Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 10. JIJNÍ 2002
Fréttir I>V
Alvarleg staða hjá Byggðastofnun vegna illvígra átaka:
Deila án hliðstæðu
Bréfaskriftir Valgeröar Sverris-
dóttur byggðamálaráöherra og
Theódórs Ágnars Bjamasonar, for-
stjóra Byggðastofnunar, eru án hlið-
stæðu í sögu stofnunarinnar. Aldrei
áður hefur svo alvarleg deila komið
upp, að sögn aðila sem gjörþekkja
störf Byggðastofnunar og þykir
ófaglegt og óheppilegt að bréfin séu
gerð opinber á meðan unnið er að
lausn málsins. Ráðherra er ósáttur
við að fjölmiðlar hafi fengiö aðgang
að bréfunum skv. áreiðanlegum
heimildum DV.
Stríöshanskanum kastaö
Theódór er sagður hafa kastað
stríðshanskanum til Valgeröar með
því að veita ijölmiðlum upplýsingar
um innihald bréfanna og lýsa því
yfír að hann telji bréf ráðherra at-
lögu tU að bjarga Kristni. í svarbréfi
forstjórans 26. maí sl. vegna athuga-
semda ráðherra segir Theódór eftir-
farandi: „Eftirfarandi atriði í bréfi
ráðuneytisins eru sýnUega fengin
með einhliða lýsingu stjómarfor-
manns stofnunarinnar. Þar hefur
margt farið úrskeiðis og meðal ann-
ars er viða í bréfinu að fmna rang-
ar staðhæfingar eöa boUaleggingar
um málsatvik."
Fyrsta athugasemd ráðherra lýt-
ur að því að ársreikningur Byggða-
stofnunar fyrir árið 2001 hafi ekki
borist Fjármálaeftirlitinu eins og
lög kveða á um. Theódór svarar að
það sé Kristni að kenna....stjóm-
arformaðurinn hindraði að reikn-
ingar yrðu lagðir fram á stjómar-
fundi hinn 7. maí 2002 tU kynning-
ar,“ segir forstjórinn og vísar aUri
ábyrgð frá sér.
Ýfingar hófust í ágúst
Valgerður spyr einnig hvort rétt
sé að Theódór hafi ekki sinnt þeirri
skyldu að samræma starfsemi at-
vinnuþróunarfélaga en þar biður
Theódór um rökstuðning.
Einnig er spurt hvort forstjóri
sinni ekki daglegum skyldum sínum
og ber þar samninginn við Sparisjóð
Bolungarvíkur á góma. Theódór
svarar að tU ágreinings hafi komið
miUi hans og Kristins um hve mikla
starfsemi ætti að flytja vestur og
hvort umboð hafi veriö fyrir slíkum
breytingum. „Hér með hófust ýfing-
ar formanns við undirritaðan og
aðra starfsmenn stofnunarinnar fyr-
ir alvöru,“ ritar Theódór. Þetta var
15. ágúst árið 2001.
Menn setti hljóða
21. desember árið 2001 boðaði
Kristinn tU fundar og mætti Ásgeir
Sólbergsson, sparisjóðsstjóri i Bol-
ungarvík, á þá samkundu. Hann var
spurður hvaða verkefni Kristinn
hefði rætt að flyttust frá Sauðárkróki
tU Bolungarvíkur og svaraði hann
skv. bréfi Theódórs að fjármálin og
aðaltékkhefti Byggðastofnunar yröu
flutt þangað, sem og lánabókhaldið
og innheimtan. Theódór segir að við
þessi orð hafi menn sett hljóða.
Forstjórinn segir ranglega með
fariö hjá Kristni að ekki hefði þurft
að bjóða út umsýsluna sem hann
vUdi færa Bolvíkingum. Engin
stjómarsamþykkt hafi legið fyrir
um að semja við Sparisjóðinn í Bol-
ungarvik.
Valgerður vUl einnig vita um um-
deUdar starfsmannaráðningar
Theódórs - þ.e.a.s. hvort menn hafi
verið ráðnir í ósamræmi við starfs-
áæfiun stjómar. Því neitar hann en
í næsta tölulið bréfsins spyr ráð-
herra út í það mál þegar Theódór
gekk út af stjómarfundi með fund-
argögn og hvort það samræmist al-
mennum vinnuskyldum.
Stóru orðin falla
Þama vísar Valgerður væntanlega
tU fréttar i DV, sem höfð var eftir
Kristni, en Theódór svarar með stór-
um orðum. Hann segir að Kristinn
hafi ítrekað hindrað sig í að kveðja
sér hljóðs á fyrmefndum fundi. 5-6
sinnum hafi hann reynt orð og
handauppréttingar án þess að fá
tækifæri tU að tjá sig og þess vegna
hafi hann vikið af fundinum. Hann
hafi ekki tekið með sér önnur gögn
en persónuleg og því hafi útgangan
ekki hindrað störf fundarins.
„I hita leiksins valdi ég þennan
kost tU að leggja hámarksáherslu á
það mikUvæga erindi sem ég átti
við stjómina og tU að mótmæla með
afgerandi hætti ruddaskap og niður-
lægingu sem mér var sýnd af hálfu
stjómarformanns i gegnum langan
tima. Það hljóta aUir að sjá að ég hef
mátt þola að vinna við algjörlega óá-
sættanleg vinnuskUyrði, stöðuga
áreitni og sálrænt ofbeldi. Slíkar að-
stæður geta aldrei leitt tU annars en
vandræða og eru algjörlega óþol-
andi,“ segir Theódór í bréfinu.
Stöðvaði viðræður
í samtali við DV vUdi Kristinn
ekki tjá sig um stærstu yfirlýsingar
forstjórans, s.s. sálrænt ofbeldi, að
öðru leyti en því að hann vísaði því
á bug. Hann segir að hann hafi löng-
um valið þá leið að reyna að leysa
úr ágreiningsefnum í kyrrþey en þó
verði ekki vikist undan því að svara
sumu af því sem Theódór tUgreinir
í bréfinu, og þá hugsanlega með
skriflegri álitsgerð. Hvað varði
Sparisjóö Bolungarvíkur sérstak-
lega sé óumdeUt að stjóm hafi verið
heimUt að semja við fjármálastofn-
un um málið og mikUl áhugi hafl
verið á því meðal þingmanna aö
taka praktíska hluti, líkt og inn-
heimtumál, út úr stofnuninni. Sam-
hliða flutningi norður tU Sauðár-
króks hefði verið ákveðið að nýta
sér þessa lagaheimild og því hafi
aldrei staðið tU að þessi starfsemi
yrði á Sauðárkróki. Um sé að ræða
1-2 störf og hann hafi lagt fyrir
stjóm að fá tímaramma á viðræður
og skUgreiningu. Hann hafi opnað
viðræðumar og hafið þær formlega
en síðan dregið sig í hlé. í desember
sl. hafi svo stjómarmenn talið sig
sammála um hvað semja ætti um en
þá hafi Theódór gripið tU aðgerða.
„Hann hefur lagst gegn þessu og
stöðvað viðræðurnar og neitað að
taka þátt í þeim eftir að ég setti þær
i gang,“ segir Kristinn.
Hljóta að geta fundiö skrifborð
Varðandi það álitamál hvort lög
geri ráð fyrir útboði þjónustunnar
segir Kristinn að fyrst á síðustu
dögum hafi Theódór ýjað að því.
Sjálfur telji hann svo ekki vera.
Kristinn víkur einnig nokkrum
orðum að ársreikningum stofhunar-
innar og segir forstjórann eiga þar
einan sök. „Rök hans voru að end-
urskoðandi hans hefði ekki haft við-
unandi skrifstofuaðstöðu tU að
vinna málið en það er greinUegt að
Fjármálaeftirlitið telur að það séu
engin rök og ég er nokkuð sammála
því. Endurskoðendur geta unnið sín
verk eins og aðrir. Þeir hljóta að
geta fundið skrifborö einhvers stað-
ar þannig aö orsakir tafarinnar era
ekki taldar gUdar og sú staða er á
hans ábyrgð.“
Bitnar á landsbyggðinni
Háttsettur maður sem starfaði
árum saman hjá Byggðastofhun fyr-
ir flutninginn tU Sauðárkróks segir
að sér lítist afar Ula á þessa deUu.
Ljóst sé að starfsfriður sé lítill og
staðan hljóti að bitna á landsbyggö-
inni. „Ég veit eiginlega ekki hvað
þarna hefur gerst,“ segir maðurinn.
Hann segir þó staðreynd að það
hafi ekki verið neinn dans á rósum
að vera í toppsæti Byggðastofnunar
Stuttgart-treyja Ásgeirs Sigur-
vinssonar, frá leiknum þegar hann
spUaði um ÞýskalandsmeistaratitU-
inn, var seld á 120 þúsund krónur á
treyjuuppboöinu sem haldið var í
Smáralind á laugardaginn. MikU
spenna var í loftinu undir lokin þeg-
ar treyjan var boðin upp en hún var
síðan slegin hæstbjóðanda og var
það Pizza-Hut sem eignaðist hana.
AUar níu treyjumar seldust og aUs
söfnuðust rúmlega 440 þúsund krón-
ur sem aUar renna tU KRAFTS,
styrktarfélags fyrir ungt fólk sem
á áram áður. í því
samhengi má nefna
eitt frægasta deUu-
málið sem varðar
Rauða herinn. Þá
þráaðist þáverandi
forstjóri, Guðmund-
ur Malmquist, heUt
sumar við að greiða
út lán sem forstjór-
inn taldi glatað fé í
blóra við vUja
stjómar og hafði sigur að lokum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
beitti sér fyrir þvi með reglugeröar-
setningu að aukin ábyrgð yrði lögð á
forstjórann á sínum tíma en þegar
vald Byggðastofnunar var fært tU
iðnaðarráðuneytisins breyttist þetta.
Áður var það skylda forstjóra að
varðveita fjárhagsstöðuna en nú hef-
ur þetta vald verið fært tU stjórnar-
innar. Því er Ijóst að Kristinn er í
rétti tU að taka ákvarðanir eða hafna
hugmyndum forstjóra en að sama
skapi era vinnuskUyrði forstjórans
breytt miðað við það sem áður var
og e.t.v. snúnari fyrir vikið.
Afdrif óljós
Um afdrif Theódórs og Kristins er
óljóst. Valgerður hefur sagt að um-
sýsla forstjórans gefi ekki tUefni tU
brottvikningar heldur e.t.v. áminn-
ingar en á sama tima vUl hún ekki
svara hvort einhver verði látinn
fara. Það eru aðeins tveir sem gætu
farið og því velta menn því fyrir sér
hvort Kristinn H. Gunnarsson sé
undir hnífnum. DV hefur áður
greint frá kala í samskiptum ráð-
herra og Kristins en tUteknar heim-
Udir herma að HaUdór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins,
muni höggva á hnútinn. Hvemig er
hins vegar ekki ljóst.
Kristinn sagðist meta stöðuna
þannig að ráðherra hefði átt við
það sem gerðist fyrir bréfaskrift-
imar þegar hún sagði að ekki
væra efni tU að láta hann víkja.
Eitthvað hefði gengið á síðan, en
þetta mál væri í höndum ráðherra
og hann vUdi sem minnst um slík-
ar pælingar segja.
Einkennileg umræða
Varðandi það hvort Kristinn teldi
óliklegt að hann yrði látinn vikja
sagði hann að samið hefði verið um
að hann gegndi starfmu út kjör-
tímabUið og hann hefði ekki óskað
eftir lausn. „Ég held ótrauður áfram
að sinna því verkefhi sem ég hef
tekið að mér.“
Kristinn útUokar ekki að hann og
forstjórinn geti starfað saman og tel-
ur bestu leiðina tU þess að menn
séu meðvitaðir um hlutverk sitt
eins og hann orðar það. Hann vUl
ekki leggja mat á hvort deilan hafi
bitnað á störfum stofnunarinnar en
viðurkennir að staðan sé óþægUeg.
„Annars finnst mér þessi spum-
ing, hvort ég eigi að hætta, dálítið
skrýtin. Það eru gerðar athuga-
semdir við störf forstjóra en þá
spyija menn hvort ég eigi að víkja.
Þetta er einkennUeg umræða.“
Valgerður Sverrisdóttir viU ekki
tjá sig um innihald bréfanna eða
deUurnar að sinni en segist munu
leysa málið fyrir ársfund 21. júní nk.
greinst hefur með krabbamein.
Fjöldi fólks fylgdist með uppboð-
inu og að sögn viðstaddra stýrði
Gísli Marteinn Baldursson hlutim-
um af stakri sniUd.
Ásgeirstreyja:
Fór á 120 þúsund
^gjliÁíihrölJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sðlariag í kvöld 23.52 23.37
Sólarupprás á morgun 03.02 02.47
Síödegisflóð 18.17 22.50
Árdegisflóð á morgun 06.34 11.07
Austan- og suðaustan 5-15 m/s í
kvöld, hvassast sunnanlands.
Skýjað með köflum og stöku skúrir
sunnan tU á landinu, en þokuloft
við norður- og austurströndina. Hiti
verður á bUinu 12-19 stig.
Skýjað og stöku skúrir
Austan- og suðaustan 5-15 m/s en
hægari vindur suðvestanlands.
Skýjað með köflum og stöku skúrir
sunnan tU á landinu. Áfram verður
hlýtt í veðri.
Miðvikudagur
Hiti 10'
«120"
Vindur;
3-10 "V*
Hæg
norðaustlæg átt
og skýjað meö
köflum um
landiö ailt og
úrkoma víöa.
\£
Fimmtudagur
Hiti 10“
Bl 20"
Vindun
5-10 "V*
Hæg austlæg átt
og þokuloft á
annesjum
noröanlands.
Annars skýjaö
meö köflum.
4-
Föstudagur
Hiti 10"
«1 18"
VinduR
5-15 "V*
Austan-
strekkingur og
rígning sunnan
til en annars
úrkomulrtiö.
4-
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
ýL Ltí L {ItL-L'
AKURÉYRI skýjað 19
BERGSSTAÐIR skýjaö 14
B0LUNGARVÍK skýjaö 17
EGILSSTAÐIR léttskýjað 18
KIRKJUBÆJARKL skýjað 12
KEFLAVÍK skýjað 17
RAUFARHÖFN skýjaö 18
REYKJAVÍK skýjaö 16
STÓRHÖFÐI þokumóöa 9
BERGEN skýjaö 20
HELSINKI léttskýjaö 21
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 19
ÓSLÓ léttskýjaö 23
STOKKHÓLMUR 20
ÞÓRSHÖFN skýjaö 10
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 19
ALGARVE heiöskírt 24
AMSTERDAM rigning 14
BARCELONA léttskýjaö 18
BERÚN skýjaö 18
CHICAGO hálfskýjaö 29
DUBUN léttskýjaö 19
HAUFAX alskýjaö 12
FRANKFURT hálfskýjaö 18
HAMBORG skýjaö 19
JAN MAYEN léttskýjaö 14
LONDON rigning 14
LÚXEMBORG 16
MALLORCA heiöskírt 29
MONTREAL 23
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 10
NEW YORK léttskýjaö 26
ORLANDO hálfskýjaö 29
PARÍS rigning 14
VÍN þrumuveöur 16
WASHINGT0N alskýjað 27
WINNIPEG alskýjað 14
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stinnlngsgola
Kaldi
Stinnlngskaldi
Althvasst
Hvassviöri
Stormur
Rok
Ofsaveöur
Fárviöri