Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 1
LEIKHUSGALDRAR BLS. 15 --------iv. ^kí. ¦™"r—» ^Tk = r-~ C^ 4^ LT» DAGBLAÐIÐ VISIR 113. TBL. - 92. ARG. - ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Dregur tll tfðinda Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra skoðar fréttaskeyti frá Japan í morgun, en þar var því lýst með nokkuð dramatískum hætti hvernig islenska sendinefndin gekk út af fundi Alþjóða hvalveiðiréðsins. Ráðherra styður þá ákvörðun. íslendingar kvöddu fund hvalveiðiráðsins með dramatískum hætti í morgun: Sendinefndin gekk út undir lófaklappi - sjávarútvegsráöherra mjög sáttur við ákvöröunina „Við hefðum hvort eð er ekki fengið að greiða atkvæði og með þessu sýnum viö hve ósátt við erum við framkomuna gagnvart okkur," sagði Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra í samtali við DV i morgun. íslenska sendinefndin gekk út af fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Japan í morgun eftir að fullri aðild íslendinga að ráðinu var hafnað í gær. „Við byrjuðum fundinn á að lesa yfirlýsingu þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að ýmis brot hefðu verið framin á okkur í gær og við gætum ekki setið undir slíkri framkomu. Síðan gengum við út," sagði Stefán Ás- mundsson, for- maður sendi- nefndarinnar, í samtali við DV i morgun. Hann segir að móttök- urnar sem ís- lendingar hafi fengið séu ekki beinlínis til að auka áhuga á að- ild að ráðinu. Óvíst er hvort útgangan er vís- bending um að íslendingar muni hunsa hvalveiöibann að sögn Árna. Stefán Ásmundsson. SPEKULERAÐ A STOR-i UM SKALA: Skemmtun fyrir fólkið 37 „Við eigum eftir að fara yfir þetta mál allt í heild sinni. Það er enginn þannig þrýstingur á okkur að við þurfum að taka skjótar ákvarðanir. Það hafði aldrei staðið til að við hæfum hvalveiðar á þessu sumri þannig að við höfum nægan tima til að kanna hvað verður aðhafst næsta sumar." Sjávarútvegsráðherra sagði að hann væri mjög sáttur við ákvörð- un islensku sendinefndarinnar en alls eru sex manns í nefndinni. Hinn kosturinn hefði verið að „ströggla" áfram án áhrifa en í þessu tilviki væri enginn „leikara- URVALSDEILDIN I KNATTSPYRNU BYRJUÐ: Vel skipu- lagður her Fylkismanna skapur í gangi" heldur gengið hreint til verks. Viðbrögðin við mótmælum ís- lendinga vöktu mikla athygli fjöl- miðla á ráðstefnunni í Japan og uppskar sendinefndin lófaklapp frá þeim þjóðum sem styðja afstöðu ís- lendinga. „Ég hef ekki heyrt nein önnur viðbrögð," sagði sjávarút- vegsráðherra. -BÞ I NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 2 OG 6 í DAG Sharon upp við vegg Ariel Sharon, forsætisráð- herra Israels, rak í gær fjóra harðlínuráðherra úr ríkis- stjórn sinni eftir að þeir höfðu neitað að styðja aðhaldsaðgerð- ir rikisstjórnarinnar sem lagð- ar höfðu verið fram og felldar i ísraelska þinginu í gær. Allir eru ráðherrarnir úr röðum Shas-harðlínuflokksins, en auk þeirra fengu nokkrir aðstoðarráð- Ariel Sharon. herrar úr Sameinaða Torah- flokknum, öðrum harð- línuflokki sem aðild á að ríkis- stjórn Shar- ons, að taka pokann sinn. Tillögur Sharons, sem gerðu ráð fyrir auknum fjárlögum til hermála, voru til komnar vekna aukins kostnaðar við nýlegar hernaðaraðgerðir á Vesturbakkanum og hefði ætl- aður niðurskurður helst bitn- að á framlögum til félagsmála, auk þess sem gert var ráð fyrir skattahækkunum. Með brottrekstri ráðherrana og hugsanlegu brotfhvarfi áð- urnefndra flokka úr ríkis- stjórninni hefur Sharon tækni- lega misst meirihlutann og get- ur nú aðeins reitt sig á stuðn- ing helmings þingheims, eða 60 þingmanna af samtals 120 sem sitja á ísraelska þinginu og verður því að treysta á samn- ingsleiðina. Með brottrekstri ráðherrana og hugs- anlegu brotthvarfi áðurnefndra flokka úr ríkisstjórninni hefur Sharon tækni- lega misst meirí- hlutann Þar með verður Sharon að setja allt sitt traust á Verka- mannaflokkinn, sem hingað til hefur verið honvmi allt annað en sammála varðanadi aðgerð- irnar gegn Palestinumönnum og oftar en einu sinni hótað að draga sig út úr stjórnarsam- starfinu. Ákvörðun Sharons um brott- rekstur ráðherranna kemur til framkvæmda strax á morgun, nema samkomulag náist við viðkomandi flokka, en fari svo að það náist ekki getur Sharon neyðst til að slíta þingi og boða til nýrra kosninga. 17 Aðeins eitt símtal! 8001111 punktur'nn íslandssími C isiandssimi.is ^&Br

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.