Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2002, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002
9
DV
Fréttir
Skýrsla heilbrigðisráðherra um ófrjósemisaðgerðir:
Ekkert bendir til
skipulagðra aðgerða
- segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Telur ástæðu til frekari skoðunar
726 aðgerðir á tæpum flórum áratugum
Á árunum 1938-1975 voru framkvæmdar hér á landi 726 ófrjósemisaögeröir, 722 vananir og 4 afkynjanir.
Alls voru 707 aögeröanna framkvæmdar á konum.
„Þessi skýrsla sýnir að menn
hafa gert slæma hluti en það er ekk-
ert sem bendir til þess að hér hafi
verið um skipulagðar aðgerðir að
ræða. í rauninni er þetta ekkert
verra en ég átti von á,“ segir Friðrik
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Landsamtakanna Þroskahjálpar,
um niðurstöður í svari sem heil-
brigðisráðherra gaf Þórunni Svein-
bjarnardóttur og fleiri þingmönnum
á Alþingi um ófrjósemisaðgerðir
hér á landi.
í svari heilbrigðisráðherra, sem
byggt er að verulegu leyti á rann-
sóknum Unnar Bimu Karlsdóttur,
kom fram að á árunum 1938-1975
voru framkvæmdar hér á landi 726
ófrjósemisaðgeröir, 722 vananir og 4
afkynjanir. Alls voru 707 aðgerö-
anna framkvæmdar á konum. Yflr
600 aðgerðanna voru framkvæmdar
vegna læknisfræðilegra ástæðna en
annars var ástæðan sögð vera and-
legur vanþroski og geðveiki.
„Mér finnst það sláandi hversu
margar þessara aðgerða voru fram-
kvæmdar á árunum 1971-1975 vegna
þess að á þeim tíma voru getnaðar-
vamir orðnar almennar. Þetta er slá-
andi og einnig að á landsbyggðinni
var hlutfall þessara aðgerða mjög
hátt,“ segir Friðrik Sigurðsson.
Engin fyrirstaða
Hann segir að að undanfómu hafi
þessi mál verið talsvert til skoð-
unarannars staðar á Norðurlöndun-
um og það virðist ljóst að sums stað-
ar hafi þessar aðgerðir verið fram-
kvæmdar með skipulögðum hætti,
en hér á landi virtist meira um ein-
angruð tilvik að ræða og að tíðar-
andinn hafi ráðið meiru en annað.
„Nei, maður veit ekki hvemig
þessi mál hafa þróast síðan árið
1975, að ný lög tóku gildi, en það
væri e.t.v. ástæða til þess í fram-
haldinu að óska eftir rannsókn á
því. Þó skyldi maður ætla að öflugri
getnaðarvamir og bætt staða fólks
með fotlun í þjóðfélaginu hafi oröið
til þess að bæta þessi mál mjög. Hér
á landi er t.d. unnið eftir alþjóðleg-
um reglum, þar á meðal svokallaðri
Þórunn Svein- Friörik
bjarnardóttir. Sigurösson.
9. reglu um „fjölskyldulíf og mann-
lega reisn" fatlaðra," segir Friðrik.
1 skýrslunni kom fram að frum-
varp um ófrjósemisaðgerðir og fóst-
ureyðingar var lagt fram á Alþingi
árið 1937. Það hafi farið fyrirstöðu-
laust í gegnum þingið og verið ssun-
þykkt af öllum flokkum, einróma og
athugasemdalaust. Frumvarpið tók
gildi sem lög „um að heimila í við-
eigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er
koma í veg fyrir, að það auki kyn
sitt“. Langur titill laganna skýrist
líklega af því að ekki var byrjað að
nota orðið „ófrjósemisaðgerð" á
þessum tima. Lögin heimiluðu fóst-
ureyðingar í vissum tilfellum auk
ófrjósemisaðgerða.
Vönun eða afkynjun
Ófrjósemisaðgerðir af tvennum
toga voru heimilaðar. í fyrsta lagi sú
aðgerð sem nefnd er „vönun" í lög-
unum. Þar var átt við skurðaðgerðir
þar sem göng til kynkirtlanna eru
hlutuö í sundur eða þeim lokað (egg-
vegir kvenna, sáðrásir karla). Eins
og vitað er var og er orðið „vönun“
annað orð í íslensku yfir geldingu
karldýra, þ.e. þá aðgerð þegar eistu
eru tekin burt með skurðaðgerð. I
öðru lagi var heimiluð skurðaðgerð
þar sem kynkirtiarnir voru teknir,
en slík aðgerð kallast „afkynjun" í
lögunum. Tilgangurinn með „afkynj-
un“ var fyrst og fremst sá aö reyna
að koma í veg fyrir kynferðisglæpi
með því að svipta þann kynhvötinni
er uppvís hafði orðið að slíku athæfi
eða sýnt tilhneigingu til slíkra brota.
Afkynjun mátti heimila þótt viðkom-
andi hefði ekki verið dæmdur fyrir
glæp en ekki átti að beita henni sem
refsingu.
Þegar sótt var um ófrjósemisað-
gerð samkvæmt lögunum frá 1938
þurfti að leita til læknis og fá hann
til að votta um heilsufar viðkom-
andi I læknisvottorði því sem fylgja
þurfti umsókn til að hún yrði tekin
gild. Án læknisvottorðs var ekki
unnt að sækja um slíka aðgerð. Sá
læknir sem fyflti út vottorð sendi
umsóknina síðan landlækni. Þaðan
fór hún til ráðgjafamefndar hans
sem úrskurðaði hvort samþykkja
skyldi aðgerð eða synja um hana.
Landlæknir tilkynnti umsækjanda
skriflega hvort umsókn væri sam-
þykkt eða hafnaö. Landlæknisemb-
ættinu barst síðan skýrsla um að-
gerðina frá viðkomandi sjúkrahúsi
þegar hún hafði verið gerð. -gk
Landsmót UMFÍ:
Kostar Skagfirð-
inga tugi milljóna
Stjóm Ungmennafélags íslands hef-
ur ákveðið að fela Ungmennasam-
bandi Skagafjarðar að halda 24.
Landsmót UMFÍ árið 2004. Rétt þótti
að halda mótið á landsbyggðinni. Mót-
ið fer fram á Sauðárkróki. ísfirðingar
voru búnir að hreppa hnossið en féllu
frá því eftir að aukinn fjárhagslegan
stuðning skorti að þeirra mati. Auk
UMSS sótti Ungmennasamband Kjal-
amesþings um mótið og ætlaði að
halda það í Kópavogi, Fjölnir í Grafar-
vogi og HSÞ á Húsavík.
UMSS hefur bakstuðning sveitarfé-
lagsins Skagafiarðar til mótshaldsins
en vinnuhópur sem í sátu tæknifræð-
ingur bæjarins, fulltrúi UMSS og
Ómar Bragi Stefánsson, íþrótta- og
æskulýðsfulltrúi, vann að umsókn-
inni. Ömar Bragi segir að kostnaður
bæjarfélagsins nemi um 80 mflljónum
króna en sá kostnaður liggur fyrst og
fremst í lagningu tartanefnis á
hlaupabraut. Á móti kemur 45 milljón
króna styrkur frá rikinu. Sveitarfélag-
ið er mjög skuldugt. Brautirnar verða
teknar upp í haust, skipt um jarðveg
og gengið frá brautunum sumarið
2003. Malarvöllur verður tyrfður,
enda minni þörf á malarvelli eftir að
yfirbyggt knattspymuhús rís á Akur-
eyri. Önnur íþróttamannvirki upp-
fylla kröfur. Landsmót var síðast
haldið í Skagafirði árið 1971.
-GG
Ekta fiskur ehf.
J S. 466 1016 J
Útvatnaður saltfiskur,
dn beina, til að sjóða.
Sérútvatnaður saltfiskur,
an beina, til að steikja.
SLEÐADAGAR
Hreppsnefnd Vopnaf jarðarhrepps:
Mótmælir niðurskurði flugs
Hreppsnefnd Vopnafiarðarhrepps
hefur fiallað um frumvarp að lögum
um samgönguáætlun og tillögu
stýrihóps um samgönguáætlun ár-
anna 2003 til 2014. í samþykkt
hreppsnefndar segir m.a. að í fyrir-
liggjandi fmmvarpi til laga um sam-
gönguáætiun sé verið að leitast við
að samræma áætlanagerð í sam-
göngumálum í landinu. Samkvæmt
frumvarpinu verði áætiunin unnin
til 12 ára í senn og skipt í þrjú fiög-
urra ára áætlunartímabil sem skipt-
ast i flugmálaáætlun, siglingamála-
áætlun og vegaáætlun. Hreppsnefiid
Vopnafiarðarhrepps geti fyrir sitt
leyti mælt með slíkum heildar-
ramma um áætlanagerð fyrir sam-
göngvu- i lofti, á láði og legi og telur
að slík heildaryfirsýn geti verið til
bóta.
Síðan segir m.a. í samþykkt
hreppsnefndarinnar: „Hreppsnefnd-
in vifl þó mótmæla harðlega hug-
myndum sem fram koma í tillögum
stýrihóps um Samgönguáætiun 2003
til 2014 þar sem ráð er fyrir því gert
að grunnnet flugsamgangna verði
með þeim hætti að i stað 13 áætiun-
arflugvafla verði slíkir flugvellir 10.
Einkum og sér í lagi er því mótmælt
að í hinu nýja grunnneti er ráðgert
Vopnafjarðarflugvöllur
I samþykkt hreppsnefndar er niöur-
skuröi á flugi harötega mótmælt og
á paö bent aö hvergi á landinu sé
um lengri fjallvegi aö fara en frá
Vopnafiröi til næstu flugvalla.
að skera út áætlunarflug til Vopna-
fiarðar. TiUögur af þessu tagi virð-
ast ekki taka á því hyert markmið-
ið með slíku flugi er. Á það skal sér-
staklega bent að hvergi á landinu er
um lengri fiaUvegi að fara en frá
Vopnafirði tU næstu flugvaUa. Enn
fremur er Vopnafiörður eins langt
frá höfuðborginni og mögulegt er en
þar er, eins og kunnugt er, megin-
hluti allrar opinberrar stjómsýslu
og heUbrigðisþjónustu sem lands-
menn þurfa aUir að nýta sér.
TUgangur og meginmarkmið með
lagasetningu um samræmda sam-
gönguáætiun hlýtur að vera að bæta
samgöngur en ekki tU þess að gera
þær verri en þær eru í dag.“ -GG
YAMAHA
SXR 700
Frábært verð
kr. 1.000.000
AF-10 / Kit
Filma og taska fylgir
6.900
OLYMPUS
OLYMPUS
OLYMPUS
MJU II
Ein vandaðasta filmuvélin.
15.900
Komið og lítið á
úrvaiið í verslun okkar
í Lágmúlanum
1922 ( 2002
BRÆÐURNIR
momsson
Lágmúla 8 • Slml 530 2800