Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 Fréttir ÐV Falun Gong-iðkendur hittust á Austurvelli í gær: Við erum samfé- laginu skaðlaus - segir Kevin Yang, einn Falun Gong-iðkendanna sem eru staddir hér á landi Nokkrir Falung Gong-iökendur sem komu til landsins til aö mótmæia mannréttindabrotum í Kína hittust á Austurvelli í gær. Einn þeirra, Kevin Yang, sagöi fótkiö ekki vera ofbeldisfulla mótmælendur heldur fámennan hóp leikfimiiökenda sem væri aö vekja athygii á mannrétindabrotum í Kína. „Við erum ekki að mótmæla held- ur erum við friðsamlega að benda á ýmsar staðreyndir um Falun Gong og þær ofsóknir sem fólk hefur þurft að þola í Kína vegna skoðana sinna,“ segir Kevin Yang, einn þeirra sem leggja stund á æfingar Falun Gong og er staddur hér á landi vegna heimsóknar forseta Kína síðar í vikunni. Kevin segir Falun Gong vera eins konar endumýjun á fomri kín- verskri orkuleikfimi sem byggist á hægum líkamshreyfíngum og önd- un sem eykur jafnvægi í orkubraut- um líkamans. Æfingarnar stuðla að heilbrigði og líkamshreysti, auk þess sem þær stuðla að bætri siðvit- und. Ofsóknir hefjast Falun Gong kom fram á sjónar- sviðið árið 1992 í Kína, þegar Li Hongshi hélt fyrst fyrirlestur um fyrirbærið. Næstu ár á eftir hlaut þessi sami maður viðurkenningu hjá kínversku ríkisstjóminni fyrir að stuðla að bættu líferni og bæta siðferði í samfélaginu. Á árunum 1996-1999 fjölgaði iðkendum Falun Gong til muna, bæði í Kína og ann- ars staðar í heiminum. í Kína voru 50 milljónir manna famar að kenna sig við Falun Gong í ársbyrjun 1999. í apríl sama ár hófust ofsóknir á hendur þeim sem stunduðu Falun Gong-æflngamar. Ofsóknirnar byrj- uðu með handtökum á nokkrum iðkendum sem siðan vom leiddir fyrir rétt og dæmdir í 7-18 ára fang- elsi. Síðan þá hefur Faiun Gong ver- ið bannað í Kína og stofnandi hreyf- ingarinnar, Li Hongshi, fluttist til New York, þar sem hann býr nú. „Við vitum ekki af hverju þessar ofsóknir hófust. Líklegast hefur stjórnvöldum ekki litist á það hversu margir voru farnir að stxrnda Falun Gong og þess vegna litið á þetta sem ógnun við yfir- valdið. Það er í sjálfu sér fáranlegt því Falun Gong er ekki pólitiskt fyrirbæri - það eina sem við ger- um er að stunda æfingar og tala fyrir bættri siðvitund og friði. En síðan bann var lagt við Falun Gong hafa yfir 50.000 manns verið handteknir, meira en 10.000 hafa verið sendir i þrælkunarbúið án dóms og laga, 200 hafa verið dæmd- ir í fangelsi og 1000 manns hafa verið vistaðir á geðsjúkrahúsum. Það versta er að yfir 200 manns hafa svo verið drepnir fyrir það eitt að leggja stund á æfingarnar," segir Kevin Yang. Friðsamlegt fólk Kevin er staddur hér á landi ásamt nokkrum öðrum til þess að benda á þessi mannréttindabrot sem framin eru í Kína og til að boða sannleikann um Falun Gong meðal íslendinga. „Við trúum á umburðarlyndi og samúð og reynum að vera sam- kvæm sannleikanum. Það er meg- ininntak Falun Gong og því reyna þeir sem það stunda að vekja fólk til umhugsunar um ofbeldiö sem fólk verður fyrir eingöngu vegna skoðana sinna. Við erum stödd hér á landi til þess með friðsemd að biðja forseta Kína að hætta ofsókn- unum og til að segja íslendingum hvað Falun Gong er í raun og veru. Við erum friðsamlegt fólk sem leggjum stund á öndunaræfingar og hugarleikfimi en erum ekki of- beldisfullir mótmælendur. Við erum samfélaginu skaðlaus og von- umst til að íslendingar styðji okkur í baráttunni til að ná fram mann- „Ég er vongóður um að tillagan verði samþykkt," segir Einar Skúlason, formaður Sambands ungra framsókn- armanna, um ályktun sem hann og varafor- maður sam- bandsins leggja tú að samþykkt verði á sam- bandsþingi um næstu helgi. Ályktimin geng- ur út á að sækja beri um aðild að Evrópusamband- inu eftir næstu alþingiskosning- ar. „Ef þetta gengur í gegn væri SUF fyrsta stofnun Framsóknar- flokksins sem tekur afgerandi af- stöðu til Evrópumálanna. Ég von- ast til að það gerist og að það hafi þau áhrif, að flokkurinn marki sér afgerandi stöðu, taki eitt skref í viðbót í átt að ESB fyrir næstu alþingiskosningar," segir Einar. Svipuð ályktun vai- borin undir síðasta sambandsþing SUF fyrir tveimur árum en var ekki borin fram af formanni. Sú ályktun hlaut ekki afgreiðslu eftir að málamiðlun kom fram. Önnur tillaga liggur fyrir kom- andi þingi þess efnis að gallar ESB-aðildar séu meiri en kostii-n- ir; hún sé þess vegna ekki á dag- réttindum í Kína, svo sem trú- og málfrelsi," segir Kevin að lokum. skrá. Að þessari tillögu stendur þjóðmálanefnd SUF. Einar segir viðbúið að átök um þessar tillög- ur verði aðalmál sambandsþings- ins. Nýr formaður SUF verður kos- inn á þinginu og eru tveir í fram- boði. Deilan um ESB-aðild mun líklega setja mark sitt á kosning- una þar sem annar frambjóðand- inn hefur gert andstöðu við aðild að meginstefnumáli sínu. Einar segir að meðal ungra framsóknarmanna sé almennt meiri andstaða við ESB-aðild á landsbyggðinni en á suðvestur- horninu. Mest sé andstaðan á Norðurlandi vestra. Hann efast um að ný könnun DV gefi rétta mynd af afstöðu stuðningsmanna flokksins almennt. Samkvæmt könnuninni eru tæp 46% þeirra andvíg ESB-aðild en tæp 33% fylgjandi. Stuðningur við aðild var raunar samkvæmt könnun- inni hvergi minni en meðal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins. „Þessi niðurstaða kom mér mjög á óvart. Aðrar kannanir hafa ekki verið með þessum hætti. Flokkurinn er í sókn og ég tel að Evrópumálin eigi stóran þátt í því. Ég vil því sjá fleiri kannanir um þetta,“ segir Einar Skúlason. -ÓTG DRDGUM Á MDRGUN Fáðu þér miða í síma 800 6611 eða á hhi.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Formaður og varaformaður SUF: Vilja að sótt verði um að- ild að ESB - tekist á um málið á sambandsþingi Sá fyrsti Fyrsti farþeginn sem sté á jörö á Eg- ilsstaöaflugvelli eftir flugiö frá Dusseldorf var heiöraöur sérstak- lega viö komuna. Millilandaflug: Enn eitt hlið til íslands opnað Farþegaþota þýska LTU-flugfé- lagsins þýska lenti í fyrsta sinni á fóstudagskvöldið á Egilsstaðaflug- velli og var henni vel fagnað. Er þar með hafið í fyrsta sinn beint áætl- unarflug frá útlöndum til Egils- staða, án millilendingar annars staðar á landinu. Með vélinni komu milli 30 og 40 farþegar, auk nokkurs hóps blaðamanna sem ætlar að kynna sér aðstæður á Austurlandi. Yfir 80 farþegar fóru með vélinni frá Egjlsstöðum áleiðis til Dússeldorf. í tilefni af þessu var haldin hátíð- leg móttökuathöfn í flugvallar- bygginunni. Þar fluttu ávörp sam- gönguráðherra, Sturla Böðvarsson, Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra, fyrrverandi formaður Ferða- málaráðs, sendiherra Þýskalands á íslandi, sölustjóri LTU-flugfélagsins og bæjarstjórinn á Egilsstöðum, Björn Hafþór Guðmundsson. Michael Rudolff, sölustjóri LTU, sagði að menn gerðu sér góðar von- ir um að hægt væri að ná góðum ár- angri. Miklu fé hefði verið varið í að kynna þá möguleika sem beint flug til Egilsstaða fæli í sér. -PG Gulli sendill Gulli sendill á hjólinu sínu meö for- látavagn sem hann notar til flutn- inga. Auglýsingastofan Vinnandi menn merkti vagninn fyrir Gulla, honum aö kostnaöarlausu. Gulli sendill: Auglýsir eftir verkefnum Gunnlaugur Ingi Ingimarsson er nýfluttur til Akureyrar frá ísafirði og auglýsir eftir verkefnum sem sendill. Hann notar reiðhjól og for- látavagn til starfans, auk þess sem hann skýst á milli staða á vespu þegar mikið liggur við. Gunnlaugur - eða Gulli eins og hann kýs að láta kalla sig - er eini sendillinn í bæn- um sem notar reiðhjól og kerru við störf sín og segist hann taka að sér ólík verkefni, allt frá því að skutla pökkum og símaskrám milli staða til flutninga á ísskápum. „Ég vona að Akureyringar taki vel á móti mér hérna og verði hjálp- legir við að útvega mér verkefni. Ég vona að ég fái að kynnast góðu fólki, vinum, vinkonum og vandamönn- um. Ég þakka fyrir að fá að koma hingað og sjá nýtt og gott fólk og vona að allir nýti sér vel þjónustu mína og mig,“ sagði Gulli i samtali við DV og kvaðst vera í góðum gír í sumarblíðunni. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.