Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 11. MARS 2002___________________________________________ DV _______________________________________ Menning DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR „Ég hafði veriö aö vinna meö seglformiö og iangaöi til aö setja hreyfingu í segl á báti á ferö.“ Daði Guðbjörnsson hjá máiverkinu „Gull af segti“. Daði Guðbjörnsson sýnir litskrúðug málverk frá ströndinni í baksal Gallerís Foldar: Minningar í myndum „Sýningin heitir „Bátar, Beib og Bíbbar, þaö síðasta er úr leikskólamáli og þýðir fuglar, “ segir Daói Guöbjörnsson listmálari um leið og hann gengur inn í baksalinn í Gallerí Fold. Þar sýnir hann stór, litrík olíumálverk af sjó, skipum og sœkindafansi svo aö áhorfandinn fer ósjálfrátt aó raula sjómannalög fyrir munni sér. „Ég er á ein- hverju feróalagi núna, eins og sjá má, “ held- ur hann áfram, „kannski má kalla þetta sjó- ferð mína gegnum málaralistina." Sýning Daða hefur nú staðið í rúma viku í Fold og meðan við göngum um salinn rifj- ar hann upp sögu af hollenskum lista- manni og gjörningi sem hann framdi: „Hann kallaði gjöminginn „SaUing away“ og sigldi einfaldlega frá landi í litlum bát - og síðan hefur ekki tU hans spurst! Þetta má segja að sé hinn endanlegi gjömingur! En ég er ekkert að sigla burt þrátt fyrir aUa þessa báta og aUan þennan sjó, ég held mig bara meðfram ströndum.“ Daöi Guöbjörnsson: Guölaxinn Veiddur af föður Daða og stoppaður upp i Vestmannaeyjum. B en ekki S Myndimar eru frá undanfómum tveimur árum - fór þetta sjóferðaminni að sækja á þig þá? „Nei, það er lengra síðan það byrjaði," segir hann, „þetta þarf áUtaf tíma tU að gerjast." - Reyndirðu að spyma á móti? „Nei, nei,“ segir hann hissa, „það má ekki. Ann- ars á titUlinn á sýning- unni fyrst og fremst að undirstrika að það er ekkert vitsmunalegt eða inteUektúal við hana, þetta er leikur. Hún hefði eins vel getað heitið SSS, Sæfór, Sægyðjur og Söng- fuglar! Það varð bara B en ekki S!“ - Hvað fer í gegnum huga þinn þegar þú býrð tU svona ævintýraleg- ar myndir? Hefurðu hemU á hugsunum þínum eða reika þær stjómlaust? „í byrjun er alltaf einhver kveikja, svo tekur efnið völdin og litimir. En eitthvað sér maður fyrir sér í upphafi, hreyfingu, lit, eitthvað, og í restina fer maður í tæknina og reynsluna, þá notar maður þaö sem maður kann tU að setja endapunktinn." - Hvað heitir þessi tU dæmis? spyr blaðamað- ur og bendir á glæsUega mynd af gullnu fari á toppi á stórri blárri öldu. „Hún heitir „GuU af segli“ samanber „guU af manni“,“ segir listamaðurinn. „Ég hafði verið að vinna með segiformiö og langaði tU að setja hreyfmgu í segl á báti á ferð. Yfirleitt eru engir um borð í bátunum mínum, að þvi er best verö- ur séð, þeir em frjálsir eins og fiskamir sem synda í sjónum. Ég er heldur ekki sjálfur um borð í þessum skipum, ég horfl bara á þau úr fjarska sem listmálari. Þetta er ekta miðaldra myndlist - því nú þykir flnast af öUu að vera miðaldra, það sé ég í blöðunum,“ og Daði skeUi- hlær. „Okkar tími er kominn!“ Módernismi - dauður en þó lifandi í myndunmn era litskrúðugir krossfiskar sem Daði kaUar stjömur sjávarins, þar em líka aUs konar fiskar og einn þeirra er með geisla- baug. Enda er þetta guðlax. „Já,“ segir Daði, „faðir minn var togaraskip- stjóri og einu sinni veiddi hann guðlax sem hann sendi tU Vestmannaeyja þar sem hann var stoppaður upp og settur á safn. Ég málaði myndina af honum eftir minni en eftir að ég fór tU Eyja með sýningu varð ég að endurbæta myndina af honum af því ég hafði ekki munað nógu vel eftir smáatriðunum. Og það era fleiri myndir héma byggðar á minningum. Ég var að vísu hrikalega sjóveikur og fór sjaldan á sjó en ég man vel eftir því þegar ég sá hval í fyrsta skipti, það þótti mér tilkomumikiö og faUegt." mannsgaman Á leið okkar miUi mynda ræðum við svolítið um Picasso út frá nýju þáttunum um ævi hans og list í Sjónvarpinu. Picasso tók gríðarlegar sveiflur í sinni list og fékkst við aUar greinar myndlistarinnar; Daði hefur bæði haldið sig nokkuð vel við málaralistina og ekki tekið miklar sveiflur í stU. „Picasso kom inn í upphaf módemism- ans en ég undir lok hans,“ segir Daði, „það er mikiU munur þar á. Ég ber mikla virð- ingu fyrir fólki sem er duglegt að gera tU- raunir, en ef við lítum tU dæmis á Picasso og Braque sem fundu saman upp kúbis- mann þá fóra þeir ólíka leið. Picasso yfir- gaf stefnuna og hélt áfram; Braque hélt sig við kúbismann en hann var prýðUegur listamaður þrátt fyrir það. Nú er að vísu mikið talaö um póstmódernisma en hann er eiginlega ekkert annað en módemismi. Ég held að módernisminn sé svo skemmti- legur að menn vUji ekki yfirgefa hann. Það er aUt í lagi að segja að hann sé dauður en það vUja aUir vera með í honum!" - Maður fer í ansi súrrealískar steUingar við að horfa á málverkin þín en súrrealisminn er auðvitað hluti af módemismanum ... „Ég man þegar ég kynntist Sjón í gamla daga að þá var hann aUtaf að segja mér að ég væri súrrealisti. Ég vUdi ekki viðurkenna það þá en hef auðvitað séð það betur og betur síðan að ég er hreinræktaður súrrealisti." - Hvað vUtu að myndirnar þínar geri við þann sem horfir á þær? „Þaö sama og þær gera fyrir mig,“ segir Daði einlæglega. „Eins og aUir listamenn er ég að reyna að búa tU líkama úr því sem ég er með í höfðinu. Ef einhver kemst í huglík- amlegt samband við myndimar minar þá er það óskastaðan." Sýning Daða stendur tU 24. mars og GaUerí Fold er opið á verslunartíma. / Vespa a veiðum Þetta haustið var ég staddur í tveggja bakka borginni og rölti sem oftar niður gömlu götuna sem stundum hefur verið sagður elsti slóði Par- ísarborgar. Nafnið gleymist ekki; Rue Mouffet- ard, þröng gata og steinlögð eins og heUumenn- imir hafi ekki haft tima tU að raða. Á einu litlu torgi er ekki úr vegi að setjast niður á kaffihús og panta rótara, helst svo sterkt kaffi að það dropi hægt þó boUanum hvolfi. Horfa svo spekingslega út í mannhafið sem streymir fram í röstum og sveigir reglulega af leið. Yrkja kannski í huganum, kannski ekki. Altént vera tU. Það var þarna í fimmta hverfmu, gömlu góðu latínuslóðunum, sem hann kom inn í líf mitt á óskaplega veikri vespu. Hokinn I baki og aUur svo smár að skrýtið var að vita af lífí í svona litlum líkama. AndUtið uppgefið af amstri dag- anna og einkennUega gult. Fætumir vafðir um hjólið. Framan á vespunni var lítU skófla, ekki ósvip- uð fægiskóflu - og öðru hvora lét litli maðurinn hana faUa niður þegar kúkur úr hundi var fram undan. Hann veiddi þá fimlega upp og fipaðist aldrei, vísast búinn að vera i þessum geira í giska mörg ár. Þetta var hans fag. Hann kláraði torgiö á innan við fimmtán mín- útum og var svo horfinn yfir á önnur stræti jafn hæglega og hann kom inn í líf mitt þennan dag. Seinna meir hef ég hugsað hvað svona menn dreymir um á nóttunni. -SER Allir í leikhús 1 vikunni sem leið undirrituðu Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og Valur Valsson hjá íslandsbanka samstarfssamn- ing sem felur í sér að bankinn styrkir Þjóðleikhúsið um 10 miUjónir tU þess að Þjóðleikhúsið geti efit fræðslustarf sitt og tengsl við skólana í landinu. Á vefsíðu leikhússins má lesa nánari útfærslu samningsins og er óhætt að fuUyrða að ís- lensk skólabörn verða ekki afskipt næstu ár. Stefnt er að því að stórauka heimsókn- ir skólanema í leikhúsið og gefa þeim tækifæri tU að vinna verkefni um leiklist og leikhús. Útbúið verður fræðslu- og kynningarefni fyrir skólana og haldin námskeið fyrir kennara. Hefur Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri (sem stýrði VUja Emmu í fyrra) verið ráðin forstöðumaður þessarar nýju fræðsludeUdar. Fólk sem komið er á efri ár man vel eft- ir skólaferðalögum í leikhúsið á sýningar sem höfðuðu kannski misjafnlega tU nem- enda. Ef þeim leiddist þá áttu þeir tU að henda karameUubréfum ofan af svölum á fólkið fyrir neðan sem ekki tók fuUan þátt í gamni ungviðisins og kvartaði lika undan masi, skrækjum og hlátri skóla- fólksins á röngum stöðum. Nú er þetta gert öðruvísi. Rómeó ogjúlía Undanfarin sjö ár hefur Leikfélag Reykjavíkur - og seinna líka íslenski dansflokkurinn - boðiö öUum bömum í 9 og 10 ára deUdum grunnskólanna i Reykjavík í heimsókn í Borgarleikhúsið, eins og lesa má í nýju hefti Skímu, tíma- rits íslenskukennara. Ekki verður séð af greininni að neinir bankar hafi styrkt Leikfélagið tU þessa starfs sem hefur þeg- ar haft áhrif á líf þúsunda reykvískra barna, en um tíma fékk LR sérstakan styrk frá ÍTR og Fræðsluráði Reykjavík- ur sem nú hefur verið beint tU skólanna. Þessar heimsóknir hafa verið gríðarlega vel þegnar og vinsælar eins og staflar þakkarbréfa, vinnubóka og teikninga sem leikhúsinu hafa borist bera vott um. í heimsókn 9 ára barna eru þau leidd um leikhúsið í leit að leiklistargyðjunni Thalíu og fylgja þeim persónur á borð við RáðhUdi dyravörð og Þorleik stórleikara. 10 ára börnin fá að sjá fuUunnar sýning- ar og sitja þá frammi í sal eins og venju- legir áhorfendur. í vetur hafa þau fengiö að sjá sýningu sem Harpa Ámardóttir hefur unnið upp úr hinum sígUda harm- leik Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og danssýningu íslenska dansflokksins að auki. í haust sem leið réð LR tfi sín sérstak- an fræðslufuUtrúa og var það í fyrsta sinn sem sérstakur starfsmaður tekur að sér fræðslu í sögu íslenskrar leiklistar, eins og segir í greininni. Hann er tengfiiður leikhússins við leikskóla, skóla, félagsmiðstöðvar og aðra aðUa og aðalhlutverk hans er að færa leikhúsið nær þeim sem þekkja það ekki og nýta það tU menningarauka, fræðslu og þroska. Veit Stefán ekki af þessu? Þessi orð minna mjög á markmiðin með nýrri fræðsludeUd Þjóðleikhússins, enda eru leikhúsin eðli málsins sam- kvæmt að vinna að sömu markmiðum. Það sem vekur kannski bros er að hvergi í yfirlýsingum Þjóðleikhússins er minnst á að LR hafi haldið úti merkri barna- fræðslu í sjö ár eða rætt um það hvemig starfsemi Þjóðleikhússins verði sams konar eða öðruvísi. Það er rétt eins og Þjóðleikhúsið viti ekki af þessari starf- semi LR þegar segir á vefsíðu þess: „Með stofnun fræðsludefidar slæst Þjóðleikhús- ið í hóp þeirra fjölda leikhúsa í Evrópu sem vUja leggja sérstaka rækt við listupp- eldi ungs fólks og listfræðslu almenn- ings.“ Vissulega er þó rétt að Leikfélag Reykjavíkur er i Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.