Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 11. MARS 2002 MÁNUDAGUR 11. MARS 2002 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aðalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjórí: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dy.is - Augiýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreífing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt tii að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Vandi Greiningarstöðvar Það vantar ekki fé til að greina vanda landsbyggðarinn- ar. Það vantar ekki fé til að greina vanda sauðfjárbænda. Það vantar heldur ekki fjármagn til að greina stöðu efna- hagsmála. Og enn síður vantar fé til að efla samskipti ís- lands og umheimsins. Það vantar hins vegar sárlega fé til að greina þroskafrávik íslenskra barna. Sérhæfð stofnun, sú eina sinnar tegundar hér á landi sem greinir vanda barna, hefur verið í fjársvelti í langan tíma. Hún er ekki á forgangslistanum. íslensk stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir þá stöðu sem þau eru búin að koma upp í starfi Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins. Fjárveiting til hennar hefur engan veginn verið i takt við stóraukna eftirspurn eftir þjónustu hennar. Fyrir vikið hefur þurft að fækka sérhæfðu starfs- fólki stöðvarinnar og afleiðingarnar eru hræðilegar fyrir margar fjölskyldur á íslandi. Nú er svo komið að börn með alvarleg þroskafrávik þurfa að bíða í á annað ár eftir grein- ingu á vanda sínum. Þetta er harður dómur yfir þeim ráðamönnum sem eiga að tryggja velferð bama í landinu, ekki síst þeirra sem glíma við alvarlega fótlun af margvíslegum toga. Það sér hvert foreldri sig í því að geta ekki komið barni sínu til hjálpar. Það sér hvert foreldri sig í því að geta ekki fengið bráðaþjónustu til að greina vanda barns síns. Biðin eftir greiningu er hræðileg og nagandi. Stjórnvöld hafa verið að lengja hana. Það eru ömurleg skilaboð til fólks sem hefur orðið fyrir því áfalli að fæða fatlað barn. DV skorar á ráðamenn að grípa nú þegar inn í vanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Þar er ekki verið að biðja um mikla peninga miðað við það bráðnauðsynlega starf sem er í húfi. Stöðin hefur verið að byggjast upp á síð- ustu tveimur áratugum með afburða starfsfólki sem hefur lagt á sig langt og strangt nám til að greina andleg og lík- amleg frávik á þroska barna. Stöðin og starfsmenn hennar hafa sannað gildi sitt rækilega. Samdráttur í starfseminni er hrein þjóðarskömm. Það er skrýtinn vitnisburður um störf ráðamanna ef þeir ætla að verða til þess að auka enn frekar á þær hræðilegu raunir sem eru fólgnar í þroskahömlun barna. Á mörgum sviðum hafa stjómvöld sýnt sóma sinn í að byggja upp vandaða og skilvirka heilsu- og félagsþjónustu fyrir fótluð börn. Þar hefur víða verið lyft grettistaki á undanfórnum árum. Það skýtur því afar skökku við að sjálfur grunnur- inn að velferð barna skuli gleymast. Á þessu sviði verða menn að hugsa eins og menn. Tillaga Sádi-Araba Leiðtogar 22 arabaríkja munu á næstunni taka afstöðu til róttækrar tillögu Sádi-Araba í málefnum Miðaustur- landa. Sádar hafa lagt til að arabaríkin viðurkenni ísraels- ríki gegn því að ísraelar hverfi frá svæðunum sem þeir hertóku fyrir hálfum fjórða áratug. Þessi tillaga Sáda er þvert á ríkjandi viðhorf margra leiðtoga í þessum heims- hluta og er til marks um það hvað margir valdamiklir arabar eru reiðubúnir að ganga langt til að stilla til friðar á þessu stríðshrjáða svæði. Verði tillaga Sáda samþykkt er um straumhvörf að ræða fyrir botni Miðjarðarhafs. ísraelsmenn hafa komið sér fyr- ir á þessum slóðum í óþökk nágranna sinna. Ráðamenn í landinu hafa sýnt af sér fádæma yfirgang á síðustu árum sem gengið hefur út í ótrúlegustu öfgar á síðustu mánuðum undir villtri stjóm Ariels Sharons. Þeim manni er ekkert heilagt. Hann ræðst jafnvel á sjúkrabíla Rauða hálfmánans. Koma verður honum frá og öðrum að sem hlustar á Sáda. Sigmundur Ernir X>V Vörn góðrar samvisku „Trúnaður almennings er mikils verður og sá brýtur illa gegn samborgurum sínum sem notar trúnað þeirra sér til ávinnings umfram það sem um er samið. “ - Á kjörstað. Aö undanförnu hefur mörg mál borið á góma þar sem efast er um heið- arleika og dómgreind manna í ábyrgðarstöðum. Talað hefur verið um spill- ingu, græðgi, trúnaðar- brest og þjófnað. Hvað sem satt kann að reynast í þeim efnum stendur nú umræða um heiðarleika í opinberri þjónustu. Hafa ber í huga að dómstólar götunnar hafa oftsinnis verið sannir að dómsmorð- um. Hver skal og talinn sýkn saka meðan sekt er ekki sönnuð. Að eiga innstæðu Því er stundum haldið fram að svo mikill hluti ákvarðana okkar sé á gráum svæðum að útilokað sé að menn geti ávallt tekið réttar ákvarð- anir. Nokkuð kann að vera satt í því og fræg sögupersóna gat illa gert upp við sig hvenær maður dræpi mann og hvenær maður dræpi ekki mann. Hins vegar sýnist manni nú að í mörgum þeirra tilfella sem upp hafa komið hefði nú óbrengluð samviska átt að vera nægilegt leiðar- ijós að rata mætti rétta leið. Hrein samviska og góður orðstír eru verðmæti sem gæta ber af mikilli alúð. Það koma stundum upp þær að- stæður þegar ekki reynist vöm í neinu öðru. Mál liggja þannig fyrir að erfitt getur verið að firra Sig sök og þá getur verið mikilvægara en allt annað að eiga innstæðu fyrir því að geta vísað til óflekkaðs mannorðs síns og orðspors heiðarleika. Trúnaður Meistarinn segir í dæmisögu sinni af talentunum að sá sem er trúr yfir litlu verði yfir mikið settur og þar kemur fram að það sé jafneðlilegt að sá sem brugðist hefur trúnaði hijóti að verða að sæta því að sá trúnaöur sé af honum tekinn. Það er að sönnu eðlilegt því engin ástæða er til þess aö hafa menn í trúnaðarstöðum sem ekki era þess umkomnir. Mörgum öðrum er til að dreifa. Sá sem missir trúnað er að heldur ekki með því sviptur æru sinni, ein- ungis trúnaðinum til þess aö sinna því sem hann er talinn ekki hafa ris- ið undir. Sanni hann sig að geta áfram verið trúr yfir litlu á hann heiður skilið fyrir það. Trúnaður al- mennings er mikils verður og sá brýtur illa gegn samborgurum sín- um sem notar trúnað þeirra sér til ávinnings umfram það sem um er samið og það er áhættusamt að standa á tindum manniífsins. Þar sést vel til manns og margir hafa ástæðu til að fella dóma yfir því sem sést og ætla um annað. Ábyrgðarstaðan Því fylgir að gera sér ljóst að ábyrgðarstaðan er ekki eign né rétt- ur þess sem henni gegnir. Hún er i þágu fólksins, almennings og á að þjóna honum og þegar menn hafa lent í því með gerðum sínum og jafn- vel að ósekju að hafa misst tiltrúna verða þeir að víkja. Menn eru jafnan í betri aðstöðu til þess að gæta mannorðs síns og heið- urs eftir að hafa af eigin frumkvæði vikiö úr embætti sinu og sæta þá að bragði ekki annarra dómi, aðeins sjálfra sin. Því er það algengt erlend- is að menn axli ábyrgð og víki áður en þeir eru famir að skaða með setu sinni það sem þeim var falið að varð- veita. Þaö er stórmannlegra en við eigum hér að venjast. Jakob Ágúst Hjálmarsson í ræningja höndum Fj ármálaspillingin sem grasserað hefur undanfama mánuði er ná- tengd því pólitíska sukki sem veriö hefur viðvarandi átumein í landinu síöan þjóðin fékk heimastjóm. Bálk- ur krassandi hneykslismála á liðn- um hundrað árum er langur orðinn og heldur leiðigjarn, einkum vegna þess að flest hafa hneykslin fljótlega verið þögguð niður og látin gleymast samkvæmt óskráðum lögum yfir- hylmingar og þesskonar þagnar- skyldu sem tíðkast í mafium. Nú bregður hinsvegar svo við, að upp eru komin mál sem vakið hafa svo almenna hneykslun og víðtækan viðbjóð, að erfitt verður og kannski ómögulegt að kjafta sig frá þeim. Sér- staka athygli vekur að öll nýjustu hneykslismálin tengjast Sjálfstæðis- flokknum og yfirskyggja jarðabrask Guömundar Bjarnasonar, ísólfs Gylfa Pálmasonar og Guðna Ágústs- sonar! Undirrót þessarar víð- tæku og bráðsmitandi spill- ingar er ein af dauðasynd- unum sjö: græðgin - ástríð- an sem aldrei verður sval- að. Gróðrarstía hennar er vitaskuld skefjalaus mark- aðshyggjan sem sýknt og heilagt hamrar á því að ekkert skipti máli nema fjármagn og fasteignir. Þessi háskalegasta villutrú samtimans hefur gengið í vanheilagt bandalag við villukenninguna um heil- næmi einkavæðingar og einkareksturs, og þær graf- ið svo rækilega um sig, að heita má að allt, sem ber keim af heilbrigðu hyggju- viti, sé orðið grunsamlegt. „ Undirbúningur einkavœðingar Morknir máttarstólpar Landssímans hefur kostað skattborg- Nýfrjáls græðgi náði tök- arana a annað hundrað milljomr, um sjálfstæðisflokksins, sem einkum hafa gengið til ráðgjafa. sem tekist höfðu á hendur Þarvið bcetist hálfur milljarður sem ábyrgðarstörf í þágu al- Þorannn, Fnðnk og kompam souðu i fimmenninga, Áma, Þórar- glórulausar fjárfestingar erlendis.“ ins, Friðriks, Guðmundar og Ólafs, koma yfirvöld sem ýmist hafa ýtt undir glæpskufullt athæfi eða vanrækt að veita nauðsyn- legt aðhald. Halldór Blön- dal hafði gefið Þórarni ádrátt um alræmdan fimm ára samninginn sem Sturla Böðvarsson taldi sig bundinn af. í skálka- skjóli valdsmanna komst Friðrik upp með að brjóta landslög og fremja öll þau myrkraverk sem tíunduð hafa verið. Samskipti Guð- mundar og Ólafs era með fullkomn- um ólíkindum, þegar haföur er í huga bakgrunnnur þess fyrmefnda í hugsjónasamtökum ungkomma og þess síðarefnda í skátahreyfingunni! í öllu því moldviðri sem upp hefur verið þyrlað um þessi hneykslismál - og ekki ófyrirsynju - má segja að Davíð Oddsson hafi vakið einna stærsta furðu með ummælum sínum á Alþingi um Halldór Örn Egilson: „Það að gera þjóðhetju úr þessum manni er alveg út í hött. [...] Þessi starfsmaður hefur ekkert leyfi til þess að fara með fleipur í fjölmiðla um mál fyrirtækisins." Hinsvegar er ekkert viö það að athuga þó Davíð fleipri út og suður! Hann gleymir því nefnilega viljandi eða óviljandi að Friðrik Pálsson haföi þverbrotið hlutafélagslög, en Halldór Öm var að sinna skyldu sinni sem ábyrgur sam- félagsþegn og hluthafi með því að af- hjúpa spillingu og lögbrot stjómar- formannsins. Forstjóranefnan Óskar Jósefsson var í reynd að fremja ódæöi með því aö reka Halldór Öm úr starfi. Verði hann frekar látinn gjalda ár- vekni sinnar og framtaks, er það til marks um hve aftar- lega íslendingar era á mer- inni siðgæðislega. Uppljóstrarar verndaðir í siðmenntuðum samfélög- um kringum okkur hafa ver- ið sett lög sem vemda hags- muni heimildarmanna, og reyndar em lika tíu ára göm- ul dönsk lög um hlutafélög í ríkiseign sem aflétta þeirri forkastanlegu leynd sem er yfir slíkum félögum hérlendis og stuðlar öðm fremur að ítrekuðum lögbrotum. Undirbúningur einka- væðingar Landssímans hefur kostað skattborgarana á annað hundrað milljónir, sem einkum hafa gengið til ráðgjafa. Þarvið bætist hálfur milljarður sem Þórarinn, Friðrik og kompaní sóuðu í glórulausar fjárfest- ingar erlendis. Meinsemdin í þessu ömurlega ferli er áralöng tregða stjómarflokkanna til að gera opinbera grein fyrir fjár- reiðum sínum. Eftir höfðinu dansa limimir. Nýbirt GRECO-skýrsla Evrópu- ráðsins tekur af öll tvímæli um að krabbameinið í efhahags- og stjóm- málalífi íslensku þjóðarinnar er leyndin sem hvílir yfir fjárreiðum stjómmálaflokkanna. Af einhverjum ástæðum sér Davíð Oddsson rautt þegar minnst er á þessa ósvinnu og verður þá ekki ósvipaöur glerhálum mafíuforingja. Hvað er það sem Sjálf- stæðisflokknum er svo einkennilega hugað um að fela? Sigurður A. Magnússon Siguröur A. Magnússon rithöfundur Ekki tvölfalt kerfi fyrir eina þjóð „Ég hafna hugmynd- um þeirra stjómmála- manna og lækna sem með tillögum sínum em í raun að leggja grunn að tvöföldu heil- brigðiskerfi fyrir tvær þjóðir í sama landinu. Það gengur ekki þar sem það er praktíserað og það gengur síður hér á íslandi. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég sé á móti einkarekstri, síður en svo. Ég segi þetta vegna þess að fagleg lýð- heilsurök mæla gegn fyrirkomulagi af þessu tagi, almenn fjárhagsleg rök mæla gegn því og einu rökin sem mögulega mætti tína til með svona kerfi em þröngir sérhagsmunir sumra þeirra sem hasla sér völl í svona kerfi eða til dæmis trygginga- félaga sem fljótlega yrðu rekendur svona heilbrigðiskerfa." Jón Kristjánsson heilbrigöisráöherra í ræöu á fundi Félags heimilislækna. Höfnin litrík „Ég get ekki ímyndað mér að neinn vilji flæma höfnina úr bæn- um. Hún er litrík og skemmtileg og eitt af því sem setur helst svip á borgina Vandinn er hins vegar aðgengið að henni sem er yfir ljótar og leiðinlegar bílagötur. Hugmyndir um endumppbyggingu miðbæjarins ættu að fela i sér aukin tengsl við höfhina og greiðari sam- göngur þangað. Atvinnustarfsemin á svæðinu mætti verða fjölbreyttari, en það þýðir ekki að hún þurfi að víkja. Netstofan og Netastofan geta þrifist hlið við hlið.“ Egill Helgason í pistli á Strik.is Spurt og svarað Helst agaleysi í skólum í hendur við siðferðislega upplausn samfélagsins? ; ; : Áslaug Brynjólfsdóttir, skólastj. Áslandssk. í Hafnarf.: Agaleysi ekki nýtt vandamál „Ég vil ekki taka svo djúpt i ár- inni að tala um upplausn. Hins vegar hljóta einhverjir að verða að sinna uppeldi bama þegar báðir foreldrar vinna jafn mikið utan heimilis og víðast hvar er raunin í dag. Samstarf skóla og heimila er mikilvægt og hef- ur alla tíð verið, ekki síst nú þegar skólamir þurfa að taka á ýmsum uppeldismálum. Skólar og heim- ili þurfa að vera samstiga og gott traust að ríkja. Agaleysi í þjóðfélaginu er ekki nýtt vandamál, bæði meðal fullorðinna og bama. Og það segir sig sjálft að þegar bömum er ekki sinnt skapast vandamál. Hins vegar er stór hluti foreldra meðvitaður um hlutverk sitt - og er til fyrirmyndar." Einar Már Guðmundsson rithöfundur: Agi ekki sálu- hjálparatriði „Ég hef nu aldrei litið á aga sem neitt sálu- hjálparatriði, þannig aö þetta samhengi er kannski ekki alveg minn tebolli. Siðferðið hefur lika alltaf verið á leiðinni til andskotans á öllum timum. Ég myndi frekar orða þaö svo að í þjóðfélaginu ríki brenglað verömætamat. Sem dæmi má nefiia að rithöfimdur sem liggur í tvö þrjú ár yfir skáldverki, og nær þokka- legri meðalsölu, hefiir upp úr þvi sem svarar tveggja mánaða ráifejafar- störfum fyrir Landssimann eða einkavæðingamefiid, þannig að þar hljóta að vera á ferðinni heimsbókmenntir sem gefnar verða út í skrautbandi. Já, auðvitað smitast sú efriishyggjudýrkun sem birtist i frumskógarlögmálum fijálshyggiunn'ar yfir í aðrar deildir dýragarðsins, ekki síst skólana, en hegðunarvandamálin þar byggja líka á þvi veganesti sem krakkamir hafa að heiman og ég dreg í efa að almennt ríki siðferðisleg upplausn á íslensk- um heimilum. Ég mæli með andlegum forvömum og slökun i græðginni" Aníta Jónsdóttir, námsráðgj. á Akureyri: Okkar foreldra er ábyrgðin „Við erum vissulega vitni að því nánast daglega að spillingarmál í stjómmálum séu upprætt og komi fyrir almenningssjónir, en að heilt þjóðfélag búi við siðferðilega upplausn er fulldjúpt i árinni tekið. Að brostnum þeim forsendum að siðferðileg upplausn ríki í þjóðfélaginu er ekki hægt að tengja agaleysi í skólum við það. Við þurfum að hta okkur nær. Ég tel að aga- leysi í skólum sé fyrst og fremst sprottið af takmörk- uðum tíma foreldra til að ala upp bömin sín. Auk þess búa sum börn við afskiptaleysi, mikið frjálsræði og mörg böm þurfa snemma að axla ábyrgð sem þau valda ekki. En viö verðum líka að gæta þess að alhæfa ekki og muna að okkar foreldra er ábyrgðin." Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður og kennari: Ekki agi með „Á öllum tímum í sögunni hafa menn talað um að siðferði heimsins sé í upplausn, þannig að kenningar um upplausn em ekki nýjar af nálinni. Sjálf er ég alls ekki þeirrar skoðunar að agi í skólum hafi versnað. Þegar ég var að byrja í þessu fagi fyrir margt löngu fengust gjaman við kennslu karlar á efri árum sem héldu uppi aga með ægilegri grimmd. Þessi viðhorf og kennsluaðferðir hafa nú liðið undir lok og meira frjálslyndi tekið við. Og mér finnst það alls ekki vera dæmi um agaleysi þó krakkar séu frjálsleg í tímum og segi við kennara það sem þau meina og þeim í brjósti býr.“ Kristín Marja Baldursdóttlr rlthöfundur hélt þessu fram í erlndi á aöalfundi Félags grunnskólakennara í sl. viku. Skoðun Ríkir sjúklingar og fátækir Einhvem veginn hef ég alltaf stað- iö í þeirri trú, að hinir vel stæðu og heilbrigðu greiddu með sköttunum lyf og læknishjálp þeirra sem eru fá- tækir og lasnir. Hygg ég að þannig hafi það alltaf veriö frá því lög um almannatryggingar voru sett á fjórða áratugnum. Mér brá því óneitanlega í brún héma um kvöldið er ég horföi á sjónvarpsfréttimar og sagt var frá því, að fyrsta einkarekna heilsu- gæslustöðin væri tekin til starfa í Kópavogi. Þar ku vera hægt að fá sjúkrahjálp gegn „áskrift" er nemur 3600 krónum á mánuði auk komu- gjalda. Reyndar minnir mig, að þessu hafi verið hreyft i lok síðasta árs, en verið þaggaö niður vegna andstöðu Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra. En nú virðist hann vera búinn að leggja blessun sína yfir málið, þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar. Á tryggingamarkaðnum En hvað þýðir þetta í reynd? Ekkert annað en að hér eftir skulu þeir, sem em læknisþurfandi greiða að fullu fyrir þá þjónustu, sem þeir fá á heilsugæslustöðinni, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. En þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum. Inn- an fárra ára mun verða farið að selja aðgang að Ríkis- spítulunum, sem verða þá komnir i einkaeign i formi hlutafélaga og taldir góðir fjá- festingarkostir. Mikil velta gefúr meira fé í kassann, og því mun verða sótzt eftir sem flestum sjúklingum. - En vel að merkja; einkum þeim, sem eru sæmilega stæöir. Hinir fátæku, sem ekki geta greitt fyrir sig veða látnir sitja á hakanum. Þeir munu geta reynt að bregðast við, með því að kaupa sér tryggingu hjá frjálsu tryggingafélagi. Slikar sjúkratryggingar hafa ekki verið á boðstólum hér á landi, af þeirri skiljan- legu ástæðu að ríkið hefur greitt svo til allan sjúkra- Kjallari nokkum veginn heilbrigðir. Hinir öldnu og sjúku, munu annaðhvort ekki teknir í tryggingu, eða þá aö iðgjöld af þeim verða svo há, að við- komandi getur ekki staðið undir þeim. - Þannig er þetta á frjálsa líftryggingamarkað- inum í dag. Sjúklingaþjónustan hf.? Á hverju ári er fjölda manns neitað um líftryggingu vegna þess að tryggingartaki er annars of gamall eða las- burða, til að vera tækur í slíka trygg- ingu. Það mun því verða nokkuð þröngt fyrir dyrum, hjá þeim efna- minni, ef þeir þurfa aö leita sér læknishjálpar. Hins vegar munu hin- ir vel stæðu í þjóðfélaginu sjá sína sæng útbreidda, ef hugsanlegt væri að lækka mætti skattaálögur á þá vegna heilbrigöismála ríkisins. Vera Agnar Hallgrímsson cand. mag. má, að í framtíðinni verði Tryggingastofnun ríkis- ins lögð niður, sem myndi spara hinu opinbera milljarða króna í útgjöld- um. Hér er því eftir miklu að slægjast fyrir þá sem eiga hagsmuna að gæta. Innan skamms mun e.t.v. mega heyra auglýsingu til landsmanna: „Höfum til sölu allar gerðir af hjört- um og lungum í alla ald- urshópa. Hagstætt verð, allt frá 99.900 kr. ísetning á staðnum. Vanir menn og traustir. Bjóðum einnig upp á smærri aðgerðir á sér- stöku tilboðsverði. Tryggið ykkur pláss í tíma. Sjúklingaþjónustan hf.“ Óbrotgjarn minnisvarði Þetta er þó ekkert gaman, heldur grafalvarlegt mál, sem varða mun alla þjóöina, ef að verður. Spumingin er sú, hvort hér á að koma á fót, tvenns konar heilbrigðis- kerfi, annars vegar rikis- styrktu, hins vegar einka- kerfi, þar sem sjúklingur- inn greiðir allt. Hinir vel stæðu eiga að sifja fyrir læknishjálp, en hinir öldr- uðu og sjúku skulu deyja drottni sínum, af því að þeir eiga ekki fyrir henni. Er þetta nú kristilegt hugarfar? Sagöi ekki Kristur?: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkrir eru“ - . Skyldi hann hafa búist við því að þessu yrði snúið við, eins og nú virðist vera uppi á tem- ingnum hér á landi? Það er því deginum ljósara, að hér er veriö að stíga stórt skref afturá- bak í heilbrigðismálum íslendinga, eða allt aftur til þess tíma er lög um Tryggingastofnun ríkis- ins voru sett árið 1936. Jafnframt mun þetta „Reyndar minnir mig að þessu hafi verið hreyft í lok síðasta árs, en verið þaggað kostnað. Hins vegar eru þær niður Vegna andstöðu JÓnS KrÍStjánSSOnar verða óbrotgjam minnis- mjög tíðkaðar í BNA, en gef- , _ , . .. varði um ráðherradóm ast víst ekki alltof vel þar. heilbrigðisraðherra. — En nu Virðist hann Jóns Kristjánssonar heil- Ástæöan er sú, að trygginga- vera búinn að leggja blessun sína yfir brigöisráðherra, er lengi félögin munu aðeins selja ., , , . . . . . ,, mim verða minnst. 4T þeim tryggingu, sem em mallð, þratt fynr fym yfirlysingar. Agnar Hallgrúnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.