Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Page 13
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
29
Sport
Eggert Garðarsson og Helgi Már Magnússon bestir í körfunni í febrúar:
Gaman að sjá fram-
farirnar hjá liðinu
- segir Eggert Garðarsson og Helgi Már hefur tekið stefnuna á Bandaríkin
„Ég verö að segja alveg eins og
er að mér fannst við eiga það
mikinn styrk í öllum stöðum til
að komast þangað sem við erum í
dag. Ég átti samtal við hvern og
einn í upphafi tímabilsins og
spurði þá hvert þeirra takmark
væri. Þeir nefndu allir sem einn
úrslitakeppnina og þangað
stefndu þeir leynt og ljóst. Við
mátum einnig stöðuna miðað við
önnur lið og fannst þegar að öllu
var á botninn hvolft við ekki lak-
ari en mörg lið í deildinni. Það er
ekki annað hægt en að vera
ánægður með strákana til þessa í
vetur,“ sagði Eggert Garðarsson,
þjálfari Breiðabliks, í samtali við
DV en hann var að mati íþrótta-
fréttamanna hlaðsins þjálfari
febrúarmánaðar.
Með lið sem hefur burði til
að leggja Njarðvíkinga
Það ætti kannski ekki að koma
neinum á óvart sem fylgst hefur
með körfuboltanum á síðustu
vikum. Blikum gekk flest í hag-
inn og léku feiknarlega vel í
mánuðinum og tryggðu sér að
lokum sæti í úrslitakeppninni
sem verður að teljast harla gott
af nýliðum í deildinni.
Spennandi og gefandi
- Úr þvi sem komið er, hvert er
takmark ykkar?
„Við stefnum á íslandsmeist-
aratitilinn, það er ekkert hægt að
gera annað fyrst við erum komn-
ir þarna inn. Leikirnir við Njarð-
vik í 8-liða úrslitunum verða ör-
ugglega hörku erfiðir. Njarðvík-
ingar eiga á að skipa sterku liði
en ég tel mig vera með það lið í
höndunum sem hefur burði til að
leggja þá að velli. Fyrst okkur
tókst að komast í úrslitakeppn-
ina verður maður að hafa trú á
sínu liði og það hef ég svo sann-
arlega," sagði Eggert en þetta er
hans fyrsta tímabil sem þjálfari í
efstu deild í körfuknattleik.
Áður hafði Eggert þjálfað hjá
Fjölni en tók síðan við Breiða-
bliksliðinu og kom því síðan í úr-
valsdeildina. Eggert sagði þjálf-
arastarfið spennandi og gefandi.
„Það er mjög gaman að sjá
framfarirnar hjá liðinu. Þegar
vel gengur er fátt skemmtilegra
en að þjálfa og maður er í góðum
félagsskap."
Aðspurður hvernig honum hef-
ur mótið fundist vera sagði hann
það hafa verið skemmtilegt og
spennan mikil undir það siðasta.
Keflvíkingar hafa komið á óvart,
maður átti von á þeim sterkum
en ekki í toppsætinu. Það voru
síðan ákveðin vonbrigði með
fyrrum félaga mína í ÍR og eins
Hauka að þessi lið náðu ekki að
sýna sitt rétta andlit. Annars er
flest annað eftir bókinni. Nú
hefst úrslitakeppnin og spennan
fyrir alvöru," sagði Eggert Garð-
arsson.
Viö ætlum aö fara alla leiö
„Okkur hefur svona heilt yfir
gengið ágætlega og það er ekki
slæmt að lenda í þriðja sætinu.
Við ætluðum okkur hins vegar
að vinna deildina en þriðja sætið
er samt viðunandi," sagði Helgi
Már Mágnússon, hinn 19 ára
gamli KR-ingur, sem valinn var
leikmaður febrúarmánaðar.
Háskóli og körfubolti í
Bandaríkjunum
„Mér líst vel á Hamarsmenn
sem mótherja í 8-liða úrslitun-
um. Það er engin launung að við
ætlum aö fara alla leið en við höf-
um svo sannarlega mannskap til
þess,“ sagði Helgi Már.
Hann sagði það stefna hjá sér
eftir tímabilið að fara utan, fara í
skóla og leika samhliða með
körfubolta.
„Ég ætla í háskólanám í
Bandaríkjunum, það er ekki vit-
að hvert á þessu stigi, en það er
verið að vinna í þessum málum
fyrir mig. Þangað stefnir hugur-
inn og ég er bjartsýnn á að það
gangi eftir. Ég ætla að bæta mig
enn frekar sem körfuboltamann
og svo sér maður hvað tekur við
eftir það,“ sagði Helgi Már sem
hlakkaði mikið til úrslita-
keppninnar.
-JKS
Eggert Garðarsson, til vinstri, var útnefndur besti þjálfarinn í úrvalsdeild í febrúar. Það ætti að koma fáum á óvart en Blikar hafa átt góðu gengi að fagna á
síðustu vikum. Við hliö Eggerts er Ólafur Már Magnússon, KR-ingur, en hann þótti að mati DV besti leikmaöur deildarinnar í febrúar. Ungur og upprennandi
leikmaður á ferð. DV-mynd Hilmar Þór
Mánaöarverdlaun
Helgi Már Magnússon, KR, er besti
leikmaður Epsondeildar karla í febrúar
að mati blaðamanna DV-Sport. Helgi
Már hefur vakið mikla athygli á sinu
fyrsta ári í úrvalsdeildinni og er óum-
deilanlega besti nýliði ársins.
Helgi er aðeins 19 ára og fáir leik-
menn í deildinni eru jafn fjölhæfir og
hann. Barátta hans og vinnusemi á vell-
inum er ómetanleg fyrir KR-liðið og
mikið af hans framlögum í sókn og
vöm telja kannski lítið í tölfræðinni en
mikið fyrir liðið.
Helgi skoraði 14,8 stig, tók 7,5 fráköst
og gaf 2,5 stoðsendingar að meðaltali í
sex leikjum KR í febrúar en Helgi nýtti
11 af 24 þriggja stiga skotum sínum í
mánuðinum sem gerir 45,8% þriggja
stiga nýtingu.
Aðrir tilnefndir
Pálmi Sigur-
geirsson,
Breiöabliki,
fylgdi eftir frá-
bærum janúar-
mánuði með góð-
um febrúar þar
sem hann var að-
almaðurinn á bak
við frábæran ár-
angur Blika. Pálmi skoraði 17,5 stig,
stal 4,2 boltum og gaf 4 stoösendingar
að meðaltali í sex leikjum Blika í febr-
úar en fimm þeirra unnust.
Guðjón Skúla-
son, Keflavik
leiddi sitt lið til
sigurs í fimm af
sex leikjum febr-
úarmánaðar þar
sem Guðjón skor-
aði 19 stig að
meðaltali í fimm
leikjum. Guðjón
fór mikinn fyrir utan þriggja stiga lin-
una en alls setti hann niður 23 af 47
þriggja stiga skotum sínum, þar af 7 í
sigri á Haukum. Þetta gerir 49% þriggja
stiga skotnýtingu og 4,6 þriggja stiga
körfur ileik.
Teitur Örlygs-
son, Njarðvík
kom sterkur upp
í febrúar eftir að
hafa verið róleg-
ur í tveimur
mánuðum þar á
undan en Teitur
gerði 107 stig í
sjö ieikjum sem
gera 15,3 stig að meðaltali. Teitur skor-
aði 18 stig og tók 8 fráköst þegar Njarö-
víkingar fógnuðu bikarmeistaratitlin-
um og var aðeins tveimur stoinum bolt-
um og tveimur fráköstum frá þrefaldri
tvennu í leik gegn Stjömunni þar sem
hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu
úrvalsdeildar karla til að stela 1000 bolt-
um.
Óðinn Ásgeirs-
son, Þór Ak. lék
vel í febrúar og
þá sérstaklega í
sigurleik gegn
Breiðabliki og
naumu tapi gegn
Keflavík. Óðinn
gerði 19 stig að
meðaltali í þrem-
ur leikjum og tók auk þess að taka 8,8
fráköst og stela 2,8 boltum í leik. Óðinn
gerði 34 stig og stal 5 boltum gegn
Breiðabliki og skoraði 26 stig, tók 14
fráköst og stal 7 boltum gegn Keflavík.
Logi Gunnars-
son, Njarðvík
var maðurinn á
bak við að koma
Njarðvíkingum
aftur inn í bikar-
úrslitaleikinn en
hann gerði 22 stig
i þeim leik og 17
stig að meðaltali í
leik í febrúar. Logi hitti úr 89% víta
sinna og42% skota sinna í mánuðinum.
Eggert Garðarsson, Breióabliki, er
besti þjálfarinn í febrúar að mati blaða-
manna DV-Sport en undir hans stjórn
vann Breiðablik fimm af sex leikjum
sínum og kom sér úr hatrammri fall-
baráttu inn i öruggt sæti í úrslita-
keppninni.
Eggert hefur sett saman stórskemmti-
legt lið. 1 Kópavogi, þar sem allir eru
að leggja sig fram og vinna sem ein liðs-
heild og þrátt fyrir ungan aldur, litla
reynslu og stjömulaust lið, eru Blikar
að sýna þaö og sanna að þeir geta gert
góða hluti í körfunni á næstu árum.
Auk hans voru þeir Friðrik Ragnars-
son, Njarðvik, Siguróur Ingimundar-
son, Keflavik og Ingi Þór Steinþórs-
son, KR tilnefndir.
-ÓÓJ