Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Síða 16
16
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fróttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ævintýri í Rússlandi
Fáir ef nokkrir höfðu trú á því að uppbygging bjór-
verksmiðju í Rússlandi, þar sem uppistaðan var gömul
framleiðslutæki frá íslandi, gæti skilað miklu. Margir
hristu hausinn yfir því sem þeir kölluðu ævintýra-
mennsku og aðrir hentu góðlátlegt grín að bröltinu.
Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur
Thor ásamt viðskiptafélaga sínum, Magnúsi Þorsteins-
syni, létu úrtölu- og efasemdaraddir ekki hafa áhrif á sig
og héldu uppbyggingu verksmiðjunnar undir merkjum
Bravo ótrauðir áfram. Slíkt er siður athafnamanna sem
hafa trú á því sem þeir eru að gera og vita hvernig fram-
kvæma á hlutina. Um 12 árum eftir að ævintýrið hófst
hafa þeir félagar selt bjórverksmiðjuna fyrir um 41 millj-
arð króna eða svipað og samanlagt markaðsvirði Eim-
skips, Olís, Skeljungs og Olíufélagsins og litlu lægra en
markaðsvirði íslandsbanka. Ekki svo lítið afrek á liðlega
áratug.
Ævintýrið í Rússlandi er að líkindum eitt merkasta
framtak íslendinga á sviði viðskipta og skiptir þá litlu
hvaða mælikvarði er notaður. Verksmiðjan er ein af sex
stærstu bjórverksmiðjum Evrópu - fullkomin verksmiðja
með 535 milljón lítra framleiðslugetu á ári. Því kemur
ekki á óvart að margir hafi litið hana hýru auga þó
Heineken hafi að lokum hreppt hnossið. Bravo heldur
áfram að reka verksmiðju sem framleiðir áfenga svala-
drykki og kokkteila í samvinnu við Heineken.
En auk uppbyggingarinnar í Rússlandi hafa feðgarnir
Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor haslað sér
völl víðar. Þeir hafa sannarlega verið í fararbroddi í út-
rás íslendinga í viðskiptum. Með kaupum á lyíjafyrir-
tæki í Búlgaríu, sem nú hefur verið sameinað Pharmaco,
hafa þeir farið ótroðnar slóðir en uppskorið ríkulega.
Reynslan sem þeir hafa aflað með viðskiptum sínum er
dýrmæt eins og Björgólfur Thor benti á í samtali við DV
síðastliðinn laugardag: „Hún er í raun mun verðmætari
en allir seðlar og aurar sem við höfum nú.“
Arðbærar fjárfestingar og reynsla feðganna efla öðr-
um, sem kunna að vera tvístígandi, dáð og þor til efna-
hagslegra verka. Þeir sem slíkt gera eru með réttu nefnd-
ir athafnaskáld.
Gæfa íslendinga hefur verið sú að eignast athafna-
skáld út um allt land til sjávar og sveita, þó á stundum
hafi stjórnmálamenn og fjölmiðlungar reynt að gera slíka
menn tortryggilega. En athafnaskáldin halda áfram við
uppbyggingu atvinnulífsins og ryðja þannig brautina til
bættri lífskjara.
Strákamir okkar
Frábær árangur íslenska landsliðsins í handbolta á
Evrópumótinu hefur virkað sem vítamínsprauta fyrir
handbolta á íslandi. Þjóðin hefur fylgst með leikjunum
og dáðst að frammistöðu „strákanna okkar“, fyrirtæki
hafa verið hálflömuð á meðan sjónvarpað hefur verið að
sýna frá leikjunum og ungir drengir og stúlkur hafa lagt
enn meira á sig við æfingar en áður. Þannig hefur bar-
áttuandinn og leikgleðin smitað þjóðina og fýllt hana
stolti.
Árangur landsliðsins er langt umfram þær væntingar
sem gerðar voru í upphafi móts þó auðvitað hefði verið
gaman að leggja frændur okkar, Svía eða Dani.
Til hamingju, strákar.
Óli Bjöm Kárason
DV
Skoðun
ESB og auðlegð byggðanna
„Viljum nýta kraftinn og sérstöðuna, mannlífið og þá menningu
sem hefur þrifist og þróast kynslóð fram af kynslóð í aldanna rás
út um hinar dreifðu byggðir. “
Dreifðar byggðir íslands
fela í sér mikla auðlegð. Sú
auðlegð er í dag vannýtt og
á síðustu tíu árum, meðan
Davíð Oddsson fór með
byggðamálin, hefur hún
drabbast niður. Lands-
byggðin hefur tapað hluta
af atgervi sínu og
mannauði. Unga fólkið fer
og kemur sjaldan aftur eftir
nám. Aðild islands aö Evr-
ópusambandinu gæti falið í
sér sóknarfæri fyrir hinar
dreifðu byggðir. og veitir
okkur færi til sóknar. Möguleikar
iandsbyggðarinnar til nýrrar sóknar
í gegnum Evrópusambandið er eitt af
því sem menn verða að skoða for-
dómalaust áður en þeir taka afstöðu
til sambandsins og mögulegrar aðild-
. ar íslendinga.
Endurreisn íslandsbyggðar
Að mati höfunda skýrslunnar um
byggðamál í Evrópuúttekt Samfylk-
ingarinnar eru uppbyggingarsjóðir
ESB langstærsta einstaka umfjöllun-
arefnið sem lýtur að byggðamálum
fyrir Islendinga ef til aðildarumsókn-
ar kemur. Höfundar byggja niður-
stöður sínar að hluta á
skýrslu utanríkisráð-
herra og þar er margt
fróðlegt á ferðinni. Ekki
síst fyrir þau okkar sem
unna og viljum endur-
reisa íslandsbyggð sem
kostur er. Viljum nýta
kraftinn og sérstöðuna,
mannlífið og þá menn-
ingu sem hefur þriíist
og þróast kynslóð fram
af kynslóð í aldanna rás
út um hinar dreifðu
byggðir.
Það er útúrsnúningur að setja
máliö upp sem við yrðum ölm-
usuþegar sem ekkert gæfum á
móti, eins og þeir halda fram,
sem vilja bannfæra opna um-
ræðu um ESB. Við höfum margt
að færa Evrópu úr farteski íslenskr-
ar sögu og þjóðarreynsíu. Við eigum
og þurfum að nýta kosti alþjóðasam-
starfsins til hins ýtrasta til góðra
verka í okkar eigin samfélagi.
Sérstaöa íslands
Þátttaka íslands í uppbyggingar-
og framkvæmdasjóðum ESB myndi
kalla á róttæka uppstokkun á þeirri
byggðastefnu sem nú er rekin á Is-
landi. Hvernig málum lyktar að lok-
um er að sjálfsögðu undir þeim
samningi komið sem viö næðum að
loknum viðræðum. Hvað uppbygg-
ingarsjóðina varðar þá nýtur ísland
margháttaðrar sérstöðu. Hún felst
m.a. í fjarlægð frá öðrum löndum,
veðurfari og fólksfæð.
Einangrunin frá evrópskum mörk-
uðum spilar þar inn í og sá mikli
fólksflótti sem átt hefur sér stað síð-
asta áratuginn hérlendis. Innan ESB
ríkir sú stefna að vinna skuli gegn
þessum þáttum og stuðla að upp-
byggingu dreifðu byggðanna.
Endurheimtum afl byggðanna
Markmið uppbyggingarsjóðanna
hafa nú verið endurskilgreind og
þeim fækkað. Markmið þeirra
er að gefa þjóðum eins og okk-
ur tækifæri á að endurheimta
afl hinna dreifðu byggða. Þau
miða að því að stuðla að þróun
og uppbyggingu svæða sem
dregist hafa aftur úr öðrum
svæðum, að stuðla að efna-
hagslegri og félagslegri upp-
byggingu svæða sem standa
frammi fyrir erfiðleikum, að
stuðla að aðlögun og nútíma-
væðingu menntastefnu og
skólakerfa, starfsþjálfunar og
atvinnu.
Af þessu stutta yfirliti yfir
þau tækifæri sem felast í aðild
að ESB fyrir hinar dreifðu
byggðir má sjá að margt þarf
að athuga þegar rætt er um
mögulega umsókn okkar um
aðild. Um er að ræða kosti og galla
fyrir alla helstu þætti samfélags okk-
ar en ef við berum ekki gæfu til að
fara ítarlega og ígrundað yfir það
gætum við staðið frammi fyrir glöt-
uðum tækifærum og óbætanlegu
tjóni. Þá gildir einu hvort við horf-
um til hinna dreifðu byggða eða
komandi kynslóða íslendinga.
Össur Skarphéðinsson
Gamanið er „grátt“
Snemma á þessum vetri birti ung-
ur heimspekingur landsmönnum þau
tíðindi, og þóttu nýstárleg, að lítill
sem enginn munur væri á stjórn-
málaflokkunum. Istefhuskrám sínum
legðu þeir allir áherslu á sömu eða
svipaða hluti: lýðræði, jöfnuð, þjóð-
legt sjálfstæði o.s.frv. Tíðindin voru
reyndar ekki nýstárlegri en svo, að
fyrir einum fjórum áratugum orðaði
fyrrum leiðtogi Frjálslynda flokksins
í Bretlandi, Joseph Grimmond, svip-
uð viðhorf. Sagði hann m.a. að stjórn-
málabaráttan væri orðin rislág og þvi
líkust sem allir flokkar væru að
reyna að selja sömu vöru, einungis í
mismunandi umbúðum.
Þetta er vissulega nærri lagi að svo
miklu leyti sem stjómmálaflokkarnir
halda einatt á loft hugsjónum sem
þeir hafa tekið traustataki hver frá
öðrum. TO dæmis má minna á að
Sjálfstæðisflokkurinn barðist á sín-
um tíma með oddi og egg gegn þjóð-
þrifamálum á borð við vökulög, líf-
eyrissjóði, ellOífeyri, sjúkrasamlög,
sumarleyfi - yfirleitt öOu sem miðaði
að aukinni velferð alþýðu manna, en
telur sig nú berjast fyrir þessu
öOu og öðru sem hann hyggur
að gangi i augun á kjósendum.
Hitt er svo annar handlegg-
ur, að orð og athöfn eru sift
hvað, og þegar tO framkvæmda
kemur er næsta augljós skOs-
munur á flokkum til vinstri og
hægri, þó vissulega sé bilið
mOli þeirra tO muna mjórra en
fyrir fáeinum áratugum.
Grimm sérhyggja hægrimanna
og samhyggja vinstrimanna
verða seint sættar.
Klúbbur atvinnumanna
Gagnkvæm nálgun flokkanna
helgast meðal annars af því, að
stjórhmálavafstur er að stórum hluta
orðið atvinnumennska. Stjórnmála-
menn hafa myndað með sér klúbb,
eitthvað í líkingu við leýnisamtök
frimúrara, þarsem þeir hygla hver
öðrum og verja hver annan fyrir
óæskilegri hnýsni og gagnrýni-sam-
borgaranna. Þessi pólitíska samá-
byrgð lýsir sér til dæmis í hlægilega
skömmum vinnutíma alþingis-
manna (tæpt hálft ár á fuOum árs-
launum) og margvíslegum skattfríð-
indum og sporslum sem þeir
skammta sjálfum sér í skálkaskjóli
svonefnds kjaradóms.
I reynd felast athafnir einstakra
stjórnmálamanna ekki fyrst og
fremst í baráttu gegn frambjóðend-
um og fuOtrúum annarra flokka,
heldur gegn keppinautum í eigin
flokki. Þeir óttast ekki að verða í
minnihluta á þingi eöa í sveitar-
stjóm, þvi tap og sigur skiptast jafn-
an á, heldur hræðast þeir að fá ekki
að taka þátt í leiknum, fá ekki fram-
boð eða trúnaðarstöðu í
flokki sínum. Það er á
sjálfu flokksheimilinu
sem menn faOa, því svo-
kallaðir andstæðingar í
öðrum flokkum geta eng-
um ýtt frá þátttöku í
stjórnmálavafstrinu.
Þannig verða andstæð-
ingamir i rauninni
minni andstæðingar en
samherjamir, og má
segja til sanns vegar
færa að atvinnustjóm-
málamenn, án tdlits tO
flokka, sameinist aOir
andspænis kjósendum, þarmeð töld-
um sínum eigin kjóséndum og sínum
eigin flokkssystkinum, sem ekki
hafa komist nógu innarlega á bekk á
flokksheimOinu og hafa sameigin-
legra hagsmuna að gæta gagnvart
þeim.
Trúðleikur
Það sjónarspil sem Reykvíkingar
hafa nýlega orðið vitni að í sam-
bandi við framboð Sjálfstæðisflokks-
ins í næstu borgarstjórnarkosning-
um, er skóladæmi um leynda og
ljósa innbyrðis baráttu flokkssystk-
ina um bestu sætin á bekknum. Sú
barátta er stundum háð undir for-
merkjum „fórnfýsi": menn segjast
vera að fórna sér fyrir flokkinn með
því að draga sig í hlé eða rýma fyrir
öðrum, en áOt er það einber trúðleik-
ur sem ætlað er að draga dul á þau
óvægnu lögmál sem stjórnmálabar-
áttan er undirorpin: „en bróðemið
er flátt mjög / og gamanið er grátt, /
í góðsemi vega þeir þar hver annan“.
Sigurður A. Magnússon
„Þessi pólitíska samábyrgð lýsir sér til dœmis í hlœgi-
lega skömmum vinnutíma alþingismanna (tœpt hálft
ár á fullum árslaunum) og margvíslegum skattfríðind-
um og sporslum sem þeir skammta sjálfum sér í
skálkaskjóli svonefnds kjaradóms. “
Forkastanleg
forræðishyggja
„Ein hættulegasta at-
laga að eignarétti ein-
staklinga eru nýju tó-
baksvarnarlögin. Þar er
einstaklingum bannað
að ráðstafa eignum sín-
um að vOd. Jafnvel
vOja stjórrivöld kikja á glugga heim-
Oa og athuga hvort fólk svæli eina
rettu við einhverjar sérstakar að-
stæður. Og hvað á að þýða að banna
finkoma neftóbak og munntóbak?
Þessi forkastanlega forræðishyggja er
furðuleg og í raun rannsóknarefni
hvernig slík lög komust i gegnum Al-
þingi. Einnig er málfrelsið heft þar
sem ekki má tala á jákvæðan hátt
um tóbak! Verður ekki að krefjast
svara hjá þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins?"
Björgvin Guðmundsson á frelsi.is
Merkin um batann
„Það er ljóst aö mörg
fyrirtæki hafa verið að
nota sér umræðuna í
samfélaginu um niður-
sveiflu sem ástæðu fyrir
uppsögnunum án þess
að farið sé að sverfa að
þeim að því marki sem gerir þessar
aðgerðir nauðsynlegar. Þetta getur
valdið hraðari niðursveiflu án þess að
brýn þörf sé hjá fyrirtækjum. Vissu-
lega hefur dregið úr framkvæmdum en
það er ekkert óeðlOegt við það miðað
við árstíma. Ljóst er einnig að það fólk
sem hefur minnstu menntunina og
veikasta stöðu á vinnumarkaði missir
oftast fyrst vinnuna á vinnustaðmun.
Öll él styttir upp um síðir. Merki um
bata í efnahagslífinu má sjá á sjón-
deOdarhringnum."
Sigurður Bessason, á efling.is
Spurt og svarað
A að breyta skólakeifinu þannig að íslenskir unglingar Ijúki stú
- ^ . -
Baldur Gíslason,
skólam. Iðnskólans í Reykjavík:
Áhrif á
atvinnulífið
„Töluverður hópur lýkur nú
framhaldsskóla við 19 ára aldur.
Þar eru t.d. nemendur í starfs-
námsbrautum sem ljúka skólanáminu 18 tO 19 ára og
fara þá í starfsþjálfun á vinnumarkaðinum. Við leng-
ingu skólaárs i framhaldsskólanum þarf að skoða bet-
ur áhrif þess á s.s. byggingariðnaðinn. Á hverju
sumri er verulegur hópur nemenda af starfs- og iðn-
menntabrautum sem fer í byggingastörf, einmitt þeg-
ar mest er að gera. Verða oft stór hluti vinnuaflsins
á álagstímum. Hitt er svo annað mál að stytting náms
tO stúdentsprófs er í sjálfu sér ekki mikið mál í skól-
um sem nota áfangakerfi. Það eru hinir fáu hefð-
bundnu menntaskólar sem verður erfiðara með.“
Sigurður Sigursveinsson,
skólam. Fjölbrautáskóla Suðurlands:
Forsendur og
fyrirvarar
„Það er eðlOegt að menn velti
því fyrir sér hvort íslenskir
nemendur eigi ekki að geta lok-
ið framhaldsskóla fyrr en nú er.
Smám saman eru að verða tO forsendur fyrir
slíkri breytingu með endurskoðun námskráa og
meiri sveigjanleika í starfi grunnskóla og fram-
haldsskóla.
Hrein hagfræðileg athugun á málinu með alls
konar forsendum og fyrirvörum tekur einungis
tO hluta álitamálsins, og sumar niðurstöður
orka þar tvímælis, tO dæmis að stytting fram-
haldsskóla dragi úr brottfaUi.“
Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
formaður Félags grunnskólakennara:
Opnar
umrœðuna
„Ekki er óeðlilegt að við velt-
um fýrir okkur hvort það komi
ungu fólki á íslandi betur eða
verr að brautskrást með stúdentspróf einu tO
tveimur árum eldri en í nálægum löndum. Það er
gott framtak hjá VR að láta gera þessa skýrslu;
það opnar umræðuna út frá hagfræðOegum for-
sendum. Hinar hliðar málsins eru t.d. innihald
náms, hagsmunir nemenda og menntastefnan í
víðu samhengi. I umræðu um að' flýta lokum
grunnskóla ber að hafa í huga að framhaldsskól-
ar eru ekki í hverri byggð landsins, sem myndi
þá þýða að unglingar fjórtán til fimmtán þyrftu
að fara þá svo ung að heiman.“
Reinhard Reynisson,
bœjarstjóri á Húsavík:
Er nám full
vinna?
„Að mínum dómi er full
ástæða til að skoða allar hug-
myndir þar aö lútandi. I ljósi at-
vinnuþátttöku íslenskra framhaldsskólanema
hlýtur sú spurning að vakna hvort nám á þvi
skólastigi sé í raun fuO vinna.
Þjóðhagslega hlýtur að vera skynsamlegra að
setja meiri kraft í námið þannig að sú þekking
sem nemendur afla sér skili sér fyrr út í at-
vinnulífið. Nauðsynlegt er að íslensk skóla-
stefna sé sífellt tO umræðu og endurskoðunar,
ekki síst í ljósi þeirra hröðu breytingar á at-
vinnuháttum og í raun á þjóðlífinu öOu sem nú
eru að verða."
Þetta vill VR. Hagfræöistofnun HÍ hefur gert skýrslu um málið. Segir að ef börn hefji grunnskólanám ári fyrr, skólaárið verði lengt og heiidarnámstími styttur megi auka þjóðartekjur um milljaröa.
4-
Lífskjör og þjóðhollusta
Oft fara landsfeður og
ábyrgðarfuOir stjórnendur
hagkerfa með þuluna um
að það varði þjóðarheiO að
launþegar geri hófsama
kjarasamninga og varist að
sprengja þá ramma sem
settir eru um efnahagslífið.
Þegar orðið er viö tOmæl-
unum er launþegaforyst-
unni klappað á koOinn og
hún skjöOuð með hóli um
þjóðarsáttir og hve ábyrgð-
arfuO hún sé. En samt leika
efnahagskerfin á reiöi-
skjálfi og eru að springa út úr römm-
um sínum. I launapólitíkinni er
nefnilega vitlaust gefið eins og víðar
í lífskjaraspilinu mikla.
Samkvæmt launavísitölu Hagstofu
íslands hafa laun opinberra starfs-
manna og bankamanna hækkað um-
talsvert fram yfir kaup á almennum
vinnumarkaði undanfarin ár og
breikkar bilið fremur en hitt. Hið op-
inbera og peningastofnanir fylgja
greinilega ekki sömu launastefnu og
ætlast er til að gert sé á almennum
vinnumarkaði. Fyrst og fremst er
það ríkið sem spennir upp launin og
hefur þannig forystu í þeirri
launapólitík sem efnahagskerfið
stendur iOa undir og æsir upp verð-
bólgu með tilheyrandi óáran.
Kapphlaupiö við rauðu strikin í
maí er lífróður undan heimatObún-
um hremmingum sem ríkisvaldið og
peningavaldið eiga upptök að. Kjara-
dómur er það tæki sem ábyrgðar-
snauðir pólitíkusar nota tO að stór-
bæta laun sín og kjaraaðalsins sem á
eftir fylgir, langt fram yfir það sem
leyfist á öðrum vinnumarkaði. Að-
skOjanleg samtök opinberra starfs-
manna fylgja síðan á eftir og er Olt
að neita þeim um kjarabætur eftir að
Kjaradómur er búinn að dida þeim
sem betur mega á kostnað skatt-
greiöenda. Yfirmenn meira og
minna ríkisrekinna peningastofnana
dingla svo á eftir og munar ekkert
um aö hækka vexti og aOs kyns gjöld
til að mæta auknum launakostnaði.
Óþarfi er að misskiija það sem hér
er skrifað. Hér er ekki veriö áö am-
ast viö sæmilegum kjörum opin-
berra starfsmanna eða bankamanna,
þau mættu gjarnan vera enn betri,
en aðeins verið að benda á mismun-
un og aðstöðumun.
Oddur Olafsson
skrífar:
beita Kjaradómi fyrir sig til
að æða fram úr öðrum stétt-
um í launum og fríðindum
og þykjst svo hvergi nærri
koma þegar hervirkin eru
unnin. Eftir höfðinu dansa
svo limirnir, en almenni
vinnumarkaðurinn á einn
að standa við þjóðarsáttir
og sitja eftir þegar kjarabót-
um er úthlutað og passa
upp á verðbólguþróunina.
Ef einhver velkist í vafa
um mismununina má
benda á að framkvæmda-
stjóri ASÍ sýnir fram á að hans um-
bjóðendur sem starfa hjá ríki og
sveitarfélögum eru á allt öðrum kjör-
um en þeir sem eru í félögum þeirra
opinberu. Hann segir líka í blaðavið-
tali að til viðbótar mismunandi
launaþróun sé líka ljóst að ýmis rétt-
indi, svo sem varðandi lífeyrissjóði,
séu ekki talin með og mundu gera
samanburðinn enn verri en eOa væri
svo gert.
Tvær stéttir launþega
Ömurlegast er þegar forystumenn
launþegahreyfinga eru jafnvel enn
skilningssljórri en sjálfsánægðir
pólitíkusar á þau kjör sem algengust
eru í landinu. Þannig fer hagfræði-
menntaður formaður bankamanna
mikinn i grein sem hann skrifar tii
að ófrægja tvo starfsmenn ritstjórn-
ar DV fyrir skrif þeirra um lífeyris-
sjóði. Svo kirfilegur er sá útúrsnún-
ingur að hann hæfir varla öðrum en
ómerkilegustu pólitíkusum í kosn-
ingaham og þvi ekki við hæfi að leið-
rétta missagnir og rangfærslur sem
þar eru á borð bornar.
En það dæmi sýnir ef tO vOl að í
landinu eru tvær stéttir launþega
sem bera lítið skynbragð á kjör hver
annarrar. Enginn láir opinberum
starfsmönnum og bankamönnum að
bæta lífskjör sín eftir því sem kostur
er á. Hitt kann að vera ámælisvert að
valdamenn ráðuneyta, sveitarfélaga
og fjármálastofnana bæta eigin laun
og fríðindi upp úr öOu valdi og starfs-
fólk þeirra fylgir i humátt á eftir.
En þegar kemur aö fólkinu á
vinnumarkaði þar fyrir utan á það
eitt að lagfæra það sem misferst í
efnahagsstjórninni. Það sannast á
því að það er for-
ystulið ASÍ sem
nú hamast við að
passa upp á að
kaupið hækki
ekki þegar rauða
strikið verður
dregið yfir getu-
leysi peninga-
valdsins til að
hafa stjórn á efna-
hagsmálum.
Skilningsleysi
Ætlist ríkisvaldið til að aðildarfé-
lög ASl sýni ein þá þjóðhollustu að
rýra kjör sin til að leiörétta vonda
efnahagsstjórn sýnir það aðeins hve
skOningsvana stjórnendur landsins
eru á hver raunveruleg kjör skuld-
um vafinna láglaunastétta eru.
Kjömir fulltrúar og embættismenn
og peningastofnanir fylgja greinilega ekki
sömu launastefnu og œtlast er til að gert sé á almenn-
um vinnumarkaði. Fyrst og fremst er það ríkið sem
spennir upp launin og hefur þannig forystu í þeirrí
launapólitík sem efnahagskerfið stendur illa undir og
œsir upp verðbólgu með tilheyrandi óáran.
<
<
r-
#