Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Side 26
42
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára________________________
Fanney Guöbrandsdóttir,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
Sigurásta Ásmundsdóttir,
Árskógum 2, Reykjavík.
85 ára___________________________
Elín Siguróardóttir,
Kleppsvegi 62, Reykjavík.
Hrefna Kristín Sigfúsdóttir,
Noröurbrún 1, Reykjavík.
75 ára___________________________
Árni Gunnlaugsson,
Ölduslóð 38, Hafnarfirði.
Kristín Jóhannesdóttir,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
Laufey Guðmundsdóttir,
Austurbrún 6, Reykjavík.
Pálína Hannesdóttir,
Ægisgötu 7, Akureyri.
60 ára __________________________
Ásgeröur Ásgeirsdóttir,
Sörlaskjóli 46, Reykjavík.
Dorothy Senior,
Bláskógum 3a, Hveragerði.
Gísli Guönason,
Suöurgötu 17, Sandgeröi.
Jóna Krlstrún Sigurðardóttir,
Skarösbraut 9, Akranesi.
Júlíus Svavar Bess,
Þrastarási 69, Hafnarfiröi.
Ólafur Már Sigmundsson,
Áshamri 47, Vestmannaeyjum.
50 ára___________________________
Anney Bergmann Sveinsdóttir,
löufelli 10, Reykjavík.
Birna Arnbjörnsdóttir,
Boðagranda 5, Reykjavík.
Guömunda Jóhanna Jensdóttir,
Vesturbergi 144, Reykjavík.
Guörún Ásta Björnsdóttir,
Álakvísl 66, Reykjavík.
Jóna Björg Jónsdóttir,
Skólageröi 5, Kópavogi.
Ólöf Þórey Halidórsdóttir,
Heiðarvegi 42, Vestmannaeyjum.
Þórey Björnsdóttir,
Hæðarseli 26, Reykjavík.
40 ára________T__________________
Björg Sigrún Ólafsdóttir,
Rúöaseli 88, Reykjavík.
Erla Bragadóttir,
Stekkjarkinn 15, Hafnarfirði.
Garöar Jóhannsson,
Álfholti 2c, Hafnarfirði.
Guöný Þórunn Ólafsdóttir,
Stórageröi 29, Hvolsvelli.
Gunnar Þór Adolfsson,
Nesvegi 41, Reykjavík.
Ólafur Einarsson,
Sævangi 37, Hafnarfirði.
Slgríöur Þorlelfsdóttir,
Hjallabraut 17, Hafnarfirði.
Sigríöur Þórðardóttir,
Breiðvangi 68, Hafnarfirði.
Unnur Kristjánsdóttir,
Heiðargerði 41, Reykjavík.
Úlfar Þór Marinósson,
löufelli 12, Reykjavík.
Þorsteinn Einarsson,
Hraunási 4, Garðabæ.
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Áralöngreynsla.
Svarrir OImh Æfe. .,‘11
Vvlbjarnardóttir
Útfararstofa íslands
Su&urhlfð35* Sfmi 581 3300
allan sólarhringlnn www.Utforin.is
Smáauglýsingar
DV
550 5000
i>v
Fólk í fréttum
Gunnar Andrésson
fréttaljósmyndari við DV
Gunnar V. Andrésson, fréttaljós-
myndari við DV, er höfundur frétta-
myndar ársins 2001. Myndin er af
Árna Johnsen, tekin í Vestmannaeyj-
um og var valin í tilefni af opnun
hinnar árlegu ljósmyndasýningar
Blaðaljósmyndarafélags íslands og
Ljósmyndarafélags islands í Gerðar-
safni í Kópavogi á laugardaginn.
Starfsferill
Gunnar fæddist i Reykjavík 1.2.
1950 og ólst þar upp hjá Þorbjörgu,
móðurömmu sinni, og seinni manni
hennar, Guðmundi Jónssyni.
Gunnar hóf störf hjá dagblaðinu
Tímanum, fyrst við myndamótagerð
og síðan blaðaljósmyndun. Hann var
þar fréttaljósmyndari 1967-78, við Vísi
1978-82 og við DV frá 1982 og hefur
lengst af veriö deildarstjóri ljós-
myndadeildar DV frá sameiningu DB
og Vísis.
Gunnar sat í stjóm Blaðamannafé-
lags íslands 1983-84 og hefur setið í
stjóm Félags blaðaljósmyndara frá
stofnun félagsins. Hann er einn af
stofnendum Skíðadeildar Fram, sat í
stjóm deildarinnar fyrstu funm árin
og aftur frá 1985 en Gunnar var for-
maður deildarinnar 1988-91. Þá var
hann formaður hádegisboltafélagsins
Lunch United um árabil.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 23.11. 1974 Önnu
Ágústsdóttur, f. 13.1. 1951, en hún er
dóttir Ágústs Guðjónssonar múrara
og Svanhvítar Gissurardóttur hús-
móður.
Böm Gunnars eru Hrefna, f. 16.6.
1969, kerfisfræðingur, búsett í Reykja-
vík, en sonur hennar er Hilmir Hrafn,
f. 26.5.1996; Alda, f. 14.8.1970, húsmóð-
ir og nemi á Seltjarnamesi, en eigin-
maður hennar er Karl Pálsson flug-
virki og eru synir þeirra Brynjar
Karl, f. 7.7. 1990, Birkir, f. 21.10. 1994,
og Gunnbjöm Páll, f. 18.10.1999; Ágúst
Ævar, f. 22.9. 1976, prentsmiður og
myndlistamemi, búsettur í Reykja-
vík, en unnusta hans er Ilmur Dögg
Gísladóttir nemi og er dóttir þeirra
Saga Huld, f. 2.8.2000; Þorbjörg Svana,
f. 26.10. 1979, hársnyrtir í Reykjavík,
en unnusti hennar er Lárus ívarsson
blikksmiður og er dóttir þeirra Lilja
Nótt, f. 29.9. 2001.
Hálfsystkini Gunnars, sammæðra,
eru Þorbjörn Jóhann Sveinsson,
slökkviliðsstjóri á Isafirði; Guðrún
Sveinsdóttir, verkakona í Vestmanna-
eyjum; Særún Sveinsdóttir, húsmóðir
í Bandaríkjunum; Borgþór Sveinsson,
stoðtækjasmiður.
Hálfsystkini Gunnars, samfeðra,
eru Guðný, húsmóðir á Þorvaldseyri;
Gústaf, verslunarmaður í Reykjavík;
Hallgrímur, rafvirki í Reykjavík.
Foreldrar Gunnars eru Andrés H.
Valberg, f. 15.10.1919, forstjóri og hag-
yrðingur í Reykjavík, og Vilborg Jó-
hannsdóttir, f. 15.9.1931, verkakona.
Ætt
Andrés er sonur Hallgríms Val-
berg, b. á Mælifellsá, Andréssonar, b.
á Reykjavöllum, Bjömssonar, b. á
Starrastööum, Bjömssonar, b. á Vala-
björgum, bróður Andrésar á Áifgeirs-
völlum, afa Konráös, afa Eyjólfs Kon-
ráðs Jónssonar alþm. Andrés var
einnig afi séra Jóns í Hvammi, fóður
Magnúsar, dósents og ráðherra, og
Þóris Bergssonar rithöfundar. Björn
var sonur Ólafs, ættföður Valadal-
sættar eldri, Andréssonar, og Bjargar,
systur Guðmundar í Stóradal, langafa
Sigríðar, ömmu Matthíasar Bjarna-
sonar, fyrrv. alþm. Björg var dóttir
Jóns, ættfóður Skeggsstaðaættar,
Jónssonar. Móðir Andrésar var Hall-
dóra Jónsdóttir yngra, b. á Leifsstöð-
um, bróður Bjöms Blöndals, ættfóður
Blöndalsættar. Móðir Hallgríms var
Guðrún, systir Jóhannesar Reykdals,
afa Jóhannesar Reykdals hjá Al-
mannavömum. Annar bróðir Guðrún-
ar var Ólafur Reykdal, afi Ólafs Ragn-
arssonar í Vöku-Helgafelli. Guðrún
var dóttir Jóhannesar, b. á Litlu-Laug-
um, Magnússonar.
Móðir Andrésar var Indíana
Sveinsdóttir, hagyrðings á Mælifellsá,
Gunnarssonar, oddvita að Syðra-Vall-
holti, Gunnarssonar, hreppstjóra á
Skíðastöðum, bróður Þorvalds, afa
Ragnheiðar, langömmu Magnúsar
ráðherra frá Mel. Þorvaldur var
einnig afi Ingibjargar, móður Jóns,
alþm. frá Akri, foður Pálma, fyrrv.
ráðherra. Gunnar var sonur Gunnars,
ættfoður Skíðastaðaættar, Guðmunds-
sonar. Móðir Indíönu var Margrét
Þórunn, hálfsystir Margrétar, ömmu
Elínborgar Lárusdóttur rithöfundar.
Hálfbróðir Margrétar Þórunnar var
Sæmundur, langafi Jóhönnu, möður
Sighvats Björgvinssonar alþm. Mar-
grét Þórunn var dóttir Árna, silfur-
smiðs I Stokkhólma, Sigurðssonar, út-
vegsb. í Keflavík, bróður Magnúsar,
langafa Guðrúnar, móður Bjarna for-
sætisráðherra, föður Bjöms alþm.
Móðir Árna var Sólveig Snorradóttir.
VOþorg er dóttir Jóhanns, verka-
manns í Reykjavík, Þorkelssonar, b. á
Dæli í Fljótum, Ásgrímssonar, b. á
Minni-Brekku, Þorkelssonar. Móðir
Jóhanns var Anna Jóhannsdóttir, b. í
Engidal, Þorvaldssonar „ríka“, b. í
Dalabæ, Sigfússonar. Móðir Önnu var
Sæunn Þorsteinsdóttir frá Bakkavöll-
um á Ólafsfirði.
Móðir Vilborgar var Þorhjörg
Magnúsdóttir, verkamanns I Reykja-
vlk, Ámasonar, b. í Dysjum á Álfta-
nesi, Pálssonar, hugvitsmanns á.
Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, Áma-
sonar, skálds í Dufþekju, Egilssonar,
pr. á Útskálum, bróður Hallgríms,
langafa Jónasar Hallgrímssonar. Egill
var sonur Eldjárns, pr. í Möðru-
vallaklaustri, Jónssonar. Móðir Eld-
járns var Snjólaug Þorsteinsdóttir, b.
á Frostastöðum, Jónssonar og Guðrtð-
ar Pétursdóttur, systur Hallgríms
sálmaskálds. Móðir Magnúsar var
Oddný Magnúsdóttir, dbrm. á Dysj-
um, Brynjólfssonar, b. á Ytra-Hólmi á
Akranesi, bróður Arndísar, móður
Jakobs, pr. í Steinnesi, langafa Vigdís-
ar Finnbogadóttur. Bróðir Jakobs var
Ásgeir, dbrm á Lambastöðum, langafi
Önnu, móður Matthíasar Johann-
essens ritstjóra. Móðir Þorbjargar var
Vagnbjörg, dóttir Magnúsar, b. á Sval-
höfða í Laxárdal, Sigurðssonar og
Steinunnar Böðvarsdóttur, b. á Sáms-
stöðum, Guðmundssonar.
Sextug
Anna Svanhvít Pétursdóttir
þvotta- og ræstitæknir á Sauðárkróki
Anna Svandís Pétursdóttir, hús-
móðir og þvotta- og ræstitæknir,
Laugatúni 4, Sauðárkróki, verður sex-
tug á morgun.
Starfsferill
Anna fæddist í Stykkishólmi en
ólst upp í Reykjavík og var á sumrin
hjá ömmu sinni í Ólafsvík. Hún lauk
gagnfræðaprófi og stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Löngumýri í
Skagafirði. Hún hefur veriö búsett á
Sauðárkróki frá 1962.
Anna starfaði lengst af við Heil-
brigöisstofnunina á Sauðárkróki en
hefur s.l. átta ár starfað hjá sýslu-
mannsembættinu á Sauðárkróki og
við heimavist Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra á Sauðárkróki.
Anna starfaði með Kvenfélagi Sauð-
árkróks um árabil, var einn af stofnfé-
lögum Lionessuklúbbsins Bjarkar á
Sauðákróki sem nú starfar sem Lions-
klúbbur og starfar með Kirkjukór
Sauðárkróks.
Fjölskylda
Anna giftist 28.9. 1963 JóniHelga-
syni, f. 5.10. 1938, bifvélavirkjameist-
ara. Hann er sonur Helga Jónssonar
verkamanns og Kristínar Jónsdóttur,
húsmóður og verkakonu.
Böm Önnu og Jóns eru Sigríður
Kristín, f. 13.5.1963 en maður hennar
er Gunnar Valgarðsson, f. 27.7.1962 og
eiga þau fjögur þöm; Hjördís Erla, f.
28.6. 1965 en maður hennar er Jón
Hafstad, f. 20.7.1956 og eiga þau fjögur
böm; Hrafnhildur, f. 12.7. 1968, en
maður hennar er Ólafúr Adolfsson, f.
18.10. 1967 og eiga þau tvö böm; Kol-
brún, f. 18.8.1973 en maður hennar er
Þröstur Jónsson, f. 1.3. 1971 og eiga
þau tvö böm; Helgi Páil, f. 12.7. 1977;
Pétur Ámi, f. 16.6. 1983.
Alsystur Önnu: Bima Pétursdóttir,
f. 7.8. 1940, bókavörður í Stykkis-
hólmi; Petra Pétursdóttir, f. 23.9. 1943,
meinatæknir í Svíþjóð.
Hálfsystkmi önnu, sammæðra, eru
Pétur Bogason, f. 26.12. 1949, verk-
stjóri í Ólafsvík; Sumarliði Bogason, f.
3.3. 1953, sjómaður í Stykkishólmi;
Margrét Bogadóttir, f. 2.1. 1956, hús-
móðir í Grindavík; Jónbjöm Bogason,
f. 17.2. 1959, lögreglumaður í Borgar-
nesi; Guðmundur, f. 16.3. 1962, lög-
reglumaður i Reykjavík.
Foreldrar Önnu voru Pétur Árni
Sumarliðason, f. 2.9. 1917, d. 3.3. 1943,
sjómaður í Reykjavík, og Sigríður
Jónsdóttir, f. 16.8. 1917, d. 1999, hús-
móðir í Reykjavík.
Anna verður að heiman á afmælis-
daginn.
Gísli Einarsson sjómaöur, Furulundi
13E, Akureyri, veröur jarösunginn frá
Akureyrarkirkju mánud. 11.3. kl. 13.30.
Hulda S. Fjeldsted verður jarösungin frá
Víðistaöakirkju í Hafnarfirði mánud.
11.3. kl. 13.30.
Ólafur Agnar Schram húsgagnasmiöur
verður jarösunginn frá kapellu
Fossvogskirkju mánud. 11.3. kl. 15.00.
Sverrir Magnús Gíslason
prentmyndasmiður, Hátúni 12, verður
jarösunginn frá Bústaöakirkju mánud.
11.3. kl. 13.30.
Guöný Einarsdóttir frá Morastöðum í
Kjós, síðast til heimilis á Dalbraut 21,
veröur jarösungin frá Grafarvogskirkju
mánud. 11.3. kl. 13.30.
Merkir Islendingar
Þórbergur Þórðarson rithöfundur fæddist á
Hala í Suðursveit 12. mars 1889, sonur Þórð
ar Steinssonar, bónda þar og k.h., Önnu Bene-
diktsdóttur. Bróðir Þórbergs var Steinþór á
Hala, höfundur ritsins Nú nú, bókin sem
aldrei var skrifuð.
Þórbergur hleypti ungur heimdragan-
um, var háseti og kokkur á skútum og
var í vegavinnu. Hann stundaði nám við
Kennaraskólann og var óreglulegur
nemandi við Háskóla íslands en var þó
fyrst og fremst sjálfmenntaður og sótti
þá víða fanga. Hann safnaði orðum úr
alþýðumáli um fimmtán ára skeið frá
1913, gaf út mjög athyglisverðar þjóðsög-
ur úr samtímanum, ásamt Sigurði Nor-
dal, var kennari við Iðnskólann í Reykja-
vík, Verslunarskóla íslands og gagnfræða-
skóla í Reykjavík.
Meistari Þórbergur er, ásamt Halldóri Lax-
ness, einn mesti rithöfundur þjóðarinnar, fyrr
og síðar. Með bók sinni, Bréf til Láru, 1924, setti
Þórbergur Þórðarson
hann þjóðlífið á annan endann meö harðari og
djarfari samfélags- og menningargagnrýni en áður
hafði tíðkast. Mörg þekktustu verka hans eru
sjálfsævisöguleg og mjög sjálfmiðuð, s.s. Ofvit-
inn, íslenskur aðall og Steinarnir tala. Sálm-
urinn um blómið fjallar um fyrstu æviár
ungrar stúlku. Höfundurinn setur sig í
spor hennar og fylgir henni frá fæðingu og
fram á bamaskólaár. Þá skráði hann eftir-
minniiega Ævisögu Árna prófasts Þórar-
inssonar. Auk þess orti Þórbergur stórgóð
Ijóð á sínum yngri árum, s.s. Nótt, en
mörg þeirra er að finna í Hvítum
hröfnum.
Þórbergur var afar sérstæður og frábær
stílisti, sjálfgagnrýninn og fyndinn, oft á
eigin kostnað. Sterkasta hlið hans er í því
fólgin að endurvekja skáldlega og djúpa
stemningu frá liðnum tíma. í þeim efnum er
hann hið bamslega séní sem hann stundum
áleit sjálfan sig vera.
Þórbergur lést 12. nóvember 1975.