Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 10
10 Utlönd MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 MENN! NGARSÖGU LEGT GAGNASAFN Kynning þriðjudaginn 11. júní, kl. 13.00-17.00 Þingsal 1-4 Hótel Loftleiðum Setning: Guðbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra Val hugbúnaðarumhverfis Bjarni Júlíusson tölvunarfræðingur Þróunarverkefnið Sarpur 2.0 Markmið og nýjungar Frosti F. Jóhannsson verkefnisstjóri Þjms. Kerfisgerðin - Fyrirkomulag gagnavinnslu Guðjón S. Steindórsson kerfisfræðingur Hugviti Hagnýting Sarps Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri Þjms. Gagnasöfn í Sarpi Umfang og ástand Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Munir Lilja Árnadóttir deildarstjóri munadeildar Þjms. Myndir Þorvaldur Böðvarsson menningarfræðingur myndadeild Þjms. Þjóðhættir Sigrún Kristjánsdóttir þjóðfræðingur þjóðháttadeild Þjms. Hús Haraldur Helgason arkitekt húsadeild Þjms. Fornleifar Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur Fornleifavernd ríkisins Jarðfundir Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar Þjms. Örnefni Svavar Sigmundsson forstöðumaður Örnefnastofnunar íslands Kirkjuminjar og hliðarskrár Frosti Jóhannsson verkefnisstjóri Þjms. Um höfundarrétt gagna Sarps Erla S. Árnadóttir hrl. hjá Lex ehf lögmannsstofu Framtíðaráform - Kerfisgerð Bjarni Júlíusson tölvunarfræðingur Pallborðsumræður Fyrirspurnir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS HUGVIT Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á wvi/w.sarpur.is Al-Qaeda-liðar virkir í Bandaríkjunum: Nýjar upplýsingar um njósnamistök Bob Graham, formaður leyniþjón- ustunefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings, sagði í gær að „umtals- verður fjöldi fólks“ úr stjómkerfinu hefði komið fram með nýjar upplýs- ingar um mistök bandarísku leyni- þjónustunnar 1 tengslum við hryðju- verkaárásirnar 11. september. Graham, sem er demókrati frá Flórída, sagði að nýlegar uppljóstr- anir starfsmanns alríkislögreglunn- ar FBI hefði eflt mörgum kjark til að gefa sig fram og veita rannsókn- arnefndum þingsins upplýsingar. Þá sagði Graham að það væri ljóst að einhverjum yrði að refsa fyrir gjörðir sínar fyrir 11. september. Richard Shelby, háttsettur repúblikani i leyniþjónustunefnd- inni, sagði að mistökin næðu út fyr- ir raðir FBI og leyniþjónustunnar CIA til hinnar mjög svo leynilegu Þjóðaröryggisstofnunar og fleiri. Tom Ridge, sem fer fyrir öryggis- málum innanlands, sagði í sjónarps- viðtali í gær að útsendarar al-Qaeda væru virkir um allan heim, og þar á meðal í Bandaríkjunum. Hann sagði að það undirstrikaði þörfina á sér- stöku ráðuneyti öryggismála, eins og George W. Bush forseti lagði til í síðustu viku. Ridge sagði að um væri að ræða þúsundir manna í 40 til 50 löndum sem litu á Bandaríkin sem helsta skotmark sitt. Tom Ridge Forstööumaður innanríkisöryggis Bandaríkjanna talaöi um virka al- Qaeda-liöa um allan heim í sjónvarpi. REUTERSMYND Girðing milli trúarhópa Breskir hermenn hófu í gær aö reisa háan friðarvegg sem á aö skilja aö kakólikka og mótmælendur í vandræðahverfi í austurhluta Belfast þar sem trúarhóparnir hafa tekist á aö undanförnu. Arafat stokkar upp í heimastjórninni: Leiðtogi Jihad-sam- takanna handtekinn REUTERSMYND Tveir forsetar í sveltinni Bush Bandaríkjaforseti og Mubarak Egyptalandsforseti ræddu friðarmál fyrir botni Miöjaröarhafs um helgina. Palestínska lögreglan handtók einn leiðtoga samtakanna Heilags stríðs, eða Jihad, i Gaza-borg í gær- kvöld. Samtökin lýstu ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni á ísraelskan langferðabíl í síðustu viku þar sem sautján Israelar létu líflð. „Þetta er ólögleg handtaka," sagði Mohammad al-Khattib, háttsettur liðsmaður Jihads, við Reuters. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, tilkynnti í gær um breyting- ar á heimastjórn sinni þar sem ráðu- neytum er fækkað úr 31 í 21. Breyt- ingar þessar gætu leitt til umbóta á heimastjórnarkerfi Palestinumanna sem ísraelar hafa margoft krafist. Þeir tóku tilkynningunni í gær hins vegar fremur fálega. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, er kominn til Washington þar sem hann mun ræða við Bush forseta og aðra. rwr óheiöarlegur Helmingur Breta telur að Tony Blair forsætisráðherra sé óheiðarlegur, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem greint var frá í gær. Þá er stuðn- ingurinn við Verka- mannaflokkinn kominn undir 40 prósent og hefur aðeins einu sinni áður verið svona lítill í átta ár. Svíar handsama tvo Sænska lögreglan hefur handtek- ið tvo menn sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkasamtök. Mennimir voru teknir í Málmey þangað sem þeir komu frá Þýska- landi um Danmörku í síðustu viku. Áhyggjur af illu umtali Stjórnvöld og embættismenn i Danmörku hafa áhyggjur af illu um- tali um landið vegna strangrar stefnu í garð útlendinga og innflytj- enda, skömmu áður en Danir taka við formennsku í ESB. Tafir á Loya Jirga Afganska ættflokkasamkoman Loya Jirga kemur ekki saman fyrr en síðdegis í dag, fimm stundum á eftir áætlun, vegna pólitísks ágrein- ings. Samkoman á að velja stjórn fyrir næstu tvö árin, þegar kosning- ar verða haldnar. Hafnar forseta ESB Forseti þings Evrópusambands- ins hafnar tillögum Breta um að for- seti ESB verði kjörinn til fimm ára í stað þess að aðildarlöndin skipti formennskunni á miiii sín á hálfs árs fresti. Blair talinn Róandi áhrif Rumsfelds Indverjar og Pakistanar hafa heldur dregið úr orðaskaki sínu í Kasmírdeilunni vegna fyrirhugaðr- ar heimsóknar Don- alds Rumsfelds, landvamaráðherra Bandaríkjanna, tii landanna síðar í vikunni. Rumsfeld ætlar að reyna að koma í veg fyrir átök milli kjarn- orkuveldanna tveggja. Stúlku ákaft leitað Mikill fjöldi manna hefur leitað fiórtán ára stúlku í Salt Lake City i Utah í Bandaríkjunum sem vopnað- ur maður nam á brott frá heimili hennar á miðvikudagskvöld. Bæna- samkoma var haldin í almennings- garði í gærkvöld. Drottning opnar bókhaldið Elisabet Eng- I landsdrottning hef- ur ákveðið að opna bókhaldið og sýna almenningi hvemig um ellefu milljörð- um, sem hirðinni er úthlutað af al- mannafé, er varið. Þetta ku vera enn ein viðleitni drottningar til að nútímavæða kon- ungsveldið. Ecevit ætlar að hvíla sig Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að hann ætl- aði aö fara að ráði lækna og hvíla sig í tvær til þrjár vikur í viöbót en vísaði á bug vangaveltum um að hann ætlaði að segja af sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.