Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Side 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 íslendingaþættir___________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Sextug Messíana Marsellíusdóttir tónlistarkennari á fsafiröi Á 90-árg________________________ Bjarnl Ágústsson, Akurholti 9, Mosfellsbæ. 85 ára________________________ Þórhallur Tryggvason, Reynimel 26, Reykjavík. 75 ára _______________________ Pernille A. Ágústsson, Suðurbyggö 7, Akureyri. Björn Björgvln Þorvaldsson, Strandgötu 6, Ólafsfirði. 7.0.ára_______________________ Örn Helgason, Hagamel 41, Reykjavík. 60 ára________________________ Hrefna H. Hagalín, Bakkasíðu 5, Akureyri. 50 ára________________________ Gústaf Agnarsson, Eiriksgötu 4, Reykjavík. Hallmar Sigurðsson, Smáragötu 8, Reykjavík. Páll Gunnlaugsson, Eiðismýri 13, Seltjarnarnesi. Björg Jónasdóttir, Sunnuflöt 44, Garðabæ. Haraldur Guðmundsson, Urðarvegi 45, ísafiröi. Víglundur Þorsteinsson, Höfða, Selfossi. 40 ára________________________ Anna Þóra Gísladóttir, Bauganesi 28, Reykjavik. Guðný Björk Eydal, Goðalandi 12, Reykjavík. Súsanna Haraldsdóttir, Hólmgarði 50, Reykjavík. Snæbjörn Jónsson, Safamýri 59, Reykjavík. Jónína Valgerður Reynisdóttir, Hraunbæ 190, Reykjavík. Hjördís Harðardóttir, Dísaborgum 7, Reykjavík. Aðalheiður Eiríksdóttir, Rauðhömrum 5, Reykjavík. Björn Rúnar Albertsson, • Austurbraut 4, Keflavík. Hlynur Vigfús Björnsson, Dalbraut 54, Bíldudal. Anna Eðvarðsdóttir, Stapasíðu 13e, Akureyri. Guðmundur A. Hermannsson, Aðalbraut 9, Dalvík. Messíana Marsellíusdóttir tónlist- arkennari, Urðarvegi 60, ísafirði, varð sextug á laugardaginn. Starfsferill Messiana fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Að loknu gagnfræða- prófi stundaði hún nám við Tónlist- arskóla Reykjavíkur og Húsmæðra- skólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þá stundaði hún nám í pianóleik frá barnæsku hjá Ragnari H. Ragnar á ísafirði. Messíana stundaði verslunarstörf í nokkur ár en hóf kennslu við Tón- listarskólann á ísaflrði 1989. Hún er píanókennari, en hefur starfað sem harmónikukennari undanfarin ár hjá Tónlistarskóla ísafjarðar. Messíana er formaður Sjálfsbjarg- ar á ísaflrði og er virkur þátttak- andi innan Oddfellow-reglunnar. Fjölskylda Messíana giftist 30.12. 1961 Ás- geiri S. Sigurössyni, f. 21.11. 1937, húsverði. Hann er sonur Þórlaugar Hjálmarsdóttur og Sigurðar Helga- sonar sem eru látin. Böm Messiönu og Ásgeirs eru Þórlaug, f. 3.10.1961, bankaritari og nemi, búsett á ísafirði en maður hennar er Þröstur Kristjánsson húsasmiður og eru böm þeirra Hel- ena Björk Þrastardóttir, f. 18.8.1981, og Ásgeir Helgi Þrastarson, f. 8.11. 1988; Helga Alberta, f. 15.1. 1963, skrifstofumaður og nemi, búsett á ísafirði; Sigríður Guðfmna, f. 17.7. 1966, hárgreiðslumeistari og nemi, búsett í Reykjavík, en dóttir hennar er Andrea Messíana Heimisdóttir, f. 26.1. 1995. Hálfsystkini Messíönu, sam- mæðra, böm Albertu og Kristjáns S. Stefánssonar: Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 5.6. 1922, búsett í Reykjavík, var gift Sveinbirni Sveinbjörnssyni og eiga þau sex börn; Stefanía Áslaug Tuliníius, f. 30.5. 1923, búsett í Reykjavík, ekkja eftir Axel Tulinius og eignuðust þau fjórar dætur; Kristján Sveinn Krist- jánsson, f. 31.7. 1924, d. 15.10. 2001, var kvæntur Þórunni Maggý Guð- mundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Alsystkini Messiönu eru Guð- mundur Jón Dan, f. 26.10. 1927, d. 22.2. 1994, skipasmiður í Sandgerði, var kvæntur Elínu Benjaminsdótt- ur og eru dætur þeirra tvær; Krist- ín f. 30.9. 1928, húsmóðir, búsett í Bolungarvík, giftist Guðmundi Páli Einarssyni og eiga þau flmm börn; Sigríður Guðný, f. 27.9. 1929, d. 23.1. 1930; Helga Þuríður, f. 24.11. 1930, húsmóðir, búsett á ísafirði, giftist Þórði Péturssyni húsasmíðameist- ara og á hún tvö böm, auk þess sem Þórður á þijá syni; Kristinn, f. 13.3. 1932, d. 16.10. 1932; Högni f. 10.10. 1933, búsettur á ísafirði, kvæntur Friðrikku Runn Bjarnadóttur og eiga þau fimm böm; Bettý f. 18.12. 1935, húsmóðirá Hofsósi, giftist Sig- urbirni Magnússyni og eiga þau fimm börn; Þröstur f. 16.9. 1937, bú- settur á Ísafírði, kvæntist Haildóru Magnúsdóttur, en hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og hún einn son; Sigurður f. 7.6. 1940, d. 30.10. 1994, kvæntist Lilju Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Messiönu voru Marsell- íus Sigurður Guðbrandur Bern- harðsson, f. að Kirkjubóli í Valþjófs- dal í Önundarfirði 16.8. 1897, alinn upp að Hrauni á Ingjaidssandi frá fimm ára aldri en fluttist ungur til Isafjarðar, d. 2.2. 1977, skipasmiður og framkvæmdastjóri á ísafirði, og s. k.h., Alberta Albertsdóttir, f. 11.2. 1899, d. 24.2. 1987, húsmóðir. Ætt Marsellíus var sonur Bernharðs, b. á Hrauni á Ingjaldssandi, Jóns- sonar, beykis á Fífustöðum í Arnar- firði, á ísafirði og loks i Grasi á Þingeyri, Jónssonar. Móðir Marsell- íusar var Sigríður Finnsdóttir, b. á Kirkjubóli, Eiríkssonar, b. á Hrauni, Tómassonar, b. á Hrauni, Eiríkssonar, b. í Mosdal, Tómasson- ar. Móðir Sigriðar var Guðný Guðnadóttir, b. á Kirkjubóli, Jóns- sonar, b. á Kirkjubóli, Guðmunds- sonar, b. á Kirkjubóli, Magnússon- ar. Móðir Jóns Guðmundssonar var Guðný Ámadóttir, b. í Dalshúsum, Bárðarsonar, ættfóður Amardals- ættar, Illugasonar. Móðir Guðnýjar var Gróa Greipsdóttir, b. á Kirkju- bóli. Alberta var dóttir hjónanna Al- berts Brynjólfssonar, smiðs og síðar skipstjóra frá Stað í Súgandafirði, og Sæmundínu Messíönu Sæmunds- dóttur, húsmóður á Isafirði. Fimmtug Smáauglýsingar bílar og farartæki a húsnæði BgSM- | HHHp markaðstorgið atvinna einkamál 1550 5000 Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir sálfræðingur í Reykjavík Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir sálfræðingur, Spítalastíg la, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Anna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hún lauk stúdentspróf frá Öldungadeild MH 1983, stundaði grunnnám í samtals- meðferð í Freiburg 1987-89, lauk sál- fræðigráðu, Dipl. Psych., frá Albert Ludwig Universitat i Freiburg í Þýskalandi, 1995 og stundaði nám í fjölskyldumeðferð á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ 1995-97. Anna stundaði húsmóðiurstörf 1970-76, var setjari á Morgunblað- inu 1977-81, hjá Prentsmiðju Guð- jónsÓ 1981-82 og Prentsmiðjunni Odda 1982-83, var unglingafulltrúi á Félagsmálastofnun Kópavogs 1990-95, skólasálfræðingur á Norð- urlandi vestra með aðsetur á Blönduósi 1995-96, skólasálfræðing- ur á Skólaskrifstofu Skagfirðinga með aðsetur á Sauðárkróki 1996-98, sálfræðingur á Félagsmálastofnun Reykjaness 1998, sálfræðingur á Stuðlum, Meðferðarstöð rikisins fyrir unglinga 1998-2001 og hefur verið sálfræðingur á eigin stofu, AKKUR sálfræðiþjónusta, frá 2001. Auk þess er hún sálfræðingur fyrir Vimulausa æsku, Foreldrahús, frá 1999. Anna var trúnaðarmaður á Morg- unblaðinu 1979-80 og sat í trúnaðar- mannaráði Hins íslenzka prentara- félags 1978-80. Fjölskylda Börn Önnu eru Sigurður Ingi Pálsson, f. 14.9. 1970, kerfisfræðing- ur og heimspekinemi í HÍ; Guðný Pálsdóttir, f. 4.2. 1972, íslenskunemi við HÍ; Helga Lára Pálsdóttir, f. 18.2. 1975, starfsmaður hjá Íslandssíma. Bræður Önnu eru Örn Ármann Sigurðsson, f. 12.11. 1948, fram- kvæmdastjóri i Reykjavík; Halldór Ármann Sigurðsson, f. 30.6. 1950, prófessor i Svíþjóð; Magnús Ár- mann Sigurðsson, f. 18.4. 1959, tón- listarmaður frá Berklay University i Boston, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Önnu: Sigurður Ár- mann Magnússon, f. 26.3. 1917, d. 24.4. 1987, framkvæmdastjóri, og Guðrún Lilja HaUdórsdóttir, f. 17.2. 1923, íþróttakennari og fimleika- þjálfari á Seltjarnamesi. Ætt Sigurður var sonur Magnúsar, fiskverslunarstjóra í Reykjavík, Árnasonar, b. í Syðra-Mallandi, Magnússonar, oddvita á Ulugastöð- um, Ásmundssonar, b. á Ámá í Héð- insfirði, Ámasonar, b. á Ámá, Ás- mundssonar. Móðir Magnúsar var Baldvina Ásgrímsdóttir, b. á Skeiði, Ásmundssonar, b. á Bjarnastöðum i Unadal, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Sigurbjörg Kristín Sveinsdóttir, útvegsb. á Ketu á Skaga, Magnússonar. Móðir Sigurbjargar var Sigurlaug Guð- varðardóttir, ættföður Krákustaða- j ættar, Þorsteinssonar og Sigurbjarg- ar Margrétardóttm'. Guðrún Lilja er dóttir Halldórs, skipstjóra og síðar kaupmanns i Reykjavík, Jónssonar, hreppstjóra og siðar verslunarmanns í Kala- staðakoti á Hvalijarðarströnd, Sig- urðssonar, smiðs á FiskUæk i Mela- sveit, Böðvarssonar, smiðs í Skáney í Reykholtsdal, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar LUju var Guð- munda Guðmundsdóttir, bakara á ísafirði og síðar í Bridgeport í Conn- ecticut, Hjaltasonar, b. á Nauteyri í Isafirði við Isafjarðardjúp, Svein- bjömssonar. / ' Ektafiskurehf. J S, 4661016 J Utvatnaður saltfískur, ánbeina,tilaðsjóða. Sérútvatnaður saltfiskur, ánbeina,tilaðsteikja. ______________________ 7 Merkir Islendingar Torfi Hjartarson, toUstjóri og ríkissátta- semjari, fæddist á Hvanneyri í Borgar- firði 21. maí 1902. Foreldrar hans voru Hjörtur Snorrason alþingismaður, skóla- stjóri á Hvanneyri og bóndi á Skelja- brekku og í Arnarholti, og k.h., Ragn- heiður húsfreyja, dóttir Torfa, skóla- stjóra í Ólafsdal, Bjarnasonar. Bróðir Torfa Hjartarsonar var Snorri skáld. Meðal bama Torfa eru Hjörtur hæsta- réttardómari og Ragnheiður, rektor MR. Torfi lauk stúdentsprófi frá MR 1924, embættisprófi i lögfræði frá Hl 1930 og dvaldi i London við framhaldsnám 1930-31. Torfi naut feikUegs trausts sem vandaður embættismaður enda toUstjóri í Reykjavík 1943-72, sáttasemjari á sama tíma frá 1945 og tU sjö- Torfi Hjartarson tíu og átta ára aldurs og oddviti yfirkjör- stjórnar við bæjarstjórnarkosningar i Reykjavík 1949-70. Þá kom hann eitt sinn sterklega tU greina sem borgarstjóraefni sjálfstæðismanna og sem ráðherra í utanþingsstjórn. Hann varð fyrsti for- maður Sambands ungra sjálfstæðis- manna 1930 og hélt eftirminnUega ræðu á afmæli SUS á ÞingvöUum, 1990. Þar mælti hann skörulega gegn EB-aðUd og sagði íslendinga ekki hafa brotist undan Dönum tU að láta þá stjóma sér aftur í gegnum Brussel. Torfi var látlaus og hressUegur í við- móti, hélt góðri heilsu fram á eUiár og ók eins og herforingi sinum hálfrar aldar gamla WUlys-jeppa, er hann sjálfur var kominn á tí- ræðisaldur. Hann lést 8. október 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.