Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Page 22
u
t
k
D
... Á Fimmtudagsforleik
í gær voru fyrstu tónleikar í nýrri röð
Hins hússins sem kallast Fimmtudagsfor-
leikur. Tónleikaröðin á að koma t stað
gömlu, góðu síðdegistónleikanna eða föstu-
dagsbræðingsins sem voru vel sóttir á sínum
tíma. Breytinga var hins vegar þörf og nú
hefur þessi liður verið færður yfir á fimmtu-
daga og verða tónleikar haldnir vikulega kl.
20 fram á sumar.
... Á Ibizakvöld á Diablo
Ferðaskrifstofúmar eru nú búnar að kynna
hvað það kostar að skella sér til útlanda á
komandi sumri og er verðið ekki beint til
fyrirmyndar. Fyrir þá sem ekki hafa efni á
utanlandsferðinni er hægt að skella sér á
Ibizakvöld á Club Diablo þar sem sólar-
landastemningin verður í hávegum höfð og
evrópoppið mun óma um sali.
... Á HESTBAK
Flestir hafa gaman af því að ríða þótt fólk
leggi mismunandi merkingu í orðasam-
bandið. Að ríða hesti er ekki jafnslæmt og
það kann að hljóma og þar að auki er (átt
þjóðlegra en að ferðast um á hestbaki t snjó-
hörku og kulda svona í lok þorra. Fyrir þá
sem ekki eiga skepnur sjálfir er hægt að
leigja hesta hjá íshestum, sem eru í eigu
Einars Bollasonar körfuknattleikshetju, og
fylgja góð ráð ffá honum með í kaupunum.
Ljóðið er síður en svo dautt ef marka má undirtektir almennings við
heimasíðunni Ijod.Is. Þar er að finna Ijóð af öllum stærðum og gerðum,
eftir þekkt sem óþekkt skáld, en aðstandendur heimasíðunnar vonast til
þess að Netið muni hefja Ijóðið til vegs og virðingar á ný.
Gleymdu þér yfir glas af Ijóðum
„Ljóðið og Netið passar bara svo
vel saman. Það er alltaf verið að
tala um það hversu innantómt
Netið sé og því fannst okkur kjör-
ið að búa til þessa heimasíðu sem
hefði eitthvert innihald. Ljóð eru
líka svo stutt að ég held að fólk
muni nenna að lesa þau af skján-
um,“ segir Davíð Stefánsson, einn
af stofnendum ljod.is. Asamt
honum sjá tveir félagar hans um
síðuna, þeir Jón Gunnar Gylfason
og Helgi Hrafn Gunnarsson.
Strákamir, sem em allir á þrítugs-
aldri, hafa gert heimasíðuna af al-
gjörri hugsjón enda hafa þeir all-
ir lengi haft gaman af Ijóðum.
Cagnabanki með íslenskum
UÓÐUM
„Ljod.is verður ekki bara staður
þar sem almenningur getur kom-
ið ljóðum sínum á framfæri held-
ur verður heimasíðan í framtíðinni
einn allsherjar gagnabanki sem
hefur að geyma alls konar ljóð eft-
ir bæði ný og gömul skáld,“ út-
skýrir Davíð sem segir þá félaga
vera á fullu við að safha leyfum
fyrir þvf að setja inn ljóð eldri
skálda á síðuna. Á hverjum degi
er valið ljóð dagsins og getur það
verið hvort heldur sem er eftir
óþekkt skúffuskáld eða gamlan
snilling.
Á síðunni er einnig að finna
sérstök notendasvæði. „Þau virka
Davíð, sem vinnur dags daglega á Kaffibrennslunni,
segir að Ijóðið lifi á heimasíðunni Ijod.is
UÓÐ DAGSINS 14. FEBRÚAR Á UOD.IS:
Um daginn
- eftir Sigrúnu Eddu Vilhjálmsdóttur f. 1975
Manstu þegar við
þannig að hver sem er getur skráð
sig sem notanda á ljóð.is, fengið
notandanafh og lykilorð og þar
með sett inn sín eigin ljóð, burtséð
frá okkar persónulega smekk,"
segir Davíð, en alls hafa 50
manns skráð sig sem notendur.
Ungtfólk rappar
Hinir ljóðelsku félagar eru með
ýmsar hugmyndir varðandi það
hvemig færa má ljóðið til vegs og
virðingar með hjálp Netsins. Hafa
þeir t.d uppi áform um að koma á
fót ljóðasamkeppni á síðunni í
ffamtíðinni og jafnvel sendingar-
formi fyrir SMS-ljóð.
„Það er fáránlegt að halda því
fram að ljóðið sé dautt miðað við
gróskuna á ljod.is. Ungt fólk er
síður en svo hætt að yrkja,“ segir
Davíð sem hefur sjálfur gefið út
tvær ljóðabækur en vinnur dags
daglega sem vaktstjóri á Kaffi-
brennslunni. Að hans sögn finnst
honum gæta mikilla áhrifa frá
rappi 'í skáldskap yngstu kynslóð-
arinnar og hæfa því mörg ljóð-
anna betur til flutnings en lest-
urs. „Það fólk sem nú þegar er
notendur á síðunni er fólk sem er
á ýmsum aldri og erum við mjög
sáttir með það enda viljum við
hafa ljóðin sem allra fjölbreytt-
ust,“ segir Davíð og býður alla
ljóðaunnendur að kíkja inn á
www.ljod.is.
Um daaii
fengum okkur göngutúr
fyrir um það bil viku.
- Það var frost, já manstu?
Þá sagðirðu að þér
þætti vænt um mig.
Og leiðir okkar skildu.
-Jú, jú, það snjóaði aðeins ...
Mig langaði bara
að segja:
„Takk, sömuleiðis".
erjir ^erða hvar?
POOL Á PLAYERS
„í kvöld verð ég að vinna
en ætli ég reyni ekki að kíkja
aðeins á Players til að spila
smá-pool, það er nefnilega
nokkuð sem ég geri eins oft
og ég get. Á morgun ætla ég
hins vegar að taka það rólega
og fara kannski í bæinn en
um kvöldið verður svo að
sjálfsögðu tekið aðeins á því.
Eg byrja líklega á Vegamót-
um eins og alltaf en þaðan
verður bara farið á hinn
venjulega rúnt þar sem ég
enda örugglega í Húsi Mál-
arans. Sunnudagurinn fer
svo f meiri vinnu og undir-
búning fyrir komandi viku.“
Sandra Birgisdóttir, nemi í
FB
Ritgerðasmíði og vídeó
„Þetta verður svona vinnu-
lærdómshelgi hjá mér þvf ég
er að vinna í grænmetinu í
Hagkaupi í Spönginni alla
helgina. Svo þarf ég að læra
mikið því ég á að skila bæði ís-
lenskuritgerð og landafræði-
ritgerð svo það er nóg að gera.
Ég býst samt við því að ég
leigi eina spólu um helgina."
Helga S. Yngvinsdóttir, nemi
ÍFB
Körfubolti og vinna
„Á föstudagskvöldið fer
ég á körfuboltaæfingu hjá
ÍR-Breiðabliki og býst ég við
að ég kíki á kaffihús með
stelpunum í körfunni að
henni lokinni. Á laugardag-
inn er ég að vinna á þjón-
ustuborði Hagkaups í
Spönginni. Um kvöldið
ætla ég að kíkja út á lífið en
þar sem búið er að loka Prik-
inu þá verður haldið út í
óvissuna. Á sunnudaginn er
ég lfka að vinna og mun
eyða kvöldinu í lærdóm."
lnga Rún Ingimundardótt-
ir, nemi í FB
SRORTFERP1R1
ikureyi
Natfang: aporttouraðsporttoura.is
www.aporttoura.is - sfmi 461 2968
S8A-NORÐURLEIÐ
>-£>
f ó k u s 22. febrúar 2002