Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Blaðsíða 16
36 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 Skoðun I>,V Spurning dagsins Ferðu til útianda í sumar? (Spurt á Akureyri.) Ama Guömundsdóttir: Nei, ég kemst ekki í ár vegna annrík- is en ef ég væri á leiO eitthvaö yröi Krít væntanlega fyrir valinu. Ólafur Runólfsson frömuður: Nei. Læt mér nægja aö feröast inn- anlands þar sem víöa er fallegt. Nei, ég geri ekki upp á milli staöa hérna heima. Rut Petersen hjúkrunarfræðingur: Já, ég er aö fara til Svíþjóðar sem fararstjóri hjá 4. flokki KA í handbolta. Sigmundur Einarsson veitingamaður: Nei, ekki í sumar en ég ætla í haust. Ætli maöur skelli sér ekki til Portúgals eöa Spánar. Gunnlaugur Eiðsson nemi: Ég er nýkominn frá Portúgal þannig aö þaö veröur aö bíöa eitthvaö eftir næstu ferö. Leifur Jónsson skrifstofumaður: Nei, ég ætla aö feröast innanlands. Elta góöa veöriö og hafa þaö gott. Snæfellsnesiö kemur sterklega til greina þetta sumariö. 'JUKRABÍLL IPÍL \ ■ !: I ■ Inn og út af sjúkrahúsunum. - Og sífellt lengjast biölistarnir. Pólitískur vilji og rekstrarfé „Ég hef lengi haldið því fram að við séum nœr hálfu milljóninni en þrjú hundruð þúsundunum. - Þá vœri fjöldinn á biðlistunum hugs- anlega nærri lagi. “ Meðalbiðtími eftir skurðlækn- ingum á Landspít- ala háskóla- sjúkrahúsi er nú allt að tveimur árum. Það er geta til þess að láta alla listana með GeirR. um 3.300 manns Andersen innanborðs sem blaöamaöur skrifar: bíða eftir aðgerð- "umá Landspítala háskólasjúkrahúsi hverfa, sé til þess pólitískur vilji og spítalanum útvegað nægilegt rekstrarfé. Þetta fullyrðir sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði spítalans. Nú er því ekkert sem heitir að bíða og vona, hugsa eða halda i heilbrigðis- málunum. Útvegsmenn í ríkisgeir- anum bara opna tékkheftið og skrifa óskaupphæðina. Nýleg frétt sagði að þeir sem væru á biðlistum til aðgerða væru 2.500. Þeim hefur því fjölgað um 800 í hlýindunum síðustu daga. Ég skal játa að ég er ekki einn þeirra sem er á biðlistunum. Ekki enn a.m.k. Ég get átt eftir að fylla þann hóp og mun ekki þá, fremur en nú, gera lít- ið úr þörfínni til að komast á sjúkrahús. Ég er þess hins vegar fullviss að hér er maðkur i mys- unni. Ég trúi ekki að 3.300 manns bíði eftir aðgerð á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Ég hef lesið að eitthvað um 5000 íslendingar þjáist af gigt, um 2000 séu vanhæfir á geði, nokkur þús- und magasjúklingar, og tugir þús- unda landa okkar þjáist af stöðugri streitu, og séu nánast áskrifendur að kvalastillandi lyfjum og róandi töflum af einhverri gerð. Ef þetta er allt rétt, eða hvort í sínu lagi, þá á þessi þjóð það eitt eftir að biðjast vægðar gegn sjálf- stæði sínu og fullveldi, líta til hins almáttuga Evrópusambands og styrkjakerfis þess, fýlla út inn- göngubeiðni og biðja einhvem vel- unnara sambandsins sem næst á leið til Brussel að leggja hana inn. Og væri ekki upplagt að dreifa biðlistunum hér á sjúkrahúsin inn- an ESB? Það er fullyrt að þjóðhagslega besta aðgerð sem til er sé sú að skipta um gerviliði. Aðeins sú að- gerð að skipta um augastein sé hag- kvæmari. Og nái fólk fótaferð yfir- leitt vegna svona aðgerða komist það hugsanlega út af öldmnarstofn- unum eða úr hjúkrun, auk þess sem það þurfi minna af verkjalyfjum og njóti lífsins mun betur. Biðlistarnir eru því hagkvæmir. Bíða þess kom- ast inn - og út aftur og gerast þjóð- hagslega hagkvæmur, eftir því sem efni standa til. Nauðsyn er þó að komast til botns í einu. Það þarf að telja lands- menn með trúverðugum hætti. Lík- lega kemur þá í ljós mun hærri tala en við þekkjum. Ég hef lengi haldið því fram að við séum nær hálfu milljóninni en þrjú hundruð þús- undunum. - Þá væri fjöldinn á biðlistunum hugsanlega nærri lagi. Sá á stutta föstu ... Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur skrifar: Skuldir eru eitt af því ömurleg- asta sem til er. Það er reynsla margra. Hver gleymir því ef sú hót- un berst að selja eigi eignir vegna þess að ekki hefur verið greitt af ákveðinni skuld á gjalddaga? Marg- ir eru kærulausir hvað þetta varð- ar. Alveg er ótrúlegt hvað fljótt líð- ur að skuldadögum. Áður en varir er gjalddagi kominn, ef ekki eindagi. Sagt er að dráttarvextir séu bönkum mikil búbót en lántakend- mn að sama skapi til tjóns. Ekki minnist ég þess að ég hafi þurft að greiða dráttarvexti um mina daga. Það borgar sig að fylgj- ast vel með fjármálum sínum. Ger- „Það borgar sig að jylgjast vel með fjármálum sínum. Gerum við það ekki er nokkurn veginn víst að illa kann að fara. Við hœkkum aðeins útgjöld okkar með því að greiða ekki á gjalddaga.“ um við það ekki er nokkum veginn víst að Ula kann að fara. Við hækk- um aðeins útgjöld okkar með því að greiða ekki á gjalddaga. Meira að segja útvarps- og sjónvarpsgjaldið hækkar greiðum við ekki á tilsett- um tíma, og ekki nema sanngjamt. Ég las ævisögu Benjamíns Frank- lins (1706-90), hins kunna banda- ríska stjórnmálamanns og eðlis- fræðings sem fann m.a. upp eldinga- varann. Hann samdi og sjálfstæðis- yfirlýsinguna 1776, sem batt enda á yfirráð Breta í Norðurameríku. Þar með urðu Bandaríki Norður-Amer- íku til. Ég hefi þennan formála fyrir einni stuttri málsgrein sem Benja- mín Franklín lét frá sér fara og sem mér líður ekki úr minni. Setningin er þessi: „Sá á stutta fostu sem á að gjalda skuld á páskum.“ Sjálfan nefndi hann sig Ríkarð snauða, eða „Poor Richard", er hann samdi sín fjölmörgu heilræði er fjalla um iðju- semi, heiðarleika og reglusemi sem stuðlar að hamingjusömu lífi og falla aldrei úr gildi. Garri Attavillir gestgjafar Kínverski forsetinn Jiang Zemin er væntanleg- ur í opinbera heimsókn til landsins 12. júni og verður hér nokkra daga. Garra finnst sá kin- verski enginn aufúsugestur því að hendur ráða- manna í Kina eru blóði drifnar og umgengni þeirra við mannréttindi á kaldranalegiun nótum, svo ekki sé meira sagt. En hefðbundinn undir- lægjuháttur hérlendra ráðamanna kemur ekki lengur á óvart heldur hitt að gestimir eru ekki einu sinni komnir til landsins þegar þeir eru famir að ráðskast með það hvemig við tökum á móti þeim. Úrræðaleysi lögreglunnar Þrýstingi hefur verið beitt til að erlendir liðs- menn Falun Gong-hreyfingarinnar fái ekki að koma til landsins. Landamærunum hefur verið lokaö fyrir þessu fólki. Garri hefði skiliö ákvarð- anir um lokun landamæra íslands hefðu liðs- menn Falun Gong verið þungvopnaðir, haft í hótunum og hagað sér á allan hátt eins og versti skríll. En það er ekki tilfellið. Vandinn er að liðsmenn Falun Gong mótmæla ekki. Þeir setjast ,niður í mestu makindum, stunda hugleiðslu og em yfirleitt til friðs. Það er meira en íslenska lögreglan getur ráðiö viö. Hún hefur engin úr- ræði til að ráða við allt það fólk sem hingað ætl- ar að koma til að mótmæla ekki komu Jiangs Zemins heldur minna á mannréttindabrotin sem hann fremur með því að setjast niður og hug- leiða. Víkingasveitin hefur engin úrræði til að takast á við slíka uppákomu og því síður þeir 600-700 lögreglumenn sem starfa á Fróni. Þeir segjast ekki ráða viö mótmæli ef mótmælendur em fleiri en nokkur hundruð en sannleikurinn er að þeir ráða ekki við fólk sem kemur en mót- mælir ekki. Því að þá líta þeir út eins og kjánar, gráir fyrir jámum og tilbúnir i átök við fólk sem mótmælir ekki. í bál og brand Og vandinn flest líka í því að kínverskir ör- yggsiverðir hafa svör á reiðum höndum, vita hvemig á að taka á fólki sem safnast saman en mótmælir ekki. Þeir em vanir að ofsækja svona fólk með ýmsum hætti og gætu farið að sýna slíkar æfingar meðan á heimsókn forsetans stendur. Lausnin er því einfóld. Hérlendir ráða- menn ættu að hleypa fólkinu sem mótmælir ekki inn í landið en loka á kínverska öryggisverði sem skiija ekki að ekki er verið að mótmæla einu né neinu, gætu hleypt öllu í bál og brand og dregið áttavillta íslenska lögreglumenn inn í at- burðarás sem þeir mundu örugglega ekki ráða við. Cspurri Byggðastofnun á Sauðárkróki - Farsinn aldrei langt undan. Byggöastofnun víki Haraldur Gunnarsson skrifar: Nú er svo komið að mál Byggða- stofnunar, stjóm hennar og forráða- maður era orðin það erfið ríkinu að best væri að leggja hana af nú þegar. Það er ekkert auðveldara en að láta bankastofnanir annast núverandi starfsemi Byggðastofhunar, og sjálf- sagt mál. Það er ekki hægt að bjóða landsmönnum upp á farsann sem sí- fellt er að koma upp innan stofnunar- innar, nú með stjómarformann og forstjóra í aðalhlutverkum. Við- skiptaráðherra er ekki við að sakast, hún tekur á málinu af hlutleysi, en það þarf meira til nú. Ráðherra á að loka Byggðastofnun, það er þjóðhags- lega hagkvæmast Enn eitt hneyksliö Kristinn Sigurðsson skrifar: í lok síðasta mánaðar vora þrír ungir menn sýknaðir af því að kasta Molotov-kokkteil (sem er banvæn, hættuleg logandi sprengja) að banda- ríska sendiráðinu. Sem betur fer varð ekki skaði af. Maður skilur ekki þessa dómara. Erlendu sendiráði var sýnd lítilsvirðing. Sama er hvaöa sendiráð um ræðir, við eigum að vemda þau samkvæmt alþjóðalögum, en ekki að mati duglausra dómara. Þarna hefði utanríkisráðuneytið átt að koma að en þar var dauðaþögnin ein. Svona mál er afleitt til afspumar fyrir ísland á erlendum vettvangi og valtar yfir mörg önnur afrek okkar. Úr réttarhöldum í Árnamáli. - Margir til kallaöir, vitni og ákæröir. Vitnin í Árnamáli Óskar Sigurðsson skrifar: Það er ekki nema eðlilegt að menn reki upp stór augu við fréttir frá rétt- arhöldum yfir fyrrverandi þingmann- inum, Áma Johnsen. Ekki að þar sé svo margt nýtt að sjá eða heyra, held- ur öllum þeim öðrum, ákærðum og vitnum sem þarna eru til kallaðir, for- stjórar, framkvæmdastjórar, veitinga- menn, dyraverðir og „gólfmenn". Það er furðulegt hve margir hafa þama dregist inn í málið, vitandi vits eða ómeðvitað (sem þó verður að telja ólíklegt). Og það frá stórum og þekkt- um fyrirtækjum. Þjóðleikhúsið er auð- vitað kapítuli út af fyrir sig, og búið er að sverta þá stofnun varanlega með því að tengjast þessu stóra sakamáli. Kúrbítur í Bónus- búðum Steinunn Bergsteinsdðttir hringdi: Það er loks kominn kúrbítur i Bón- usverslanimar. Þessu hef ég beðið eftir því ég versla þar og vil halda því áfram. Kúrbít (zucchini) má nota á margan hátt. Það má steikja, grilla, nota í salat og sem meðlæti með ýms- um réttum, auk þess sem þess má neyta beint af augum. Framtakið hjá Bónus er gott, og ekki er verra að þar er kúrbítur mun ódýrari en annars staðar. Og það svo um munar. Þakkir til Bónusmanna. [PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReykJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.