Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002
I>v
Fréttir
Vísindaleg bomba íslenskrar erfðagreiningar gæti breytt ýmsu:
Fyrirtækið hefur
aldrei verið sterkara
- segir Kári Stefánsson og viðurkennir að stundum sé starfið erfitt
Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, var að
vonum hæstánægður með árangur
fyrirtækisins i gerð öflugasta og
Eldur kom upp í íbúðarhúsi við
Vogabraut á Höfn um kl. 19 á
fostudagskvöld.
Slökkviliöinu gekk greiðlega að
slökkva eldinn, sem var mestur í
eldhúsinu þar sem hann kom upp,
en hann fór einnig inn í stofuna og
á ganginn framan við eldhúsið.
áreiðanlegasta erfðamengunarkorts
sem kynnt hefur verið visindaheim-
inum til þessa. Hann hrósaði starfs-
fólki sínu í spjalli við DV í gær-
á Höfn
í húsinu búa ung hjón með tvö
böm. Þau urðu fyrir tflfmnanlegu
tjóni því innbú skemmdist mikið
af eldi og reyk. Hús og innbú er
vátryggt. Tryggingamatsmenn
koma frá Reykjavík á mánudag til
að meta skemmdimar.
-JI
kvöld. „Ég leyni því ekkert að ég er
rosalega montinn af þessu," sagði
Kári Stefánsscn, en um hann og fyr-
irtæki hans hefur gustað talsvert
um alllanga hríð. „Ég tel þetta stórt
skref, ekki bara fyrir okkur heldur
erfðavísindin í heild sinni," sagði
Kári.
Konan merkilegri en karlinn
Athygli vekur að rannsókn ÍE
gengur út frá því að konur gegni
stærra hlutverki í þróvrn mannsins
en karlmennirnir:
„Þegar erfðamengi flyst frá for-
eldrum tfl afkvæmis leiðir það tfl
breytingar sem viö köflum endur-
röðun og er 1,6 sinnum meiri þegar
það flyst frá móður til bams en frá
fóður til barns. Ein af ályktununum
sem má draga af því er sú að breyt-
ingar sem eiga sér stað verða meiri
í konum en körlum. Hvað þetta þýð-
ir endanlega er alls ekki ljóst en
svona er þetta. Svipuð tala hefur
verið viðruð áður en þetta er góð
staðfesting. Hitt er nokkuð nýtt aö
endurröðunartíðnin er nokkuð mis-
munandi eftir flölskyldum og
breytileg frá einu bami tfl annars
hjá sömu móður,“ sagði Kári.
Kári Stefánsson segir að erfða-
kortið veki mjög margar spennandi
spumingar sem íslensk erfðagrein-
ing og aðrir muni takast á við á
komandi ámm.
„Þetta kort veitir öllum heimin-
um aðgang að þessu korti, öllum
þeim sem eru að vinna að erfða-
rannsóknum. Við komum tfl með að
senda þeim niðurstöðumar af þessu
korti og vonandi mun þetta hjálpa
mönnum við störf þeirra á rann-
sóknastofum og án efa verður það
notað mjög víða,“ sagði Kári. Kortið
er að mati visindamanna flmm
sinnum öflugra en fyrri mengiskort
og Kári segir að ástæðan fyrir þvi
að starfsmenn fyrirtækisins gátu
unnið þetta verk sé sú að slagkraft-
ur þeirra hjá íslenskri erfðagrein-
ingu sé tífaldur á viö þá stofnun
sem næst kemur - hér hafi menn
unnið meiri vinnu, unnið nákvæm-
ar.
Lækningin langt undan
„Auðvitað er langur vegur þang-
að tfl lækning flnnst á ýmsum sjúk-
dómum sem að steðja. Menn þurfa
að átta sig á að margir af þessum al-
gengu, flóknu sjúkdómum, sem
herja á okkur í dag, stafa af því
hversu lífaldur fólks hefur lengst.
Það má segja að hönnun mannsins
hafi verið flott þegar ævin entist í
fjörutíu ár en afleit eftir að hún
varð áttatíu ár. Við losnum ekki við
þessa sjúkdóma með öllu en lærum
að kljást viö þá,“ sagði Kári.
„Við erum með frábæra vísinda-
menn i fyrirtækinu sem eru stöðugt
að setja saman nýjar aðferðir, allt
saman fólk sem vinnur hér í
Reykjavík, margir algjör sjení -
annað verður ekki sagt. Þetta er lið
sem á sér engan líka neins staðar og
ekki undarlegt að ég sé montinn af
þessu fólki,“ sagði Kári Stefánsson.
Stundum auðmýkjandi
Kári sagði það vissulega erfitt að
reka fyrirtæki á þessu sviði, stund-
um hreint út sagt auðmýkjandi, en
svo komi bjartari dagar eins og þeir
sem nú renna upp. Fyrirtæki á þessu
sviði hafa lækkað í markaðsvirði
eins og deCODE genetics, sem Kári
segir að stafi af glötun á tiltrú al-
mennings til þessa iðnaðar. „En fyr-
irtækið hefur aldrei verið sterkara
en einmitt núna. Markaðurinn mun
eiga eftir að meta okkur að verðleik-
um. Þetta er stundum erfitt og auð-
mýkjandi og við það þurfum við að
búa. Svona er nú lífið. í okkar vinnu
tekst sumt og annað ekki, menn
verða að hafa biðlund en varast að
níða skóinn niður af öðrum," sagði
Kári að lokum. -JBP
DVA1YND JÚLÍA IMSLAND
Miklar skemmdir
Eins og sjá má á myndinni er eldhúsiö og borökrókurinn mjög illa brunniö og
öll rafmagnstæki ónýt.
Brann hjá ungum
hjónum
Fíkniefnapartí í Hveragerði:
Þrettán
unglingar
handteknir
- fíkniefnahundur sannaði gildi sitt
Þrettán unglingar á aldrinum
17-20 ára, úr Hveragerði, Reykjavík
og af Suðurnesjum, voru handtekn-
ir í Hveragerði upp úr klukkan eitt
í fyrrinótt þar sem þeir voru með
fikniefni undir höndum.
Lögreglan á Selfossi gerði húsleit
í samkvæmi í húsi í bænum, eftir
aö hafa komist á snoðir um sam-
kvæmi í því. Húsið er nokkuð þekkt
fyrir samkvæmi og talið að þar séu
gjaman fikniefni höfð um hönd. í
húsinu fannst bæði hass og am-
fetamín. Fólkið var flutt á lögreglu-
stöðina á Selfossi. 8 fengu að fara
heim eftir yfirheyrslur en fimm
fengu að gista fangaklefa lögregl-
unnar og voru yfirheyrð í gær. Hjá
lögreglunni á Selfossi fengust þær
upplýsingar í gærkvöld að rann-
sókn málsins væri lokið. Búið væri
að sleppa öllum sem handteknir
voru í aðgeröum lögreglunnar og á
næstu dögum færi málið tfl með-
ferðar á dómstigi
Nýr liðsauki lögreglunnar kom að
góðu gagni við lögreglustörfin,
Fenrir, ungur fikniefnahundur sem
er sérlega efnilegur. Rúnar Þór
Steingrímsson lögreglumaður hefur
þjálfað hundinn Fenri og aliö hann
upp. Hann sagði við DV í gær að
hundurinn hefði staðið sig með af-
brigðum vel í aðgerðinni. „Hann
fann fíkniefni bæði á fólkinu, í bíl
og þar sem búið var að fela það inn-
andyra eftir að aðgerðin fór í gang,“
sagði Rúnar. Það er því góður liðs-
auki sem Selfosslögreglu hefur
hlotnast með þessum ötula lögreglu-
hundi.
-NH
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Sannaöi sig
Rúnar Þór Steingrímsson meö hundinn Fenri sem átti stóran þátt í aögeröum
Selfosslögreglunnar í Hverageröi á sunnudegsnóttina. Hundurínn fær sitt
sérkennilega nafn af Fenrisúlfi, syni Loka, skæöasta háskagrip norrænnar
goöafræöi.
Svínakjöt vinsælla
Samkvæmt nýju yfirliti frá
Bændasamtökum íslands seldist
meira af svínakjöti hér á landi en
lambakjöti og hefur það ekki gerst
áður. í aprílmánuði seldust rúm 524
tonn af svínakjöti en 513 tonn af
lambakjöti.
Ákærður fyrir morðtilraun
54 ára íslenskur karlmaður er í
haldi í Kaupmannahöfn fyrir morð-
tilraun. Maðurinn stakk fimmtuga
eiginkonu sína í háls og brjóst. Hún
er mállaus en úr lífshættu en radd-
bönd hennar eru skorin í sundur
Samkvæmt dönskum blöðum höfðu
hjónin deilt um peningamál.
Bæjarstjóri óskast
Auglýstar hafa verið 8 stöður bæj-
ar- og sveitarstjóra. Auglýst er eftir
bæjarstjórum á Blönduósi, Austur-
Héraði, Ólafsfirði, í sveitarfélaginu
Árborg og í Vesturbyggð. Sveitar-
stjórastöður eru lausar í sveitarfé-
laginu Ölfusi, Hrunamannahreppi
og Húnaþingi vestra.
Eldsneyti úr bensíngufum
Verið er að undirbúa uppsetn-
ingu á lofthreinsibúnaði, eins konar
gufugleypikerfi, á athafnasvæði 01-
íudreifmgar og Skeljungs í Örfiris-
ey í Reykjavík þar sem félögin reka
birgðastöðvar fyrir eldsneyti.
Þannig er unnt að safna bensínguf-
um sem streyma út þegar bensíni er
dælt í tóma birgðatanka og þétta
þær til að úr þeim verði bensín á
ný. Einnig kemur söfiiunarbúnaður-
inn í veg fyrir mengun. Mbl.is
greindi frá.
Þrumuveður á Suöurlandi
Eldingu laust niður í línu Lands-
virkjunar sem liggur frá Hrauneyja-
fossvirkjun að Sultartanga upp úr
klukkan fimm á laugardaginn og sló
línunni út í nokkrar mínútur.
í veðurathugun klukkan níu á
laugardagsmorgun var tilkynnt til
Veðurstofunnar um þrumuveður í
Básum í Þórsmörk og eins á Vatns-
skarðshólum í Mýrdal.
Eldur í bílskúr
Slökkviliðiö í Vestmannaeyjum
var kallað út um hálifjögurleytið í
gær vegna elds í bílskúr við Vest-
mannabraut. Nágranni varð var við
eldinn og hafði samband við lög-
reglu. Greiðlega gekk aö slökkva
eldrnn en bílskúrinn er talinn ónýt-
ur. Tvö fimm ára böm, piltur og
stúlka, höfðu verið aö leika sér með
eldspýtur í skúmum. Þau hentu log-
andi eldspýtu ofan í ruslafotu og
hlupu svo út. Faðir annars bamsins
á skúrinn og var hann ólæstur. Eng-
in slys urðu á fólki og engin önnur
hús voru í hættu því að bílskúrinn
er á bersvæði.
Forseti skal hafa afskipti
Guðmundur Ámi
VI Stefánsson alþingis-
fl maður telur eðlilegt
™ r að forseti Islands,
, | hr. Ólafur Ragnar
JM Grímsson, hafi af-
■ W skipti af banninu á
■ jj| kínversku friðar- og
inguna Falun Gong. Guðmundur
segir aö Ólafi beri skylda til þess
þar sem hann er gestgjafi Jiang
Zemin, forseta Kína, en opinber
heimsókn hans til landsins hefst í
vikunni.
-vlg