á skemmtilega og aðgengilega sýningu á frábærum dansverkum og ég hvet alla til að drífa sig í Borgarleikhúsið. Sesselja G. Magnúsdóttir íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarlelkhúslnu: Through Nana’s eyes (Með augum Nönu) eftir Itzik Galili. Tónlist: Tom Waits. Leikmynd: Ascon de Nijs. Búningar: Natasja Lansen. Ljós: Benno Veen og Elf- ar Bjarnason. Aöstoöarmenn danshöfundar: Fuy Vaizman og Lauren Hauser. Lore (Arfur) eftir Richard Wherlock viö írskt þjóðlaga- rokk. Leikmynd: ísienski dansflokkurinn. Búningar: Jane Hopper og ÍD. Ljós: Elfar Bjarnason. Aðstoöar- menn danshöfundar: Jane Hopper og Lauren Hauser. Léttgeggjaðar systur í Fyrst er að fæðast Sigrún Edda Björnsdóttir og Harpa Arnar- dóttir. Byrjar vel Arið 2002 byrjar vel í leiklistinni. Eftir nokkuð rysjótt haust koma nú upp sýning- ar, hver á fætur annarri, sem leikhúsunn- endur gleðjast yfir. Fyrst kom Fyrst er að fæðast hjá Leikfélagi Reykjavíkur, á nýju sviði þess í Borgarleikhúsinu. Þar var hin- um borgaralega draumi um ástina og ham- ingjuna, banalasta efni sem um getur, snú- ið upp á meira og minna galið fólk, pillu- sjúklinga og ofsóknarbrjálaða einstaklinga sem þora ekki út fyrir hússins dyr. Þess vegna meðtekur áhorfandi efnið án þess að fussa yfir væmni eða vitleysu og verður bara stjórnlaus af gleði yfir því að þessar yndislegu persónur skuli finna hamingj- una. Næst komu Mjallhvít og dvergarnir sjö, ljóðræn og falleg farandsýning Helgu Arn- alds með óhugnanlegu ívafi. Sagan skilaði sér vel með mörgum heillandi smáatriðum og hugkvæmum lausnum - eins og þeirri að leika stjúpuna með bakinu! Þó minnir mig að vonda stjúpan dansi sig til dauða í brúðkaupi Mjallhvítar í ævintýrinu, en lík- lega yrði erfitt að leika það með bakinu. Laxness heim! Það hlýtur að vega þungt á metum Hall- dórs E. Laxness sem umsækjanda um leik- hússtjórastöðu hjá Leikfélagi Akureyrar hvað sýningin Slavar! fékk geysilega góðar umsagnir gagnrýnenda. Ekki er síst dýr- mætt fyrir leikfélag í sparnaðarhugleiðing- um að hann skuli geta hannað bæði leik- svið og búninga auk þess að leikstýra. Ég hef séð mikið eftir Halldóri eftir að hann hvarf úr landi því allar sýningarnar sem ég sá eftir hann eru minnisstæðar fyrir þá orku sem geislaði frá þeim. Standandi pfna var ein. Sýnd í Tjarnarbíói og Gunnar Helgason er einna líkastur beinlausum þrekbolta þar sem hann þeytist um sviðið i minningunni. Önnur var makalaust skemmtileg uppsetning á Leiksoppum í Nemendaleikhúsinu þar sem Halldóra Björnsdóttir lék konu sem strýkur á nær- klæðum út um glugga heima hjá sér á jóla- nótt undan leigumorðingja sem eiginmaður hennar sendir á hana. Frábær sýning og dásamlega vel leikin og hugsuð. Það voru skiptar skoðanir um uppsetn- ingu HEL á Dúfnaveislu afa síns, en per- sónulega lauk sú sýning upp augum min- um fyrir gegnumgangandi einkennum á karlpersónum HKL. Pressarinn átti ekki að vera indæll og kjút eins og Þorsteinn Ö. gerði hann; pressarinn er tilfinningalaus kartöflupoki sem þarf að lenda í sálarháska til að átta sig á hvað er honum einhvers virði, og þannig var hann í flnni túlkun Þorsteins Gunnarssonar. Grjót í stað Önnu Svo kom hin angistarfulla söngskemmt- un Ólafs Hauks, Boðorðin 9, og kvöldið eft- ir annað drama, sýnu angistarfyllra, eftir Elísabetu Jökulsdóttur: íslands þúsund tár. Þéttur texti og svo fullur af meiningu að maður hafði ekki alltaf undan að túlka og skilja. Glæsilegt verk og ákaflega gaman að sjá Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur skína i aðal- hlutverkinu. Það urðu beisk vonbrigði að fá ekki að sjá Hilmi Snæ á móti Margréti Vilhjálms- dóttur í Önnu Kareninu eins og auglýst var í haust. En hann er búinn að vera Með fulla vasa af grjóti á 100 sýningum, ýmist á stóru eða litlu sviði í Þjóðleikhúsinu, milli þess sem hann hefur Beðið eftir Godot í Borgar- leikhúsinu, svo ekki var von að hann gæti sinnt Vronskí líka. Erlendis væri annar leikari löngu búinn að taka við af honum, að minnsta kosti í Grjótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.