Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Side 9
Húðflúr hefur gengið í gegnum ýmsar tískusveiflur frá því
það var fyrst uppgötvað fyrir 40.000 árum. Þrátt fyrir að
vera elsta listform mannsins virðist það alltaf vera jafn-
vinsælt og ef eitthvað er þá aukast vinsældir þess enn. í
dag verður opnuð Ijósmyndasýning í Norræna húsinu þar
sem hægt verður að fræðast nánar um sögu tattúsins en
Fókus tekur hér með forskot á sæluna.
Fra múmíum
í munninn
í síðasta Fókus var sagt ffá því að nýjasta æðið
innan húðflúrbransans á Islandi væri að fá sér
tattú í vör og er því spáð að sú tíska eigi eff ir að
ná miklum vinsældum í ár. Ættbálkamynstur af
ýmsum toga hafa verið það heitasta hingað til í
hinum íslenska tattúheimi og hafa íslendingar
verið sérlega ötulir við að láta stinga í sig, enda
finnast nú í Reykjavík sex tattústofur. Islend-
ingar eru þó ekki þeir einu sem eru hrifnir af
þessu listformi eins og hægt er sjá á sýningunni
„Tattóveraði Alendingurinn" sem opnuð verður í
Norræna húsinu í dag. Sýningin kemur frá Þjóð-
minjasafni Álandseyja sem hefur safhað upplýs-
ingum um þessa alþýðulist. Á sýningunni er
hægt að sjá ljósmyndir af húðflúri frá hinum
ýmsu tímum og gefa myndirnar glögga mynd af
þeirri þróun sem orðið hefur á tattúlistinni. ís-
lenskir húðflúraðdáendur ættu ekki að láta þessa
sýningu fram hjá sér fara né heldur heimilda-
mynd um húðflúr sem sýnd verður á sýningunni
á sunnudaginn.
Tattúeraðir frumbyccjar sýnincarcripir
Samkvæmt heimildum Þjóðminjasafns
Álandseyja kynntust Evrópubúar ekki tattúinu
fyrr en á 18. öld með landkönnunarleiðöngrum
til fjarlægra landa. Rt'kulega tattúeraðir heima-
menn í suðrænum löndum vöktu mikla aðdáun
og undrun Evrópubúa sem héldu sýningar í
heþmalöndum sínum á slfkum frumbyggjum.
Á 19. öldinni breiddist tattúlistformið út um
Evrópu og á miðri öldinni var algengt að sjó-
menn, hermenn og hafnarverkamenn bæru
tattú. Eftir stríðið varð tattúið fyrir nýjum áhrif-
um frá Japan sem höfðu mikið að segja varðandi
tattútískuna í vestri. Japanska tattúhefðin gekk
að miklu leyti út á líffæraffæði líkamans, þ.e.a.s.
vöðvar og hreyfanlegir hlutar mannslíkamans
áttu að vera hluti af húðflúrinu.
Sjómannstattú
Húðflúr hefur lengi tengst sjómönnum og
ekki að ástæðulausu. Eins og áður sagði voru það
landkönnuðir sem komust fyrst f kynni við
tæknina og áður en tattúlistin varð almenn f
Evrópu voru þeir sjómenn sem sigldu suður um
höf svo til þeir einu sem báru húðflúr, enda
fengu þeir sér gjaman húðflúr sem minjagrip frá
þeim stöðum sem þeir heimsóttu.
Að láta húðflúra sig hefúr lengi verið tákn um
einingu og samkennd innan ákveðins hóps og
því ekki skrýtið að heilu áhafnimar, sem eyddu
miklum tíma saman í einangrun, hafi fallið fyrir
tattúinu. Ekki var heldur óalgengt að sjómenn
tattúeruðu hver annan. Mótífin sem voru hvað
algengust meðal sjómannanna voru frekar ein-
Á sýningunni í Norraena húsinu er að finna myndir af
húðflúrudum Álendingum sem gefa vel til kynna þá þró-
un sem orðið hefur í myndefnum húðflúra. Mynd Göran
Jansson
föld og í föstum skorðum. Frumlegheit voru engin og
voru konur, rósir, skip og akkeri algeng. Einnig voru
orðin trú, von og kærleikur vinsæl, sem og hjörtu með
nafhi þess sem viðkomandi elskaði.
Meiri frumleiki
I kringum 1960 fór að bera á meiri frumleika og list-
fengi í tattúlistinni. Myndirnar voru ekki lengur allar
steyptar í sama mót heldur urðu þær flóknari og voru
off undir áhrifum frá Austur-Asíu og indíánum. Eftir
1970 sótti húðflúrið hins vegar gjarnan andagift í
popptónlist, teiknimyndir og samtímalistamenn. Þeir
sem fengu sér tattú voru eftir sem áður aðallega ákveðn-
ir hópar í þjóðfélaginu, hópar eins og rokkhljómsveit-
ir, pönkarar og mótorhjólafólk og má segja að svoleiðis
hafi það verið alveg fram á níunda áratuginn þegar húð-
flúr fór að vera algengara meðal þeirra sem ekki til-
heyrðu neinum sérstökum hópum. Á tíunda áratugn-
um hafa einlit ættbálkamynstur verið allsráðandi sem
myndefhi í húðflúrum, en eins og sagði hér í upphafi
greinarinnar þá virðist tattú í munn vera að ryðja sér til
rúms í æ ríkari mæli. Það er umhugsunarvert að þrátt
fyrir að ca 40.000 ár séu síðan fólk fór að tattúera sig
skuli þetta listform enn vera lifandi í dag og verður
spennandi að sjá hvaða stefhu það tekur á næstu árum.
Elsta tattú sem varðveist hefur er á 4000 ára gamalli
múmíu en í dag þykir flottast að fá sér tattú í munninn.